Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 11 Skoðun Tvær í einu skoti tHaraldsson aöstoöarritstjóri Laugardagspistill „Það er karlmennska að skjóta jólarjúpurnar sjálfur,“ sagði bróðir minn, veiðimaðurinn, sannfær- andi. „Allt annað er hégómi,“ hélt hann áfram. „Þú veiðir þér til mat- ar, gerir að bráðinni og matbýrð. Jólin verða allt önnur. Þetta er lífs- fylling. Þar fyrir utan er þetta holl og góð hreyfing. Þér veitir ekki af,“ sagði hann og horfði á mig, kyrrsetumanninn. Bróðir minn, allur stæltari en ég, var sem sagt að hvetja mig, gott ef ekki mana, til þess að ganga með sér á fjöll og drepa rjúpu. Fyrirstaða var tals- verð hjá mér og ég beitti þeim mótrökum sem í hugann komu. „Ég á hvorki byssu né kann með hana að fara,“ sagði ég. „Það skipt- ir engu,“ sagði bróðir, „ég sé um vopnin." „Þarf ekki byssuleyfi?" spurði ég, „þú veist að ég er lög- hlýðinn." „Hver ætti svo sem að skipta sér af því þótt ég leyfi þér að skjóta einu sinni eða tvisvar úr byssu langt uppi á öræfum. Það er varla stórglæpur. Ég hlusta ekki á neitt borgarbarnavæl." „Öræfi, segirðu. Það er nú vand- inn. Er ekki andskotanum kaldara þar?“ spurði ég og hryllti mig. „Ég á aö vísu hettulausu sextiu og sex gráður norður úlpuna. Hún er fin í sumarbústaðinn en segir væntan- lega lítið á fjölium í vetrarbyrjun." „Ég lána þér galla," sagði veiði- maðurinn. „Þú ættir að komast í hann, sú písl sem þú ert. Það eina sem þú þarft að leggja til eru síðu nærbuxumar og þokklegir göngu- skór. Ég trúi ekki öðru en þú ráð- ir yfir slíku pari.“ Rök dugðu ekki Fjallajeppi bróður míns malaði þýðlega utan við hibýli mín árla næsta morguns. Upphækkaður skyggði hann á fjölskyldubílinn okkar. Rök mín höfðu ekki dugað. 1 niðamyrkri klæddi ég mig í síðu nærbuxumar, fann til vettlinga og húfu. Gallinn beið í þeim upphækk- aða. Þar var líka vopnabúrið, átta- viti og staðsetningartæki. Síðasta vörn mín hafði verið skotin niður. Ég hélt þvi fram að meiri líkur en minni væru á því að rjúpnaskyttur týndust á fjöllum. „Ég meika það ekki að fá á eftir mér björgunarsveit og mynd í blaði þar sem appelsínu- litir kappar leiða mig, afvegaleidd- an aumingjann, til byggða.“ „Þeir sem villast em illa búnir kálfar sem ættu að halda sig á malbikinu," sagði stjómandi veiöiferðarinnar. „Það fer enginn áttavitalaus í vetr- arferð til fjalla.“ Ég tók með rúgbrauð, kæfu og kakó. Taldi það karlmannlega fæðu og henta aðstæðum. Síöu nærbux- urnar gáfu öryggistilfinningu. Gönguskómir voru komnir til ára sinna en, upphaflega að minnsta kosti, vatnsheldir. Ógurlegur kuldaboli Frostið var biturt á Uxahryggjum og því fylgdi hvassviðri. Snjóföl var í hrjóstmgu landslaginu. Satt að segja greip ég andann á lofti þegar ég klöngraðist út úr heitum bilnum. Morgunskíman var rétt að gera vart við sig. Mér varð hugsað til hlýja rúmsins heima, bakarísins og morg- unkaffisins þennan laugardags- morgun. Hvað hafði ég látið hafa mig út í? Skjálfandi tróð ég mér í galiann, dró húfuna niður fyrir eyru, rússneska loðhúfu sem ég keypti af götusala á Rauða torginu í Moskvu, og smeygði vettlingunum inn í ermamar. Veiðimannslegur? Fráleitt. Aumingjalegur? Vissulega. Bróðir minn brá byssunni um öxl, skotin voru á sínum stað og áttavitinn. Hann virtist ekki finna Það var þá sem ég sá þær, tvœr saman, hvítar í urðinni. „Rjúpur“, hvíslaði ég af þeim mætti sem mér var unnt. Óvœnt og undarleg til- finning gagntók mig. Ég var með byssuna og skot- in tvö. Ég gleymdi kuld- anum. fyrir kuldanum. Það var veiði- glampi í augum hans. Ég tölti í kjöl- farið. Tennumar glömruðu í munn- inum. Á þessari stundu sá ég engan tilgang með ferðinni. Rjúpur er hægt að fá hjá kaupmanninum á hominu eða næsta veiðimanni. Ég gat ekki betur séð en þetta væri tóm vitleysa. Vetrarveiði fugla á hálendi íslands kann að þykja eftirsóknar- verð fyrir ákveðna manngerð. Ekki mína. Ég er borgarbam sem kaupir kjöt í búð og fer í sveit þegar sólin skín á sumrin. Við gengum lengra, þ.e. bróðir minn gekk rösklega, ég