Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 HelQarblað 33 "V 23 Júlí í byrjun júlí kom til sjóorrustu á Gulahafi milli varðskipa nágranna- ríkjanna á Kóreuskaga þegar tvö norður-kóresk varðskip sigldu inn á yfirráðasvæði sunnanmanna. Þrjá- tíu manns úr liði norðanmanna féllu og fjórir úr liði sunnanmanna. Á svipuðum tíma fórust sjötíu manns þegar rússnesk farþegaflug- vél og þýsk flutningavél skullu sam- an yfir Bodenvatni í suðurhluta Þýskalands, en meðal hinna látnu voru 52 rússnesk ungmenni. Talið er að mistök svissneskra flugum- ferðarstjóra hafi valdið slysinu. George W. Bush boðaði hertar að- gerðir gegn fjármálaspillingu í Bandaríkjunum og krafðist harðari dóma yfir hvítflibhaglæpamönnum. Þá gerðist það í upphafi mánaðar að spænski herinn hrakti mar- okkóska hersveit burt frá eyjunni Perejil, úti fyrir ströndum Marokkós, eftir að hersveitin haíði hertekið eyna og haldið henni í eina viku. Mikil harka færðist í átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og hófu ísraels- menn nú aftur loftárásir eftir nokk- urra vikna hlé. Eldflaugaárás var m.a. gerð á tveggja hæða íbúðabygg- ingu í nágrenni Gaza-borgar með þeim afleiðingum að fimmtán manns létu lífið, þar af fimm böm. Árásin var harðlega gagnrýnd, m.a. af forystumönnum SÞ og ESB, auk þess sem Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi hana. Meira en 80 manns létu lífið og að minnsta kosti 115 slösuðust þegar rússnesk orrustuþota hrapaði niður á áhorfendahóp á flugsýningu í borginni Lviv í Úkraínu. Mistökum flugmanna er kennt um. Ágúst Ekkert lát var á ófriðum fyrir botni Miðjarðarhafs í ágúst og byrj- uöu lætin nú með því að útsendarar Hamas-samtakanna sprengdu öfl- uga sprengju í matsal Hebrew-há- skólans í Austur-Jerúsalem með þeim afleiðingum að sjö námsmenn létust, þar af fimm erlendir. ísraelar leituðu tilræðismann- anna í Nablus og handtóku þar fjölda grunaðra og lýstu síðan yfir ferðabanni á Vesturbakkanum. Mikil flóð urðu í Mið- og Austur- Evrópu í kjölfar mikill rigninga og var ástandið verst við stórfljótin Moldá í Tékklandi og Saxelfi í Þýskalandi. Neyðarástandi var lýst í Prag þar sem mikil og ómetanleg menningarverðmæti lágu undir skemmdum og sama er að segja um suðausturhluta Þýskalands. Tvær tíu ára gamlar breskar skólastúlkur, þær Jessica Chapman og Holly Wells, frá bænum Soham í Cambrigde-héraði hurfu sporlaust frá heimilum sínum og var í fyrstu óttast að þær hefðu verið tældar á brott í gegnum spjallrás á Netinu. Laugardaginn 17. ágúst, þegar tvær vikur voru liðnar frá hvarfi stúlknanna, fundust lík þeirra í skógarrjóðri í nágrenni heimabæj- arins og í kjölfarið var enskt par handtekið, grunað um að hafa rænt og síðan myrt stúlkumar. Reyndist sá grunur á rökum reistur. Þau handteknu voru 28 ára gamall hús- vörður í skóla stúlknanna og 25 ára gömul kærasta hans, fyrrverandi skólaliði við sama skóla. September Umhverfissinnar púuðu á Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, þegar hann ávarpaði ráð- stefnu um sjálfbæra þróun á loka- degi hennar í Jóhannesarborg um mánaðamótin. Sýndu mótmælendur vanþóknun sína á lokaniðurstöðu ráðstefnunnar sem þeir sögðu ekki þjóna fátækum þjóðum. