Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 59 Helqarblaö 1>V Arctic Trucks frumsýna 2003 Yamaha-vélsleðana Arctic Trucks frumsýna um helg- ina 2003 árgerðina af Yamaha- vélsleðum en P. Samúelsson tók nýlega við því umboði af Merkúr hf. Af þvi tilefni var nýi vélsleðinn frá Yamaha með fjórgengisvél- inni gangsett- ur í fyrsta skipti hjá Arct- ic Trucks í gærkvöld. Sleðinn sem er með 1000 rúmsentí- metra vél fær hana úr Yamaha R1 mótorhjólinu. Kosturinn við það er sá að meira afl er á neðri hluta snún- ingssviðsins auk þess sem eyðsla verður allt að 30-40% minni í sleða með íjórgengisvél. Ástæðan fyrir þessari nýj- ung er ekki síst ný reglu- gerð í Bandaríkjunum þar sem tvígeng- issleðar hafa fengið á sig hert- ari mengunarreglu- gerðir. Ef það gengur ekki eftir verða þeir hugsan- lega bannaðir árið 2005 og því hef- ur Yamaha náð góðu forskoti á keppi- nauta sína með innkomu þessa sleða en Yamaha hefur ekki náð mikilli fót- festu í vélsleðum í Bandaríkjunum hingað til. -NG Nýr sportbill frá Lamborghini Lamborghini kemur með nýj- an sportbil á markað á næsta ári, en bíllinn verður frum- sýndur i mai á næsta ári. Bíll- inn er kallaður L140 en gengur líka undir nafninu „Litli Lamborghini". Þegar tölurnar yfir hann eru skoðað- ar er hins vegar ekkert lítið við hann. Vélin er fimm lítra VIO sem pumpar út meira en 500 hestöflum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með sex gíra kassa. Hámarkshraðinn mun sleikja 300 kílómetra markið. Bíll- inn er byggður á álgrind og er um 1400 kíló að þyngd. Lamborghini er í eigu VW og hættu þeir við að koma með VW ofursportbíl með W12 vél og ákváðu þess í stað að einbeita sér að þessum. Um 800 eintök verða framleidd á fyrsta árinu og ef ein- hver hefur áhuga mun verðið i Bandaríkjunum verða í kringum 15 milljónir króna. -NG Aldur bíla hækkar vegna lítillar sölu Ljtur út fyrjr mjnna tap hjá Fiat Sala nýrra bíla á Islandi stefnir í að verða óeðlilega lítil á þessu ári eins og því síðasta. Það hlýtur að hafa í fór með sér hækkandi meðalaldur bila með tilheyrandi viðhaldskostnaði - eða, það sem verra er, tilheyrandi skorti á viðhaldi. Það þýðir aftur á móti að meira verður um hættulega bíla í umferðinni og mengun af völd- um bílaumferðar verður óeðlilega mikil. Meðalaldur fólksbíla á íslandi um síðustu áramót var 9,1 ár. Fólksbílar í umferð 15. mars 2002 voru 139.344. Mið- að við þennan meðalaldur bila þyrfti innflutningurinn í ár að verða 12.681 bíll til að halda uppi endumýjun fjöld- ans. Fyrstu tíu mánuðina varð salan 6203 bflar og verður með sama áfram- haldi 7.444 bflar. Með öðrum orðum: það vantar rúm- lega 5.200 nýja bíla á þessu ári til að standa undir eðlilegri endurnýjun. Aðrir bflar í umferð þennan sama dag í mars voru 17.185. Meðalaldur þeirra'var 11,3 ár. Þetta eru þeir bílar sem vænta má að mest séu á ferðinni. Endumýjun þeirra þyrfti samkvæmt sama skala að vera 1941 bíll á líðandi ári. Fyrstu þrjá ársfjórðungana varð salan 1081 bill og verður með sama áframhaldi 1441 bill. 500 bíla vantar til að standa undir endurnýjun. Miðað við fólksbfla í umferð 15. mars voru 2,05 íbúar um hvem bíl. Miðað við alla bíla í umferð þennan dag voru 1,83 íbúar um hvem bfl. Meginheimild: Yflrlit Skráningar- stofu um bílainnflutning 1971-2002. -SHH Samkvæmt upplýsingum frá Fiat bflaframleiðandanum hefur hann náð að minnka tap á þriðja ársfjórðungi umtalsvert og býst jafnvel við að vera á sléttu á þeim flórða. Italski bílafram- leiðandinn tapaði 30 milljörðum króna frá júlí til september sem er 7,7 mflljörðum minna en á fyrsta árs- flórðungi. Minnsta tapið á árinu var í septembermánuði, „aðeins“ 4,4 millj- arðar. Að sögn framkvæmdastjóra Fiat, Giancarlo Boschetti, mun núll- inu verða náð á þessum ársflórðungi og tapinu snúið í hagnað á næsta ári. Fiat þurfti nýlega að segja upp 8.000 starfsmönnum vegna aðhaldsaðgerða. Meðal aðgerða