Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Hgíqqrbloö I>"V 47^ Afbragös Veisla „Ég fór á óperu í fyrsta skipti á ævinni og skemmti mér frábær- lega á Rakaranum í Sevilla; stapp- aði þar með öðr- um og þykir eftir- minnilegt. í leik- húsinu stendur Veislan upp úr og leikur Péturs Ein- arssonar í Sölu- maður deyr. Og það verður einnig erfitt að gleyma þýska sjónvarps- myndaflokknum um ævi Tómasar Mann. Hann var einn unaður út í gegn.“ Arnaldur Indriöason, Vel þarf að vanda „Ég vil nefna sýningu Arneout Nik í Nýlistasafninu sl. vor þar sem óvenjuvel var vandað til um- gjarðarinnar, enda hefði þetta ágæta verk varla verið nema svip- ur hjá sjón ef not- aðar hefðu verið ódýrar skyndi- lausnir. Miklu meira af þessu! Einnig sýninguna Mynd í Listasafni Reykjavíkur sem hyggðist hvorki á knöppu þema, einlitu efnisvali né þröngum aldurshópi eða klíku, heldur á persónulegri sýn gagn- rýnandans Jóns Proppé og um- fangsmikilli þekkingu hans á ís- lenskri samtímalist. Og loks Þrá augans frá Moderna Museet í Stokkhólmi í Listasafni íslands í haust sem spannaði nánast alla sögu ljósmyndarinnar. Sýningin var ómarkviss og úr fókus eins og titillinn, en Listasafnið fær prik fyrir viðleitnina.“ Hannes Sigurðsson. Hafið vel heppnað „Listahátíð í heild sinni setur ávallt svip sinn á þau ár sem hún er og í þetta sinn opnaði íslenski dansflokkurinn hana með sýn- ingu sinni á Sölku Völku. Það er mér að sjáif- sögðu eftirminni- legt. June Ander- son fannst mér ansi góð en hefði notið hennar bet- ur í þar til gerðu Mér þótti Hafið þeirra Baltasars og Ólafs Hauks afar vel heppnuð kvikmynd. Einnig fannst mér And Björk of Course athyglisverð sýning og fint framlag til íslenskrar leikritunar. Svo þótti mér afar ánægjulegt að sjá hve viðtökur við plötu þeirra Ske manna (Skárren ekkert) voru góðar.“ Katrín Hall. tónlistarhúsi. Mahler sterkur „Þótt einkennilegt sé koma einkum tónlistarviðburðir i hug- ann og þá fyrst ljóðatónleikar á Laxness-þingi i Erlangen í Þýska- landi þar sem El- ísabet Eiríksdótt- ir og Anna Ás- laug Ragnarsdótt- ir túlkuðu ljóð eftir Halldór Lax- ness eftirminni- lega fallega. Voru mikil viðbrigði að í tónleikasal eftir Vésteinn Ólason. setjast inn margra klukkutíma æsilega ferð á hraðbrautum Þýskalands! Svo fannst mér Hrafnagaldur Óðins merkilegur viðburður, bæði hljómrænt og sjónrænt. Þeir mynduðu skemmtilegar andstæð- ur á sviðinu Sigur Rósar-menn, Steindór og Páll, og svo uppábún- ir hljóöfæraleikararnir. Oft var gaman á Sinfóníutónleikum en þó mest þegar hljómsveitin lék 5. sin- fóníu Mahlers undir stjórn Petri Sakari. Og loks má ég til með að nefna tónleikana Raddir þjóðar í Tjarnarbíói þar sem forn söngur af bandi blandaðist leik galdra- mannanna Sigurðar Flosasonar og Péturs Grétarssonar.“ Árið er númer 2002 og ekki kemur jafnfallegt ártal fyrr en 20002: Ár Sölku Völku og Óðins„ Annáll 2002 2002 er slétt tala og ár sléttra talna eru listrœnni en oddatöluár vegna listahátíöar. Hún var líka toppurinn á menningarárinu meö unga fiðlusnillinginn Maxim Vengerov, heimssöngkonuna June Anderson og dansandi Sölku Völku. Raunar eru íslensku vióburðirnir á Listahátíð í Reykjavík minnisstœö- ari ogjafnvel stœrri í huganum en hinir erlendu. Þar er ballett Auóar Bjarnadóttur og íslenska dans- flokksins í Borgarleikhúsinu annar stórviðburöurinn en hinn er auðvit- að Hrafnagaldur Óóins í Laugar- dalshöllinni þar sem hljómsveitin Sigur Rósflutti frumsamda tónlist