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, var heppinn að sleppa lifandi frá morðtilræði sem honum var sýnt í borginni Kandahar. í ísrael tóku Palestínumenn aftur upp þráðinn við sjálfsmorðsárásir eftir sex vikna hlé þegar sjálfs- morðsliði sprengdi sjálfan sig í loft upp á strætisvagnabiðstöð í bænum Umm el-Fahm, með þeim afleiðing- um að ísraelskur lögreglumaður lét lífið. Á eftir fylgdi önnur sjálfs- morðsárás i strætisvagni í Tel Aviv, en þar létust fimm manns. Þar meö var þolinmæði ísraela þrotin og þann 20. september voru höfuðstöðvar Arafats í Ramallah umkringdar með miklum látum. Umsátrið stóð í tíu daga og þegar því lauk höfðu ísraelar lagt öll hús í nágrenninu í rúst og rofið raf- magns- og símaleiðslur. Fyrir umsátrið hafði palestínska ríkisstjómin sagt af sér eftir heitar umræður vegna boðaðra kosninga í janúar. Þann 11. september var þess minnst víða um heim að ár var lið- ið frá hryðjuverkaárásunum á New York og Pentagon og sagði Bush for- seti að þjóðin myndi aldrei gleyma samúðinni sem henni var sýnd. „Við munum ljúka því sem óvinur- inn byrjaði á,“ sagði Bush. Bandaríkjamenn gerðu áfram ár- angurslitlar tilraunir til að afla áætlunum sínum um fyrirhugaðar aðgerðir gegn írökum fylgis og máttu þola aukna andstöðu alþjóða- samfélagsins þar sem Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fór fremstur í flokki ásamt þeim Pútín Rússlandsforseta og Chirac Frakk- Eriingur Kristensson Ak blaöamaður MMmmm landsforseta. Þingkosningar fóru fram 1 Sví- þjóð og Þýskalandi, en í Svíþjóð unnu jafnaðarmenn, undir forystu Görans Perssons, afgerandi sigur og hélt ríkisstjórn þeirra með vinstri flokknum og græningjum velli. í Þýskalandi hélt ríkisstjórn jafn- aðarmanna og græningja, undir for- ystu Gerhards Schröders kanslara, einnig velli. Þar töpuðu kratar þó tveimur prósentum en græningjar unnu tvö. Október Dularfull leyniskytta hóf að skjóta fólk af handahófi í nágrenni höfuðborgarinnar Washington í Bandaríkjunum í byrjun mánaðar- ins og lágu tiu manns í valnum áð- ur en illvirkin voru stöðvuð eftir rúmar þrjár vikur. Tveir menn, 41 árs gamall fyrr- verandi hermaður og 17 ára uppeld- issonur hans, voru handteknir, grunaðir um morðin, og reyndust þeir báðir sekir. Árásirnar gerðu þeir úr skotti bíls sem útbúinn hafði verið sem drápsvél á hjólum. íraksmálið var sem fyrr í brennidepli en í byrjun mánaðarins náðist samkomulag í Vínarborg milli fulltrúa vopnaeftirlitsnefndar SÞ og íraksstjómar um vopnaeftir- lit í írak. Bandaríkjamenn hótuðu að hafna samkomulaginu nema Ör- yggisráð SÞ samþykkti nýja álykt- um um mun harðari kröfur. Að minnsta kosti sextán Palest- ínumenn féllu í hörðustu aðgerðum ísraela á Gaza-svæðinu í langan tíma þegar hersveitir þeirra réðust inn í bæinn Khan Younis og nálæg- ar flóttamannabúðir í skjóli myrk- urs. Palestínumenn hótuðu hefnd- um og var fyrsta sjálfsmorðsárásin síðan 19. september gerð á strætis- vagnastöð í Tel Aviv, með þeim af- leiðingum að ein ísraelsk kona lét lífið og að minnsta kosti tuttugu slösuðust. í kjölfarið fylgdi grimmileg sjálfs- morðsárás á þéttsetinn strætisvagn í nágrenni Tel Aviv, þar sem að minnsta kosti fimmtán ísraelar létu lífið. í lok mánaðarins dró Verka- mannaflokkurinn í ísrael sig út úr stjómarsamstarfinu við Likud- bandalagið og skipaði Sharon þá harðlínumanninn Shaun Mofaz í stöðu varnarmálaráðherra og Bin- yamin Netanyahu, fyrrum forsætis- ráðherra ísraels, í sæti utanríkis- ráðherra. Netanyahu setti það skil- yrði að Sharon boðaði til kosninga strax í janúar nk. Grimmileg bílsprengjuárás var gerð á skemmtistað í ferðamanna- paradísinni Balí i Indónesíu með þeim afleiðingum að rúmlega 180 manns létust, auk þess sem tugir slösuðust. Öfgasinnuð samtök mús- líma, sem talin eru tengjast al-Qa- eda-samtökunum, eru grunuð um verknaðinn. Nóvember Rússar boðuðu hertar aðgerðir gegn skæruliðasveitum aðskilnað- arsinna í Tsjétsjéníu í kjölfar auk- inna hryðjuverka, en á sama tíma var rússnesk herþyrla skotin niður innan landmæra Tsjétsjéníu, með þeim afleiðingum að níu hermenn fórust. í Bandaríkjunum var sett eyðslu- met í sögulegum þing- og rikis- stjórakosningum þar sem repú- blikanar endurheimtu meirihluta sinn í báðum deildum þingsins. Þann 6. nóvember, eftir tveggja