Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 36
AO
Helcjarblað I>V LAUGARDAGUR S. FEBRÚAR 2003
Rómantísk
náttúrufræði
á undanhaldi
Undanfarið hafa svik oq prettir verið mikið í
sviðsljósinu og alltsem okkur er heilaqt dreqið
íefa. Fqrir skömmu sýndi sjónvarpið heimilda-
Stórifótur var plat
Afkomendur Rays Wallace segja að faðir þeirra hafi falsað fótspor Stórafóts og að móðir þeirra sé í apabún-
ingi í kvikmyndinni sem á að sýna Bigfoot í náttúrlegu umhverfi.
mqnd þar sem þvíer haldið fram að lendinqin á
tunqlinu hafi verið sett á svið. Fqrir nokkrum
árum viðurkenndi Skotinn Christian Spurling
að hann hefði falsað fræqa mqnd af Loch Ness-
skrímslinu og ínóvember 2002 upplqstu banda-
rísk sqstkini að það væri móðir þeirra íapabún-
ingi en ekki Stórifótur sem sæist í fræqri kvik-
mqnd sem fram til þessa hefur verið talin sönn-
un þess að Stórifótur sé til.
í heimildamyndinni, Dark Side of the Moon: Operetion
Lune, er fullyrt að Stanley Kubrick hafi leikstýrt myndatök-
um á lendingunni á tunglinu af sínu alkunna listfengi og að
plottið hafi verið tekið upp í stúdíói i Englandi á einni helgi.
FuUyröingar þess efiiis að lendingin á tunglinu hafi ver-
ið fólsuð eru ekki nýjar af nálinni. Efasemdamenn fullyrða
að stjómvöldum í Bandaríkjunum hafi veriö svo mikið í
mun að vinna kapphlaupið til tunglsins að þau hafi sett af
stað risastórt plott. Fjölmiðlar bitu á agnið og almenningur
trúði samsærinu í blindni vegna þess að hann vildi trúa á
mátt tækninnar.
Falsaðar ljósmvndir
Bent hefur verið á að Ijósmyndir sem eiga að vera af
mönnum á tunglinu hljóti að vera falsaðar vegna þess að
skuggamir á myndunum komi úr „öllum" áttum og það
bendi til þess að lýsingin á myndunum komi frá mörgum
ljóskösturum sem getur ekki staðist ef myndimar eru tekn-
ar á tunglinu. Það sjást heldur engar stjömur á himninum
umhverfis geimfarana
Glöggir efasemdamenn hafa vakið athygli á að fáninn á
myndunum er óvenjuvel lýstur og blaktir en eins og allir
vita er enginn vindur á tunglinu. Þeir benda einnig á að
ljósmyndir og kvikmyndir sem teknar voru í fyrstu tung-
lendingunni séu svo ólíkar að allt bendi til þess að þær hafi
verið teknar sín á hvorum tímanum.
Myndin af fótspori Neils Armstrongs á tunglinu þykir
einnig gmnsamleg vegna þess að sporið er of djúpt. Vegna
þyngdarleysins á tunglinu stíga menn létt niður fæti.
Einnig hefúr verið bent á að hitastig á tunglinu sé það
lágt að allar filmur frjósi og brotni í sundur við kuldann og
aðrir segja að geislavirknin á tunglinu sé svo mikil að hún
hefði eyðilagt filmumar.
I huga margra er lendingin á tunglinu stórkostlegasti við-
burður tuttugustu aldarinnar og staðfesting þess að maður-
inn geti sett sér háfleyg markmið og náð þeim. Ef það reyn-
ist aftur á móti satt að Kubrick hafi kvikmyndað „lending-
una“ á tunglinu er það enn ein sönnun þess að hann hafi
verið snjallasti kvikmyndagerðarmaður heims til þessa.
