Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 45
LAUGAFtp^pR^s. He/garblað DV 4=. Stöðva skuldasöfnun „Mér eru auðvitað hugstæðastar sveitarstjómarkosningamar sL vor og það að okkur sjálfstæðismönnum í Reykjavík tókst ekki að ná þar meirihluta. Mörg sveitarfélög lands- ins standa frammi fyrir miklum vanda og það kom berlega fram á síðustu fjár- málaráðstefnu. Ástæða þess er m.a. sú að lögum og reglugerðum sem hafa í for með sér aukinn kostnað fyr- ir sveitarfélögin fylgt nauðsynlegir tekjustofnar. Aukin þjónusta, fram- kvæmdir við nýjar þjónustustofnanir og miklar launahækkanir starfs- manna sveitarfélaga kosta mikla fjár- muni. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa leitt til skuldasöfnunar sem verður að stöðva." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur Landssam- bands ís- lenskra sveitar- félaga. hafa ekki alltaf Ánægjulegt framlag „Blönduósbær fékk um 80 milljóna króna tekjujöfnunarframlag úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga, m.a. vegna sameiningarinnar við Engihlíðar- hrepp, og það er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir íbúana og kom mér ánægjulega á óvart. Það sýnir hins veg- ar hvað sveitarfé- lagið er í raun óhag- stæð eining. Mér flnnst einnig ógild- ing kosninganna í Borgamesi mjög eftirminnileg og undanfari kosninganna hér á Blöndu- ósi, þegar ekki var víst að Bæjarmála- félagið Hnjúkar fengi að bjóða fram sinn lista. Meirihluti Hnjiika og D- lista stóð hins vegar aðeins í 38 daga og þá var myndaður meirihluti Hnjúka og vinstri manna og óháðra.“ Jóna Fanney Friöriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi. Nýir bæjarstjórar „Sveitarstjómarkosningamar í vor ollu miklum breytingum á skipan bæjarstjóra á landinu, en um helm- ingur allra bæjar- stjóra þurfti aö leita eftir öðrum störf- um eða skipta um bæjarfélag. Nýir bókhaldslyklar og þar með nýtt uppgjörsfyrirkomu- lag og uppfærslur, sem er orðin laga- skylda um áramót- in, hefúr tekið mik- inn tíma, en t.d. hefur þurft að endur- meta allar eignir. En eftir þetta er bókhald allra sveitarfélaga sambæri- legt. Það náðist merkur áfangi á árinu þegar skrifað var undir svæðisskipu- lag fyrir allt höfuðborgarsvæðið sem gerir okkur mögulegt að horfa heild- stætt á hlutina. Sveitarfélögin hafa aldrei fengið flutning grunnskólanna bættan að fullu og það tókst heldur ekki á þessu ári.“ Sveitarstjórnarmálin á árinu 2002: Endurteknar kosningar og uppstokkun á bæjarstjórum w Borgames Sveitarstjórnarkosningar þar 25. maí sl. uröu allsögulegar. Fyrst vegna þess aö varpa þurfti hlutkesti um sæti, síöan, vegna þess aö niöurstaöan var kærö, félagsmálaráöuneyti ógilti kosningarnar, Héraösdómur Vesturlands felldi úr- : skurðinn úr gildi en Hæstiréttur samþykkti úrskurö félagsmálaráðuneytis. í endurteknum kosningum 7. desember felldi B-listamaöur D-listamann. Árið 2002 var ár sveitarstjórnar- kosninga, en kosið var 25. maí í 105 sveitarfélögum og hafði þeim fækk- að um 19 frá 1998. Hlutbundin kosn- ing var í 66 sveitarfélögum og sjálf- kjörið í 7 sveitarstjómir. Konur í sveitarstjómum eru nú 206 en karl- ar 451. Elstur sveitarstjómarmanna er Bjarni Vilmundarson í Skorra- dalshreppi, 74 ára, en yngstur Hall- dór Pálsson í Árborg, 21 árs. Fyrr um veturinn var töluvert um sam- einingarkosningar. Sameining Húsavíkurkaupstaðar og Reykja- hrepps var samþykkt laugardaginn 11. mars. Af þeim sem kusu á Húsa- vík voru um 90% með sameiningu en um 60% í Reykjahreppi. Laugar- daginn 16. mars var kosið um sam- einingu sveitarfélaga í Rangárvalla- sýslu og var hún samþykkt í Djúp- árhreppi, Holta- og Landsveit og Rangárvallahreppi, en felld í Ása- hreppi með 82,7% atkvæða. Einnig var kosið þann 16. mars til samein- ingar í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Saijrbæjarhreppi, en sameining- in var felld i þeim tveimur síðar- nefndu og samþykkt í Dalabyggð. Félagsmálaráðherra staðfesti þann 