Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002
DV
Helgarblað
Jóhann Jónsson skáld. Drukknaöir menn úr heimabyggö hans, Ólafsvík, birt-
ust honum oftar en einu sinni.
Vitrun Jóhanns
Jónssonar
í (slenskum þjóösögum og sögnum er frásögn skráö eftir
Jóhanni Jónssyni skáldi sem varö fyrir sérkennilegri vitr-
un 16 ára gamall áriö 1913. Jóhann bjó þá í foreldra-
húsum í Ólafsvík.
Jóhann vaknar einn morgun i mars við það
að móðir hans strýkur hendi yfir vanga hans.
Hún segir honum að tíu menn hafi farist á sjó.
Dagar liöa og kominn er apríl. Nótt eina ligg-
tu- Jóhann í rúmi sínu:
„Skyndilega gaus upp fyrir vitum mínum
svo megn óþefur að mér lá í fyrstu við köfn-
un. Þessi þefur kom frá fúlum þara. Verri og
megnari hafði ég aldrei fundið en hann; ekki
einu sinni úr þarabunkanum úti í Bótinni og
var henni þó viðbrugðið. En hér fylgdi fleira
á eftir. Áður en ég gæti gert mér nokkra grein
fyrir þessu var orðið ærið kvikt þama í kring-
um mig.“
Sjómennirnir drukknuðu eru mættir:
„Hroðalegir þóttu mér þeir nú í meira lagi.
Andlit þeirra voru hræðilega afskræmd.
Glórði í þau í myrkrinu vaxgul og gljáandi.
Augu þeirra störðu á mig lífvana og eins og
köld maurildislog. Hér og þar sá í sandorpin,
blóðlaus sár á sýnd-
um þeirra. Sjófötin
voru rifin og héngu í
þeim þang- og
þaraflyksur. Var
furða þótt nú færi að
fara um mig. Ég varð
svo lamaöur af angist
að ég gleymdi að
biðja Guð um hjálp.“
„Draugshamur
og dauðablær“
Kunningi Jóhanns,
Elías, sem var 19 ára
þegar hann fórst, er
fyrstur til að ganga
til Jóhanns og lýtur
yfir hann: „Hræðileg-
ar eru dauðsmanns-
glettur. Það veit ég
síðan. ískaldur gust-
ur fannst mér standa
af vörum hans. En
andardrátt heyrði ég
engan. Sjóhattur
hans var rifmn í tætl-
ur og hékk aðeins á
höfði hans. En sand-
orpnar hárflyksur
lágu í flækjum niður
með vöngum hans
gulum og afskræmd-
um. Augun voru sam-
andregin og á þeim
lífvana blýblámi...“
Guðmundur hét
einn hinna drukkn-
uðu. Hann gengur
næstur til Jóhanns:
„Var á honum
draugshamur og
dauðablær. Skegg
hans ýrði af marflóm
og stóð annað gagn-
augabeinið út um
holdfúa sár. Augun
sýndust líkust löng-
um rifum í útstæðum
og þrútnum hvörmunum. Tvírætt kuldaglott
lék um varir hans. Fátt varð um kveðjur. Guð-
mundur smeygði höndum sínum undir axlir
mér og skók mig í rúminu. Og jafnfljótt greip
Guðjón, formaðurinn, til fóta minna og gerði
sig líklegan til að hafa mig á brott með sér.
Man ég óijóst útlit hans. Það man ég eitt að
andlit hans sýndist mér mjög blátt og þrútið.
Var einhver tröllsbragur og illska yfir því.
Ótti Jóhanns hverfur skyndilega fyrir
óstjórnlegri reiði og hann tekur nú að ausa
svívirðingum yfir hina ókomnu gesti. Skyndi-
lega kemur honum í hug gamall sjómaður,
Einar í Gilsbúð, sem hafði ekki verið fagur í
lifanda lífi, og honum finnst líklegt að sé í
fylgd með gestunum. Einar birtist um leið:
„Hann þrammaði að rúmi mínu og hvessti um
stund augun á mis á þá Guðjón og Guðmund.
