Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 50
54 Helqarblad 3Z>’V LAUGARDAGU R 28. DESEMBER 2002 Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvlnnulífsins. Skattabreytingar „Fyrirtækin eru svo spennt gagn- vart kostnaði að þau munu ekki geta tekið á sig auknar álögur í formi launa- hækkana án þess að þess verði vart í rekstrinum. Þvi mun verða áfram mikiil þrýstingur á fyrirtækin að lækka kostnaðinn sem mun hafa áfram- haldandi áhrif á at- vinnuástandið. Ég geri ég mér aftur á móti vonir um að stóriðjuframkvæmd- ir komi inn í myndina og þá munu áhyggjur af slöku atvinnuástandi þverra og bjartsýni á vinnumarkaðinn aukast. Breytingamar á skattaum- hverfinu eru einnig til þess fallnar að búa í haginn fyrir arðsamt atvinnulíf og bjartsýni um aukin umsvif á ekki síst rætur að rekja til skattabreyting- anna.“ Frumkvæði verkaiýðshreyfingarinnar „Ég er sáttastur á árinu 2002 við það frumkvæði sem verkalýðshreyfmgin tók á fyrri hluta ársins til þess að ná niður verðbólgu og verðlagi úr 10% nið- ur fyrir rauða strik- ið með massífri bar- áttu. Þar sýndi verkalýðshreyfingin að henni getur tek- ist prýðilega upp. Ég er hins vegar ósátt- astur við þá þróun sem nú er að verða og við að sigla inn í verra horf og vax- andi atvinnuleysi. Þetta ástand er ískyggilega líkt því sem var 1990, þegar við vorum á barmi nið- ursveiflunnar frægu sem stóð allt til ársins 1994. Þetta smitast út í þjóðfélag- ið og þá fara fyrirtækin að búa sig und- ir það með uppsögnum og niðurskurði kostnaðar. Það veldur hins vegar hrað- ari niðursveiflu." Guömundur Gunnarsson, formaöur Raf- iönaöarsam- bands íslands. Óréttlátt samfélag Misskipting auðs hefur aukist gríð- arlega á árinu og talið eðlilegt að fólk sé að eiga milljarða viðskipti. Það hef- ur myndast sérstök verðbréfa- og eigna- stétt sem flytur sín á milli gífúrlega fjár- muni. Á sama tíma hefur kaupmáttur launa farið þverr- andi hjá almenna launþeganum og þeir sem minnst fá bera hlutfallslega minna úr hýtum. Þetta er blettur á okkar velferðarþjóð- félagi og sárt að horfa upp á að nánast öllum fmnst þetta eðlilegt. Þetta er óréttlátt samfélag. Einnig hefur kynja- misrétti aukist og orðið hefur bakslag í kvennabaráttunni á árinu og konur sem hasla sér völl í atvinnulífmu eru sífellt verr launaðar i samanburði við karlana. Við konur í stjómmálum töld- um að með lagasetningum væri búið að tryggja ákveðinn rétt kvenna." mundsdóttir, þingmaöur Samfylkingar- innar. Heilbrigt siðferði „Það stendur upp úr að mínu mati að ákveðið var að fara í gang með stór- iðju sem er ákaflega heppileg ákvörð- un, ekki síst fyrir sveitarfélögin á Austurlandi sem virkilega vantaði stærri aðgerð til þess að ná jafnvægi. Því miður fyrir hin- ar dreifðu hyggir landsins kom kvóta- setning smábáta til framkvæmda á ár- inu og ég óttast að það hafi neikvæð áhrif á kjör fólks á landsbyggðinni og byggðaþróun. Sú umræða sem varð um kjör erlendra verkamanna á íslandi var mjög athygl- isverð en samkvæmt henni bar að tryggja kjör þeirra til samræmis við kjör íslendinga. Það ber vott um heil- brigt siðferði í þjóðfélaginu að fólk skuli bera hag útlendinga fyrir brjósti." Theodór Bjarnason, fyrr- verandi for- stjóri Byggöa- stofnunar. Kjara- og atvinnumálin á árinu 2002: Vaxandi atvinnuleysi og andstaða verkalýðshreyfing- ar gegn skattafrumvarpi Annáll 2002 Samkvæmt kjarasamningum var vinnuveitanda skylt frá 1. jan- úar sl. að greiða 2% mótframlag í séreignarsjóð (eða eftir atvikum sameignarsjóð) gegn 2% viðbótar- framlagi launamanns. Síðan tókst samkomulag um breytingar á þessu ákvæði þannig að frá og með 1. júlí sl. greiddu vinnuveit- endur 1% framlag í séreignarsjóð launamanns án framlags af hálfu