Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 18
8 Helgarblcicf 3ZW LAUGARD AGU R 8. FEBRÚAR 2003 Höfundar eru útvarpstæki Sigurður Pálsson skrifaði fgrsta leikritið sitt fyrir Nemendaleikhúsið árið /976 og síð- an hefur hann skrifað þrjú leikrit fgrir leik- listarnema. Það ngjasta, Tattú, varfrum- sgnt fgrir viku. / viðtali við Helgarblað DV ræðir Sigurður um sköpunina, skgni skroppna rökhgggju, misbeitingu valds, góða dóma, slæma dóma og allt þar á milli. I leikskrá fyrir Tattú segir: „Lykilatriði: Blanda saman, hrista saman epík, dramatík og lýríkk (afsakaðu, Aristóteles minn ...)“ Hefur þessi bræðingur legið lengi á þér eða fylgir hann verkum þínum? „Kannski þetta hafi leitað á mig því ég er sjálfur orðinn þrískiptur. Rapsódíu kölluðu gömlu mennimir svona bræðingsverk. Þetta tengist því að ég hef leitað að leikriti sem er að forminu'til mósaík en ekki þessi stóra heild með byrjun, miðju og endi. Sú heildarhyggja í leikritun nær sögulega hámarki undir lok 19. aldar. Ég er sannfærður um að þessi heildarhyggja í leikritun er tengd horflnni heimsmynd og ég er ekki einn um þá sannfæringu. Þetta form hefur alltaf virkað á mig sem ónothæft í nútímaleik- ritun. Auðvitað er hægt að endurtaka slíkt en ég hef ekki nokkurn áhuga á því. Ég hef eingöngu áhuga á sköpun; ekki endurtekningu, endir'hönnun eða endurvinnslu. Ég hef áhuga á sköpun í leikhúsi og því hef ég leitað á þeim miðum þar sem heildin er samsett úr brotum og þar sem persónan sem slík er sett saman úr brotum úr tungumál- inu. Lykilatriði leikhússins er alltaf líkaminn og svo tungumálið og notkun þess. Persónusköpuninni í Tattú er stefnt gegn hefðbundinni persónusköpun. Menn sem kjósa að lesa verkið eins og um hefðbundna persónusköpun sé að ræða eru á villigöt- um. Ef það virkar á fólk eins og allir endar séu lausir og undirbyggingu vanti er það eflaust vegna þess að menn eru að lesa verkið upp á gamla mátann. Rétt eins og menn viti ekki að Draumleikur eftir Strindberg var skrifaður fyrir hundrað árum, fyrir nú utan allar tilraunimar æ síð- an. Af minni hálfu er þetta hugsað sem samsettur strúktúr, opinn. Ég reyni þó að sigla með það í einhverja ákveðna átt. Hvort maður finnur Ameríku eða eitthvað allt annað verður síðan að koma í ljós. Tattú er skrifað fyrir hóp, í þessu tilfelli nemendaleik- hús. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég skrifa fyrir Nem- endaleikhúsið þannig að ég vissi að í þeim pakka væri innifalið dásamlega erfitt vandamál sem felst í því að öll hlutverk verða að vera tiltölulega jöfn. Stærðfræðilega er ekki hægt að hafa átta aðalpersónur en átta meðalpersón- ur og jafnvel aukapersónur eru mögulegar. Þetta er mjög erfitt viðfangsefni sem mér þykir jafnframt skemmtilegt; þetta er eins og ákaflega erfiður bragarháttur fyrir hefð- bundið ljóðskáld. í þau skipti sem ég hef skrifað fyrir Nemendaleikhúsið hef ég leyst þetta vandamál á mismun- andi vegu. í þetta skipti gerist verkið allt á sama stað en á mörgum tímum. Niðurstaða mín varð sú að sýna tvo hópa sem eiga sér einn stað sameiginlegan. í Tattú eru tvær aðalleiksögur: önnur í nútímanum sem tengist tattú- stofunni og hin í fortíðinni, þar sem persónumar eru tattúeraðar í óeiginlegum skilningi; allar bera þær merki sem tengjast grundvallartema verksins sem er annars veg- ar þrá, leit, draumur sem endar í blindgötu og hins vegar misnotkun, allt frá kynferðislegri yfir í pólitíska öfgahópa þar sem misnotkunin er viss tegund af heilaþvotti, ekki ósvipuðum þeim sem fjallaö hefur verið um í DV að und- anfómu. Einnig kemur við sögu misnotkun sértrúarsafn- aða og að síðustu era dansgúrúar sem misbeita valdi sínu. Ég leyfi leikstjóram og sviðsetjurum alltaf að hugsa hlutina og framkvæma og i þessu tilfelli varð umgjörð sýningarinnar skemmtilega gamaldags leiksviðskassi sem er algjörlega andstætt við það leikhúsrými sem nýtt hefur verið imdanfama áratugi. Annars er hægt að hugsa sér aðrar sviðsetningar því verkiö er mjög opið.