Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 10
10 DV LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 + Utgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjórí: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Maraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þelm. Vanskil hins opiribera Könnun Samtaka atvinnulífsins í nýliðnum mánuði sýnir óþolandi slugs opinberra aðila í viðskiptum. Fram kemur að opinberir aðilar, ríkisvald og stofnanir þeirra annars vegar og hins vegar sveitarfélög og stofnanir þeirra, hafa verið í vanskilum við rúm 19% fyrirtækja, þar af oft við um 5%. Á fréttavef Samtaka atvinnulífsins segir að ljóst sé að a.m.k. helmingur fyrirtækjanna í úrtakinu sé ekki í telj- andi viðskiptum við opinbera aðila. Því megi gera ráð fyrir að þegar um veruleg viðskipti sé að ræða séu opinberir aðil- ar í vanskilum í um 40-50% tilvika. Þetta ástand er ólíðandi með öllu. Eigi aðilar viðskipti við hið opinbera, hvort heldur eru einstaklingar eða fyrirtæki, hljóta þeir að ganga út frá því að staðið verði við umsamdar greiðslur. Allir vita að hið opinbera gengur hart eftir greiðsl- um hjá einstaklingum og fyrirtækjum og beitir óhikað hót- unum, dráttarvöxtum, sektum og lokunum verði greiðslu- brestur. Alvarlegast er þó, að því er fram kemur hjá Samtökum at- vinnulífsins, að í 61% tilfeUa hafa opinberir aðilar neitað að greiða dráttarvexti. Samtökunum er jafnvel kunnugt um dæmi þess að opinberir aðilar hóti að rifta viðskiptum við fyrirtæki, krefjist þau réttmætra dráttarvaxta vegna van- skila. Slík framkoma er frekleg og fram komin hjá þeim sem telja sig eiga alls kostar við viðskiptaaðilann í krafti stærðar. Samtök atvinnulífsins benda á að um næstu áramót taki hér gildi tilskipun Evrópusambandsins um baráttu gegn greiðsludrætti í viðskiptum. Rökin fyrir slíkri tilskipun eru m.a. þau að um fjórðung gjaldþrota fyrirtækja innan Evrópu- sambandsins má rekja til greiðsludráttar af hálfu annarra fyrirtækja og opinberra aðila og er þá sérstaklega vísað til slælegrar frammistöðu opinberra aðila. Þess ber þó að geta að íslensk lög geyma þegar ákvæði um greiðslu dráttarvaxta vegna vanskila. Ótvírætt er að opin- berir aðilar njóta þar engrar undanþágu. Því er réttilega á það bent af Samtökum atvinnulífsins að framkoma hins op- inbera í þessum efnum er algerlega óverjandi. Undir það tek- ur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, í DV í gær og segir ekki hægt að af- saka slíka framkomu á nokkurn hátt. Undir það skal tekið með Vilhjálmi að það hljóti að vera sérstakt viðfangsefni hjá opinberum aðilum að þeir hegði sér eins og almennilegt fólk. Félagsleg einangrun rofin Tíu ár eru í dag liðin síðan athvarf Rauða krossins fyrir geðfatlaða, Vin, var stofnað. Að- almarkmið félagsins var að rjúfa félagslega ein- angrun sem margir geðfatlaðir búa við með því að veita þeim aðgang að stað þar sem þeim gefst kostur á að sinna hugðarefnum sínum eða spjalla við annað fólk í hlýlegu umhverfi. Athvarfið hefur tvímælalaust orðið til góðs enda koma á hverjum degi um 25 manns í Vin. Þeir sem þjónustuna sækja gera það á eigin forsendum sem gestir. Með margvíslegu tómstundastarfi og samveru er félagsleg einangrun fólksins rofin. Að hætti Rauða krossins er áhersla lögð á mannúð og virðingu. Horft er á einstaklinginn og getu hans til sjálfs- hjálpar og sjálfsvirðingar. Með þessari starfsemi tekst að draga úr endurinnlögnum á géðdeildir sjúkrahúsanna um leið og efld er þekking á málefnum geðsjúkra. Síðan Vin var komið á fót hafa tvö önnur athvörf fyrir geðfatlaða verið stofnuð á vegum Rauða krossins, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri. Starfsemin