17. apríl sameiningu Hólmavíkur- hrepps og Kirkjubólshrepps. Einnig var kosið um nöfn á sveitarfélög. í sveitarfélagi sem varð til við sam- einingu Skagahrepps og Vindhælis- hrepps völdu íbúar nafnið Skaga- byggð; í sveitarfélagi sem varð til við sameiningu Húsavíkurkaup- staðar og Reykjahrepps var valið nafnið Húsavíkurbær; í sveitarfé- lagi sem varð til við sameiningu Djúpárhrepps, Holta- og Landsveit- ar og Rangárvallahrepps var valið nafnið Rangárþing ytra; í sveitarfé- lagi sem varð til við sameiningu Biskupstungnahrepps, Laugardals- hrepps og Þingvallahrepps nafnið Bláskógabyggð; í sveitarfélagi sem varð tft við sameiningu Bárðdæla- hrepps, Hálshrepps, Ljósavatns- hrepps og Reykdælahrepps nafnið Þingeyjarsveit. ! sex tilfellum valdi sveitarstjórn nafn eða það var ákveðið áður. Tillaga til sameiningar Austur- Héraðs og Fellahrepps var feUd sl. laugardag. Fleiri íbúar Austur-Hér- aðs sögðu já, eða 970, en nei sögðu 180. í FeUahreppi sagði meirihluti nei eða 125, en 117 sögðu já. Miklar breytingar í stjórnun- arstöðum Töluverðar breytingar urðu á bæjar- og sveitarstjórum, þekktastir „nýliða" Lúðvík Geirsson í Hafnar- flrði, Ragnheiður Ríkharðsdóttir í MosfeUsbæ og Árni Sigfússon í Reykjanesbæ. Eðli málsins sam- kvæmt vöktu kosningarnar í höfuð- borginni mesta athygli almennings, ekki síður margra þeirra sem ekki áttu þar kosningarétt. Reykjavíkur- listinn, sem setið hafði að völdum í tvö kjörtímabU, leitaði eftir stuðn- ingi kjósenda þriðja kjörtímabUið með borgarstjórann, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, í broddi fylking- ar. Eftir margra mánaða umræðu tilkynnti Björn Bjamason mennta- málaráðherra að hann gæfi kost á sér tU forystu borgarstjómarlista Sjálfstæðisflokks og leysti þannig forystukrísu flokksins í Reykjavík. Mörgum vikum fyrir kjördag þótti hins vegar sýnt í hvað stefndi, og Reykjavíkurlistinn fékk afger- andi kosningu, hlaut 52,6% atkvæða og 8 borgarfuUtrúa og á lokasprett- inum náðu Frjálslyndir einum manni en Sjálfstæðisflokkur hlaut 6 fuUtrúa. Mörg önnur úrslit vom einnig athyglisverð. Samfylkingin hlaut hreinan meirihluta í Hafnar- flrði, Sjálfstæðisflokkur í Reykja- nesbæ og MosfeUsbæ, Framsókn bætti við sig manni í Kópavogi og heldur áfram meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokk, þó með sem- ingi þeirra síðamefndu sem vom ósáttir við að Framsókn þakkaði sér aUt það sem vel hefði verið gert á kjörtímabUinu. Háðuleg útreið Framsóknar í Hafnarfirði þótti ekki koma á óvart þeim sem gerst þekktu. Ýmsir hnökrar urðu í að- draganda kosninga og eins í þeim sjálfum. Bæjarmálafélagið Hnjúkar á Blönduósi gleymdi að skUa fram- boðslista fyrir tilsettan tíma en Hér- aðsdómur Norðurlands vestra dæmdi síðan listann löglegan. For- maður félagsins hafði lýst því yfir að hann flytti úr- bænum yrðu Hnjúkar ekki í slagnum. í dómi Hér- aðsdóms sagði m.a. að „Finnist þá gaUar á framboðslista skal hlutað- eigandi umboðsmönnum gefmn kostur á að leiðrétta þá og má veita frest í því skyni eftir því sem tími og atvik leyfa.“ Hér er því veittur frestur og skal yfirkjörstjóm meta hversu langur hann skal vera. Endurkosiö í Borgarnesi Á Seyðisfirði þurfti að varpa hlut- kesti mUli 2. manns á T-lista og og 1. manns á Þ-lista sem T-listinn vann og í Borgarbyggð var varpað hlutkesti miUi 4. manns á B-lista og 2. manns á L-lista, sem L-listinn vann. Kosið var aftur 7. desember sl. þar sem Hæsti- réttur úrskurðaði kosningarnar i maí ógUdar fyrr í vetur. Þá vann B-listi mann af D-lista. Staöa stjórnarflokk- anna, Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks veiktist ekki við þessar kosn- ingar en staða Samfylkingar styrktist. Vinstri grænir komu hins vegar verr út en skoðanakannanir gerðu ráð fyr- ir. Sveitarfélag á heljarþröm Síðari hluta októbermánaðar komst sveitarfélagið Raufarhöfn í sviðsljósið vegna afar slæmrar íjárhagsstöðu hreppsins sem skap- aðist vegna glannalegra kaupa