Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003
11
Skoðun
!
MlfiHM
mm
Nú er frost á Fróni
Kjartan Gunnar
Kjartansson
blaöamaður
Laugardagspistill
Þorrablót eru óneitanlega svolítið
skondin uppákoma: Þessi árvissi
samfagnaður í borg og bæ og um all-
ar sveitir á vegum stórfjölskyldna,
félagascimtaka, fyrirtækja, átthaga-
félaga, sveitunga og Islendinga á er-
lendri grund um allan heim.
Þorraprótókollur
Enginn er maður með mönnum,
eða kannski réttara sagt, enginn er
sannur íslendingur, nema hann
blóti þorra, ár hvert, á góðra vina
fundi, kunni utan að og geti sungið
Þorraþrælinn eftir Kristján Jónsson
fjallaskáld, getið sungið hnökra-
laust minni karla, Táp og fjör og
frískir menn, eða minni kvenna,
Fósturlandsins Freyja, allt eftir þvi
hvoru kyninu maður tilheyrir, og
geti belgt sig út af þjóðlegum kræs-
ingum sem unga fólkið kallar
skemmdan mat. Svo er ekki verra
að geta drukkið með íslenskt
brennivín á svipaðan hátt og ódann-
aðir Rússar þamba vodka.
Manndómsraunin
Hjá frumstæðum þjóðum hafa
lengi tíðkast manndómsraunir af
ýmsu tagi sem lagðar eru fyrir ung-
linga er þeir komast í tölu fullorð-
inna. En íslenskur unglingur verð-
ur ekki fuilorðinn fyrr en hann get-
ur hesthúsað súra punga af hrútum
með bros á vör, smjattað á sviðnum
kindaandlitum og tekið dragúldinn
hákarl fram yfir Nóa-konfekt. Þá
fyrst verður hann fullveðja og snn-
ur íslendingur. Það að fúlsa við
þorramat og kunna ekki að
skemmta sér á þorrablótum er því
besta dæmið um ungæðishátt.
Andóf unga fólksins
Ég hef stundum velt því fyrir mér
hvort ekki sé komið að því að unga
fólkið stræki á þessa manndóms-
raun. Hvort alþjóðavæðingin með
alla sína skyndibita sé ekki í þann
veginn að leggja af þorrablótin og
þessar þjóðlegu kræsingar.
Fyrir nokkrum árum virtist and-
óf æskunnar gegn manndómsraun-
inni með svæsnara móti. Unga fólk-
ið talaði með lítilsvirðingu um
skemmdan mat og andófið gekk svo
langt að matreiðslumeistarar veltu
fyrir sér og gerðu tilraunir með
málamiðlun, einhvers konar
þorrapitsu, við lítinn fögnuð beggja
deiluaðila.
Nú hefur hins vegar lítið borið á
umræðu um skemmdan mat. Þeir
sem fremstir stóðu í andófinu um
árið eru líklega famir að kjamsa á
sviðakjömmum og þorrablótin hafa
sjaldan verið vinsælli.
Uppruni þorrablóta
En þó þorrinn sé blótaður um all-
ar jarðir virðast hugmyndir al-
mennings um uppruna og sögu blót-
anna töluvert á reiki. Því er t.d oft
haldið fram að séra Halldór Gröndal
hafi „fundið upp“ þorrablótið er
hann var forstjóri Naustsins á sjötta
og sjöunda áratugnum. Því fer víðs
fjarri.
í hinum stórmerku ritum dr.
Árna Björnssonar þjóðháttafræð-
ings um sögu daganna kemur m.a.
fram að fyrst sé minnst á þorrablót
í Flateyjarbók. Þar segir frá kóngin-
um Þorra, blótmanni miklum, sem
hélt þorrablót á hverjum vetri. Dótt-
ir hans var Góa en meðal annarra
persóna í þessari sögu eru Ægir,
Logi, Kári, Frosti og Snær. Hér er
þvi um að ræða persónugerð nátt-
úrufyrirbæri eða vetrar- og veðra-
vætti.
En íslenskur unglingur
verður ekki fullorðinn
fyrr en hann getur hest-
húsað súra punga af
hrútum með bros á vör,
smjattað á sviðnum
kindaandlitum og tekið
dragúldinn hákarl fram
yfir Nóa-konfekt. Þá fyrst
verður hann fullveðja og
sannur íslendingur.
Með kristnitöku lögðust af blót
heiðinna vætta og þar með þorra-
blót þótt þorrinn hafi líklega verið
blótaður á laun víða um land og
ýmsir siðir, tengdir þorra, haldist
við.