paufaðist. Fyrir fótum voru þúfur og stórgrýti. Bíllinn hvarf úr augsýn - síðasti vottur siðmenningarinnar, tengsl- anna við líf venjulegs fólks. Við tók auðnin. Kuldinn nísti að beini. Ég var með munnherkjur og lítt tO samræðna þótt ferðafélagi minn kaUaði tO mín upplýsingar, fræddi mig um ömefni og kennUeiti. Ailt rann þetta saman fyrir augum mín- um. Ég táraðist vegna kuldabola sem gaf engin grið. Tvær í hendi „Ansi er þetta rýrt,“ sagði fjaliaforinginn eftir tveggja tíma ör- æfaþramm. „Hér hafa veriö menn á undan okkur og fælt burt aUan fugl. Færum okkur ofar í hlíðina." Hann leitaði ekki samþykkis vopnabróð- urins heldur tók strikið upp. Snjór- inn varð þéttari þegar ofar dró. Vindurinn smaug niöur um háls- málið. Fingur vom dofnir og tær tU- finningalausar. Snjórinn síaðist inn í gönguskóna lífsreyndu. Ég efaðist alvarlega um einangrunargetu þeirra og vatnsfælni. Vonir um mikinn feng dofnuðu eftir því sem á daginn leiö. Það var komið fram yfir hádegi án þess að við yrðum varir. Fleira dofnaði en vonin. Ég var að mestu hættur að finna fyrir líkamanum og bjóst aUt eins við að verða úti. í huganum sá ég fyrir mér heitt bað en það var svo órafjarri. Ég hrökk upp úr hugs- unum mínum við það að bróðir brá við skjótt, hlóð byssu sína og beindi tU fjaUs. Ég sá ekki neitt, heyrði að- eins hveUinn. Hann hlóð á ný og skaut aftur. „Ég náði þeim báðum,“ hrópaði hann og hljóp af stað. Skömmu síðar kom hann hróðugur tU baka með tvær rjúpur. „Deginum er bjargað," sagði hann. „Við skul- um rölta tU baka. Mér sýnist þér ekki veita af heitu kakói.“ Ég studdi ákvörðunina með því að kinka koUi. Varimar heyfðust ekki vegna kulda. Veiðieðlið „Taktu byssuna," sagði bróðir minn og rétti mér tvö skot þegar við nálguðumst bUinn. Þú nærð úr þér hroUinum með því að prófa að skjóta. Passaðu bara að hún slái þig ekki. Ég tók við byssunni stirðum höndum. BUlinn var í augsýn og kakóið. Ég lifi þetta sennUega af, hugsaði ég með mér. Miðstöðin í jeppanum var ofar í huga mér en byssan. Það var þá sem ég sá þær, tvær saman, hvitar í urðinni. „Rjúpm-,“ hvíslaði ég af þeim mætti sem mér var unnt. Óvænt og undarleg tU- finning gagntók mig. Ég var með byssuna og skotin tvö. Ég gleymdi kuldanum. Blóðið ólgaði skyndUega í æðum mér. Ég stakk skotunum í skothylki byssunnar og læddist nær. Rándýrseðlið kom upp í mér. Fyrir augunum voru ekki faUegu, hvítu fuglamir, fiðraðir vinir mín- ir, heldur bráð. Aldrei hafði ég skot- ið á neitt kvikt áður en nú komst aðeins eitt að í huganum: veiða, veiða. Ég var staðráðinn í að ná rjúpunum, ekki annarri heldur báð- um. Jólamaturinn blasti við. Ég fór svo nærri sem ég þorði tU að styggja ekki fuglana, skorðaði skeftið við öxlina, lyfti rússnesku húfunni tU þess að sjá betur og mið- aði. Hjartað barðist af spenningi. Mér var hlýtt, jafnvel á tánum. SkothveUurinn ómaði í kyrrðinni, fiðrið þeyttist upp. „Ég tók þær báð- ar í einu skoti," hrópaði ég tU bróð- ur míns, „sástu þetta, í einu skoti, maður, hvUík sniUdarskytta." Tvær í skógi Ég beið ekki eftir svari ferðafélag- ans heldur hljóp af stað. Það var jafnt á komið meö okkur, tvær á mann. Munurinn var bara sá að hann skaut tveimur skotum, ég einu. Slíkt gera engir aukvisar. Hið eina sem ég óttaðist var að hafa hitt þær of vel, mér sýndist fjaðrafokið svo mikið. Rétt var það, hvítar tætlur voru út um aUt, en það var ekki fiður. í grjóthrúgunni lágu tvær sundur- skotnar eldhúsrúUur. Rjúpu var hvergi að sjá, hvað þá tvær. Gaman- samir menn höföu greinUega átt leið um og ekki getað hamið sig. Þeim hafði tekist ætlunarverkið. Ég drap tvær pappírsrúUur, drifhvítar. Bróðir mátti ekki mæla þegar hann kom á vettvang. Ekki vegna kulda, hann hélt um magann og veinaði af hlátri. Öðrum eins veiði- félaga hafði hann aldrei kynnst. „Ætiarðu að steikja þær með hefð- bundnum hætti eða bara bringurn- ar?“ spurði hann loks og strauk tár framan úr sér. „Passaðu bara aö þær verði ekki of þurrar hjá þér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.