fyrrverandi sveitarstjóra á hluta- bréfum, m.a. i deCode. Lands- bankinn hafði hafnað beiðni sveit- arfélagsins um fyrirgreiðslu og ^ sveitarstjórinn Guðný Hrund' Karlsdóttir sagði viðskUnað fyrr- verandi sveitarstjórnar afar slæm- an. Horfur eru nú á að Raufar- hafnarhreppur komist úr sínum kröggum fyrir tUstUli félagsmála- ráðuneytisins. ísfirðingar gagnrýndu iðnaðar- ráðherra harðlega vegna sam- þykktar ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og gagnrýnt var að ekki skyldi vera lögð tU efling tveggja tU þriggja byggðakjama á landinu i samræmi við tUlögur byggöanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga. Eftir lestur tUlögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra ákvað bæjarráð ísafjarðarbæjar að óska eftir samstarfi við önnur " sveitarfélög á Vestfjörðum um sér- staka áætlun fyrir landshlutann. Upplýsingar og hugmyndir í henni nýtist inn i endanlega áætl- un í byggðamálum fyrir árin 2002-2005. í byggðaáætlun fyrir Vestfirði verður markmiðið að fólki fjölgi á svæðinu um svipað hlutfaU og á landsvisu og þar verður bjartsýni og uppbygging leiðarljósið. Fæðingarorlof „Sameiningarmál hér í Rangár- vaUasýslu er mér hugstæðust. Þar urðu tU 3 sveitarfélög úr 11 en sú sam- eining tókst einkar veL Það á ekki lög- þvinga sveitarfélög tU sameiningar en ég vona aö fram- hald verði á sam- einingum vegna fé- lagslegrar þjónustu við viðkomandi íbúa og þannig geti sveitarfélögin betur valdið sínu hlut- verki. Þjóðlendu- málin eru mér ipjög hugstæð, en þetta er mál sem verður að ljúka fyrir dóm- stólum því ég lít svo á að ekki eigi að taka með valdboði land af mönnum eða sveitarfélögum sem sannanlega er eign þeirra. Það fór mikil vinna á þinginu í yfirtöku á málefnum fatlaða sem ekki fór í gegn. Fæðingarorlof feðra náðist í gegn, sem var stórt skref í jafnréttisátt þótt það snerti sveitarfélögin óbeint “ Drifa Hjartar- dóttir, alþingis- maður Sjáif- stæðisflokks. Aukin samskipti rík- is og sveitarfélaga PáU Pétursson félagsmálaráð- herra telur að margt jákvætt hafi átt sér stað á árinu 2002 í sveitar- stjómarmálum. Vestfirsk sveitar- félög hafi ákveðið að grynna á skuldum með því að selja ríkinu hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða, sveitarfélagið Skagafjörður hafi selt Rafveitu Sauðárkróks til RARIK og erfiðum rekstri Raufar- hafnarhrepps hafi verið komið til hjálpar með ákveðnum aðgerðum. Sum sveitarfélög hafi verið i mikl- um vandræðum vegna innlausnar á félagslegum eignaríbúðum en lögum hafi verið breytt til að að- stoða sveitarfélögin við að vinna sig út úr þeim vanda með því að slá saman Varasjóði viðbótarlána og tryggingasjóði vegna bygging- argalla svo úr varð Varasjóður húsnæðismála. Þetta er fimm ára áætlun sem á að tryggja að sveitar- félög beri ekki skarðan hlut frá borði vegna leiguíbúða. Félagsmála- ráðherra segir það rangt að 4 millj- arða króna vanti frá ríki tfl sveitar- félaga vegna verkefnaflutninga. „Það tókst að ná samkomulagi við sveitarfélögin í desember um aukin fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga sem fól það í sér að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fékk aukna hlutdeild í beinum og óbeinum innheimtum ríkissjóðs og hefur tekið alfarið við húsa- leigubótunum og fær hlutdefld úr Jöfnunarsjóði til þess að standa undir þeim. Þegar fjárhagsáætlan- ir sveitarfélaganna voru gerðar fyrir árið 2002 var gert ráð fyrir að afkoman yrði þokkalega góð og að rekst- ur málaflokka færi ekki yfir 78% af tekjum. Þvi miður uröu rauntölur árs- ins 2001 mun verri en fjár- hagsáætlanir, eða 8 millj- arða króna hafli, gerðu ráð fyrir en ég vona að þetta verði skárra á þessu ári. Á árinu 2002 nýttu 46 sveitarfélög sér ekki leyfi tO hámarksútsvars og þar með öO stóru sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu, að Hafnarfirði undanskOd- um,“ segir félagsmálaráð- herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.