Þorra heilsað
Þorrinn er fjórði mánuður vetrar
samkvæmt gamla tímatalinu og
hefst á bóndadegi, fóstudegi í þrett-
ándu viku vetrar, þ.e. á tímabilinu
19.-25. janúar. Samkvæmt Þjóðsög-
um Jóns Ámasonar var útbreidd
venja, og talið eins gott, að heilsa
þorra með virktum. Á bóndadegi
áttu bændur að fagna þorra með því
að fara fyrstir á fætur, fara í
skyrtuna og aðra buxnaskálmina en
draga hina á eftir sér. Bóndinn átti
að opna bæinn, svona til fara, hoppa
á öðrum fæti kringum bæinn og
bjóða þorrann velkominn. Síðan
áttu velmegandi bændur að bjóða
sveitungum sínum í þorrafagnað.
Þorrablót í seinni tíð
Þorrablót eru svo aftur tekin upp
á 19. öld, og ráða þar mestu um róm-
antísk þjóðemisviðhorf á tímum
sjálfstæðisbaráttunnar. Þar riðu
Hafnarstúdentar á vaðið enda sér-
fræðingar í sjálfstæðisbaráttu og
samkvæmishaldi. Var fyrsta slíka
blótið haldið í Kaupmannahöfn 24.
janúar 1873. Næsta blót var haldið á
Akureyri þjóðhátíðarárið 1874 og
Fomleifafélagið hélt þorrablót í
Reykjavík 1880. Ámi Björnsson get-
ur þess að ýmsir málsvarar
guðsótta og góðra siða hafi á þess-
um ámm andmælt þessum heiðna
sið og talið hann óviðeigandi.
Þegar komið var undir aldamót
var farið halda almenn þorrablót til
sveita, fyrst á Fljótsdalshéraði og
síðan í Eyjafirði, en á Vesturlandi
hefjast blótin ekki fyrr en upp úr
1920. Rétt fyrir og um miðja 20. öld
taka átthagafélög í Reykjavík að
halda þorrablót og skömmu síðar
býður Halldór Gröndal upp á
þorramatinn í Naustinu. Þó Halldór
hafi ekki „fundið upp“ þorrann
hafði þorramaturinn í Naustinu
feikilega mikil, ef ekki úrslitaáhrif,
á núverandi vinsældir þorrablóta.
Þjóðarréttir og þjóðarstolt
Þorrablótin og tilheyrandi veislu-
fóng era fyrir löngu orðin að ein-
hvers konar þjóðemistákni, svona
næstum því eins og íslenski fáninn
eða þjóðsöngurinn.
t þeim efnum stöndum við íslend-
ingar í harðri keppni við framandi
þjóðir um það hverjir geti étið
ókræsilegustu réttina. Asíuþjóðir
kunna lagið á því að vekja viðbjóð
okkar Vesturlandabúa með ýmsum
sprelllifandi réttum. En það er ekki
mikil hætta á þvi að íslenski þorra-
maturinn sé étinn lifandi. Þar erum
við alveg hinum megin á spýtimni,
miðað við Asíubúana. Þorramatur-
inn er þvert á móti svo kirfilega
dauður, og hefur verið það svo
lengi, að öllum öðrum en okkur ís-
lendingum býður við.
Þorrinn og þjóðfrelsisbarátta
Reyndar er svo komið að Danir,
frjálslyndasta þjóð norðan Alpa-
fjalla, bannar innflutning á þessum
kræsingum okkar. Ástæðan fyrir
því er auðvitað pólitísk. Danir vita
sem er að þorrablótin vora tekin
upp að nýju í Kaupmannahöfn og
voru þá eitt af leynivopnum okkar í
sjálfstæðisbaráttunni. Þeim finnst
auðvitað óþarfi að íslendingar þar í
borg núi þeim þessu um nasir með
átveislu og tilheyrandi drykkjuskap
einu sinni á ári hverju.
En þetta danska innflutnings-
bann spillir ekki fyrir. Þvert á móti
er það gráupplagt. Þegar hnigur
húm að þorra getur íslendingafélag-
ið í Kaupmannahöfn hafið undir-
búning blótsins með sínu vana-
bundna nöldri í dönskum ráðuneyt-
um. Málið þróast svo yfir í um-
kvörtun til íslenskra ráðamanna og
breytist næst í árvisst fjölmiðlamál
og milliríkjadeilu. íslendingar í
Kaupmannahöfn geta þá stoltir
gengið til blótsins eftir að hafa enn
einu sinni staðið í kærkominni
sjálfstæðisbaráttu við Dani.