mánaða stanslausar samningavið- ræður, lögðu bandarísk stjómvöld fram umdeild drög að ályktun um íraksmálið í Öryggisráði SÞ. Frakk- ar og Rússar voru ósáttir við orða- lagið og lýstu yfir andstöðu við beinar hernaðaraðgerðir, nema að undangengnu samþykki öryggis- ráðsins. Eftir tveggja daga samningaþjark var svo ný ályktun samþykkt sam- hljóða í ráðinu og fengu írakar sjö daga frest til að fallast á skilyrði hennar. Byltingarráð Saddams Husseins samþykkti ályktunina án skilyrða eftir að valdalaust þjóðþing landsins hafði mælt með höfnun. Vopnaeftirlit hófst samkvæmt áætlun þann 27. nóvember og var fyrst leitað ólöglegra vopna í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Bagdad. Hinn 59 ára gamli Hu Jintao, vara- forseti Kína, var kosinn nýr leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins á 60. þingi flokksins. Hann tók viö embættinu af Jiang Zemin forseta, sem gegndi því í þrettán ár, og er bú- ist við að Hu setjist í forsetastól í mars þegar Zimin lætur af embætti. Olíuskipið Prestige fékk um miðj- an mánuðinn á sig brotsjó úti fyrir ströndum Galisíu á Spáni með þeim afleiðingum að það brotnaði í tvennt og sökk í djúpið. Mikið af olíu lak úr tönkum skipsins og skolaði henni á land í Galisíu og víðar með skelfileg- um afleiðingum. Ófriðurinn í fyrir botni Miðjarðar- hafs færðist heldur i aukana í mán- uðinum og stormuðu ísraelskar her- sveitir m.a. inn í Gaza-borg um miðj- an mánuðinn í öflugustu aðgerðum sem sést hafa síðan ófriðarbálið kviknaði. Einnig var ráðist inn í Jenín-flóttamannabúðimar þar sem breskur hjálparliði á vegum SÞ var skotinn til bana fyrir misskilning. í lok mánaðarins fór fram leið- togakjör í Likud-bandalaginu og gjörsigraði Ariel Sharon þar helsta andstæðing sinn, Binyamin Net- anyahu. Leiðtogar NATO-ríkjanna sam- þykktu á fundi sínum í Prag að bjóða sjö Austur-Evrópuríkjum inngöngu í bandalagið árið 2004. Auk stækkun- arinnar var ákveðið að koma á lagg- irnar hraðsveit til að mæta nýjum ógnum í heiminum. Þjóðarflokkur Wolfgangs Schlúss- els kanslara vann yfirburðasigur í austurrísku þingkosningunum. Flokkurinn hlaut 43% atkvæða og jók þar með fylgi sitt um 17% á kostnað hægri öfgaflokks Jörgs Heiders. Þann 28. nóvember sprengdu þrír sjálfsmorðsliðar bfl sinn í loft upp við anddyri Paradise-hótelsins í Mombasa í Keníu með þeim afleið- ingum að þrettán manns létust, þar af þrír ísraelskir borgarar. Á sama tíma var gerð misheppnuð sprengjuárás á ísraelska flugvél í flugtaki frá Monbasa-flugvelli, án þess að nokkurn sakaði. Áður óþekkt samtök, „Palestínski herinn", með aðsetur í Líbanon, lýstu ábyrgð á árásunum, en grunur leikur á að al-Qaeda-samtökin hafi þar komið að máli. Desember Það bar einna hæst í fréttum des- embermánaðar að stækkun Evrópu- sambandsins til austurs var sam- þykkt á leiðtogafundi sambandsins í Kaupamannahöfn og munu tíu þjóð- ir því ganga til liðs við ESB á vor- dögum 2004, takist þeim að uppfylla sett skilyrði um inngönguna. Ákveð- ið var að hefja aðildarviðræður við Tyrki eftir tvö ár. írakar skiluðu inn tólf þúsund síðna vopnaskýrslu degi áður en frestur rann út samkvæmt skilmál- um ályktunar Öryggisráðs SÞ og sögðu þeir hana heiðarlega, sanna og víðtæka. Bandaríkjamenn taka hana aftur á móti með fyrirvara og sögðu eftir fyrstu skoðun að hún væri í meira lagi gloppótt. Fyrir botni Miðjarðarhafs gerðist það helst að íraelar sprengdu í lbft upp eina af birgðageymslum Mat- vælahjálpar SÞ og fer hjálpin fram á rannsókn málsins og verulegar bæt- ur fyrir skaðann. Al-Qaeda-samtökin lýstu ábyrgð á Keníu-árásunum á íslamskri vefsíðu og Bush Bandaríkjaforseti sam- þykkti nýjan dauðalista yfir hættu- legustu hryðjuverkamennina. Á móti hótaði rödd bin Ladens