Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 Helgorblctö 3Z>'V 51 Árás í Kringlumýri Marqdæmdur oq óreqlusamur óqæfumaður réðst að unqri stúlku íKrinqlumqri fqrir rúmum 40 árum oq reqndi að nauðqa henni. Hann kom ekki fram vilja sínum en var dæmdur ítveqqja oq hálfs árs fanqelsi. Á áratugunum eftir stríðið var mikil húsnæðisekla í Reykjavík og fólk bjó í margvíslegum skúmaskotum og hreysum sem ella hefðu varla þótt mannabústaðir. Braggahverfin voru alþekkt en margir hírðust í hreys- um og gömlum kofum í útjaðri borgarinnar meðan þeir biðu færis á einhverju betra. Slíkt „skuggahverfi" var í Kringlumýri langt fram á sjöunda áratuginn þar sem undirmálsfólk og fátæklingar söfnuðust saman og bjuggu margir við þröngan kost. Eins og títt er með slíka þjóðfélagshópa þurfti lögreglan oft að hafa af- skipti af íbúunum og samskiptum þeirra. Ástandið var þannig í kofaþorpinu í Kringlumýri að það hafði aldrei verið ráðist í að gefa götunum nöfn heldur voru þær kallaðar A-gata, B-gata og svo fram- vegis. í aprU 1959 gerðust þeir atburðir á heimUi nokkru við E-götu að þangað kom maður í heimsókn. Þetta var óreglusamur trésmiður á fimmtugsaldri með langa sakaskrá. Hann var kunnugur húsmóðurinni á bænum sem eitt sinn hafði verið ráðskona hjá honum. Trésmiöurinn var þéttdrukkinn og hafði meðferðis áfengi og settust þau skötuhjúin nú að sumbli og skál- uðu fram eftir degi. Rétt fyrir níu um kvöldið kom 16 ára gömul stúlka sem búsett var viö G-götu í Kringlumýri einnig í heim- sókn. Stúlkan sat drjúga stund með fullorðna fólkinu en drakk aðeins kaffi meðan borðfélagar hennar héldu áfram áfengisdrykkju. Trésmiðurinn stóð loks upp og sagðist ætla að heimsækja mann sem hann þekkti og bjó við G-götu. Skömmu síðar yfirgaf stúlkan einnig húsið og skammt utan við dyrnar rakst hún á trésmið- inn sem baö hana að fylgja sér til mannsins við G-götu sem hann hugðist heimsækja en þeir höfðu kynnst í Hegningarhúsinu þar sem þeir voru að sitja af sér ölv- unarsektir. Henti stúlkunni í poll Þegar þau trésmiðurinn og stúlkan gengu fram hjá jarðhúsum sem þarna voru greip trésmiðurinn allt í einu í stúlkuna og skellti henni flatri ofan í ísilagðan poll. Hann lagðist siöan ofan á hana og reyndi að þröngva henni til samfara við sig og tók jafnframt fast um háls hennar svo henni lá við köfnun og gat ekki hrópað á hjálp. Trésmiðurinn reif bæði buxur stúlkunnar og nærfót en stúlkan veitti svo mikla mót- spyrnu að honum tókst ekki ætlunarverk sitt. Skyndi- lega kom bifreið akandi og dró þá trésmiðurinn stúlk- una með á hnjánum austur fyrir jarðhúsið úr augsýn og hélt þar áfram að reyna að þvinga hana til fylgilags við sig. í þessum svifum kom hundur aðvífandi sem stúlkan þekkti sem hund stjúpfoður síns og reyndi að siga honum á árásarmanninn sem hótaði að drepa hundinn. Þegar trésmiðurinn áttaði sig á því að hann hafði ekki í fullu tré við stúlkuna virtist hann þreytast og gefast upp á nauðgunartilraunum sínum og lét loks til- leiðast að sleppa stúlkunni gegn loforði um að hún þegði um atburði og hefði samræði við trésmiðinn síð- ar. Viðureign þeirra hafði staðið í um 40 minútur og voru föt stúlkunnar rifin og tætt og hún forug og skrámuð. Stúlkan gekk að skilmálum árásarmannsins en flúði síðan eins og fætur toguðu heim til sín. Móðir hennar tók þar á móti henni, hlúði að henni, þvoði skrámur hennar og hringdu þær síðan þegar í stað á lögregluna. Lögreglan ók stúlkunni og móöur hennar á slysavarð- stofu. Á leiðinni þangað komu þeir við I húsinu þar sem trésmiðurinn og stúlkan höfðu hist og handtóku trésmiðinn þar sem hann var sestur að sumbli að nýju. „Þær láta svona þessar stelpur“ Þegar sú lýsing á samskiptum trésmiðsins og stúlkunnar sem rakin er hér að ofan og byggð er á framburði stúlkunnar var borin undir smiðinn kann- aðist hann ekki við neitt af því sem stúlkan sagði. Hann sagði að komið hefði til átaka milli þeirra í stríðni og hann hefði reynt að kyssa hana í gamni og þá hefðu fot hennar eitthvað rifnað. Hann taldi að þau Á þessum slóðum stóð lengi óhrjálegt hverfi kartöflukufa og ýmissa hreysa sem fólk bjó í meðan liúsnæðisekla var mikil. Þarna safnaðist saman óreglufólk og undirmálsmenn og þarna gerðust ýmsir skuggalegir atburðir. v- hefðu verið samvistum í fimm mínútur eða svo og taldi allt tal stúlkunnar um átök eða nauðgun hugar- burð einn og algerlega úr lausu lofti gripinn og hún hefði getað hrópaö á hjálp ef hún hefði viljað að hans mati. Lögreglumennirnir sem handtóku trésmiðinn fannst hann fremur tuskulegur og óhreinn til fara en töldu sig ekki sjá nein merki þess að hann hefði lent í rysk- ingum. Á leiðinni skrafaði hann viö lögregluna um akstur og umferð. Það vakti hins vegar athygli lögregl- unnar að þegar trésmiðurinn sá mæðgurnar í bifreið- inni þá sagði hann við lögreglumennina: „Þær láta svona þessar stelpur þegar maður er að reyna við þær.