Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 28
28 H&Iqorblacf X>"V" LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 Verðlaun fyrir kiðfætta kalla ? eftir Pál Baldvin Baldvinsson Menningarverðlaun DV voru brött tilraun til að skapa blaðinu sérstöðu á markaði. Fór ekki ein: aftar í sömu tölublöðum var Stjörnumessan kynnt, gala- kvöld poppsins með óteljandi verðlaunum. Blað- stjórnin markaði skýra stefnu: umfjöllun um menn- ingu seldi blöð, kúltúr var góður bisniss. Innrás DV inn í staðnaðan blaðaheim jók samkeppni milli dag- blaðanna í menningarumfjöllun. Allir urðu að taka sig á. Stefna blaðsins átti ríkan þátt í að gera menn- ingarsamfélag okkar fjölbreytilegra og fjörugra. Menningarverðlaun voru eðlileg afleiðing af stefnu blaðsins að gera mikið úr allri umfjöllun um menn- ingu og listir. Með hverju ári gerði blaðið sér æ meiri mat úr tilnefningum og verðlaunaveitingunni: flokk- um fjölgaði, atkvæði lesenda duttu út, skipan val- nefnda kynti undir í nær sex vikna aðdraganda, rök- stuðningur óx og batnaði fyrir lokavalið. Afhending dró æ stærri dilk á eftir sér: viðtöl og ítarlegri um- fjöllun. Svo var fjallað ítarlega um matseðil, vín og smíði verðlaunagripa. DV gerði úr tiltækinu stórvið- burð sem seldi blaðið, var spennandi og öðruvísi. Menningarverðlaun DV voru um langa hríð eina við- urkenningin sem listamönnum gafst. Nú er tíðin önnur: stórfyrirtæki stofnuðu til verð- launa, hentu mylsnu af hagnaði í listamenn og góð- gerðarfélög; bókaverðlaun, tónlistar-, kvikmynda- og sjónvarpsverðlaun hvolfast nú yfir almenning í bein- um útsendingum og eftir apa alls kyns samtök: verð- launa- og hvatningaræpa er runnin á samfélagið og hefur gengisfellt allt hrós, lofið er á góðri leið með að kæfa gagnrýna samræðu sem er álitin nei- kvæðniraus. Samt tekst DV að sjá til þess að verðlaunin hafa vikt og virðast í öllum tilvikum vel þegin. Og eftir aldarfjórðung er rétt að taka fram stikur og mæla: hvernig hefur tekist til? Hrafnhildur Hagalín leikskáld hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Ég er nieistarinn sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1991. Tvö önnur leikskáld hafa hlotið verðlaunin: Ólafur Ilaukur Símonarson fyrir Ilafið 1993 og Hallgrímur Helgason fyrir Skáldanótt 2001. Á myndinni eru Ingvar E. Sigurðsson og Elva Ósk Ólafs- dóttir í hlutverkum sínum. Bæði hlutu þau síðar Menningarverðlaun DV: Elva Ósk fyrir túlkun sína á Nóru í Brúðuheimili Ibsens og Ingvar fyrir túlkun sína á Bjarti í Sumarhúsum. Leikslíáldin Menningarverölaun DV fyrir leiklist má lesa sem einhvers konar ás í leikhússmekk þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem skipað hafa valnefndir í ald- arfjórðung. Tilnefningar og veiting er til marks um smekk þeirra, tíðaranda, hvaða leikhús njóta samúð- ar og eru - jafnvel - í tísku. Valnefndir voru jafnan skipaðar gagnrýnanda blað- ins, oftast öðrum gagnrýnanda til og óvilhöllum manni úr leikhúsheiminum. Valið var samkomulag. Þar hefur setið að stærstum hluta háskólamenntað fólk með mismikla reynslu af starfi í leikhúsi. Lang- flestir réttir og sléttir áhorfendur með BA-próf. Þegar litið er yfir listann vekur fyrst athygli hversu fá leikskáld hafa hlotið verðlaunin: Hrafnhild- ur Hagalín fyrir Meistarann 1991, Óli Haukur fyrir Hafið 1993 og loks Hallgrímur Helgason fyrir Skálda-. nótt 2001. Aðrir ekki. Einungis þrír höfundar. Ekki fékk Oddur Björnsson einu sinni tilnefningu fyr- ir Þrettándu krossferðina - sem var hans yfirlýstur magnum opus. Árni Ibsen komst ekki á listann með Himnaríki eða Maður lifandi, leikverk sem hafa síðan sannað sig á erlendum markaði. Sömu sögu er að segja um Englabörn Hávars en í þvi tilviki var sviðsetningin öll tilnefnd. Aldrei hefur Sigurður Pálsson komist í hóp tilnefndra og hafa þó fáir verið honum iðnari við til- raunamatseld í leikhúsi á tímabilinu. Það verður því ekki sagt að Menningarverðlaun DV hafi sýnt leikskáldum á íslandi mikinn sóma, þrátt fyrir aldarfjórðungsjarm um nauðsyn þess að styðja verði