sína og Hilmars Arnar Hilmarsson- ar ásamt Steindóri Andersen kvœöa- manni, Páli á Húsafelli á stein- hörpu, Schola cantorum og sinfón- íuhljómsveit undir stjórn Árna Haróarsonar. „ Útkoman var svo flott að ég er ekkifrá því aó tónlist- arleg raöfullnœging hafi fariö um sœtaraöirnar," sagði dr. Gunni í hnitmiðaðri umsögn um tónleikana ÍDV. Ár dansins 2002 var ár dansins á íslandi. Fyr- ir utan hið ferska og óvænta dans- verk Auðar Bjamadóttur, byggt á skáldsögu Halldórs Laxness um fiskstúlkuna Sölku Völku, sem var frábærlega túlkuð af Hlín Diego, fékk Borgarleikhúsið þakkarverðar heimsóknir frá útlöndum. Þar ber hæst dansflokk Merce Cunning- hams sem hingað kom i september ásamt dönsurum frá Volkwang Tanzstudio í Þýskalandi. Ráða- mönnum i Borgarleikhúsi, hjónun- um Katrínu Hall listdansstjóra og Guðjóni Pedersen, leikhússtjóra LR, er aö takast að ala upp stóran dans- áhugamannahóp meðal íslendinga og ekki vonum fyrr. Svo var haldin danshátíð í Tjam- arbíói í nóvember og í desember var enn dansað í Borgarleikhúsi á veg- um Pars pro toto við mikinn fögn- uð. Ár Shakespeares Þetta var líka ár nýrra leiksviða og leikhópa. Leikhópur Nýja sviðs- ins í Borgarleikhúsinu frumsýndi Fyrst er að fæðast eftir Line Knut- zon í janúar og sló tóninn fyrir það sem koma skyldi þar á bæ; Óvenju- legt verk, óvenjuleg vinnubrögð og ástríðufull útkoma. Sama gilti um sýningu á djörfu og óþægilegu verki Þorvalds Þorsteinssonar, And Björk of course... Svo var það Vesturport. Pínulítið og haust undir heitinu 15:15 þar sem leikin var ný og spennandi tónlist eftir íslensk og erlend tónskáld. Ungt fólk setti upp óperuna Dídó og Eneas við mikinn fögnuð í Borg- arleikhúsinu í sumar og svo var Rakaraveisla i Sevilla í íslensku óperunni í haust. Toppurinn var söngur og leikur Kristins Sigmunds- sonar í hlutverki tónlistarkennar- ans siðspillta en það sem kom gest- um stöðugt á óvart var unaðsríkur söngur Sesselju Kristjánsdóttur í hlutverki ungu stúlkunnar óspilltu. Nýr aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar íslands er þekkilegur ungur Breti, Rumon Gamba, en lítið hefur reynt á hann enn. Svo var djasshátíð í október, Sál- in hans Jóns míns með Sinfó í nóv- ember og Sigur Rós í desember. í myndlistinni tók Akureyri for- ustuna með listsýningum frá Rúss- landi, arabaheiminum og á 17. aldar hollenskri list sem sló öll aðsóknar- met í Listasafni Akureyrar. Nýlista- safnið flutti í nýtt og betra húsnæði í næsta húsi við sig. Handritasýn- ing, sú glæsilegasta til þessa, var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu og getur þar að líta ýmis fegurstu og/eða frægustu-*- handrit úr safni Stofnunar Áma Magnússonar. Gerðarsafn í Kópa- vogi sýndi úrval úr sýningum Gall- erí Hlemms og Carnegie-sýningin norræna var opnuð í Hafnarhúsinu í Reykjavík með verðlaunaveiting- um og tilheyrandi. Ár Halldórs Laxness Þjóðin hélt upp á aldarafmæli Halldórs Laxness og var minnt á verk hans með reglulegu millibili, meðal annars með uppsetningu á<<. Strompleiknum í Þjóðleikhúsinu í vor og útgáfu á ævisögu hans fyrir böm eftir barnabarn hans, Auði Jónsdóttur. Jón Böðvarsson sneisa- fyllti stóra salinn í Borgarleikhús- inu á sinu síðasta Njálunámskeiði og i haust kom Njála út í bamvænni útgáfu. Hafnarfjarðarleikhúsið gerði líka sitt til að efla áhuga á ís- lenskri klassík með uppsetningu á Grettlu. Stofnað var til Vestnorrænna bamabókaverðlauna og hlaut þau fyrstur manna Andri Snær Magna- son fyrir Söguna af bláa hnettinum. Svo höfum við eignast metsöluhöf- und eins og þeir gerast mestir í út- löndum, mann sem á allt upp i fjór-_ ar bækur á metsölulista í einu: Am-”” ald Indriðason. Eru þá íslenskar bókmenntir komnar til nokkurs þroska. DVA1YND E.