“ Verk með liðamótuni Þegar verkið er skrifað eins og mósaík hlýtur fléttan að vera í hættu? „Algjörlega. Ég hef alltaf forðast hina stirðnuðu heild með snurðu á þræði og lausn í lokin; hef aldrei þolað það. Ég hef alltaf verið að leita að verki með liðamótum, lið- ugu verki, verið að leita að hinu samsetta, ekki hinu heil- steypta, einhæfa, stirðnaða, einsleita. Ég hef aldrei þolað skyni skroppna rökhyggju." Og samkvæmt því sem þú segir hefur formið verið í uppnámi alla síðustu öld? „Já, en samt sem áður hefur þessi venjubundna þrí- takta heild lifað af og meira en það: gengið rækilega aft- ur í öðrum formum, sérstaklega í sjónvarpsleikverkum. Fólk sem er vant því að horfa á sjónvarp býst orðið við því að öll leikin frásögn sé í þessu formi því það er algjör- lega ráðandi í sjónvarpi. Kannski hentar það ágætlega í sjónvarpi og kvikmyndum en leikhúsið lendir alltaf í hættu þegar það reynir að keppa við aðra miðla á þeirra forsendum. Leikhúsið hefur sínar eigin forsendur og án þeirra lifir það ekki af. Leikhúsið hefur ótvíræða eigin- leika fram yfir sjónvarp og kvikmyndir og það er hinn lif- andi líkami og nálægð hans við áhorfandann. Eðli sínu samkvæmt eru sjónvarp og kvikmyndir eftirlíking af raunveruleikanum á þann hátt sem leikhús er alls ekki. Leikritun þarf að miðast við þetta. Hún verður að leita fram á við inn í aukið frelsi, ekki aftur á bak inn í eftir- líkingu af raunveruleikanum. Leikhúsið er líka fullkom- lega tímabundinn miðOl; það er bundið núinu og er dá- samlega hverfult. Leiksýningin hverfur og verður hvergi til nema í ímynduninni. Draumur Jeans Genets var að hafa aðeins eina sýningu á verkum sínum en sá draum- ur varð aldrei að veruleika og þótti honum það móðgun: hann vildi að leiksýningin yrði algjört ritúal í eitt skipti fyrir öll, óafturkræf og óendurtakanleg. Hún myndi síðan lifa sterku og þrungnu lífi í minningum og frásögnum þeirra sem sáu.“ En þessi hverfulleiki, er hann ekki andstæður nútíman- um þar sem fólk þarf helst að eiga kvikmyndirnar sjálft, auk þess sem það tekur upp á myndband alla merkisat- buröi i lífi sínu: brúðkaup, skímir og jafnvel fæðingar? „Ég held að þegar meginstraumurinn er orðinn svona breiður og tekur yfir stærstan hluta af daglegu lífi og þeg- ar frásagnarmátinn er orðinn meginstraumsfrásögn í yfir níutíu prósent tilvika þá komi alltaf sterkt andsvar. Þeg- ar meginstraumur poppsins var orðinn breiður og eins- leitur eignuðumst við Björk, Sigur Rós og múm: eitthvað sem er algjörlega ófyrirsjáanlegt. Eftir á að hyggja hefði ég gjarnan viljað komast enn lengra út á rúmsjó; Tattú er á margan hátt alltof venjulegt leikrit." Tungumálið er aðalpersónan Nemendaleikhús býður auðvitað upp á tilraunir og bið- ur kannski um þær. Er það ekki þakklátt fyrir höfund- inn? „Jú, og þess vegna finnst mér óskaplega skemmtilegt að skrifa fyrir Nemendaleikhúsið þótt innifalin séu stærðfræðileg aukavandamál. Oft leysa menn þau vanda- mál með því að aðalpersónan verði einn hópur, eins og til dæmis í West Side Story, og síðan á sá hópur sér spegil- mynd: hinn hópinn. í þetta skipti var það ekki lausnin sem ég komst niður á. Ég lenti í skringilegum vandræðum þegar verkið byrj- aöi að mótast í höfði mínu: það var erfitt að brjóta það upp því atriöin vildu raða sér þannig að nútíð og fortíð skiptust á. Þetta var ekki ólíkt hraunstraumi sem rann og stirðnaði í ákveðnu formi og næsti hraunstraumur rann niður hinum megin á fjallinu. Ég hafði talið mig hafa leyfi til þess að brjóta verkið upp eins og ég