Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Síða 30
30 /7 a I íj ci t b l cj cJ DV LAUGARDAGUR S. FEBRÚAR 2003 ; / Stórslagir um helgina Þaö verður mikið íjör í enska boltanum um helgina enda toppbaráttan farin að harðna og staða sumra liða á botninum að verða slæm og fer hver að verða síðastur að gera eitthvað í sínum málum ef ekki á illa að fara. Nokkrir stórleikir eru á dagskrá þessa helgina sem geta skipt sköpum á toppi sem á botni. Áhugaverðustu leikir helgarinnar fara þó fram á sunnudaginn þar sem Manchester-liðin mætast á Old Trafford og Newcastle, sem er á mikilli siglingu þessa dagana, tekur á móti meisturum Arsenal á heimavelli sínum, St. James’s Park. Eiður í liðiuu Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea fara til Birmingham þar sem þeir mæta lærisveinum Steve Bruce á St. Andrews. Birmingham hefur komið nokkuð á óvart í vetur en dapurt gengi undanfarnar vikur hefur fært þá nær fall- svæðinu og verða þeir að gæta að sér ef ekki á illa að fara en þeir hafa aðeins nælt í 6 stig af síðustu 24 mögu- legum. Steve Bruce hefur þó gert allt sem í hans valdi stendur til þess að halda liðinu uppi með því að kaupa leikmenn í janúar og tíminn verður að leiða það í ljós hvort að dugir til þess að halda liðinu á meðal þeirra bestu. Chelsea setur stefnuna á meistaradeildarsæti á þessari leiktíð og með þeim stöðugleika sem þeir hafa sýnt á þessari leiktíð ætti það takmark að nást. Eiður Smári hefur verið að leika einstaklega vel á undanförnum vikum og má fastlega búast við honum í framlínu liðsins við hlið Gianfranco Zola en væntanlega verður ekkert pláss fyrir Hollendinginn Jimmy Floyd Hasselbaink sem hefur engan veginn fundið sig á þessari leiktíð. Mikið undir í Newcastle Toppslagur helgarinnar fer fram i Newcastle þar sem liðið i þriðja sæti deildarinnar, Newcastle, tekur á móti toppliði Arsenal. Newcastle hefur verið á mikilli sigl- ingu upp á síðkastið og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar einum átta stigum á eftir Arsenal en hefur þó leikið einum leik færra. Það er því gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið hjá iiðinu að gera að nýta gríðarsterkan heimavöll sinn til að leggja Arsenal og saxi því enn frekar á forskot meist- aranna og blandi sér þar með í toppbaráttuna af fullri al- vöru. Ef það tekur ekki þrjú stig af Arsenal núna verður gangan á eftir Arsenal erfið því það á, ef að likum lætur, ekki eftir að tapa mörgum stigum það sem eftir er. Heimamenn fagna endurkomu Gary Speed í liðið en hann hefur verið frá í nokkrar vikur eftir að hann gekkst undir aðgerð. Steve Caldwell og Aaron Hughes eru einnig klárir í bátana eftir að hafa legið í flensu. Heimavöllurinn hefur reynst þeim afar drjúgur í ár og hafa þeir unnið síðustu ellefu leiki sina þar og svo má ekki gleyma því að leikmenn liðsins eru væntanlega ferskir þar sem þeir léku ekki um síðustu helgi þar sem viðureign þeirra gegn Middlesbrough var frestað. Arsenal hefur verið að finna hitann frá Man. Utd und- anfarið enda hafa drengirnir hans Sir Alex unnið síðustu sex leiki sína í deildinni og eru aðeins þrem stigum á eft- ir Arsenal og gætu verið jafnir þeim að stigum er leikur Newcastle og Arsenal hefst ef þeim tekst að leggja granna sína í City. Það er ljóst að eitthvað verður undan að láta á St. James’s Park því að Arsenal hefur ekki tapað í síðustu tólf leikjum sinum eða síðan það lá fyrir Man. Utd 7. des- ember síðastliðinn. Nær Man. Utd fram hefndum? Leikmenn Manchester United hafa sagt að vendipunkt- ur tímabilsins hjá þeim hafi verið á Maine Road í nóv- ember þegar City sigraöi þá, 3-1. Leikmenn United voru yfirspilaðir í þeim leik og fauk svo í Sir Alex Ferguson, stjóra liðsins, eftir leikinn að hann íhugaði alvarlega að að hrista upp í hlutunum og losa sig við nokkra leik- menn. Hann hefur þurft að endurskoða þá ákvörðun því leikmenn hans hafa farið á kostum í deildinni síðan og á sunnudaginn rennur upp dagur hefndarinnar í hugum leikmanna Man. Utd. Peter Schmeichel, markvörður City, hefur verið í mik- illi sjúkraþjálfun undanfarið svo hann geti spilað þenn- an leik en eins og allir