Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 Fréttir DV Allar búgreinar tapa á kjötframleiðslu: Skilaverð til svínabænda hef- ur lækkað um 25% milli ára - landið stútfullt af kjöti Neytendur þyrpast í matvöruverslanir þegar auglýstar eru stórkostlegar verðlækkanir á kjötvörum. Nú síðast voru frosnir kjúklingar boðnir á 299 kr/kg. Það undirstrikar þá staðreynd að landið er stútfullt af kjöti. „Það drýpur smjör af hverju strái,“ sagði fylgdarmaður Hrafna- Flóka, Þórólfur smjör, þegar þeir komu tii landsins fyrir árþúsundi. Það er engu líkara en svo sé einnig nú því kjötframleiðsla í landinu er orðin langt umfram neyslugetu landsmanna, jafnvel þótt kjöt væri á hverju heimili á hverjum degi. Einn kjötframleiðandi orðaði það svo að landið væri stútfullt af kjöti og það gæti ekki leitt til annars en þess að margir framleiðendur hættu eða yrðu einfaldlega gjald- þrota. Dilkakjöt hefur jafnan verið vin- sælasta kjöttegundin á borðum landsmanna en nú er fast sótt á af öðrum tegundum. Nautakjötsfram- leiðsla hefur í vaxandi mæli færst úr þvi að vera aukaafurð mjólkur- framleiðslu í aðalbúgrein, sérstak- lega þeirra sem hafa farið í holda- nautarækt, og árangurinn hefur skilað sér í auknum gæðum nauta- kjöts og þar með aukinni sölu. Svínakjötsneysla hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og er orsök- in fyrst og fremst verðlækkun og stóraukið markaðsstarf svína- bænda. Gríðarleg aukning hefur einnig verið í framleiðslu kjúklinga í haust en í sumar var skortur á kjúklingum á markaði. Þá tók öll greinin við sér, ekki bara sumir, og aðeins nokkrum vikum síðar var árangurinn offramleiðsla. Einhvers staöar hefði það talist óstjórn. Framleiðsluferlið er stutt í kjúklingum, aðeins 8 vikur frá byrj- un útungunar eggs til kjúklings á diski neytandans. Skilaverð til bænda hjá ísfugli í Mosfellsbæ er 250 kr/kg, sem að sögn Helgu Hólm framkvæmdastjóra dugar en ekki meira en svo, sérstaklega í ljósi nýjasta verðs á kjúklingum, en fros- inn kjúklingur er nú boðinn á 290 kr/kg. Helga segir að framleiðslan verði stöðugt dýrari. T.d. hafi kostnaður við eftirlit dýralækna og sýnatöku hækk- að úr 2,50 krón- um í 6,50 krón- ur í haust, án þess að slátur- húsin gætu rönd viö reist til vamar. Aðal- steinn Jónsson, formaður Landssambands sauðíjárbænda, segir að bændur tapi á kindakjöts- framleiðslunni, enda skilaverð komið niður fyrir 200 kr/kg tU bænda en getur farið upp í 312 kr/kg í hæstu gæðaflokkum. Nauta- kjötsframleiðendur fá liðlega 300 kr/kg í skUaverð og tapa þar með stórlega á sinni framleiðslu. Fram- leiðendur holdanautakjöts njóta ekki erfiðisins því hæsta skUaverð þar er aðeins 350 kr/kg, eða aðeins 10% hærra en besta verð á besta ungnautakj ötsflokknum. Svínabændur hafa ekki skipulagt framleiðsluna Mánuðina júlí, ágúst og septem- ber var framleiðsla kjöts liðlega 7 þúsund tonn og var sala í naut- gripakjöti hlut- faUslega mest, eða 106%, í svinakjöti 97%, í alifuglakjöti var hún svipuð, eða 96%, en aöeins 33% í hrossakjöti og 55% í kinda- kjöti. „AUir em að tapa á kjötfram- leiðslu í dag og það er erfiðasta vandamál landbúnaðarins. Megin- skýringin er offramboð, t.d. hjá svínabændum, þar sem óraunsæi og bjartsýni fara saman. Samtök þeirra hafa heldur ekki reynt að skipuleggja framleiðsluna hvað varðar framboð. Kjúklingafram- leiðslan býr við sama vanda. Þessi frjálsi markaður er mjög erfiður tU að stýra landbúnaðarframleiðslu. Markaðssveiflur virka seint og Ula og eru mjög sársaukafuUar. Það þarf að ganga hraðar fram í því að ná niður framleiðslukostnaði, slát- urhúsin eru of mörg og smá og öU þjónusta við íslenskt atvinnulíf er dýr. En það er mjög að aukast að bændur séu með eina búgrein og mjólkursvæði að leggjast af, og það er hagkvæmni," segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna. Samráð getur verið lögbrot Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir nautakjötsfram- leiðsluna eiga undir högg að sækja. Bændur hafi aUs ekki fengið það verð sem þeir þurfi en offramleiðsla skaði aUa. Vandinn leysist ekki með opinberri framleiðslustýringu og að óbreyttu stefni í mikið óefni. „Það má því teljast furðulegt hvem- ig menn hafa náð í fjármagn og lagt eigið fé í að stækka eins og gert hef- ur verið í kjúklinga- og svínafram- leiðslu, langt undir afkomumörk- um. MikUvægasta vopnið er sam- staða um að auka ekki framleiðsl- una enn frekar en bændur segja að frelsið sé þeirra vopn og kæra sig ekki um neina miðstýringu. Síöan reka þeir sig harkalega á vegg og vUja þá tala við hið opinbera og þiggja hjálp. Spumingin er hvort samráð miUi bænda megi vera tU, það mega engir tala saman, samráð getur verið lögbrot, og þá kemur tU afskipta Samkeppnisstofnunar," segir landbúnaðarráðherra. Undir