Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
Samtímis því að Öryggisráðið
krefst þess að Irakar afvopnist
og heimili eftirlitsmönnum að
skoða hvem krók og kima í
landinu i leit að eitur- og atóm-
vopnum rekur hinn mikli leið-
togi Norður-Kóreu allt kjarn-
orkueftirlit úr sínu landi. Þar
ofan í kaupið heitir hann að
opna á ný rannsóknarstofur og
hefja framleiðslu á plútóni í nýj-
ar bombur. Þá mun verða hald-
ið áfram tilraunum og fram-
leiðslu á eldflaugum sem geta
borið kjarnorkuvopn. Fyrir
nokkrum árum var slíkri flaug
skotið frá Norður-Kóreu, yflr
Japan og út á Kyrrahaf. Það var
viðvörun og sönnun þess hve
vel vígbúinn Kim Jong II er.
Sérfræðingar staðhæfa að hann
eigi þegar nokkrar kjarnorku-
sprengjur í vopnabúri sínu. Allt
er þetta gert í nafni hins mikla
leiötoga þvert á alþjóðlegar
ályktanir og samninga.
Þrátt fyrir að Norður-Kórea
sé hættulegri heimsfriðnum en
nokkurt annað ríki um þessar
mundir er öllum brotum og
stríðsógnunum úr þeirri átt tek-
ið með yfirborðsrósemi og eng-
inn hefur í hótunum um að ráð-
ast á landið og afvopna hættu-
legasta einræðisherra heimsins.
Ríki hans rambar á barmi glöt-
unar og hrun blasir við. Efna-
hagurinn er í rúst og fólk svelt-
ur á meðan vigbúnaðurinn
blómstrar.
Norður-Kórea nýtur aðstoöar
víða að og þiggur miklar matar-
gjafir frá grönnum sínum í
syðri hluta skagans og Banda-
ríkjunum. Látið er í veðri vaka
að aðstoðin sé af mannúðar-
ástæðum, en hitt mun sanni
nær að reynt er að friða vald-
hafann og koma í veg fyrir al-
gjört hrun samfélagsins, af ótta
við að gripið veröi til örþrifa-
ráða ef til þess kemur. Sú stefna
stjómvalda að láta vígbúnaðinn
ganga fyrir öllum þörfum landsmanna
sýnir að þeir eru til alls liklegir þegar
í harðbakkann slær.
Þrátt fyrir að Norður-
Kórea sé hættulegri
heimsfriðnum en nokk-
urt annað ríki um þessar
mundir er öllum brotum
og stríðsógnunum úr
þeirri átt tekið með yfir-
borðsrósemi og enginn
hefur í hótunum um að
ráðast á landið og af-
vopna hœttulegasta ein-
rœðisherra heimsins. Ríki
hans rambar á barmi
glötunar og hrun blasir
við. Efnahagurinn er í
rúst og fólk sveltur á
meðan vígbúnaðurinn
blómstrar.
Hótunin er sú að verði hreyft við
stjórnarfarinu í Norður-Kóreu eða
gengið verði af hörku til að fá þá til að
afvopnast sé hægur vandinn að gjör-
eyða Suður-Kóreu og valda gífurleg-
um skaða í stórum hluta Japans. Hér
gildir hið fomkveðna; heiðra skaltu
skálkinn svo hann skaði þig ekki.
Það var í stefnuræðu Bush forseta,
árið 2002, sem hann nefndi fyrst
„möndulveldi illskunnar". Þau voru
írak, íran og Norður-Kórea. í stefnu-
ræðu þessa árs, sem flutt var undir
lok janúar, varði hann miklum tíma í
möndulveldi illskunnar, og er nú írak
efst á blaði og síðan kjarnorkuveldið
herra segir her sinn vel geta
barist í tveim styrjöldum sam-
tímis. Til stóð að sigla flugvéla-
móðurskipinu Kitty Hawk,
sem staðsett er ásamt fylgdar-
vígdrekum úti fyrir Austur-
Asíu, í skotfæri við írak, en nú
er hætt við þá ráðagerð og er
það bending um að vígstaðan
nærri Kóreuskaga verði styrk.