innlenda leikritun. Einn mínus fyrir það. Leikur af bók Leikgerðir hafa um langan aldur verið tíðar á leik- sviðum okkar. í tvígang hafa höfundar leikgerða ver- ið heiðraðir: Kjartan Ragnarsson 1980 fyrir Ofvitann og Bríet Héðinsdóttir 1983 fyrir Skálholt. Það vekur í raun furðu að þessir tveir leikstjórar skyldu ekki fá viðurkenningu fyrir leikgerð og leikstjórn. Höfundar- hugtak leiksýninga var túlkað harla þröngt. Bríet og Kjartan hlutu aldrei verðlaunin aftur, sem er athygl- isvert, einkum í tilviki Kjartans sem hefur frá 1980 verið einn afkastamesti höfundur leiksýninga á ís- landi. Hvað sem mönnum kann að þykja um inntak sýninga Kjartans og hvemig hann léttir hvert við- fangsefni sem hann ræðst á, skirir og einfaldar drætti þess, þá er ekki hægt að neita þvi að hann var kraft- mikill hreyfill í aldarfjórðung í leikhúslífi okkar. Hann var tilnefndur 1998 fyrir Grandaveg 7 og sýn- ingar sínar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur upp úr Sjálfstæðu fólki 2000. Þegar Þrúgur reiðinnar voru tilnefndar 1991 var það sýningin í heild, Kjartan var rétt nefndur á nafn. Bríet Héðinsdóttir hlaut Menningarverðlaun DV árið 1983 fyrir leikgerð sína af Skálholti Guðmundar Kambans. Hér virðir hún verðlaunagripinn fyrir sér ásamt Jóni Viöari Jónssyni (til vinstri) og Sigurði Karlssyni. Hver fær verðlaun? Hvað merkir það - sýningin í heild? Sú tilhneiging kemur snemma fram að verðlauna sýningar, skoða þær sem heilsteypt listaverk - en þó ekki að þakka þeim sem fer með höfundarréttinn: leikstjóranum. Fyrst ber það við 1985 þá Alþýðuleikhúsið var verð- launað fyrir Beisk tár Petru von Kant en ekki leik- stjórinn, Sigrún Valbergsdóttir. Þá var pælingin að vekja athygli á Alþýðuleikhúsinu sem sterkasta vett- vangi leikhúsfólks utan þriggja höfuðstoða í leiklist landsmanna, LR, LA og Þjóðleikhúss. Næstur í röðinni var íslenski dansflokkurinn fyrir Ferðalanga 1987, vinsælustu sýningu þessa „best geymda leyndarmáls í íslensku leikhúsi". Af hverju fékk Þjóðleikhúsið verðlaun fyrir Máfinn 1994 - var leikstjóratímið komið úr landi eða litu menn svo á að þeir skiptu ekki máli: þetta voru bara útlendingar? Loks fékk Hermóður verðlaun fyrir Birting 1997, afar bernskulega sýningu en vel samstæða. Hermóður og Háðvör eru tilnefnd oftar fyrir sýningar sínar sem eru höfundarverk leikstjórans, Hilmars Jónssonar. Þessi hneigð er enn skýrari þegar tilnefningar eru skoðaðar fyrir timabilið allt. Það er í gangi undarlegt misræmi í vinnubrögðum frá ári til árs. Nefndir marka sér ekki samræmdar vinnureglur: t.d. leik- stjórar skulu fá viðurkenningu fyrir sýningar í heild. Ekki aðrir. Stofnanir og flokka má verðlauna fyrir samfelldan árangur, leikhússtjóra fyrir stefnu - (það segir sina sögu að það hefur aldrei komið til álita), leikara fyrir eitt eða fleiri hlutverk, hönnuði fyrir eitt eða fleiri verkefni. Það vantar kúrs, stefnan er rásandi og vinnubrögð tilviljanakennd. Lof og prís Verðlaunin hafa oftast fallið einstaklingum í skaut: fyrstur til að fá þau 1979 var Stefán Baldursson fyrir að mennta sig sem leikstjóra fyrstur manna (svo!), innleiða hópstarf (svo!) í íslenskt leikhús með Grænjöxlum tveimur árum fyrr, setja vandaða barna- sýningu á svið (Öskubusku 1978) og sýna góða leik- stjórn í sjónvarpi (Póker). Menn teygðu sig langt í röksemdum, en voru hittnir: árið eftir setti Stefán sínar stóru sýningar á svið: Stundarfrið, Sumargesti og Hvað sögðu englarnir. (Hefði kannski átt að fá þau öðru sinni þá?) Hann var vel að verðlaunum kominn en hefur ekki fengið þau síðan. Var það ómeðvituð stefna að menn fái verðlaun bara einu sinni á starfsævinni? Þetta var reyndar í eina sinnið sem leiklist í sjón- varpi hefur komist á blað. Leiklist í hljóðvarpi hefur aldrei verið nefnd. Tvo mínusa fyrir það. Leikarar og leikstjórar hafa að stærstum hluta skipt þessum verðlaunum á milli sín: Hjalti Rögn- valdsson fyrir Ólaf Kárason 1982, Guðrún Gísladóttir fyrir leik í Reykjavikursögum 1986, Arnar Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.