Játning á dánarbeði
Á fjórða áratugnum birtist mynd í skosku blaði sem átti
að sanna að Loch Ness-skrímslið væri tiL Myndin sýnir
ógreinilegt dýr með langan háls sem teygir hausinn upp úr
vatninu. í framhaldi af myndbirtingunni fóru af stað harð-
Fáninn blaktir
Glöggir efaseiiidamenii hafa vakið athygli á því að fán-
inn á inyndunum er óvenjuvel lýstur og blaktir en eins
og allir vita er cnginn vindur á tunglinu.
Skuggamyndir
B. Skugginn sem fellur á búning Buss Aldrins er of
daufur miðað við skuggnnn frá fótunum á honum.
Skugginn á búningnum ætti að vera mun dekkri ef
sólin væri eini ljósgjafinn.
C. Yfirborð tunglsins í bakgrunni devr út þegar það
mætir sjóndeildarhringnum, yfirborðið ætti að hald-
ast skýrt vegna þess að það er ekkert loftslag á
tunglinu.
D. Það iná greinilega sjá eitthvað endurspeglast í
glerinu á hjálminum.
ar deilur þar sem menn skipt-
ust í fylkingar varðandi trúna
á skrimslið. Maðurinn sem
tók ljósmyndina hét Robert
Kennet Wilson og var kven-
sjúkdómalæknir með aðsetur
í London.
Sögur um Nessý, eins og
skrímslið er kallað, eiga sér
langa hefð í Skotlandi en
fyrstu heimildir um það eru
frá því á sjöttu öld. Sagan seg-
ir'að Kólumba-munkur, sem
kristnaði Skota, hafi verið svo
öflugur predikari að hann
hafi meira að segja kristnað
skrímslið og eftir það hafi
Nessý hætt að éta mannakjöt.
Að sögn Roberts Ken neths
Wilsons ók hann meðfram
Loch Ness i apríl árið 1934 þegar hann sá óvenjulega hreyf-
ingu á vatninu. „Það var eins og vatnið færi að sjóða og það
komu stórar loftbólur upp úr því.“ Wilson greip myndavél-
ina, sem hann var með í bílnum, og smellti af tveimur
myndum. Við framköllun kom í ljós að báðar myndimar
voru óskýrar en önnur sýndi hausinn á Nessý þar sem hann
stóð upp úr vatninu. Myndin hefur verið talin sönnun þess
i rúm sextíu ár að skrímslið sé til þrátt fyrir að margir hafi
dregið sannieiksgildi hennar í efa.
Málið tók þó nýja stefnu árið 1993 þegar módelsmiðurinn
Christian Spurling viðurkenndi á dánarbeði að hann hefði
smíðað skrímslið og fengið Wilson til að segjast hafa tekið
myndina til að auka á áreiðanleika þess. „Það var stjúpfað-
ir minn, Marmaduke Wetherell, sem bað mig að búa
skrímslið til.“ Wetherell, sem var þekktur veiðimaður og
áhugamaður um kvikmyndagerð, hafði verið ráðinn af dag-
blaðinu Daily Mail til að grafast fyrir um sannleiksgildi
sagnanna um skrímslið. „í stað þess að spyijast fyrir ákvað
Spor í sandi
Fótsporið er of djúpt.
Vegna þyngdarleysis á
tunglinu stíga menn létt
niður.
Wetherell að fara auðveldu
leiðina og fékk mig til aö búa
til skrímsli."
Að sögn Spurlings var
módelið af Loch Ness-skrímsl-
inu fiörutíu og fimm sentí-
metra langt og þijátíu og
fimm sentímetra hátt og með
kjölfestu úr blýi til að halda
þvi uppréttu í vatninu.
„Við fórum með módelið út
á vatnið þegar við vissum að
enginn var á ferli og ýttum
því út á grynninguna og Ian,
sonur Wetherells, tók mynd-
ina. Þetta átti í fyrstu að vera
brandari en hann fór gersam-
lega úr böndunum þegar
myndin birtist á prenti. Ég
skil ekki enn hvemig þetta
gat gerst og að til sé fólk sem
trúir því að Loch Ness-
skrímslið sé til.“
Griðarlegur ferðamannaiðnaður hefur skapast í kringum
Loch Ness-skrímslið og er talið að hann velti um fimmtíu
milljón dollurum á ári og þvi vel þess virði að halda trúnni
á Loch Ness-skrímslið lifandi.
