Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aftsto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Mánuður í stríð! Líklega er mánuður þar til þolinmæði Bandaríkjastjórn- ar þrýtur. 27. janúar á nýju ári ber Hans Blix, yfirmanni vopnaeftirlitssveitar Samein- uðu þjóðanna í írak, að skýra Öryggisráðinu frá rannsókn sinni á vopnaeign íraka. Enn hefur ekkert fundist og hefur þó verið leitað á nærri tvö hundruð stöðum víðs vegar um landið, þar af hafa eftirlitssveitirnar grandskoðað 32 nýja staði sem þeim hefur verið bent á sem hugsanlegur geymslustaður fyrir gereyðingarvopn í eigu Saddams. Líkur fara vaxandi á því að Hans Blix og hans menn hafi Öryggisráðinu lítið fram að færa þegar komið verður að timamörkum. Það er með öllu óþolandi fyrir Bandaríkja- stjórn og aðra helstu hauka Vesturlanda sem hafa verið að fægja vígvélar sínar fyrir átök sem eru að verða ímynd þeirra og trúverðugleika mjög nauðsynleg. Þá mun reyna á skuldbindingar ríkja Atlantshafsbandalagsins frá því í Prag í haust þegar þau hétu að veita Bandaríkjunum alla þá að- stoð sem þau kynnu að fara fram á. Það er vissulega enn nokkur von til þess að vopnaeftir- litssveitirnar fletti ofan af einræðisherranum Saddam Hussein og dæmafárri harðstjórn hans í írak. Allir þykjast vita hvers hann er megnugur og allir eru reiðubúnir að imynda sér óhugnanlega vopnaeign hans enda hefur hann verið ólatur við að nota þau á saklausa hópa fólks í landinu sem eru ekki að hans skapi. Nægir þar að nefna helför hans á hendur Kúrdum í norðurhluta landsins sem hann kæfði með eiturefnum fyrir fjórtán árum. Von vopnaeftirlitssveitanna er fólgin í því að fá nokkra helstu vísindamenn Saddams Husseins á sitt band. Engir aðrir eru líklegri til að geta upplýst um magn og gæði vopn- anna sem að er leitað. Engir aðrir vita betur við hvaða að- stæður þau eru geymd og það sem líklega mestu máli skipt- ir; hvar þau eru geymd. Vitað er að njósnastofnanir Breta og Bandaríkjamanna hafa reynt að fá þessa menn til liðs við sig en árangurinn af því starfi er óljós og líklega langt- um minni en allt erfiðið. Bent hefur verið á að opinberir starfsmenn í írak leggi það að jöfnu við sjálfsvíg að brjóta trúnað við ríki sitt. Og ríkið - það er Saddam. Hann er kunnur að því að kveða nið- ur mótþróa meðal heimamanna sinna og brýtur andstæð- inga sina auðveldlega niður bjóði þeir honum birginn. Það er þvi ekki að ástæðulausu sem sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að bjóða helstu vísindamönnum íraks að flytja úr landi með fjölskyldur sinar í skiptum fyrir upplýs- ingarnar sem öllu skipta. Það er lítill timi til stefnu. Og enn ekkert sem opinber- lega hrekur staðhæfingar íraksstjórnar í frægri tólf þúsund siðna skýrslu þeirra sem er „nákvæm og vandlega unnin“ eins og Hussam Mohammad Amin, viðskiptaráðherra íraka, orðaði það á annan dag jóla. Vesturveldunum hefur ekki tekist að hrekja efni þessarar skýrslu og það er grund- vallaratriði í þeirri stöðu sem nú ríkir í samskiptum íraka við umheiminn. Þeir síðarnefndu hafa einfaldlega ekki enn verið staðnir að „ætlaðri lygi“. Og tíminn tifar. Óneitanlega hentar það haukunum best að heyja hernað sinn á meðan enn rikir vetur í írak. Þá er ekki nema um febrúar að ræða þvi sumarhitinn i írak byrj- ar strax i mars og stígur auðveldlega upp i 50 stig i júli og ágúst. Þar við bætist að hermenn verða að klæðast þykkum hlífðarfatnaði sem ver þá gegn eiturefnum. Og í apríl byrj- ar alræmd sandstormatíð í landinu sem teppir lofthernað. Það er því harla ljóst hvað íraskur almenningur má þola í febrúar. 4% LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 DV Meginverkefnið 2003 Hvert verður meginverkefni stjómmálamanna á næsta ári? Jú, vitanlega að tryggja sér endurkjör í kosningum. Það er augljóst. Það er hins vegar ekki jafnaugljóst hvaða málefni verða efst á baugi og hvaða úrlausnarefni brýnust. Læti að baki Bent er á það í annál DV um stjómmál á árinu sem er að líða að á þessu ári hefur „slagurinn" þegar verið tekinn um mörg helstu verk- efni næsta árs. Það hefur verið slegist linnulaust um Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði. Stjórnvöld hafa líklega nú þegar tekið út bróðurpart hins pólitíska sársauka sem málið veld- ur og lítið eftir á nýju ári annað en að setja punktinn yfir i-ið. Sama gildir um sölu ríkisbank- anna; hún er ekki að baki en enda- taflið eitt er eftir og verður auðvelt nema einhverjar óvæntar hróker- ingar setji strik í reikninginn. Evrópumál verða tæpast rædd enn meira á næsta ári en því sem er aö líöa; umræðan maliar áfram. Andvaraleysi? Flestir virðast hafa komist á þá skoðun undanfarnar vikur að stærsta viðfangsefni stjómmála- manna síðustu misseri - efnahags- málin - sé ekki lengur áhyggjuefni. Verðbólga og viðskiptajöfnuður séu orðin viðunandi og vextir um það bil að verða það líka. Botni hag- sveiflunnar sé náð, hagvöxtur í þann mund að glæðast og bjartari tímar fram undan. Er þetta víst? Búnaðarbankinn benti á þá merkilegu staðreynd nokkrum dögum fyrir jól að þótt víöa erlendis sé talsverð vinna lögð í að kortleggja stöðu hagkerfa í hagsveiflunni hverju sinni sé engin ein vísitala til hér á landi sem gefi tfl kynna hvort hagkerfið sé í upp- eða niöursveiflu. Til allrar hamingju bætir Búnað- arbankinn nú úr þessu með nýj- ung: svokaflaðri „hagsveifluvísi- tölu“. Botninum ekki náð Niðurstaðan kemur á óvart. Sam- kvæmt nýju vísitölunni hófst nið- ursveiflan í október árið 2000. Frá þeim tíma hefur stefnan verið hratt niður á við, nema hvað smávegis viðsnúningur varð á miðju þessu ári. - í júní sagði fjármálaráðuneyt- ið einmitt í fréttabréfi sínu að vís- bendingar væru um að samdráttur- inn væri í rénun „ef ekki beinlínis að baki“. En síðan í sumar hefur stefnan verið áfram niður á við samkvæmt hagsveifluvísitölu Búnaðarbank- ans. Síðasta mæling í nóvember sýnir enn neikvæða breytingu. „Botni hagsveiflunnar virðist því ekki enn vera náð,“ segir Búnaðar- bankinn. Það fór heldur lítið fyrir þessari niðurstöðu Búnaðarbankans í fjöl- miðlum en hún felur þó í sér mikil tíðindi. Og hún er ekki síður mikil- væg áminning um það hvert megin- viðfangsefni stjórnmálamanna á næsta ári hlýtur að verða: Það eru efnahagsmálin, eins og svo oft áður. „Mestur munur er á hægri- og vinstristjórn- um þegar kemur að út- gjöldum ríkisins. Hœgri- stjómin juku ríkisút- gjöld að meðaltali um 3,3% á ári í stjórnartíð sinni, en vinstrístjómir um 11,2% á ári!