Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 18
HeÍQCirhlaö I>"V" LAUGARDACUR 9. NÓVEMBER 2002 I 8 Ekki upphaf og endir alls að vera leikari Pálmi Gestsson er upptekinn þessa dag- ana. I qærkvöldi frumsýndi hann Halta Billa íÞjóðleikhúsinu, Spauqstofan er á fullu oq hann tekur þátt íÁramótaskaup- inu. Hann talar íuiðtali i/ið Helgarblað DV um leiklistina, draumana oq qaqnrqnendur sem meqa jamla eins oq þeir vilja. Pálmi Gestsson hefur um árabil verið einn af vinsæl- ustu leikurum þjóðarinnar. Hann var reglulegur gestur i stofum landsmanna á áratug Spaugstofunnar 1989-1999. Þeir sem héldu að tími Spaugstofumanna væri liðinn hafa skipað sér í flokk með þeim sem spáðu heimsendi fyrsta janúar árið 2000 því þeir eru komnir aftur. En Pálmi var ekki geymdur ofan í kassa þessi ár sem Spaugstofan lá niðri. Hann hefur farið mikinn í Þjóðleikhúsinu þar sem hann fór til dæmis á kostum sem Georg í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sem gekk fyrir fullu húsi á Litla sviði Þjóðleikhússins allan síðasta vetur. í gærkvöldi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu verkið Halti Billi eftir Martin McDonagh í leikstjóm Þórhalls Sigurðssonar en þar fer Pálmi með stórt hlutverk sem JonniPittiMikki, persóna sem verður að teljast með ein- dæmum fróðleiksfús og gegnir hlutverki fjölmiðiis á lít- illi eyju í írlandshafi. „Þetta er dálítil töm,“ segir Pálmi. Við sitjum í bún- ingsherbergi fjögur á þriðju hæð í bakhúsi Þjóðleik- hússins. Klukkan er rúmlega ellefu og Pálmi er nýstig- inn úr gervinu eftir langan dag í gervi JonnaPitta- Mikka. „Ég er að æfa í Halta Billa, Spaugstofan er á fullu og svo er ég I Áramótaskaupinu. Svo er það ein- hver smábisness í viðbót.“ Hvernig líður þér í svona tömum? „Mér líður bara ágætlega. Þetta er kannski orðið svo- lítið töff núna, ég er orðinn 45 ára, og búinn að vera í þessu í 20 eða 25 ár.“ Ólj ós draumur Hvað fékkstu við þar til þú fórst í leiklistina? „Ég lærði húsasmíði fyrir vestan í Bolungarvík þar sem ég á allt mitt fólk langt aftur í ættir. Ég kláraði samningstimann en hef enn ekki lokið við sveinsprófið. Ég fór suður áður en það kláraðist,“ segir Pálmi og verður hugsi: „Ég þyrfti einhvem tíma að ná mér í rétt- indi.“ Af hverju leiklist? „Ég veit það ekki. Þetta var óljós draumur sem mér datt ekki í hug að myndi rætast. Þetta æxlaðist bara þannig. Leiklistin hefur sjálfsagt búið með mér ein- hvers staðar.“ Það eru ekki svo margir leikarar að vestan? „Jæja, Helgi Bjömsson, Þröstur Leó, Baldur Trausti Hreinsson, Steindór Hjörleifsson er frá Hnífsdal og Guð- mundur heitinn Pálsson, frændi minn, var frá Bolunga- vík.“ Þannig að þetta er í ættinni? „Ætli það ekki. Og svo lék Karvel frændi minn Pálmason mikið á sínum tíma - lék svolítið á þinginu líka.“ Gæti JonniPittiMikki ekki verið að vestan? „Jú, jú, hann á vel við mig og gæti verið að vestan.