launamanns en áfram gilti reglan um 2% mótframlag gegn 2% við- bótarsparnaði launamanns. l. jan- úar nk. verður 0,4% hærri hækk- un launa en ella hefði verið þar sem markmið um „rautt strik“ náðust og verður hækkunin 3,15% hjá Starfsgreinasambandinu sem er með samninga til ársloka 2003 en 3,4% hjá iðnaðar- og verslunar- mönnum sem eru með samninga til mars 2004. Hækkun láglauna- samninga gæti numið allt að 6%. Samningsaðilar vinnumarkaðar voru sammála um að yrði vísitala neysluverðs eigi hærri en 222,5 stig í maí sl. teldist verðlagsfor- senda kjarasamninga hafa staðist. Stæðust forsendur ekki væru launaliðir viðkomandi kjarasamn- inga uppsegjanlegir við mánaða- mót. Visitala neysluverðs mældist 221,8 stig í byrjun mars og mátti hún því ekki hækka nema 0,3% næstu tvo mánuði til þess að vera innan rauðu strikana. Vegna þessa ákvað forysta ASÍ að efna til auglýsingaherferðar í fjölmiðlum undir yfirskriftinni „Settu strik í reikningin". í lok mars ákvað rík- isstjórnin að leggja fram frum- varp um tímabundna lækkun á al- mennu vörugjaldi af bensíni, úr 10,50 krónum í 8,95 krónur. Mark- miðið með lækkuninni var að vega upp á móti hækkun á heims- markaðsverði bensíns. Á ársfundi Seðlabankans þann 26. mars til- kynnti seðlabankastjóri um 0,5% lækkun stýrivaxta Seðlabankans í kjölfar endurskoðunar bankans á framvindu gengis- og verðlags- mála og taldi bankinn allar for- sendur fyrir þvi að verðbólga yrði innan rauða striksins í maí. Möguleg spenna og hækkanir vegna kaupmáttarþróunar sem ættu að geta viðhaldið eftirspurn á vinnumarkaðnum hefur ekki gengið eftir á árinu og því var bú- ist við samdrætti sem hefur orðið staðreynd á árinu. En með vorinu ætti ástandið að jafnast og ætti Þórir Einarsson ríkissáttasemjari. Stund milli stríða Settu strik í reikninginn Forsvarsmenn vinnumarkaöarins, Ari Edwald og Finnur Geirsson frá SA og Grétar Þorsteinsson og Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ, funda meö ríkisstjórninni. Ásetningur þessara aöila um aö halda sig innan rauöa striksins í maí tókst og verölagsforsendur kjarasamninga stóöust þar meö. embermánuði voru skráðir 85.584 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngildir því að 4.077 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá. Það jafngildir 2,8% af áætlun Þjóð- hagsstofnunar um mannafla. At- vinnuleysi hefur farið vaxandi í desembermánuði en það hefur undanfarin ár aukist um 23% milli nóvember og desember. Hlutfall atvinnuleysis er hæst nú í lok nóvember á Norðurlandi vestra, eða 1,2%, um 1,6% á Vest- fjörðum en er hæst á Suðurnesj- um, 3,8%. Talið er að um áramót- in geti atvinnuleysi verið komið í 4% og ekki séð fyrir endann á þeirri þróun. En þetta þarf kannski ekki að koma á óvart. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirrar efnahagslægð- ar sem nú ríkir í Evrópu og Bandaríkjunum er vaxandi at- vinnuleysi. Atvinnuleysi reyndist að meðaltali vera 7% í október meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Einnig er athyglisvert að nú er atvinnu- leysi töluvert meira á evrusvæð- inu samanborið við OECD-ríkin en meðalatvinnuleysi í þeim 12 ríkjum sem mynda myntbandalag- ið er í dag 8,4%, mest í Frakk- landi. Um 13 þúsund manns undir fatæktarmörkum Bændur urðu talsvert í umræð- unni í haust þegar gæta fór óþyrmilega offramleiðslu á öllum tegundum kjöts, þó mest á svína- kjöti og kjúklingakjöti en best var nautgriparæktin stödd. Talið er að allt að 13 þ. manns séu í landinu undir fátæktarmörkum og eru bændur stór hluti þess hóps. Vax- andi fjöldi fátækra í landinu styður þá skoð- un sem m.a. hefur komið fram á Alþingi aö bilið milli ríkra og fátækra hafi aukist á ár- inu 2002. Lengsta samningalota