áframhaldandi hryðjuverkum, en óttast er að samtök hans hafi komist yfir taugagas frá írak. í Bandaríkjunum tók A1 Gore þá erfiðu ákvörðun að fara ekki fram gegn Bush í næstu forsetakosningum og rækileg uppstokkun varð i efna- hagsráðgjafaliði Hvíta hússins, þar sem hæst bar afsögn Pauls O'Neills fjármálaráðherra. Bernard Law, erkibiskup af Boston, sagði af sér í kjölfar endur- tekinna hneykslismála innan ka- þólsku kirkjunnar í BandaríRjunum, en fjöldi presta hefur þar orðið upp- vís að kynferðisafbrotum gegn börn- um í skjóli kirkjunnar. Fossett tókst hnattflugið Langþráður draumur banda- ríska auðkýfings- ins og ævintýra- mannsins Steves Fossetts rættist loks í júlí þegar hann flaug einn síns liðs umhverf- is jörðina, án við- komu, í loftbelg. Engum manni öðrum hafði tekist að vinna það afrek áður. Fossett var fjórtán daga á ferðalaginu og lagði að baki þrjátíu og tvö þúsund kiló- metra. Hann hafði gert fimm atlög- ur að þessu þrekvirki áður en það loksins tókst. Lendingin gekk þó ekki alveg þrautalaust því nokkur töf varð á henni vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Hvítir eignast svört börn Hvítum hjónum á Bretlandi brá óneitanlega í brún í sumar þegar konan varð léttari og ól tvíbura sem reyndust vera dökkir á hörund. Konan hafði gengist undir tækni- frjóvgunarmeðferð á sjúkrastofnun. Næsta víst þykir að starfsfólki stofnunarinnar hafi orðið á í mess- unni og að egg konunnar hafi verið frjóvgað með sæði úr blökkumanni. Scharping loksins rekinn Gerhard Schröder Þýska- landskanslari tók sig til og rak land- vamaráðherrann sinn, Rudolf Scharping, í sum- ar vegna greiðslna sem sá síðamefndi þáði frá almanna- tengslafyrirtæki á árunum 1998 og 1999. Scharping við- urkenndi að hafa fengið greidd 140 þúsund mörk. Scharping hafði áður hneykslað landa sína þegar hann lét flugvélar hins opinbera flytja sig og unnustu sina suður á sólarstrendur, auk þess sem hann leyfði myndatök- ur af sér og ungfrúnni í keleríi. Á sama tíma var verið að flytja þýska hermenn til friðargæslu á Balkan- skaga. Cherie Blair missti fóstur Cherie Blair, forsætisráðherra- frú á Bretlandi, varð fyrir þeirri skelfilegu lífs- reynslu í sumar að missa fóstur. Cherie, sem var 47 ára þegar þetta Cherie Bjair gerðist, og Tony varð fyrir áfalli Blair, eiginmaður hennar, eiga fjögur börn. Forsætis- ráðherrahjónin komu flestum í opna skjöldu fyrir tveimur árum þegar Cherie ól fjórða barn þeirra, sveinbarn sem gefiö var nafnið Leo. Líkin í handfarangrinum Ungum sænskum hjónum var gert að fara með lík andvana fæddra tvibura sinna í handfar- angri þegar þau flugu frá Finn- landi aftur heim til Svíþjóðar. Konan var send til Finnlands til að eignast bömin þar sem fæðing- ardeildir sjúkrahúsa í næsta ná- grenni hennar voru ýmist lokaðar eða yfirfullar. Börnin komu löngu fyrir tímann og voru andvana fædd, meðal annars vegna bágs ástands konunnar. Sænsk heil- brigðisyfirvöld kröfðust rann- sóknar. Pútín óttaðist harkið Vladimír Pútín Rússlandsforseti upplýsir í öðru bindi ævisögu sinnar að hann hafi óttast mjög um atvinnumögu- leika sína þegar hann lét af störf- um hjá leyniþjón- ustunni KGB eft- ir valdaránstilraun harðlínu- manna árið 1991. Forsetinn segir í bókinni að hann hafi um tíma talið að hann yrði að gerast leigu- bílstjóri til að brauðfæða sig og fjölskylduna. Sá ótti reyndist ástæðulaus. REUTERS-MYND Mohamed El Baradei og Hans Blix Þaö hvílir mikil ábyrgð á þeim Mohamed El Baradei, framkvæmdastjóra Kjarnorkumálastofnunar SÞ, og Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlits SÞ, en þeir félagar fara meö yfirstjórn vopnaeftirlitsins í írak. ,ÍA' i'*e Steve Fossett upplifði draum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.