Hin valdamikli öryggisráð-
gjafl Bush forseta, Condolezza
Rice, er sögð hafa stungið upp
á að það væri upplagt fyrir
Bandaríkin að heyja tvö stríð
samtímis, því ef illa gengi í
öðru þeirra væri alltaf hægt að
hrósa sigri í hinu. Það var
einnig hún sem fékk Bush til
að bæta Norður-Kóreu og íran
við „ríki illskunnar" þegar for-
setinn ætlaði veldi Saddams
þann sess meðal þjóða. Þar
með var hægt að skírskota til
gömlu möndulveldanna sem
voru Þýskaland og Ítalía þegar
félagarnir Hitler og Mussolini
réðu ríkjum og hafa verið upp-
áhaldstjendur BNA allt síðan.
Að bæta Norður-Kóreu við
„möndulveldi illskunnar“ er
lika áróðursbragð til að sanna
að illskan sé ekki einvörðungu
bundin við íslömsk þjóðfélög.
Bandaríkjastjórn hefur ver-
ið svo áköf að friða „illmenn-
in“ í Pyongyang að þau fara
sínu fram í þeirri vissu að ekki
verði hróflað við þeim. Þeir
setja plútoníumverksmiðju í
gang á ný og eru farnir að
flytja út eldflaugar og fleiri
fullkomin vopn sem þeir
smíða, þótt þeir kunni ekki að
rækta matvæli eða yfirleitt að
halda þegnum sínum á lífi og
við sæmilega heilsu.
Norður-Kóreustjórn er jafn-
vel farin að hóta heilögu stríði
Þegar Kim Jong II hefur framlelðslu kjarnorkuvopna á ný er honum boðln efnahagsaðstoð og verði einhverjar refsiaðgerðir
matvæli handa sveltandi lýð. En Saddam Hussein skal fá að finna fyrir því þótt hann eigi hafnar gegn henni. Pistlahöf-
engin kjarnorkuvopn og leyfi alþjóðlegt vopnaeftirlit.
Norður-Kórea. íran er nú orðið und-
anskilið, enda reyna Bandarikjamenn
að vingast við það ríki á ný því mikil-
vægt er að hafa írana sér hliðholla ef
og þegar ráðist verður inn í írak til að
afvopna Saddam Hussein.
Hótanir um innrás í írak og undir-
búningur hennar á að koma Saddam
Hussein frá völdum og þar með að
koma í veg fyrir að honum takist að
setja saman brúklegar atómbombur.
Árásin á ríki hans er sem sagt fyrir-
byggjandi aðgerð.
En varðandi Norður-Kóreu er of
seint í rassinn gripið. Kim Jong II á
þegar atómvopn og eldflaugar til að
koma þeim áleiðis á áfangastaði. Því
er hann miklu hættulegri andstæðing-
ur en Saddam hinn illi, sem að vísu
hefur fullan vilja til að eignast kjarn-
orkuvopn en á enn eftir nokkurra ára
framleiðsluferli til að koma sér þeim
upp. En það er einmitt það sem Bush
og félagar ætla að koma í veg fyrir.
Misjafnt er hafst aö
Opinber stefna Bandaríkjastjórnar
varðandi brot Norður-Kóreu á öllum
afvopnunarsamningum og áætlunum
um að hefja plútoníumframleiðslu til
vopnasmíði á ný er reikandi og
ómarkviss. Ýmst er hótað viðskipta-
banni eða lofað riflegri efnahagsað-
stoð ef vopnaeftirlitsmönnum verður
leyft að fylgjast með atómvopnafram-
leiðslunni. En aldrei er nefnt að beitt
verði hervaldi til að stöðva stórhættu-
legan vígbúnað Norður-Kóreustjóm-
ar. Suður-Kóeumenn og Japanar, sem
eru í skotlínunni, hafa hægt um sig og
reyna að blíðka skúrkana sem svelta
þjóð sína og hóta nágrönnunum gjör-
eyðingu.
