Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Helqarblctð IZ>"V 53 Myndlistar- menn Örlygur Sigurðsson Örlygur Sigurðs- son listmálari lést 24. október sL Ör- lygur fæddist í Reykjavík 13. febrú- ar 1920 en ólst upp á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1940 og stundaði nám við University of Minnesota, Minnea- polis School of Art, Choinard School of Art í Los Angeles og við Art Stu- dents League i New York. Örlygur var einhver þekktasti og svipmesti portrettmálari hér á landi. Auk þess skrifaði hann bækurnar Prófllar og pamfílar, 1966; Þættir og drættir, 1966; Bolsíur frá bernskutíð, 1971; Rauðvín og reisan mín, 1977, og Nefskinna, 1973. Hann var faðir Sig- urðar myndlistarmanns og bróðir Steingríms listmálara. Guðmimda Andrésdóttir Guðmunda Andr- ésdóttir listmálari lést 31. ágúst sl. Guðmunda fædd- ist í Reykjavík 3. nóvember 1922. Hún lauk prófi frá VÍ, kennaraprófl frá Konstfackskol- an í Stokkhólmi, stundaði nám í Málaraskóla Otte Skjöld í Stokk- hólmi, við Listaháskólann í Stokk- hólmi, L’Académie de la Grande Chaumiére og við L’Academie Ran- son i París. Guðmunda var einn helsti fulltrúi abstraktlistar hér á landi, um árabil félagi í Septem-hópnum, hélt nokkr- ar einkasýningar og tók þátt í fjöl- mörgum samsýningum. Verk eftir hana eru í eigu allra helstu safna hérlendis. Hún var borgarlistamað- ur Reykjavíkurborgar 1995. Krisiinn Morthens Kristinn Morthens myndlist- armaður i Pjallakof- anum við Meðal- fellsvatn, lést 4. des- ember sl. Kristinn fæddist í Reykjavík 20, október 1917 og ólst þar upp. Hann fékk tilsögn í listmálun hjá ágætum málurum og helgaði sig myndlist- inni í meira en hálfa öld. Kristinn sótti efnivið í íslenska náttúru og hélt margar sýningar um allt land. Kristinn var bróðir Hauks Morthens söngvara og faðir þeirra Tolla myndlistarmanns og Bubba tónlistarmanns. Hrólfur Sieurðsson Hrólfur Sigurðs- son listmálari lést 17. september sl. Hrólfur fæddist í Reykjavík 10. des- ember 1922 en ólst upp á Sauðárkróki. Hann stundaði nám við MA, sótti námskeið í Handíða- og myndlistarskólanum, stundaði nám við Teikniskóla Eriks Clemme-nsens og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn og sótti námskeið til Hollands, Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Hrólfur var fyrst og fremst lands- lagsmálari. Hann hélt þrjár einka- sýningar. Pétur Friðrik Sigurðsson Pétur Friðrik Sigurðsson listmál- ari lést 19. septem- ber sl. Hann fædd- ist á Sunnuhvoli í Reykjavík 16.7. 1928, lauk námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og Konunglega lista- háskólanum í Höfn. Pétur Friðrik hélt tólf stórar einkasýningar, fjölda smærri sýn- inga og sýndi í New York, Lúxem- borg og Köln. Hann var þekktur spretthlaupari á sínum yngri árums og keppti á Ólymíuleikunum í Helsinki 1952. Þau létust árið 2002 Úlfar Þórðarson Úlfar Þórðarson augnlæknir lést 28. febrúar sl. á nítugasta og fyrsta aldursári. Hann var sonur Þórðar Sveinssonar, yfirlæknis á Kleppi, og k.h., Ellenar Johanne Sveinsson, f. Kaaber. Úlfar lauk stúdentsprófi frá MR 1930, stundaði nám við Alberts-Uni- versitat í Köningsberg í Þýskalandi, lauk læknanámi við HÍ og stundaði sérfræðinám í augnlækningum í Þýskalandi, Danmörku og Banda- ríkjunum. Hann fór fræga ferð tO íslands frá Danmörku 1940 er stríðið haföi lok- að fyrir allar opnberar ferðir milli landanna. Hann og félagar hans keyptu 32 tonna bát sem þeir nefndu Frekjuna og sigldu henni heim. augnlæknir Úlfar var í hópi þekktustu lækna landsins og afar virtur augnskurö- læknir á heimsmælikvarða. Hann starfrækti eigin læknastofu í Reykjavik í rúma hálfa öld frá 1940, lengst af í Lækjargötunni, var sér- fræðingur á Landakotsspítala 1942-81 og fór fjölda augnlækna- ferða til Færeyja, að ósk Færeyinga. Hann var trúnaðarlæknir flugbjörg- unarsveitar Reykjavíkurflugvallar og Flugmálastjómar. Úlfar var borgarfulltrúi i Reykja- vík fyrir sjálfstæöismenn í tuttugu ár. Hann sinnti fjölda trúnaöar- starfa, einkum er lutu að málefnum íþróttahreyfingarinnar og heilbrigð- ismálum en starfsþrek hans og afköst voru með ólíkindum. Kona Úlfars var Unnur Jónsdóttir kennari sem einnig er látin. Systkini Úlfars: Hörður, lögfræð- ingur og spari- sjóðsstjóri; Sveinn, skólameistari á Laugarvatni og prófessor í Kanada; Nína Thyra, hús- móðir í Reykjavík; Agnar rithöfundur; Gunnlaugur hrl, og Sverrir, fyrrv. blaðamaður við Morgunblaðið. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor Sigurjón Péturs- son, sem var forseti borgarstjórnar 1978- 82 á tímum fyrri vinstri meirihluta í Reykjavík, og for- maður borgarráðs 1979- 80, lést í hörmu- legu bílslysi á Holta- vörðuheiði 10. janúar sl. Sigurjón fæddist á Sauðárkróki 26. októ- ber 1937, flutti átta ára til Siglufiarðar og síðan til Reykjavíkur er hann var sextán ára. Hann lauk sveinsprófi i húsasmíði frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1962. Sigurjón stundaði húsasmíðar 1962-70, var borgarfulltrúi 1970-94, sat í borgarráði 1970-91, var áheyrn- arfulltrúi þar 1991-94 og forseti borgarstjómar 1978-82 og formaður borgarráðs 1979-80 og 1981-82. Hann var starfsmaður hjá Verðskrá húsa- smiða 1970-81 og 1988-96 í hluta- starfi, var dómskvaddur matsmaður brunabóta hjá Húsatryggingum Reykjavíkur 1994-96 og deildarstjóri grunnskóladeildar Sambands ís- lenskra sveitafélaga frá 1996. Sigurjón var for- maður félags húsa- smíðanema og Iðn- nemasambandsins, sat í stjóm Trésmiða- félags Reykjavikur, í miðstjórn Sósíalista- flokksins og Alþýðu- bandalagsins, 1 stjóm Sambands islenskra sveitarfélaga og fiölda ráða og nefna á vegum borgarinnar. Hann sat í stjórn Landsvirkjunar, í stjórn Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga og í stjóm SPRON og í Þjóðminjaráði. Sigurjón var mörgum harmdauði enda virtur af pólitískum samherj- um sem andstæðingum. Um hann sagði Davíð forsætisráðherra í minningargrein: „Mér likaði sæmi- lega við Sigurjón eftir fyrstu kynni og æ betur eftir því sem á leið. Lærði ég fljótt að mjög varhugavert var að vanmeta hann sem andstæð- ing, því þá gat illa farið.” Eftirlifandi eiginkona Sigurjóns er Ragna Brynjarsdóttir sjúkraliði. Sveinn Skuxri Höskuldsson prófess- or lést á Landspítal- anum í Fossvogi þann 7. september sl. Sveinn Skorri fæddist á Sigríðar- stöðum í Hálshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 19.4. 1930. Hann flutti með foreldrum sínum að Vatnshomi í Skorradal er hann var á fiórða ári og ólst þar upp fram að ferm- ingu. Sveinn Skorri lauk stúdentsprófi frá MA 1950, MA-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1958, stundaði nám í dönskum bókmenntum við Kaup- mannahafnarháskóla 1958-59, nám í enskum bókmenntum við Manitoba- háskóla í Winnipeg 1960-62 og nám í almennri bókmenntasögu og poetik við Háskólann í Uppsölum 1964-67. Auk þess sinnti hann rann- sóknarstörfum við Kaupmanna- hafnarháskóila, Manitoba-háskóla og í Þýskalandi. Sveinn Skorri var íslenskukenn- ari við Iðnskólann á Akureyri 1949-50, bókari i fiár- málaráðuneytinu 1952-56, íslensku- kennari við Haga- skóla, íslensku- og sögukennari við MR 1959-60 og 1961-62, lektor í íslensku máli og bókmenntum við Háskólann í Uppsöl- um 1962-68, lektor í islenskum bókmennt- um við HÍ 1968-70 og prófessor við HÍ frá 1970. Sveinn Skorri gegndi fiölda trúnaðarstarfa er tengdust starfi hans. Eftir hann liggja fræðirit, auk þess sem hann sá um útgáfu fiölmargra rita. Siðustu árin vann Sveinn Skorri að verki um ævi og störf Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Eftirlifandi eiginkona Sveins Skorra er Vigdís Þormóðsdóttir, húsmóðir og bankafulltrúi. Foreldrar Sveins Skorra voru Sól- veig Bjarnadóttir húsfreyja og Höskuldur Einarsson hreppstjóri í Vatnshorni í Skorradal. Sigríður Gyða Sigurðardóttir Sigríður Gyða Sigurðardóttir myndlistarkona lést 29. nóvember. Sigríöur Gyða fæddist í Reykjavík 13. desember 1934. Hún stundaði nám við Handíða- og myndlistarskóla íslands, Myndlist- arskólann í Reykjavík og Famous Artist's School. Hún hélt einkasýn- ingar og tók þátt í fiölda samsýn- inga. Eftirlifandi eigimaður hennar er Sigurgeir Sigurðsson, fyrrv. bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi. Gunnar Bjarnason Gunnar