Stórifótur er dauður
Ýtustjórinn Ray Wailace varð frægur þegar hann fann
fótspor af áður óþekktri mannapategund i Humbolthreppi i
Kalifomíu árið 1958. Wallace tók gifsmót af sporinu og fjöl-
miðlar um allan heim birtu myndir af því og kölluð apann
„Bigfoof ‘ eða Stórafót.
Níu ámm seinna fór Roger Patterson ásamt öðrum
manni í leiðangur til að ftnna Stórafót. Patterson hafði sam-
band við Wallace og spurði hvar hann teldi líklegast að þeir
rækjust á apann. Wailace benti þeim á að líklega væri best
að leita að Stórafæti í nágrenni Bluffvatns og þeir höfðu
heppnina með sér og tókst að festa Stórafót á kvikmynd.
í myndinni sést stór api ganga frá vatninum og inn í
skóginn sem umlykur það. Kvikmyndin af Stórafæti hefur
alltaf þótt vafasöm heimild og menn deilt um ágæti hennar,
allt frá því hún var sýnd opinberlega árið 1967.
Ray Wallace lést í nóvenber árið 2002. Eftir andlátið
sögðu afkomendur hans frá því í viðtali að faðir þeirra hef-
ið falsað gifsmótið og að móðir þeirra hefði verið í apabún-
ingi þegar Stórifótur var kvikmyndaður. „Pabbi var mikill
prakkari og hafði gaman af því að plata fólk,“ segir Michael
WaUace, sonur Rays. „Eftir að pabbi hitti Patterson fékk
harrn mömmu til að fara í apabúning sem við áttum og nið-
ur að vatni. Þetta er því mynd af mömmu í búningi en ekki
Bigfoot sem sést á myndinni."
Þrátt fyrir játningu Michaels Wallace neita vinir Stóra-
fóts að viðurkenna að sögur um hann séu uppspuni. Máli
sínu til stuðnings benda þeir á að Ray Wallace hafi verið
sjúklegur lygalaupur og að syni hans kippi í kynið og kunni
því hæglega að vera að ljúga svindlinu upp á fóður sinn. Að-
dáendur Stórafóts benda einnig á að fjöldi manns hafi séð
kvikindið allt frá árinu 1830 og að Wailace hafi ekki falsað
fótspor Snjómannsins ógurlega, ættingja Stórafóts, í Asíu.
Illa þefjandi api
Rómantískir náttúrufræðingar þurfa þó ekki að örvænta
þrátt fyrir að menn hafi aldrei stigið fæti á tunglið, Nessý
sé tilbúningur og Stórifótur ekkert annað en bandarísk hús-
móðir í apabúningi. Fyrir skömmu fóru að berast sögur af
ókennilegum apa sem heldur sig á fenjasvæðunum í Flór-
ída, skammt frá smábænum Ochopee.
Helsta einkenni þessarar óþekktu apategundar er hversu
illa þefjandi hann er og hefur dýrið því fengið nafnið
skunkapi. Ef marka má frásagnir sjónarvotta er hæð
skunkapans breytileg, allt frá fimmtíu sentímetrum upp í
tvo og hálfan metra. Skunkapar eru alætur og eiga það til
að ráðast að fiskimönnum og stela fiski úr netum þeirra, fái
þeir tækifæri til.
Uppgötvun þessarar nýju og dularfullu apategundar er
hvalreki fyrir áhugamenn um rómantíska náttúrufræði,
ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að tilvera Loch Ness-
skrímslisins og Stórafóts stendur völtum fótum. Framand-
leikinn gefur lífinu gildi eða eins og Mulder í X-files sagði
„I want to believe." -Kip
Loch Ness skrimslið
Módelið af ófreskjunni
var fjörutíu og fimm
sentímetra langt og þrjá-
tíu og fimni sentímetra
hátt og með kjölfestu úr
blýi til að halda því upp-
réttu í vatninu.