Svo sagði hann: „Vitið þið hvað þið eruð að
gera? Hér er ekki ykkar staður. Nær væri
ykkur að snáfa brott en vera að reyna að æra
vitið úr drengnum." Þögnin sem varð á eftir
var þannig að ég gleymi henni aldrei. Ég man
óljóst að næst sá ég bogin og eins og glóandi
skinnklædd bökin fjarlægjast og hverfa í
myrkrið. Síðan sýndist mér myrkrið leysast í
sundur í þjótandi, slitnandi skugga sem líkt-
ust vindskýjum. Skuggarnir hægði svo á sér
æ meir og meir - og fækkuðu um leið. Óðum
birti. Að lokum sveimuðu tveir skuggar hægt
og þunglega yfir rúm mitt. Síðan einn og
hvarf. En þá var albjart."
Einar mætir á ný
Um þaö bil viku síðar vaknar Jóhann einn
morguninn: „Þá var hrundið upp hurðinni.
Inn kom Einar gamli í Gilsbúð og gekk rak-
leitt að rúmi mínu. Það sá ég að hann var nú
sýnu verr útleikinn en nóttina sælu og hryllti
mig við en þó óttaðist ég nú ekki að hann
myndi mér mein gera. Andlit hans var nú lít-
ið annað en sandorpin sár, svört og dauð. Höf-
uðskel hans var víða höggvin og sá í hvita
kúpuna milli hártjásanna. Víða sá í skaddað
hold hans innan um gauðrifin skinnklæðin og
þangflyksur. Þannig var nú Einar gamli kom-
inn.“
Einar er mættur til að þakka Jóhanni fyrir
að hafa reynst syni sínum vel. Jóhann þakkar
honum fyrir síðast en Einar svarar því til að
óvíst hefði verið hvernig farið hefði fyrir Jó-
hanni hefði hann ekki atyrt hina drukknuðu
félaga sina. Síðan kveðjast þeir.
Sælir endurfundir
Tveim árum síðar er Jóhann í Reykjavík:
„Þá vaknaði ég einn sunnudagsmorgun við
það að sólskinið streymdi inn um gluggann
minn og lék um höfuð mitt. Hafði undanfarna
daga veriö regn og dimmviðri. Ég hef sjaldan
vaknað betur en þá. Sem snöggvast varð ég
allur að óblandinni unaðstilfinningu. Ég lok-
aði augunum og baðaði andlit mitt í þessari
lífslind himnanna. Þá var ég skyndilega kom-
inn í dýrlegan sal svo stóran að slíkan getur
ekki á þesari jörð og svo fagran að slíka feg-
urð megna sálirnar einar að sjá þegar sýn
þeirra er ótrufluð af móðu jarðaraugnanna.
Og salur þessi var fullur af ótölulegum mann-
grúa. Hér var fögnuður mikill á ferðum. Hvert
andlit sem fyrir mig bar var bjart af gleði. Ég
stóð á auðu svæði og starði agndofa umhverf-
is mig. En ekki kom ég auga á neinn sem ég
kannaðist við. En þá var allt í einu klappað
vingjarnlega á öxl mína. Ég heyrði glaða hróp-
andi rödd rétt við eyra mitt: „Æ, það var gott
að þú komst.“ Ég leit við. Og undrandi varð
ég. Þarna var þá Elías, kunningi minn, kom-
inn sá er fyrr er frá sagt. Mikið hafði nú
manninum farið fram síðan ég sá hann síðast.
Vel hlaut honum að hafa liðið í meira lagi.
Þarna sá ég i fyrsta sinn manngerða mann-
lega hamingju.
„Nei, komdu sæll. Þú héma?“ sagði ég. En
honum var mikið niðri fyrir: „Gott var að þú
komst. Nú get ég beðið þig fyrirgefningar."