er til fyrirmyndar, lífsfylling og um leið haldreipi þeirra sem þjónustunnar njóta. Jónas Haraldsson Tvö þung ár „Slys,“ sagði Björgvin Þorsteinsson lögmaður um dóm Hæstaréttar í máli Áma Johnsens. „Mannlegur harmleik- ur,“ hafa margir sagt sem fylgst hafa með þessu einstæða sakamáli allt frá miðju sumri 2001. Þeir tæpu tuttugu mánuðir sem liðnir eru frá því að Ámamálið komst í hámæli hafa verið ömurlegur tími fyrir þingmanninn fyrrverandi og ærin refsing að taka út í kastljósi fjölmiðlanna. Nú er mál að linni. Dómurinn er fallinn. Fram und- an em afleiðingar gjörðanna - fang- elsi. Verjandi Áma hefur haldið því fram í fjölmiðlum aö dómur Hæstarétt- ar hafi verið þyngri en efni stóðu til. „Ég var sleginn," sagði veijandinn þegar hann heyrði dómsniðurstöðuna. Lögmaðurinn sagði að Ámi hefði sjálf- ur orðið fyrir miklum vonbrigðum með dóminn. Báðir töldu þeir að refs- ing ákærða væri þegar orðin meiri en sakamenn ættu að venjast hér á landi; Ámi hefði setið í fangelsi umræðunn- ar í meira en hálft annað ár og mátt sitja allan tímann undir kvalafuilu kastljósinu. Horft í bókina í dómi Hæstaréttar á fimmtudag var horft í bókina. Þar var farið að lögum en ekki líðan sakbomings. Hæstiréttur hélt til hliðar heiisufari Áma og þeirri þrautagöngu sem einn þekktasti ís- iendingur seinni tíma hefur mátt þola á undanfómum misserum og líkja verður við eina mestu niðurlægingu sem þjóðþekktur einstaklingur hefur orðið fyrir hér á landi. Hæstiréttur hélt sínu striki og dæmdi Áma eins og hvem annan ákærðan einstakling sem kemur fyrir íslenskan rétt. Þetta er eðliiegt. Frægir menn geta ekki óskað eftir afslætti af réttvísinni. Ef farið hefði verið að þeim óskum Áma og lögmanns hans að meta „fjöl- miðlarefsinguna" til refsilækkunar hefðu dómstólar haldið út á hála stigu. Furðulegt fordæmi hefði verið gefið. Og spyrja má hvar þess konar hátt- semi hjá æðsta dómstigi landsins myndi enda. Hvemig á að meta fréttaumfjöllun og þunga hennar í sál- arlífi sakamanna? Og hvemig á að vega og meta frægð? Er hægt að mæla frægð manna? Tekin af tvímæli Eins og fram kom í DV í gær var Björgvin Þorsteinsson, verjandi Áma Johnsens, ósáttur við að fimm manna dómur Hæstaréttar skyldi ekki hafa minnst á eitt einasta þeirra atriða sem hann taldi að hefðu átt að koma tU refsUækkunar gagnvart umbjóðanda hans. Þar var fleiru tU að dreifa en depurð kasUjóssins. Verjandinn bend- ir á að Ámi hafi játað að stórum hluta sakarefhin, verið mjög samvinnuþýð- ur og hafi greitt að verulegu leyti ftrir það sem hann mátti ekki taka. Dómurinn hlustaði ekki á þessi rök. Þvert á móti. Dómurinn vUdi greini- lega taka af öU tvímæli um alvarleUo þess að maður í stöðu Áma Johnsens bryti harkalega af sér í starfi. Dómur- inn tók augljóst mið af þvi ákvæði í hegningarlögunum að heimUt sé að bæta aUt að fimmtíu prósentum við hefðbundna refsingu, bijóti maður af sér í opinberu starfi. í þessu efhi hundsaði dómurinn þau orð veijand- ans að jafhræðisregla stjórnarskrár- innar ætti við Áma eins og aðra menn. / dómi Hœstaréttar á fimmtudag var horft í bókina. Þar var farið að lögum en ekki líðan sak- bornings. Hœstiréttur hélt til hliðar heilsufari Árna og þeirri þrauta- göngu sem einn þekktasti Islendingur seinni tíma hefur mátt þola á undan- förnum misserum... Þetta er eðlilegt. Frœgir menn geta ekki óskað eftir af- slœtti af réttvísinni. Engin venjuleg ábyrgð Ámi geldur þess í dómi Hæstaréttar að hafa verið valdamikUl stjómmála- maður. Honum var ekki fengin venju- leg ábyrgð í starfi sínu. Hann var þing- helgur maður. Hér verður því haldið fram að hann eigi að gjalda þessarar stöðu sinnar. Æðstu starfsmenn hins opinbera, ekki síst þeir sem