Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDACUR <3. NÓVEMBER 2002 Helqarblað 33V 49 ir á þessu kerfi, og að segja að gallarn- ir séu svo alvarlegir og við á svo mikl- um villigötum og að það verði að hugsa málin upp á nýtt tO að leita nýrra leiða.“ Hvernig meturðu trúverðugleika þinn sem fréttamanns eftir þetta mál? „Hann hefur styrkst. Dómurinn staðfestir að ekki var óheiðarlega staðið að myndatökunni. Mitt nafn hefur verið hreinsað. Ef ráðherra ákveður að áfrýja þá verður svo að vera. Ég held að til að vinna fyrir Hæstarétti verði hann að sanna að ég hafi sett allt á svið og finna staðfest- ingu á því að ég hafi sagst ætla að koma höggi á fiskveiðikerfið í útlönd- um og skemma fyrir okkar stjómvöld- um í starfi þeirra við fiskveiðistjórn- un á erlendri grundu." Boðið sæti á lista „Ég fer viða í tengslum við mitt starf og ég fylgist mjög vel með þróun mála í sjávarútvegi, hér heima og er- lendis. Mér sámar á margan hátt að verða vitni að svo mörgum mein- semdum í íslenska fiskveiðistjórnar- kerfinu og hvernig sjávarbyggðir hafi verið leiknar vegna þess. Ég veit að breytingar á þessu kerfi verða ekki nema með pólitískum hætti. Mitt mat er að í kosningunum í vor verði háð úrslitaorrustan um hvort fólk í hinum dreifðu strandbyggðum þessa lands fái að halda þeim eðlilega rétti að sækja í auðlindir hafsins eða hvort valdið og eignaréttur yfir þeim lendi til frambúðar í höndum fárra einstak- linga. Ég hef undanfarið íhugað hvort timi sé kominn til að kasta sér út i þá baráttu í stað þess að tuða endalaust." Ertu þá að tala um framboð? „Já. Formaður Frjálslynda flokks- ins hefur haft samband við mig og boðið mér sæti á lista. Ég er að íhuga það tilboð vandlega. Taki ég því þá mun ég ekki sætta mig við neitt ann- að en forystusæti á framboðslista því þá geng ég í slaginn af fullri eininð og sting út stefnuna með þingsæti í huga.“ Þú býrð á Akranesi og þar hafa orð- ið mikil tíðindi þegar Burðarás keypti HB. „Það tók Akumesinga 90 ár að byggja upp sinn sjávarútveg sem að lokum kristallaðist í HB um og upp úr 1990. Það tók síðan aðeins tíu ára að klúðra þessu og missa um 90% af rétt- inum til að stunda fiskveiðar í hend- umar á fyrirtæki í Reykjavík. Við Ak- urnesingar ráðum nú engu um það í framtíðinni hvernig sjósókn í þá kvóta sem tilheyrðu HB verður hátt- að. Það er voðaleg niðurstaða. Það er í fersku minni þegar HB hirti kvóta Sandgerðinga þegar Miðnes samein- aðist HB. Þótt öllu fógru væri lofað fluttust veiðiheimildirnar frá Sand- gerði til Akraness á fáum mánuðum. Nú er hyltingin að éta börnin sín og röðin komin að Akranesi. Það kæmi mér ekki á óvart að þorskveiðiheim- ildirnar verði fluttar norður í land og frystitogarar HB komi ekki að landi á Akranesi í framtíðinni, heldur í Reykjavík. Það var sorgleg stund þeg- ar ég frétti að Eimskip hefði gleypt HB. Svipað og þegar ég frétti að Lennon hefði verið skotinn, en þá stóð ég sem verkamaður HB fyrir utan höf- uðstöðvar fyrirtækisins og ég man þá stund eins og hún hefði gerst í gær. Á sama hátt á ég eftir að muna þegar mér var færð fréttin af því þegar við Skagamenn töpuðum nánast öllum okkar fiskveiðiréttindum. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Mér er alls ekki illa við útgerðar- menn og vil sjá sjávarútveginn dafna. Það er ekkert athugavert við að menn geri út og þeir mega meira en gjarnan verða ríkir á fiskveiðum. En mér þyk- ir óþolandi óréttlæti að að braska megi með atvinnurétt fólks, taka sjó- sóknarréttinn af byggðum og skilja þær eftir með blæðandi holsár. Þótt firðir og flóar séu kannski fullir af fiski þá fær fólk í strandbyggðunum ekki að bjarga sér á forsendum þeirra náttúruauðæfa sem það býr að.' Þrátt fyrir að það sé allt af vilja gert.“ -sm Opíð virka daqa kl. 9-18 Laugardaga kl 11-16 "Miðast við að greitt sé með Visa- eöa Euroraðgreiðslum Vertu íbeinu sambandi við þjónustudeildir DV 550 5000 ER AÐALNUMERIÐ Smáauglýsingar Auglýsingadeild Drei/ing Þjónustudeild Ljósmyndadeild íþróttadeild 550 5700 550 5720 550 5740 550 5780 550 5840 550 5880
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.