sem um getur á vinnumarkaðinum hófst á árinu 2000 og lauk árið 2002. Fyrir- sjáanlegt er að næsta samingalota, sem hefst væntanlega næsta haust, verður einnig löng, að mati Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara. Síðustu samningarnir voru undir- ritaðir sl. vor við sjúkrahúslækna og síðan hefur verið rólegt hjá Rík- issáttasemjara, en nýverið voru undirritaðir samningar við laus- ráðna starfsmenn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands sem höfðu boðað verkfall á Jólaóratóríu Bachs. „Árið hefur einkennst af því að það hefur verið rólegt og friðsælt á vinnumarkaðinum og nú er stund milli stríða. Á slíkum tímum myndast oft meira jafnvægi í þjóð- félaginu en samningaþrefið hefur þveröfug áhrif, meiri óróa. Á ár- inu 2001 voru 52 samningamál til lykta leidd hjá embættinu og 42 mál árið áður en aðeins 5 á þessu ári. Nú standa engin mál út af. Það er orðið langt síðan, ef nokkum tíma, að menn hafa farið inn í jóla- hátíð og áramót án nokkurra ófrá- genginna kjarasaminga. Ástæðan er sú að menn eru farnir að gera kjarasamninga til mun lengri tíma en áður, eða almennt til tveggja ára, sem er af hinu góða: Á næsta ári renna út 49 kjarasamningar ýmissa stéttarfélaga en viðræðu- törn mun væntanlega hefjast næsta sumar eða haust, eða eigi síðar en 10 vikum fyrir þann tíma er samningar renna út. Næsta lota gæti staðið allt til ársins 2005. At- vinnuástandið er nú hins vegar því miður mun verra það hefur verið um árabil og helmingi fleiri at- vinnulausir nú en á sama tíma í fyrra. Sam- komulagið sem aðilar vinnumarkaðarins náðu í maí sl. um að halda vísitölu neysluverðs niðri veldur nú hærri kauphækkun en samið var um,“ segir Þórir Einarsson ríkissáttasemjari. -GG ekki að vera verðbólguhvetjandi þegar fram á haustið 2003 kemur. Um 10% viðskiptahalli upp á um 80 milljarða króna hvarf á árinu og með því hafa horfið ýmis um- svif i þjóðfélaginu sem ekki er lengur neinn fótur fyrir. Þrátt fyr- ir jafnvægi í starfsumhverfinu telja atvinnurekendur að launa- stigið sé það hátt að tilraun til að verja lífskjörin verði að vera að lækka hlutfall launa en kostnaðar- hlutfallið hér er um 67% meðan það er um 60% í nágrannalöndun- um og hefur ekki verið hærra sið- an 1987. Meðan það er batnar at- vinnuástandið varla. Stærsta stéttarfélag landsins, Efling, álykt- ar um atvinnumál nýverið og bendir réttilega á að margfeldis- áhrif uppsagna muni koma fram af auknum þunga í samdráttarein- kennum ef ekkert verður að gert. Sveigjanlegur vinnumarkaður Samtök atvinnulífsins bentu á það í vor að þær breytingar sem gætu gert vinnumarkaðinn sveigj- anlegri væru m.a. lægri atvinnu- leysisbætur og minni félagsleg að- stoð; frjálslegri lög eða samnings- ákvæði um ráðningar og uppsagn- ir starfsfólks; breytingar á vinnu- löggjöf þannig að erfiðara væri að fara í verkfall; fólki væri gert auð- veldara að standa utan stéttarfé- laga; meira fé verði varið til end- urmenntunar; launatengd gjöld og jaðarskattar verði lækkaðir og samningstími verði styttri. Skattafrumvarpi mótmælt Ársfundur Alþýðusambands ís- lands mótmælti skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og taldi að rík- isstjórnin hefði oft lagt fram rétt- látara skattkerfi. í núverandi til- lögum væri gert ráð fyrir 7.100 milljóna króna hækkun tekjuskatts á einstaklinga og hækkun trygginga- gjalds umfram tekju- breytingar. Á sama tima séu skattar á hátekju- og stór- eignafólk og fyrir- tæki lækkaðir um 4.700 milljónir króna. ASÍ taldi stjórnvöld hafa árum saman svikist um að láta skattleysismörk trygginga kerfisins fylgja al- mennri launaþró- un. Atvinnu- leysi minna, enn þa! í nóv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.