kosnir em fuUtrúar fjöldans tU að fara með at- kvæði hans, hljóta að axla ábyrgð í samræmi við þau völd sem þeim em fengin í hendur. Þeir hafa aðgang að valdi sem aðeins völdu fólki stendur tU boða. Og völd og frægð fara gjaman sam- an. Alþingismenn og aðrir valdsmenn em starfs síns vegna í kastljósi fjöl- miðlanna og sækjast margir eftir því. Svo var um Áma Johnsen í þingtíð hans. Hann fór ekki með veggjum í veröld sinni. Og sem reyndur blaða- maður að auki gat hann sagt sér það sjálfur að fjölmiðlar myndu fjalla oft og mikið um sakamál hans sem á sér ekki sinn líka í íslandssögunni. Af- sláttur af refsingu er angi af tilfinn- ingasemi en engan veginn í samræmi við landsins lög. Röng ákvörðun? Ljóst má vera að Ámi Johnsen bjóst við léttari refsingu á neðra jafht sem efra dómstigi. Hann sætti sig engan veginn við fimmtán mánaða óskUorðs- bundinn héraðsdóminn á síðasta ári og freistaði þess að höfða tU samúðar Hæstaréttar. LUdega var þetta rangt hjá Áma. Og greinUegt var að fortölur lögmannsins sem varði hann í héraðs- dómi breyttu engu um ætlan Áma að fara með mál sitt aUa leið. Hann skipti um lögmann og að einhverju leyti um ham, baðst afsökunar og vægðar. Margir lögmenn voru þeirrar skoð- unar, þegar héraðsdómurinn í máli Áma féU þann 5. júlí í fyrra, að áfrýj- un væri hættuspU fyrir dæmda. Þeir mátu það svo að Ámi hefði átt að una dómi. Lögmenn sem DV ræddi við á þessum tima sögðu að Hæstiréttur myndi vel geta þyngt refsinguna um aUt að þrjá mánuði. Einnig hlytust óþægindi af frekari umfiöUun um mál- ið fyrir Áma og fiölskyldu hans og þar fyrir utan yrði jafnan vitnað í Árna- málið við hæstaréttardóma framtíðar- innar. Tók sjensinn Mat manna, altént þeirra sem DV hefur rætt við, er að ríkissaksóknari hefði ekki tekið frumkvæði að áfrýjun i máli Áma í fyrra þar sem slíkt á ekki að gerast nema yfignæfandi líkur séu á refsiþyngingu. Slíkum líkum hafi ekki verið tU að dreifa þótt stöku lög- menn hafi metið það svo að héraðs- dómur hefði átt að sakfeUa Áma fyrir fleiri en 18 af þeim 27 ákæruliðum sem ríkissaksóknari gaf honum að sök. Vel að merkja náði ríkissaksóknari sínu fram í öUum veigamestu atriðunum. En Ámi tók sjensinn. Og tekur nú afleiðingum gjörða sinna. Hæstiréttur bætir við fiómm veigaminni ákærulið- um í dóm sinn og heUum níu mánuð- um. Þetta er veruleg þynging. í stað þess að fá 15 mánaða fangelsi og vænt- anlega reynslulausn eflir háifan átt- unda mánuð stendur Ámi frammi fyr- ir því að hefia á næstu mánuðum af- plánun tveggja ára fangelsisdóms og fá reynslulausn eftir á að giska eitt ár. Hér er nokkuð ólíku saman að jafna. Hæstiréttur er greinUega að byrsta sig. Mörgum brugðið Það er mörgum bmgðið við dóm Hæstaréttar yfir Áma Johnsen. Lík- lega áttu fæstir von á því að Hæstirétt- ur myndi þyngja dóminn svo nfiög sem raunin varð. Og það fyrir „fiögur smáatriði" tU viðbótar héraðsdómn- um, eins og lögmaður komst að orði í samtali við DV. í þessu eftii virðist Hæstiréttur einblína á það ákvæði sem honum er heimUt að dæma eftir; að opinberir starfsmenn sem brjóta af sér skuli ótvírætt hljóta þyngri dóm, aUt að helmingi þyngri, en venjulegir borgarar. Hér verður ekki rakið það sem Ámi Johnsen braut af sér í starfi sem opin- ber starfsmaður. Um það hefúr verið rækUega fiaUað. Eflir situr maður með dóm sinn og dapran kost. Eftir situr maður sem hefur gert sér ljóst að hann braut hrapaUega af sér. Hann hefur beðið þjóð sína afsökunar og vUl með öUum ráðum bæta fyrir gjörðir sínar. MikUvægt er að hann fái frið tU þess. Og mikUvægt er að hann fái að ifióta sannmælis þegar hann hefur afþlánað refsingu sína einhvem tíma á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.