Rífandi gangur er í liðssöfnuninni
vegna fyrirhugaðrar innrásar í írak
og er fremur hert á hótunum um að
sprengja það land í loft upp en hitt
þrátt fyrir að vopnaeftirlitsmönnum
SÞ sé leyft að skoða verksmiðjur og þá
staði sem grunur leikur á að ólögleg
vopn séu geymd eða framleidd.
Að hinu leytinu er stjóminni í
Pyongyang lofað efnahagsaðstoð, olíu
og matvælum ef hún aðeins fæst til að
virða alþjóðasamninga, sem hún hef-
ur undirritað, um að stöðva fram-
leiðslu atómvopna. En í desember sl.
var eftirlitsnefnd SÞ rekin úr landi og
tilkynnt var að framleiðsla á gereyð-
ingarvopnum væri hafin á ný.
Kínverjar, sem eru vinveittari
Norður-Kóreumönnum en aðrir,
Oddur Olafsson
blaðamaður
Fréttaljós
reyna að fá þá til að draga úr stóryrð-
um og vígbúnaði og sendimenn SÞ og
frá Ástralíu og öðrum þjóðum gera til-
raunir til að bera klæði á vopnin, en
fátt bendir til að hungurmeistararnir
í Pyongyang ætli að láta af áætlunum
sínum og hótunum.
Það verður önugt fyrir SÞ að sam-
þykkja nýjar ályktanir og herða á
kröfum sínum um að írakar láti af til-
raunum sínum til að smíða atóm-
bombur, en mörg ár liða áður en þeim
tekst að smíða eigin kjamorkuvopn,
en láta stórhættulegt og ólöglegt at-
hæfi Noður-Kóreumanna afskipta-
laust.
Illskan hér og illskan þar
Þótt Ameríkanar reyni að milda
Kim Jong II og klappi honum hikandi
eins og kolgrimmum hundi hafa þeir í
frammi óbeinar hótanir um að ráðast
á landið. Rumsfeld varnarmálaráð-
undurinn Krauthammer telur
þá hótun koma úr undarlegri
átt þar sem trúleysi er yfirlýst stefna
hennar, að undanskilinni ríkistrúnni
á leiðtogann mikla.
Sú mikla linkind sem Kim Jong II
er sýnd, miðað við stríðsógnina sem
vofir yfir Saddam Hussein, sýnir að
Bandaríkjamenn eru ekki sjálfum sér
samkvæmir þegar kemur að friðar-
gæslu þeirra í veröldinni. Annar býr
yfir ógnarvopnum og keppist við að
framleiða fleiri og flytur út eldflaugar
til striðsreksturs annars staðar í
heiminum. Hann hótar stríði ef
heimtað er að hann virði alþjóðalög
og -samþykktir og hlustar ekki á röfl
um refsiaðgerðir. Honum er gefin olía
og matvæli til að forða þjóð hans fá
hungurdauða og máttarstólpar meðal
þjóða lofa honum ríflegri efnahagsað-
stoð, nær skflyrðislaust. Allt er það
gert tfl að friða ofsóknarkennt brjál-
æði valdhafa sem byggja veldi sitt á
úreltum og ónýtum kenningum um
réttlátt þjóðfélag. En svo undarlegt
sem það kann að hljóma mun Kim
Jong II stækka stórhættulegt vopna-
búr sitt til að halda virðingu sinni
heima og heiman. Þverstæðan er sú
að þvi meira sem hann eykur vígbún-
að sinn verður hann fyrirlitlegri. En
Hvíta húsið kyssir vöndinn og ná-
grannaþjóðir Norður-Kóreu biðja þess
auðmjúklega að herrarnir í
Pyongyang verði ekki reittir til reiði.
öðru máli gegnir varðandi írak þar
sem vopnaleit er leyfð og ekki er vit-
að til að þar séu geymd kjamorku-
vopn, þótt Saddam langi til að eignast
svoleiðis til að ógna óvinum sínum.
Freistandi er að álykta sem svo, að
munurinn á svo misjafnri afstöðu
byggist á því að írak er fljótandi á ol-
íulindum, en lítið mun um slikar dá-
semdir undir fótum Kim Jong II.