ættu að vita lék hann um árabil með Man. Utd og biöa margir stuðningsmenn United spenntir eftir því að sjá hann aftur á Old Trafford. Það verður væntanlega ekki ljóst fyrr en á leikdag hvort hann er í standi til þess að spila. Ekki er heldur víst hvort Eyal Berkovic verður klár á sunnudaginn en það sem er á hreinu hjá City er að þeir Robbie Fowler og Nicolas Anelka verða í framlínu City- manna. United er einnig í markvarðameiðslum því Fabien Barthez hefur legið í sjúkrabekknum undanfarið vegna mjaðma- og lærameiðsla. Annars eru allir aðrir leik- menn United klárir í slaginn en ekki má búast við mikl- um breytingum á byrjunarliðinu frá því í undanförnum leikjum. íslendingasiagur á The Hawthoms Það verður íslendingaslagur á The Hawthorns, heima- velli WBA, þar sem Lárus Orri Sigurðsson og félagar hans í WBA taka á móti Bolton-strákunum með Guðna Bergsson í broddi fylkingar. WBA er í 18. sæti, sem er fallsæti, en einu sæti ofar er Bolton sem hefur nælt sér í fjórum stigum meira en WBA og því er gríðarlega mikið undir í þessum leik í dag. Lárus Orri hefur átt í ökklameiðslum undanfarið og hefur fyrir vikið eytt nokkrum tíma á plankanum hjá WBA en fastlega er búist við því að hann komi inn í byrj- unarliðið á ný í dag. Phil Gilchrist er einnig orðinn góð- ur af sínum meiðslum sem og að Andy Johnson er klár á ný en hann var í banni í síðasta leik. Sömu sögu er ekki að segja af framherjanum Lee Hughes sem liggur heima í flensu þessa dagana. Guðni Bergsson verður að sjálfsögðu í byrjunarliði Bolton og nýju mennimir, Salva Bállesta sem er í láni frá Valencia, Pierre-Yves Andre og Florent Laville, em allir tilbúnir og gætu fengið sitt fyrsta tækifæri í bún- ingi Bolton í dag. Bolton hefur ekki tapað í síðustu sex heimsóknum sínum á The Hawthorns þannig að það getur leyft sér að vera nokkuð bjartsýnt. Rífur Liverpool sig upp? Leikmanna Liverpool bíður verðugt verkefni að ná sér á lappir á ný eftir áfallið i vikunni er 1. deildar lið Crys- tal Palace sló þá út úr bikarkeppninni með 0-2 sigri á Anfield Road. Þeir taka á móti strákunum hans Steve McClaren í Middlesbrough og verða án Steven Gerrard sem byrjar að afplána þriggja leikja bann fyrir tækling- una frægu á Gary Naysmith um daginn. Vladimir Smicer er þó klár í bátana eftir að hafa verið í banni í síðasta leik og svo má fastlega búast við því að Salif Diao verði á miðjunni þar sem Dietmar Hamann er ekki enn kom- inn í sitt besta form eftir meiðsli. Það verður nóg af nýjum, andlitum í hópnum hjá Middlesbrough enda var McClaren nokkuð duglegur á leikmannamarkaðnum í janúar. Michael Ricketts, sem var keyptur fyrir um 400 miljónir króna frá Bolton, verð- ur væntanlega í byrjunarliðinu og einnig er líklegt að Malcolm Christie og Chris Riggott, sem eru lánsmenn frá Derby, fái að hrista á sér lærin. Nokkur meiðsli eru í hópnum hjá Boro og ólíklegt er að Noel Whelan, Stuart Parnapy og Franck Quedrue sjáist á grasinu á Anfield. Það má búast við iniklum látum á Elland Road um helgina er Lec Bowyer kemur þangað með nýju félögum sínum í West Ham. Reuter Endurkoma Bowyer Það verður magnað andrúmsloftið á Elland Road í dag þegar Lee Bowyer snýr aftur á heimavöll félagsins sem margir telja að hann hafi stungið í bakið. Eins og stuðn- ingsmenn Leeds hafi ekki nóg með að mótmæla aðgerð- um stjórnar félagsins þá þurfa þeir að rífa pennann upp á nýjan leik og búa til ný skOti fyrir leik dagsins þar sem Bowyer verða væntanlega ekki vandaðar kveðjurnar. Heimamenn verða án ástralska framherjans Mark Viduka sem er að byrja þriggja leíkja bann. Táningurinn James Milner gæti tekið stöðu hans í byrjunarliðinu. Annað áhyggjuefni fyrir heimamenn er að þeir Harry Kewell og Alan Smith verða hugsanlega að hvíla en Kewell á við meiðsli að etja og Smith er veikur. Láns- maðurinn Raul Bravo verður hugsanlega í liðinu en Lucas Radebe verður frá enn eina ferðina vegna meiðsla. Félagar Kieron Dver í Newcastle eiga mikilvægan leik fyrir hiindum gegn Arsenal og slagur Guðna Bergssonar og félaga í Bolton gegn WBA er ekki síður mikilvægur. Reuter -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.