Rödd hans var söngur, svo fögur var hún. Ég
áttaði mig. „Þú munt eiga við nóttina góðu,“
sagði ég. „Það voru annars ljótu brellumar í
ykkur þá. En nú er það gleymt og grafið og
hjartanlega fyrirgef ég ykkur.“
Hann þreif hönd mína. Vináttan streymdi
frá handtaki hans eins og víngleði um mig all-
an. „Okkur leið svo illa þá,“ sagði hann. „Við
vorum þá enn ekki búnir að átta okkur. En nú
líður okkur vel.“
Bókalisti Máls og Menningar
Allar bækur
1. íslenska orðabókin 2002.
Mörður Árnason ritstj.
2. Röddin. Arnaldur Indriðason
3. Sonja de Zorilla. Reynir Traustason
4. Jón Sigurðsson. Guðjón Friðriksson
5. Frida Kahlo. Barbara Mujica
6. Bridget Jones á barmi taugaáfalls.
Helen Fieldinq
7. Alkemistinn. Paula Coehlo
8. Skák og mát. Anatolij Karpov
9. Israel-saga af manni. Stefán Máni
10. Óvinurinn. Emmanuel Carrére
Skáldverk
M
■ 1. Röddin. Arnaldur Indriðason
2. Bridget Jones á barmi taugaáfalls.
Helen Pieldinq t
3. Alkemistinn. Paula Coehlo
4. Israel-saga af manni. Stefán Máni
5. Óvinurinn. Emmanuel Carrére
6. Elsku Poona. Karin Fossum
7. Hundabókin. Þorsteinn Guðmundsson
8. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes
9. Hjarta, tungl og bláir fuglar. Viqdis Grimsdóttir
10. Ég veit þú kemur. Gerður Kristný
RO
Úr ísskápi hugarflugsins
Stefán Máni segir frá eftirlætisbókum sínum.
„Ef bækur væru jógúrt væri miklu skemmtilegra
að vakna á morgnana. Hér er að
finna uppástungur að fimm sígild-
um bragðtegundum sem ættu að
hrista upp í sálinni, hressa hugann
og hleypa smá rafstraumi á mæn-
una. Skítt með magann og melting-
arveginn, það er höfuðið sem skipt-
ir máli. Deyr nef, deyja fætur, deyr
hjartað einnig, en hugur manns
deyr aldregi. Þannig að: Vaknið nú
lesendur góðir og njótið!
1: Súr ástaraldinjógúrt með ein-
manaberjum og blýhöglum (Pan
eftir Knut Hamsun). Mynd af dauð-
um hundi á dósinni. Stórkostlegar
náttúrulýsingar, stórskemmtileg
persónusköpun, flókið sálarlif,
aumt ástarlif og undir einfóldum
tfásagnarstílnum liggur flókið ör-
laganet í leyni. Jógúrt fyrir ein-
hleypa leigubílsfjóra með veiðidellu.
2: Tjörujógúrt með mannakjöti og fllabeinsflísum
(Innstu myrkur eftir Joseph Conrad). Mynd af haus-
kúpu á dósinni. Frábær frásagnartækni, stórbrotið
myndmál og áhrifamikill endir. Hér er sjáifur textinn
frumskógur í Afríku, sjúkdómar liggja í leyni, dauð-
inn bíður á áfangastað, togar mann tii sín, aftur og
aftur. Morgunmatur ferðaglaða svarthöfðans.
3: Svitajógúrt með sandkomum og arabískum
morðkeim (Útlendingurinn eftir Albert Camus).
Mynd af blindandi sól á dósinni. Besta bók sem skrif-
uð hefur verið um firringu, dofnar tilfmningar, sálar-
lega ringulreið og mörkin milli góðs og ills, réttlætis
og ranglætis. Þrír þumlar upp.
Jógúrt fyrir andvaka háskóla-
nema í próflestri.