(Heimildir: Guardian og Was-
hington Post)
Noður-Kóreumenn vígbúast:
Rambar á barmi glötunar
og hótar atómvopnaárásum
Erlendar ftéttir vikunni
Bush lofar rannsókn
í upphafi vik-
unnar lofaði Bush
Bandarikjaforseti
því að nákvæm
rannsókn fari fram
á því hvað raun-
verulega olli slys-
inu hræðflega þeg-
ar geimskutlan
Kólumbía fórst stuttu eftir að hún
kom inn i gufuhvolf jarðar á laugar-
dagsmorgun, en skutlan með sjö
manna áhöfn innanborðs splundrað-
ist í um 65 kílómetra hæð frá jörðu
aðeins sextán mínútum fyrir áætlaða
lendingu, með þeim afleiðingum að
allir geimfararnir létust.
Grunur leikur á að hlífarflísar á
vinstri væng hafi orðið fyrir
skemmdum þegar hlutar úr einangr-
unarkvoðu eldsneytisgeyma losnuðu
í flugtaki þann 16. janúar og að mikil
hitaaukning utan á og innan skutl-
unnar hafi orsakað slysið.
Brak ferjunnar dreifðist um stórt
svæði sem náði yfir að minnsta kosti
þrjú ríki, en likamsleifar áhafnar-
meðlima fundust i skóglendi í Texas.
Powell lagði fram gögn
Colin Powell, utan-
ríksráðherra Banda-
ríkjanna, tókst ekki
að sannfæra fulltrúa
Öryggisráðs SÞ um
réttmæti fyrirhug-
aðra hemaðarað-
gerða gegn írökum
þegar hann ávarpaði
ráðið á miðvikudaginn og lagði þar
fram gögn sem áttu að sanna sekt
íraka og brot þeirra á ályktun Örygg-
isráðsins.
Powell lagði fram gervitungla-
myndir og hljóðupptökur þar sem
heyra mátti samtöl foringja í íraska
hernum um það hvernig best væri að
blekkja starfsmenn vopnaeftirlitsins.
Gögnin þóttu ekki réttlæta hern-
aðaraðgeðir og hafa raddir um nýja
ályktun í Öryggisráðinu því fengið
aukinn hljómgrunn.
Norður-Kóreumenn hóta
Ari Fleischer,
talsmaður Hvíta
hússins, sagði á
fimmtudaginn að
Bandaríkjamenn
væru við öllu
búnir eftir að stjór-
nvöld i Norð-ur-
Kóreu höfðu hótað
þvi deginum áður að grípa á undan
til aðgerða ef Bandaríkjamenn
hættu ekki við boðaða hemaðarup-
pbyggingu á Kóreu-svæðinu.
„Að sjálfsögðu erum við tilbúnir
tfl meiri háttar aðgerða gerist þess
þörf,“ sagði Fleischer og bætti við
að slík framkoma sem Norður-
Kóreumenn hefðu sýnt og þær að-
gerðir sem þeir hefðu hótað myndu
aðeins skaða þá sjálfa.
Chavez lýsir yfir sigri
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
lýsti yfir sigri gegn andstæðingum
sínum eftir að dregið hafði úr verk-
fallsaðgerðum í landinu í kjölfar
minni stuðnings almennings.
Chavez hefur ávallt hafnað hvers
kyns kröfum um afsögn en andstæð-
ingar hans halda því fram að hann
sé of ráðríkur í embætti og sé að
eyðileggja efnahagslíf landsins.
33 farast í sprengingu
Að minnsta
kosti 33 fórust og
meira en fjörtíu
slösuðust í mjög
öflugri sprengingu
sem varð laust
fyrir hádegi á
sunnudaginn í
fjögurra hæða
verslunar- og
íbúðabyggingu í
Lagos, höfuðborg Nígeríu.
Átta manns voru handteknir í kjöl-
farið eftir að leifar af sprengiefni
höföu fundist í brunarústunum en
i grunur leikur á að sprengiefniö hafi
1 verið geymt í byggingunni og jafnvel
sprungið af slysni. Miklar skemmdir
urðu á næstu byggingum sem m.a.
hýstu banka og dreifðust peninga-
seðlar víða um nágrennið.