“ Eftírhenna er guðs gjöf Þegar þú setur saman persónur á sviði leitarðu þá mikið í umhverfi þitt eftir fyrirmyndum? „Oft er það ekki meðvitað. Margir benda mér hins vegar á að þessi eða hinn minni á hinn og þennan. Það er ekki meðvitað en eins og með rithöfunda þá nýtir maður upplifun sina og tilfinningaminni við vinnuna. Einhvern tíma sagði um mig ágætur maður, Jón Viðar Jónsson, að ég þyrfti að ákveða mig hvort ég ætlaði að vera leikari eða eftirherma. Það lýsir nokkru skilnings- leysi þvi hvað eru leikarar annað en eftirhermur? Það er ekki raunveruleiki sem sést á sviðinu heldur erum við að setja upp á sviðinu eftirlíkingu af lífinu. Leikar- inn hermir síðan eftir þeim tilfinningaminnum sem hann hefur sjálfur upplifað; hvemig persónur bregðast við aðstæðum. Við erum ekki að búa þessi viðbrögð til í fyrsta skipti. Þegar öllu er á botninn hvolft er öll leik- list eftirherma. Viðhorf margra til eftirhermunnar lýsir skilnings- leysi á leiklist. Ég hef oft heyrt þessa fordóma hjá fólki sem er viðloðandi leiklist en það þekkir listina ekki bet- ur en þetta. Það að vera góð eftirherma er guðs gjöf, eins og Ævar Kvaran heitinn bendir á i ævisögu sinni, og það er viðurkennt alls staðar erlendis. Kvikmynda- stjömur herma til dæmis iðulega eftir í spjallþáttum sem þær mæta í. Ég er hins vegar ekki voðalega góð eft- irherma í hefðbundnum skilningi. Aðalkúnstin er að vera ekki nákvæmlega eins og fyr- irmyndin, þá er eins gott að fá bara fyrirmyndina. Þetta er ekki ólíkt því sem Sigmund gerir í Mogganum. Hann ýkir karaktereinkenni manna og við þekkjum þá. Vin- ur minn, Jói á Brekku (Jóhannes Kristjánsson), er frá- bær eftirherma. Besti árangur hans er án efa að hafa verið svo líkur Guðna Ágústssyni í auglýsingu að taka þurfti fram að um eftirhermu væri að ræða.“ Ég verð að viðurkenna það að þegar ég rifja upp Steingrím Hermannsson í huganum þá held ég að upp komi mynd af Pálma Gestssyni í gervi Steingríms frek- ar en Steingrímur sjálfur. „Þá hefur mér tekist vel upp! Sumum næ ég þokka- lega en sumum alls ekki. En ég verð að vera í þessu hlutverki í Spaugstofunni því hinir geta ekkert hermt eftir,“ segir Pálmi og glottir. ... við virkum enn Hvemig er að koma aftur með Spaugstofunni? „Það er mjög skemmtilegt. Það er dálítið gaman að fólk komi til okkar og segi: þið eruð bara skemmtilegir! Ég veit ekki hvað fólk hefur haldið að hafi komið fyrir okkur, hvort það hefur haldið að við yrðum fullkomlega gerilsneyddir á því að taka frí. Við erum allir eldri, feit- ari og þroskaðri sem leikarar og vonandi með betri húmor. Ég veit ekki af hverju það kemur sumum á óvart en við virkum enn.“ Þér hefur ekki liðið betur í „felum“ niðri í leikhúsi? „Það getur verið gott annað slagið. Annars höfum við ekki orðið fyrir neinum óþægindum. Það er skárra að vera í einhverju vinsælu frekar en í umdeildum og óvinsælum þáttum. Athyglin er orðin dreifðari nú því fleiri stöðvar berjast um athyglina. Hins vegar getur verið mikil ánauð í sjónvarpi. í sjónvarpi vekur maður mesta athygli eða eins og einhver útlensk kvikmynda- stjarna sagði: ég leik í kvikmynd til að verða ríkur, í sjónvarpi til að verða frægur og í leikhúsi af því mig langar til þess. Það er mikið til í þessum orðum. Ekki það að íslenskir leikarar verði nokkru sinni ríkir.“ Fékkstu einhver viðbrögð þegar þið tilkynntuð að þið kæmuð aftur á skjáinn? „Góðir vinir mínir komu til min og sögðu í einlægni að þetta gæti orðið erfitt - eins og við værum útbrunn- ir.