4: Trélímsjógúrt með ryöguð-
um nöglum og geðklofa (Gang-
andi íkomi eftir meistara Gyrði
Elíasson). Mynd af Sigmari á
dósinni. I fyrri hluta bókarinnar
toppar höfundur sjáifan Laxness
í nákvæmum töffaljómaraunsæ-
islýsingum á fólki og híbýlum
þess, í bland við glottandi iÚsku,
brothættan veruleika og hyldjúp-
an tómleika. Seinni hlutinn
hristir hressilega upp í hausnum
á manni til að byrja með að
minnsta kosti og endirinn er sá
fallegasti og ljóðrænasti í ís-
lenskri bókmenntasögu, svei
mér þá. Morgunmatur geðsjúka
einbúans.
5: Astraltertujógúrt með fiskiflugum og laxa-
hreistri (Kristnihald undir Jökli eftir þú-veist-hvem).
Mynd af mórauðum hrúti á dósinni. Þó að mér finn-
ist bæði Salka Valka og Sjálfstætt fólk vera meiri bók-
menntaverk tefli ég hér fram jógúrtinni sem kom mér
fyrst á Laxness bragðið. Hreinn stíll, léttleikandi frá-
sögn, nákvæmar og vel heppnaðar lýsingar + snilld-
arlega óþægileg endalok=Meistaraverk. Jógúrt fyrir
guðlausa presta, svartsýna vísindamenn og annað
gott fólk.“
Þjóðhetjan og
maðurinn
Jón Sigurösson eftir Guöjón Friö-
riksson. Fyrra bindi.
Fróðleg, læsileg
og vel unnin ævi-
saga mannsins
sem kallaður var
„sómi íslands,
sverð þess og
skjöldur". Höf-
undi 'tekst vel að
draga upp mynd
af Jóni Sigurðssyni sem var reynd-
ar ekki sami „stuðbolti" og Einar
Benediktsson en áhugaverður mað-
ur engu að síður. Fjölmargar eftir-
minnilegar persónur koma við sögu
og umhverfi og lífsháttum er ágæt-
lega lýst. Hin eigulegasta bók.
Jón
Sitiurðsson
Á móti hverjum hundrað
sem geta staðist mótlæti er
varla einn sem stenst vel-
gengm.
-Thomas Carlyle
Allar bækur
1. íslensk orðabók.
Mörður Árnason ritst.
2. Sonja - Líf og leyndardómar.
Reynir Traustason
3. Jón Sigurðsson.
Guðjón Friðriksson
4. Röddin. Arnaldur Indriðason
5. Leggðu rækt við ástina.
Anna Valdimarsdóttir
6. Bridget Jones á barmi
taugaáfalls. Helen Fieldinq
7. Artemis Fowl - Samsærið.
Eoin Colfer
8. Líkami fyrir lífið. Bill Philip
9. Ríki pabbi - fátæki pabbi.
Robert T. Kiyosaki
10. Geitungurinn 1.
Árni Árnason oq Halldór Baldursson
Skáldverk
1. Röddin.
Arnaldur Indriðason
2. Bridget Jones á barmi
taugaáfalls. Helen Fieldinq
3. Napóleonsskjölin.
Arnaldur Indriðason
4. Samúel. Mikael Torfason
5. Pauðarósir. Arnaldur Indriðason
6. Hjarta, tungi og bláir fuglar.
Viqdís Grímsdóttir
7. Hellaþjóðin. Jean M. Auel
8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
9. Mýrin. Arnaldur Indriðason
10. Elsku Poona. Karin Fossum
RODDIN
1
Barnabækur
1. Artemis Fowl - Samsærið.
Eoin Colfer
2. Geitungurinn 1.
Árni Árnason oq Halldór Baldursson
3. Gallsteinar Afa Gissa.
Kristín Helga Gunnarsdóttir og
Freydís Kristjánsdóttir
4. Engill í vesturbænum.
Kristín Steinsdóttir
5. Konungur háloftanna. Guð-
bergur Auðunsson og Brian Pilk-
inqton
Metsölulisti Eymundsson 30. okt. - 5. nóv.