“ Vinstri og hægri í þessu ljósi - og í aðdraganda kosninga - er áhugavert að lesa um rannsókn Þórunnar Klemensdótt- ur, „Pólitískar hagsveiflur á íslandi 1945-1998", sem birt er í nýrri bók um íslensk efnahagsmál, Frá kreppu til viöreisnar, sem ritstýrt er af Jónasi H. Haralz og gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. I rannsókn sinni skoðar Þórunn gögn um íslensk efnahagsmál með hliðsjón af stjórnarmynstrinu hverju sinni í þeim tilgangi að leiða í ljós hvort munur sé á áhersl- um og árangri vinstri- og hægrist- jóma í þessum efnum. Allar stjóm- ir sem Sjálfstæðisflokkurinn átti beina aðild að teljast í rannsókn- inni til hægristjóma. Útgjaldagleði Niðurstaðan er að stjórnar- mynstur hafi ekki marktæk áhrif á atvinnuleysi og hagvöxt. Atvinnu- leysi var þó að meðaltali meira í tíð hægristjóma en vinstristjóma sem er sagt i samræmi við þá kenningu að hægriflokkar leggi allt kapp á að kveða niður verðbólgu en hafi minni áhyggjur af atvinnuleysi - þveröfugt við vinstriflokka. Hag- vöxtur var heldur meiri í tið vinstristjórna en hægristjórna en sem fyrr segir telur Þórunn mun- inn tiltölulega lítinn, hvort sem lit- ið er til hagvaxtar eða atvinnuleys- is. Munurinn er meiri þegar horft er á verðbólgu. Hún var 24,5% að meðaltali í tíð vinstristjóma en 15,1% í tíð hægristjórna - og vitan- lega enn minni ef rannsóknin hefði náð til áranna eftir 1998. Mestur munur er á hægri- og vinstristjórnum þegar kemur að út- gjöldum rikisins. Hægristjórnin juku ríkisútgjöld að meðaltali um 3,3% á ári í stjórnartíð sinni, en vinstristjómir um 11,2% á ári! Árangur á kosningaári Hvað ríkisútgjöldin varðar er einkar athyglisvert að sjá hvað ger- ist á kosningaári. Þórunn bendir á að ríkisútgjöld jukust að meðaltali um 5,5% á ári á tímabilinu, en á kosningaári jukust þau að meðal- tali tvisvar sinnum hraðar, eða um 11%. Raunar má því segja „að vinstri stjómar ár séu öll nokkurs konar kosningaár" eins og Þórunn kemst að orði! Þórunn sýnir einnig fram á að hægristjórnir hafa náð sínum besta árangri - þ.e. litlu atvinnuleysi, miklum hagvexti og tiltölulega lít- illi verðbólgu - á kosningaári, en vinstristjórnir ná þvert á móti lökustum árangri á kosningaári. „Þetta gæti verið ein skýring þess að hægri stjórnum hefur verið treyst fyrir stjórnartaumum hér á landi í fjörutíu af fimmtiu og þrem- ur þeirra ára sem þessi athugun nær til,“ segir Þórunn. Hvað gerist? Alls konar fyrirvara verður auð- vitað að gera við þessar niðurstöð- ur - ekki síst þann að ekki er sama vinstristjóm og vinstristjóm. Og þótt stjómarmynstrið hafi örugg- lega einhver áhrif á þá þætti sem hér hafa verið nefndir spilar fleira inn í. Engu að síður eru visbend- ingarnar eindregið í þá átt að hægristjórnum gangi betur að ráða við verðbólgu og vöxt ríkisútgjalda en vinstristjómum. Hitt er svo annað mál að hugsan- lega eru vangaveltur um þetta óþarfar og hreinlega út í bláinn núna þegar ráðherra Framsóknar- flokksins segir að framganga for- ystu Samfylkingarinnar í R-lista- samstarfinu veki spumingar um hæfi flokksins til þátttöku I ríkis- stjórnarsamstarfi; frambjóðandi fyrir Vinstri-græna segir að fólk sem hlaupi frá hátíðlegum yfirlýs- ingum geti „varla vænst þess að verða tekið alvarlega þegar á reyn- ir um samstarf* 1; og formaður flokksins segir líkur á vinstristjórn hafa minnkað. Og eins og bent hef- ur verið á verður vinstristjóm tæp- ast mynduð ef formaður Framsókn- arflokksins nær ekki kjöri til Al- þingis! Ólafur Teitur Guðnason blaöamaður » i Sigmundur Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.