vildi þar sem það væri samið eins og mósaíkverk, en einhvem veginn hafði verkið fundið sér ákveðinn strúktúr. Tungumálið er lykilatriði í Tattú og kannski er það að- alpersónan. Það býr ákveðin hrynjandi í tungumálinu og hún leysti það ýmist upp eða skrúfaði saman. Hrynjandi málsins býr til tilfinningu miklu frekar en það sem sagt er. Eitt atriðið setti ég inn r verkið að gamni mínu og ætl- aði mér að taka það út á æfingaferlinu. I þessu atriði fara persónurnar að tala óskiljanlegt mál: tungumálið leysist upp í merkingarsnauð atkvæði. Þegar þau byrjuðu að æfa þetta atriði kom hins vegar í ljós að þetta svínvirkaði: þar sem tungumálið hafði verið brotið niður skapaðist þægi- legt andrúmsloft. Hins vegar reyndist mér ómögulegt að skrifa meira af þessum undarlega texta.“ Höfundurinn dó í gegnum leiklistarsöguna hefur textinn gengið í gegn- um miklar sveiflur og ýmist verið aðalatriði, aukaatriði og allt þar á milli. Menn hafa borið mismikla virðingu fyrir textanum. „Fl'rir þijátiu áram var búið að vísa leiktextanum nokkurn veginn á dyr: líkamsleikhúsið hafði tekið yfir og texti var orðinn gamaldags og höfundurinn þar með dauður og tilgangslaus. Hins vegar mátti höfundurinn vera með leikhópum í leikfimitímum. Að öðra leyti skildi enginn hvað höfundurinn var að gera í leikhúsinu. Þetta var fyrir um það bil þijátíu árum og þá var skrýtið að byija að skrifa fyrir leikhús." En hver er staða höfundarins í íslensku leikhúsi í dag? „Ég á bágt með að segja nokkuð um það i stóra sam- hengi. Það hefur gengið hálfbrösulega að finna skynsam- lega aðferð til þess að veita höfundum aðhald eða tæki- færi og finna þannig þróun leikritunar farveg. Nemenda- leikhúsið lýsti eftir hugmyndum að leikritum fyrir fáum árum og fékk góð viðbrögð við því. Úr þeim verkum sem bárust vora valin fjögur til að skrifa áfram fyrir smá- vægilega borgun og að lokum vora tvö valin úr, verk El- ísabetar Jökulsdótttur, sem sýnt var í fyrra, og Tattú. Þetta ferli er sáraeinfalt en skilvirkt og skrýtið að það skuli ekki hafa verið reynt fyrr en núna. Islensk leikhús hafa verið mjög passíf hvað þetta varðar og beðið eftir því að verkin skili sér fullbúin inn af götunni. Það er óskandi að menn finni einhveija aktífari aðferð til að velja höf- unda fyrir leikhúsið. Hin leiðin er að bíða eftir því að snilldarverkið komi trítlandi eftir ganginum. Það fæst lítið út úr þvi að vera passífur." Höfundurinn stendur oft fyrir utan leikhópinn og sköp- unarferli hans. Er ekki kvíðvænlegt fyrir unga höfunda að fara inn í þennan bransa? „Það er á hreinu að hvorki er auðvelt að bytja né hætta. Ég hef sjálfur i nógu að snúast - með tvo aðra akra í ræktun. En leikhúsið er ákaflega spennandi viðfangs- efni.“ Gömlu gleraugun Er það ekki yfirleitt þannig þegar gerðar era tilraunir í leikhúsinu að eldri verk eru valin og ný aðferð notuð við uppsetningu þeirra? „Jú. Tilraunir í túlkun og sviðsetningu hafa verið meg- inviðfangsefni leikhússins þegar kemur að tilraunum. Það er ákaflega nauðsynlegt, sérstaklega ef skilgreint hef- ur verið út á hvað tilraunirnar ganga, en á áram áður vissu menn stundum ekki af hveiju þeir gerðu þessar til- raunir." Mér hefur verið sagt að það sé vanþakklátt starf að vera leikskáld á íslandi. Er erfítt að gera tilraunir sem höfundur og eiga von á gagnrýnendum, sem oft era full- trúar hins hefðbundna, í leikhúsið? „Ég sakna þess oft hjá gagnrýnendum að þeir ræki miðlunarhlutverk sitt, að þeir hafi einhvern skilning á því sem verið er að gera; miðli þekkingu sinni til lesenda og lesi ekki ný verk með gömlum gleraugum og hafi væntingar sem aldrei stóð til að sýningin myndi uppfylla. Dæmi um þetta er persónusköpunin í Tattú. Það var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.