Bjarna- son, yfirleikmynda- teiknari Þjóðleiks- hússins, lést 7. september sl. Gunnar lærði leikmyndateiknun við Þjóðleikhúsið og myndlistarskól- ann og lærði við Konstfackskolan í Stokkhólmi. Hann var yfirleikmyndateiknari við Þjóðleikhúsið frá 1989. Á sínum yngri árum var hann þekktur af- reksmaður í íþróttiun. Valgerður Briem Valgerður Briem myndlistar- kennari lést 13. júní sl. Hún fæddist á Hrafnagili í Eyjafirði 16. júní 1914. Hún lærði m.a. við Konstfackskolan í Stokkhólmi og kenndi myndlist við Austurbæjarskólann og Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Tónlistarmenn Áskell Jónsson Áskell Jónsson söngstjóri lést 20. september sl. Hann fæddist á Akureyri 5. aprfl 1911, stund- aði nám við Tónlist- arskólann í Reykja- vík og kenndi við Hérðaösskólana á Reykjum og á Laug- um, við Samvinnuskólann og Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Hann var stjórnandi Karlakórs Akureyrar og aðstoðarstjórnandi Kantötukórs Ak- ureyrar og organisti. Magnús Jónsson Magnús Jónsson óperusöngvari lést 26. ágúst sl. Hann fæddist í Reykjavík 31. maí 1928, var í söngnámi hjá Pétri Jónssyni, í Mílanó, Stokkhólmi, við óperuskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og í einkatímum hjá Stefáni íslandi. Hann var óperusöngv- ari við Konunglegu óperuna í Kaup- mannahöfii 1957-66, söng í uppfærsl- um Þjóðleikhússins, með íslensku óperunni og var lengi söngkennari hjá Söngskólanum í Reykjavík. Magnús var ungur í hópi fremstu spretthlaupara landsins og keppti á Ólympíuleikunum í London 1948 og Evrópumeistaramótinu í frjálsum í Brussel 1950. Karl Th. Lilliendahl Karl Th. Lilliendahl, gítarleikari og hljómsveitarstjóri, lést 10. mars sl. Hann fæddist á Akureyri 16. júlí 1933 en ólst upp í Reykjavík. Karl lék með fiölda danshljómsveita, s.s. Hljómsveit Guðmundar R. Einarssonar, Josefs Felzman og Aage Lorange. Hann stofnaði og lék með NEÓ-tríóinu og stjórnaði lengi eigin hljómsveit. Hjálmtýr Hjálmtýsson Hjálmtýr Hjálmtýsson, söngv- ari og bankafulltrúi, lést 12. september sl. Hann fæddist í Reykjavík 5. júlí 1933 og starfaði viö Út- vegsbanka Islands frá 1947. Hann var í söngnámi hjá Sig- urði Demetz og Sigurði Birkis, söng i fiölda kóra, var oft einsöngvari og tók þátt í revíum og uppfærslum Þjóðleik- hússins. Hjálmtýr var faðir Diddúar óperusöngkonu og Páls Óskars söngv- ara. Kristinn Gestsson BKristinn Gestsson píanóleikari lést 14. október sl. Hann maí 1934, lærði píanóleik hjá Mar- gréti Eiríksdóttur, lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Akureyrar, Tónlist- arskólanum í Reykjavík og einleikara- prófi frá Royal College of Music. Kristinn starfaði við tónlistardeild Ríkisútvarpsins og var yfirkennari Tónlistarskólans í Kópavogi frá 1969 og dánardags. Andri Örn Clausen Andri Öm Clausen, leikari, sálfræðingur og gítarleikari, lést 3. desember sl. Hann fæddist 25. febrúar 1954, lauk stúden- stprófi frá MR, prófi í leiklist frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art í London og MA-prófi í klinískri sálfræði i Árósum. Andri lék við Þjóðleikhúsið og LR og lék í fiölda danshljómsveita. Einar Logi Einarsson aEinar Logi Einars- son fæddist í Reykja- lauk prófum frá VÍ. Hann lék í ýmsum danshljómsveitum, var tónlistarkennari og skólastjóri tónlistarskóla víða um land. Þá var hann víða kirkjuorganisti. Einar Kristján Einarsson Einar Kristján Einarsson gítar- leikari lést 8. maí sl. Hann lauk einleik- ara- og kennaraprófi í gítarleik frá Guild- hall School of Music 1987. Hann var kenn- ari í gítarleik við Tónskóla Sigursveins og kom fram á fiölda einleikstónleika. Kristján Eldjárn Kristján Eldjám gítarleikari lést langt fyrir aldur fram 22. apríl sl. Hann fæddist 16. júní 1972, lauk stúd- entsprófi frá tónlist- arbraut MH, lauk burtfararprófi í klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins, burtfararprófi frá djassdeild Tónlistarskóla FÍH og einleikara- og kennaraprófi frá Tón- listarháskólanum í Turku í Finn- landi. Kristján kenndi á gítar en var fyrst og fremst hljóðfæraleikari og tónsmiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.