“ Var einhver athöfn hjá ykkur þegar fyrsti þátturinn í haust fór í loftið? „Nei, ég var staddur á Flúðum. Það var bara eins og við hefðum farið í kafii. Að vísu vorum við í gamla sjón- varpshúsinu þegar við hættum en byrjuðum aftur i því nýja.“ Þið eruð famir að þekkjast ágætlega. „Jaá, við þekkjumst þokkalega núorðið.“ Beitt gagnrýni grínsins „Við vinnum þættina í hverri viku og tökum upp á fimmtudögum og föstudögum og svo byrjar sama sagan á mánudögum. Þetta hefur aldrei verið gert svona áður og það er mikill vandi að vinna svona. Spaugstofan er eins og fréttatími og við fjöllum um það sem gerist jafn- óðum. Ég held að enginn hafi treyst sér í þetta nema við.“ Sumir segja að Spaugstofan sé eina virka stjómar- andstaöan á islandi. „Já, einhver nefndi það. Við megum ekki gleyma því að Spaugstofan fjallar um daglegt líf og á að vera speg- ill af því sem er að gerast. Svona þættir finnast í öllum löndum í einhverri mynd. í Bretlandi var það Spitting Image. Það ber ekki alltaf að taka þættina sem grín. Þetta er sterkt tjáningarform og beittasta gagnrýnin kemur oft fram í gríni.“ En það er enginn hlátur í sjónvarpinu. Þú uppskerð ekki hláturinn beint i æð eins og i leikhúsinu. „Nei, en það venst nú að fá engin viðbrögð. Stundum rennir maður blint í sjóinn en þá er bara að treysta eig- in húmor og dómgreind: ef okkur finnst það fyndið þá eram við ánægðir. Enda ekkert annað að gera. Ef mað- ur er ekki lukkulegur sjálfur með það sem maður gerir er varla hægt að ætlast til þess að aðrir séu það.“ Verðið þið aldrei leiðir hver á öðrum? „Hundleiðir,“ segir Pálmi og hlær. „Nei, nei, það er mesta furða hvað við þolum hver annan. Ég skil ekki al- veg hvernig þetta hjónaband okkar virðist halda fram í rauðan dauðann. Leikkona sem vann með okkur í Spaugstofunni hafði orð á því að við virtumst bera tak- markalausa virðingu hver fyrir öðrum. Þegar ég hugs- aði um það gæti það verið rétt. Við eigum ágætlega saman.“ Segðu mér, Pálmi, með Randver ... Látið þið hann alltaf leika konur eða sækist hann sjálfur eftir því? „Randver heldur því fram að hann sé smáfríðasta konan af okkur. Og við látum það eftir honum.“ Veiðitími á vinnutíma Ertu ekki mikill veiðimaður? „Ég reyni það. Ég set mér markmið i veiðinni hvert ár. Ég er skotveiðimaður og því er tímabilið á haustin þegar leikhúsið er byrjað. Ég á því erfiðara um vik en Öm, Siggi og Randver sem geta legið á árbakkanum allt sumarið. Minn veiðitími er á vinnutíma. En ég fer þeg- ar ég get. Það er ekkert jafii afslappandi og næringar- ríkt og að ganga til ijúpna í góðu veðri.“ Er veiðin eitthvað sem hefur fylgt þér lengi? „Ég held að veiðimennska blundi í okkur öllum. Stef- án Jónsson, fyrrverandi alþingismaður og fréttamaður, sagði að sá sem ekki hefði i sér veiðieðli væri úrkynj- aður maður. Það er misjafnt hvemig það kemur fram hjá fólki. Ég byijaði ekki í skotveiði fyrir alvöm fyrr en ég var kominn til vits og ára þótt ég hafi fiktað við þetta þegar ég var strákur." Ég heyrði einhvers staðar að þú hefðir keypt þér jörð í Borgarfirði. „Ha, nei. Það vildi ég að ég ætti jörð í Borgarfirði en ég leigi land í Húsafelli með félögum mínum þar sem við stundum rjúpnaveiði." Jæja, maður heyrir svo margt. „Já.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.