framleiöslukostnaði Kristinn Gylfl Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, segir að verð hafi farið stöðugt lækkandi á árinu og ekki sjái fyrir endann á því. Mikið framboð hafi gert sam- keppnina mjög harða, auk þess sem kjöt sé í samkeppni við aðra mat- vöru um hyUi neytandans. SkUa- verð tU bænda í dag er að meðaltali um 190 krónur en var á þessum tíma í fyrra 255 krónur. í ár stefnir í aUt að 6.000 tonna framleiðslu en hún var um 5.000 tonn í fyrra. „Mörg svínabú em að hætta í dag vegna taprekstrar svo framboð á svínakjöti mun dragast aftur saman á næstu misserum. Skilaveröið er óeðlUegt þar sem það er töluvert undir framleiðslukostnaði. En þetta er ekki verð sem er komið tU að vera þótt neytendur fagni í dag mjög góðu verði. Það er gríðarleg samkeppni í smásöluverslun og því koma tUboð um 60% afslátt á svína- kjöti. Verð á svínakjöti út úr búð hér er lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Það segir sina sögu að kjöt er víða mun ódýrara en fisk- ur,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson. Magnús B. Jónsson, rektor Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri, segir að bæði nemendur og starfs- menn skólans séu mjög uppteknir af erfiðleikum landbúnaðarins en vandinn sé sá hvemig takast eigi á við hann. Verðlagning á aðföngum sé gríðarlega há og byggð á heims- markaðsverði, slátrun er tUtölulega dreifð og kostnaðarsamari en víða erlendis, en þaö að taka við fram- leiðslu frá mörgum og dreifðum að- Uum og koma henni á markað kosti meira en í nágrannalöndunum. Það þurfi meiri samþjöppun úrvinnsl- unnar og þjálfaðri mannskap. -GG k SAMTÍÐ Sumardagurinn fyrsti Bragi Ólafsson skyggnist inn í hinn undarlega heim skrifstofunnar kl. 14.00 á sunnudag og aftur á fimmtudagskvöld ARPSLEIKHÚSIÐ Vaxtarrækt og insúlín „Ég kynntist insúlíninu fyrst í kringum 1995. Þá komst ég að því að steramir eru hreinn bamaieikur. Þeir voru eins og C-vítamín í samanburði við þetta. Ég varð hreinlega klikkaður í þessu,“ sagði fyrrverandi vaxtar- ræktarmaður í samtali við DV í gær. „Ég held að það hafi örugglega enginn gengið eins langt í að taka insúlín og ég. Ég hef margsinnis dottið út og fengið sprautur með mótefni." Frá þessu var sagt í DV á fimmtudag, eft- ir að blaðið greindi frá því að vaxtar- ræktarmenn hefðu falast eftir insúlíni tU kaups af sykursýkissjúklingum. Misræmi verði kannað Engar vísbendingar eru um að sam- runi fyrirtækja á matvörumarkaði hafi hækkað vömverð. Þetta kemur fram í skýrslu sem GJ-fjármálaráðgjöf gerði fyrir Baug og DV greindi frá í vikunni. Áður hefur Samkeppnisstofnun komist að gagnstæðri niðurstöðu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir sjálf- sagt mál að kannað verði hvað valdi þessu misræmi. Uppnám í Eyjum Rekstur Þróunarfélags Vestmanna- eyja er í uppnámi en fylgiskjöl úr rekstri þess eru týnd og bókhald hef- ur ekki verið fært. Meðferð áhættu- flár í rekstri félagsins er gagnrýnd. Guðjón Hjörleifsson, formaður stjóm- ar félagsins, segist ekki kvíða framtíð félagsins - og væntir þess að hægt verði að finna bókhaldsgögn eftir öðr- um leiðum. Niðurskurður í Hafnarfirði Stórfelldur nið- urskurður í rekstri Hafnar- fjarðarbæjar er fram undan á næsta ári - og stefnt er að því að ná rekstrarkostn- aði niður um 300 milijónir á næsta ári. Rætt er um að segja upp starfs- fólki og leggja niður ákveðin embætti, en Lúðvik Geirsson bæjarstjóri segir ekkert þó afráðið enn. Peningaleg staða Hafnarfjarðar er verst af sveit- arfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og er neikvæð sem nemur 446 þús. kr. á hvem íbúa. Fjöldi prófkjara Samfýlkingarfólk hefur verið áber- andi nú í vikunni en um helgina ráð- ast úrslit um skipan frcunboðslista flokksins. Margir sifjandi þingmenn flokksins berjast þar fyrir pólitísku framhaldslífi. Hið sama gera einnig fimm þingmenn Sjáifstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, þar sem jafn- margir nýir kandídatar óskar einnig eftir stuðningi. Ari er skáld Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður fékk í vikunni Bókmenntaverð- laun Halldórs Lax- ness fyrir smá- sagnasafhið Vega- línur, sem eru ferðasögur frá fram- andi löndum. Hvatning og heiður, seg- ir Ari um verðlaunin sem hann segir sér vera hvatningu til þess að halda áfram í fagurbókmenntum, en tii þessa hefur hann einkum skrifað um náttúruvísindi. Vextir lækka Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í vikunni um hálft prósentustig - og lækkun í sama takti kom í kjölfar- ið frá viðskiptabönkunum. Gylfi Am- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir verðtryggða véxti þó ekki hafa lækkað í samræmi við ákvarðanir Seðlabankans - eins og mikiivægt sé aö gerist. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.