stjórnar gegn tapinu í ár var að samþykkja endurflármögn- un upp á 215 milljarða króna, sem áður hafði verið aukin í mars um 155 milljarða til að vega upp á móti tapi áranna 2000 og 2001. General Motors, sem á 20% hlut í Fiat, ætlar ekki að auka hlutafé sitt í fyrirtækinu. -NG Bíll ársins í Evrópu valinn eftir 10 daga Búið er að tilkynna um þá sjö bíla sem komust í úrslit í valinu á „Bíl ársins í Evrópu 2003“ en tilkynnt verður um hver hreppir þann titil 19. nóv- ember. Mikið ber á smábíl-! um að þessu sinni og eru Citroén C3, Ford Fiesta og Honda Jazz allir tflnefndir. í stærri defldinni stendur keppnin hins vegar á mifli Mazda 6, Opel Vect- ra, Renault Megane 11 og E-línu 1964: Rover 2000 1965: Austin 1800 1966: Renault 16 1967: Fiat 124 1968: NSU RO80 1969: Peugeot 504 1970: Fiat 128 1971: Citroen GS 1972: Fiat 127 1973: Audi 80 1974: Mercedes-Benz 450 1975: Citroén CX 1976: Simca 1307 1977: Rover 3500 1978: Porsche 928 1979: Simca Horizon 1980: Lancia Delta 1981: Ford Escort 1982: Renault 9 Mercedes-Benz. Það eru 55 bflablaða- menn víðs vegar úr Evrópu sem sjá um valið. Sá sem hreppti titilinn í fyrra var Peugeot 307 og Alfa Romeo 147 árið á undan. Síðasti smábíllinn til að hreppa þennan eftir- sóknarverða titil var Toyota 9009 Yaris fyrir árið 2000. Bíll árs- ins í Evrópu hefur verið valinn síðan 1964 og hér fyrir neðan má sjá vinningshafana frá upphafi. -NG 1983: Audi 100 1984: Fiat Uno 1985: Opel Kadett 1986: Ford Scorpio 1987: Opel Omega 1988: Peugeot 405 1989: Fiat Tipo 1990: Citroén XM 1991: Renault Clio 1992: VW Golf 1993: Nissan Micra 1994: Ford Mondeo 1995: Fiat Punto 1996: Fiat Bravo/ Brava 1997: Renault Megane Scenic 1998: Alfa Romeo 156 1999: Ford Focus 2000: Toyota Yaris 2001: Alfa 147 2002: Peugeot 307 Gullna stýrið afhent í Berlín Bild am Sonntag til- kynnti í Berlín á miðviku- daginn um sigurverara í keppninni um „Gullna stýrið 2002“ og er þetta í 27. sinn sem að verðlaunin eru afhent. Keppt var i fimm flokkum og í dóm- nefnd voru alls 28 dómarar sem koma víða að, meðal annars bíla- blaðamenn og þekkt andlit úr mótorsportinu og bíltækniheim- inum. Þeir sem hlutu Gullna stýr- ið að þessu sinni voru: Ford Fiesta, Opel Vectra, Audi A8, Renault Espace og VW Touareg. Alls voru 20 nýir bílar prófaðir í fjórum flokkum en fimmti flokk- urinn, flokkur flórhjóladrifsbíla, var valinn með kosningu lesenda „Bild am Sonntag“ og notenda autobild.de, en alls tóku 178.411 þátt í því vali. -NG SMÁBÍLAR: Ford Fiesta: 1186 stiq Renault Méqane II: 1171 stig Seat Ibiza: 1129 stiq FJÖLSKYLDUBÍLAR: Opel Vectra: 1350 stiq Skoda Superb: 1336 stig Mazda 6: 1189 stiq LÚXUSBÍLAR: Audi A8: 1511 stiq Mercedes-Benz E: 1456 stig VW Phaeton: 1412 stiq FJÖLNOTABÍLAR: Renault Espace: 1252 stiq Mercedes-Benz Vaneo: 1216 stig Lancia Phedra: 1160 stiq FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: 1 VW Touareq: 29,4% BMW X5: 22,1% Porsche Cayenne: 18% I/1» ——* litabbi" II Ood3c ö Jeep OcHBvsm. «S* AUKAHLUTA- OC VARAHLUTAVERSLUN VAGNHÖFÐA 23 • SÍIVII 590 2000 • WWW.BENNI.IS í Baleno Wagon 4x4 Skr. 1/99, ek. 79 pús. Verð kr. 1170 þús. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 51 þús. Verð kr. 690 þus. Suzuki Swift GLS 3dr. bsk. Skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 750 þus. Suzuki Vitara JLX, 5d., bsk. Skr. 6/00, ek. 59 þús. Verð kr. 1380 þús. Suzuki Vitara JLX Exce, ssk. Skr. 10/98, ek. 46 þús. Verð kr. 1255 þús. Suzuki Vitara V-6, ssk. Skr. 10/97, ek. 85 þús. Verð kr. 1290 þus. ny J Skr. 6/02, ek. 13 þús. Verð kr. 1480 þús. VW Polo Comfortline bsk. Skr. 7/01, ek. 33 þús. Verð kr. 1080 þús. Galloper 2,5 diesel sjsk. Skr. 9/99, ek. 78 þús. Verð kr. 1490 þús. Nissan Terrano II 2.4, bsk. Skr. 7/01, ek. 43 pus. Verð kr. 2280 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---v///.------------— SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.