“ Lögreglumönnunum fannst þetta orðalag benda til að trésmiðurinn vissi mætavel hvers vegna hann væri handtekinn og itrekuöu spurningar um það hvort hann hefði verið að leita á telpuna eða kjá eitthvað við hana. Hann svaraði aftur: „Þær láta svona þessar stelpur þegar þær eru að reyna að koma manni inn í hagnaðarskyni." Talan talar Daginn eftir fór rannsóknarlögreglumaður á vett- vang meintra átaka og fann þar ummerki um átök, buxnatölu, tölu sem talin var úr úlpu og fataló. Tölurn- ar voru bornar saman við rifin og óhrein fot stúlkunn- ar á heimili hennar og reyndust vera af fótunum. Læknirinn sem tók á móti stúlkunni á slysadeild lýsti stúlkunni svo að hún virtist vera skelfd og miður sín en að öðru leyti eðlileg í framgöngu. Hún kvartaði um eymsli í hálsliðum og hnjám þar sem hún var með grunnar afrifur. Annar læknir skoðaði stúlkuna á stofu sinni daginn eftir atburðina og fann bólgubletti á hálsi hennar, húðrispur og bólgu. Á lærum stúlkunn- ar fundust og marblettir og rispur eins og eftir neglur. Við rannsókn málsins var trésmiðurinn sendur í geðrannsókn eins og venja er. Hann reyndist vera með langan afbrotaferil og hafði í æsku aðallega stundað reiðhjólaþjófnað og hnupl á kaninum en margvíslegt brot tengd áfengisneyslu og smáþjófnaði eftir að hann óx úr grasi. í mati geðlæknis sagði orðrétt: „Hér er ekki um að ræða geðveikan mann, geðveil- an né heldur fávita, heldur treggefinn mann sem hef- ur verið vandræðamaður frá bernsku og óreglumaður frá unga aldri og hefur nú ofan á langan lista afbrota komið sjálfum sér í þau vandræði að vera grunaður um nauðgunartilraun framda undir áfengisáhrifum. Ekki er ástæða til að efast neitt um sakhæfi manns- ins ef út i það er farið.“ Trésmiðurinn dæmdur Þegar héraðsdómur fjallaði um mál þetta komst hann að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir eindregna neitun mannsins væri engin ástæða til þess að taka framburð hans trúanlegan. Þvert á móti taldi dómur- inn framburð stúlkunnar studdan þeim rökum að ákveðið var að hann yrði lagður til grundvallar í mál- inu. Var því talin fengin fyrir því lögfull sönnun að ákærði hefði reynt að þröngva telpunni til samfara með ofbeldi. Móðir stúlkunnar fór fram á það fyrir hennar hönd að brotamaðurinn greiddi henni samtals 12 þúsund krónur í miskabætur og vegna fataskemmda. Héraðs- dómur samþykkti bótakröfu hennar óbreytta og dæmdi trésmiðinn auk þess í tveggja ára fangelsi. Hæstiréttur sem fjallaði um málið einu og hálfu ári seinna staðfesti upphæð bótanna en þyngdi fangelsis- dóm yfir trésmiðnum í 2 ár og sex mánuði. Hæstirétt- ur taldi sérstaklega ámælisvert við rannsókn málsins að ekki skyldi framkvæmd læknisskoðun á stúlkunni sama dags og harðlega gagnrýnt að rannsókn á vett- vangi skyldi dragast um meira en dag frá því að at- burðir gerðust. -PÁÁ Helgarferð til Búdapest 22. nóvember frá kr. 29.950 Sfðustu 28 sætln r Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kom- ast til Búdapest á hreint ótrúlegum kjörum. Morgunflug á fðstudegi til þessarrar heillandi borgar og til baka á sunnudagskvöldi, þ.a. þú nýtir helgina eins vel og hægt er. Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evr- ópu og hér er auðvelta að lifa í veislu í mat og drykk, á milli þess sem maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar, en Ungveijaland var í þjóð- braut milli austur og vestur Evrópu og menningararfurinn ber því vitni. Einstakt tilboð á góðu 3ja stjömu hóteli 29.950 Mercure Duna, í hinum þekkta franska Verð kr. Ftug og gisting á Mercure Relais Duna. 22. nóvember, 2 nætur. Verö á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Skattar innifatdir. Almennt verö. Munlð MasterCard lerðaávlsun www.eurspay.ls hótelhring, í hjarta Búdapest. Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.