ÓL Fiskstúlkan og maðurinn sem hún elskar að hata Hlín Diego og Trey Gillen sem Salka Valka og Steinþór. Krakkarnir í Vesturporti gerðu ótrúlegustu hluti á árinu og Þeir eru komnir til að vera Gísli Öm Garðarsson er einn af mönnum menningarársins — aðstand- andi Vesturports-leikhússins, leik- stjóri og aðalleikari í ferskustu sýn_- ingunni á svæðinu, Rómeó og Júlíu. í þeirri sýningu svífur Rómeó í bókstaf- legri merkingu á fund sinnar heittelskuðu... Vesturport var stofnað af hópi ný- útskrifaðra leikara en er ólíkt öðrum frjálsum leikhópum að því leyti að það hefur fast húsnæði sem þau bera öll ábyrgð á - þó að það nýtist ekki undir allar sýningamar sem hópur- inn vill setja upp. Fyrsta sþurningin sem Gísli Öm fékk var hvort Vestur- port væri komið til að vera - eða er það bóla? „Vesturport er nafn utan um það sem einstaklingar innan hópsins framkvæma,“ segir Gísli. „Ég geri ráð fýrir því að við munum styðjast við nafhið eitthvað áfram og er þess full- viss að einstaklingarnir innan hóps- ins séu komnir til að vera.“ - Af hverju var þaö stofnað? „Svo við gætum haft húsnæði og aðgang hvert að öðru ef okkur langar til að setja upp sýningar. Þannig get- um við ráðist í hugmyndir okkar um leið og við fáum þær í stað þess að vera alltaf bara með góðar hugmyndir sem aldrei verður neitt úr.“ Fram undan er einleikurinn Herra Maður eftir Enda Walsh sem Gísli Öm leikur sjálfur undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar, verk eftir Víking Kristjánsson, Shakespeare- uppsetning Sigurðar Kaisers og fleira. - Ekkert lát á sköpuninni? „Nei, það er enginn skortur á leik- hús- og kvikmyndahugmyndum í hausnum á okkur og við eigum ef- laust eftir að koma einhverju af þeim frá okkur. En er ekki alltaf þægilegast að láta verkin tala?“ Blaðamaður hefur alveg stillt sig um að nefna Rómeó og Júlíu en getur það ekki leng- ur: Hvemig er að leika Róméó? „Það fer lega eftir einu,“ segir Gísli Öm af festu: leikur Júlíu.“ Gísll Öm Garöarsson Svífur um meö báöa fætur á jöröinni. Silja Aöalsteinssóttir menningarritstjóri húsnæði, ef húsnæði skyldi kalla, við Vesturgötuna þar sem maður hefur átt vekjandi stundir við að horfa á Lykil um hálsinn eftir Agn- ar Jón Egilsson og Kvetch eftir hrekkjusvínið Steven Berkoff. í sumar fékk Björn Hlynur Vestur- portsmaður gímald úti í Örfirisey til að setja upp rokkaðan Títus Shakespears; í nóvember fengu Vesturportsmenn inni í Borgarleik- húsinu fyrir uppsetningu sína á Rómeó og Júlíu, enda ekki víst að innviðir Vesturports heföu þolað þær rólur og kaðla sem leikaramir sveifla sér í. Fyrr um haustið voru Akureyringar búnir að minna ræki- lega á skáldið mikla því þar haföi Hamlet gengið fyrir fullu húsi frá því í september. Þrjú Shakespeare- leikrit í þremur gagnólíkum upp- setningum en allar góðar - geri önn- ur ár betur. Músíkár og mynda Á músíkári voru Myrkir músík- dagar, Vladimir Ashkenazy lék Mozart með Kammersveit Reykja- víkur í Salnum á ógleymanlegum tónleikum og fyrsta tónþingið var haldið í Gerðubergi með Átla Heimi Sveinssyni sem lék við hvem sinn flngur. Caput-hópurinn og fleiri stofnuðu til tónleikaraða vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.