Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Helqa rJblaö 33 V 3 Sundgurpurinn Örn Arnarson lilaut titilinn í fvrra en hann liefur þrísvar sinnum unnið styttuna góðu. Hann er að sjálfsögðu meðal tíu efstu í ár enda náði strákurinn frábærum árangri á EM fvrr í inánuðinum. íþróttamaður ársins krýndur í 47. sinn: Mikil spenna - ljóst hvaða tíu íþróttamenn koma til greina Fimmtudaginn 2. janúar næst- komandi verður tilkynnt um það hver var valinn íþróttamaður árs- ins árið 2002 af samtökum íþrótta- fréttamanna en iþróttamaður árs- ins hefur verið valinn allar götur síðan 1956. Vilhjálmur sigursælastur Það var silfurverðlaunahafinn okkar frá Ólympíuleikunum í Mel- bourne 1956, Vilhjálmur Einarsson, sem fyrstur hlaut nafnbótina góðu og reyndar gerði hann það fyrstu þrjú árin en annar maðurinn til að hljóta nafnbótina var frjálsíþrótta- maðurinn Valbjörn Þorláksson er hann sigraði árið 1959. Vilhjálmur vann siðan næstu tvö ár á eftir en hann hefur oftast allra hlotið þennan titil eða alls fimm sinnum. Sá sem kemur honum næstur er frjálsíþróttamaðurinn Hreinn Hall- dórsson en hann hefur alls hlotið titilinn þrisvar sinnum. Árin 1976, 1977 og 1979. Þó nokkrir hafa síðan hlotið nafnbótina tvisvar sinnum og það er nokkuð í það að einhver nái að sigra fimm sinnum eins og Vil- hjálmur. Þijár konur Kvenmenn hafa alls unnið stytt- una góðu þrisvar sinnum og sú síð- asta sem gerði það var Vala Flosa- dóttir árið 2000 er hún hafði nælt sér í brons á Ólympíuleikunum í Sydney sama ár. Sú fyrsta sem hlaut þennan titil var handknattleikskonan Sigríður Sigurðardóttir árið 1964. Sundkon- an Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi varð síðan önnur konan er hún hlaut nafnbótina 1990. Jón Amar og Öm Undanfarin ár hafa þeir Jón Arn- ar Magnússon og Örn Amarson Það er ekki á liverju ári sem bræður komast inn á topp tíu listann í kjörinu uin íþróttamann ársins eii sú er rauiiin að þessu sinni því bræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru báðir á listanum enda hafa þeir staðið sig frábærlega á árinu. verið áberandi en Jón Arnar vann bæöi árið 1995 og 1996. Handknattleiksmaðurinn Geir Sveinsson vann 1997 og síðan hófst tími Arnar en hann vann 1998 sem og 1999. Hann vann síðan í þriðja skipti í fyrra. Báðir þessir strákar eru á topp tíu listanum í ár enda stóðu þeir sig afar vel á eriendum mótum á árinu og eru í allra fremstu röð í heiminum í sinni íþróttagrein. Fjölbreyttur listi Topp tíu listinn í ár er afar glæsilegur en hann prýðir sjö karl- menn og þrjár konur sem koma úr sjö íþróttagreinum. Knattspyrnumenn eru mest áber- andi á listanum en alls náðu þrír knattspyrnumenn inn á topp tíu listann í ár og þar af var ein kona. Tveir sundmenn eru á listanum og svo eiga handknattleiksmenn, golfarar, fimleikamenn, frjáls- íþróttamenn og körfuknattleiks- menn fulltrúa á listanum. Þeir tíu íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður ársins árið 2002 eru eftirtaldir í stafrófs- röð: Ásthildur Helgadóttir KR, Eið- ur Smári Guðjohnsen Chelsea, Guðni Bergsson Bolton, Jón Arnar Magnússon Breiðablik, Jón Arnór Stefánsson Trier, Kristín Rós Há- konardóttir ÍFR, Ólafur Stefánsson Magdeburg, Ólöf María Jónsdóttir Keili, Rúnar Alexandersson Gerplu og Örn Arnarson ÍRB. Skemmtilegt er að sjá bræðurna Jón Arnór og Ólaf Stefánssyni á listanum í ár en það er afar fátítt að systkin komist inn á þennan lista. Úrslit í byrjun árs Allir þessu frambærilegu íþrótta- menn hafa náð frábærum árangri á þessu ári og eru þess vel verðugir að vera á listanum. Eins og áður segir þá verður greint frá kjörinu þann 2. janúar næstkomandi og verður sjónvarpað beint frá atburðinum eins og venju- lega. -HBG MR.JONES MR.SMiTH MEN IIM BLflCKE Leigan í þínu hverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.