Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 43
-
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003
H g / c) cj rb / o c) 13 V
47
Lausir endar
í Geirfinns-
máli
Sktjrsla Láru V. Júlíusdóttur um rannsókn
hennar á tildrögum þess að Magnús Leó-
poldsson var á sínum tíma bendlaður við
hvarf Geirfinns Einarssonar íKeflavík hefur
verið birt. Sú niðurstaða að Magnús sé sak-
laus telst varla fréttnæm en ískgrslunni er
bent á lausa enda sem tengjast gátunni um
hvarf Geirfinns.
Lára V. Júlíusdóttir var skipaður sérstakur sak-
sóknari og átti að kanna tildrög þess að Magnús Leó-
poldsson var á sínum tíma bendlaður við hvarf Geir-
finns Einarssonar í Keflavík. Magnús var einn fjög-
urra manna sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í
rúma þrjá mánuði meðan rannsökuð var meint hlut-
deild þeirra i hvarfi Geirfinns. Þeir voru að lokum
látnir lausir, hreinsaöir af öllum sakargiftum og
greiddar bætur fyrir.
Rannsókn Láru mun hafa beinst að að kanna hvort
rannsókn lögreglunnar í Keflavík væri með einhverj-
um hætti áfátt og það hefðu verið samantekin ráð
þeirra að beina grun að Magnúsi. Stytta af manni sem
talið var aö átt hefði stefnumót við Geirfinn aö kvöldi
19. nóvember 1974 var talin líkjast Magnúsi og því
hefur verið haldið fram opinberlega að notaðar hafi
verið myndir af honum við gerð hennar.
Niðurstaða Láru er i stuttu máli sú að ekkert í
störfum lögreglunnar bendi til þess að grun hafi vís-
vitandi verið beint að Magnúsi. í skýrslu hennar
koma hins vegar fram ákveðnar upplýsingar sem
dómsmálaráðherra hefur sent áfram til ríkissaksókn-
ara og tengjast hvarfl Geirfinns Einarssonar. Sak-
sóknari skal meta hvort ástæða sé til frekari rann-
sóknar á þessum upplýsingum sem teljast verða nýj-
ar og það eru þessir lausu endar i þessu dularfyllsta
sakamáli 20. aldar sem rétt er að skoða aðeins betur.
Sprengt við Djúpavatn?
Þessar nýju upplýsingar eru reifaðar á bls 58 i
skýrslu Láru. Þar kemur fram að í nóvember 2001
setti Ómar Sigtryggsson sig í samband við rannsókn-
araðila en Láru til aðstoðar við rannsóknina var
Baldvin Einarsson lögreglufulltrúi. Ómar tjáöi þeim
að hann væri mágur Kristófers Reykdal Magnússon-
ar sem á þessum tíma rak fyrirtæki sem ýmist er
nefnt KR-verktakar eða Vélaleiga Kristófers Reykdal.
Hjá fyrirtækinu vann einnig Pálmi Steingrímsson
sem einnig var mágur Ómars. Pálmi mun hafa skýrt
Ómari frá ýmsu varðandi ætluð tengsl Kristófers og
þriggja annarra starfsmanna KR-verktaka við hvarf
Geirfinns. Auk Kristófers voru nefndir Guömundur
Jónsson, Ragnar Valdimarsson en nafn þriðja manns-
ins mundi Ómar ekki. Þvi er haldið fram að þessir
fjórmenningar hafi hitt Geirfinn í Dráttarbrautinni í
Keflavík þann 19. nóvember 1974 í tengslum við spira
sem verið var að smygla til landsins með farskipum.
Geirfinnur á að hafa látist i átökum við mennina og
þeir komið líkinu fyrir viö Djúpavatn og notað við
það sprengiefni. Þegar björgunarsveitir fóru síðan að
leita á þeim staö að Geirflnni voru þeir stöðvaðir þar
sem þeir voru orðnir „of heitir“. Samkvæmt þessari
kenningu Ómars hafi rannsóknin á hvarfl Geirfinns
verið afvegaleidd viljandi af Hauki Guðmundssyni,
lögreglumanni í Keflavík, sem var umbunað með
gröfu sem Kristófer átti að hafa gefið honum rétt áður
en KR-verktakar urðu gjaldþrota.
Til er skýrsla frá rannsóknarlögreglu i Keflavík
þar sem björgunarsveitarmenn kvarta undan því að
jarðrask eða ummerki sem þeir fundu eftir spreng-
ingu viö Djúpavatnsleið hafi ekki verið kannað nægi-
lega. Pálmi Steingrimsson mun hafa upplýst Sigur-
stein Másson og félaga hans, sem gerðu heimilda-
mynd um Geirfinnsmálið, um þetta mál og þeir fóru
og grófu við Djúpavatn án árangurs.
Barinn við yfirheyrslur
í skýrslunni segir enn fremur að meðal nafna sem
sannarlega virðast tengjast KR-verktökum en jafn-
framt Geirfinnsmáli sé Jón Waltersson en hann var
Geirfinnur Einarsson hefur verið horfinn frá því í nóvember 1974 en hvarf hans telst enn vera ráðgáta þótt
dæmdir morðingjar hans hafi löngu afplánað dóm. Sérstakur saksóknari hefur nú skilað skýrslu sem bendir á
lausa enda við rannsókn málsins.
eigandi Mercedes-bifreiðar sem lögreglan taldi að
hinir dæmdu í Geirfinnsmáli hefðu ætlað að nota til
að flytja smyglað áfengi frá Keflavík. Það er ekki
skýrt nánar í skýrslunni hvernig Jón á að tengja
þessi mál saman.
DV hringdi í Jón Waltersson sem sagði að á þess-
um tíma hefði hann gert út fimm bfla og oft flutt
hljómsveitir í Klúbbinn og suður á Völl. Meðal bíl-
stjóra sinna hefði verið Sigurður Óttar Hreinsson
sem mikið var yfirheyrður i tengslum við Geirfmns-
málið.
„Ég lenti í mjög harkalegum yfirheyrslum á þess-
um tíma þar sem ég var barinn af rannsóknarmönn-
um, beittur ótrúlegustu þvingunum og hundeltur með
símahlerunum. Sími minn var hleraður og gengið
ótrúlega langt. Ég hafði góða fjarvistarsönnun svo ég
var aldrei kærður eða settur i varðhald en þetta var
óbærflegur tími fyrir mig, hrikalegt álag á fjölskyld-
una og hefur loðað við mig afltaf síðan,“ sagði Jón í
samtali við DV. Hann sagðist ekkert vita um KR-verk-
taka, þar hefði hann aldrei unniö, og kannaðist ekki
við neitt þeirra nafna sem nefnt væri í skýrslunni og
skýrsluhöfundar hefðu aldrei haft samband við sig.
Hef engum mútað með gröfu
DV hringdi í höfuðpaurinn bak við þessa sögu,
Kristófer Reykdal Magnússon sem er búsettur í
Frederiksstad í Noregi og hefur átt þar heima síðustu
24 árin.
„Ég man að ég var yfirheyrður vegna þessa máls
því menn héldu að einn af mínum bOum hefði sést í
Keflavík. Ég var samt fljótlega tekinn af lista yfir
grunaða því ég gat sannað hvar ég var kvöldið sem
Geirfinnur hvarf.
Ég hef aldrei heyrt sögur af þessu tagi nema í gríni
og ég man að þegar ég var heima á íslandi fyrir 10
árum var Pálmi Steingrímsson að segja mér sögur af
Geirfinnsmálinu og virtist vita heOmikið um það.
Ég þekki Hauk Guðmundsson ekki neitt, þótt nafn-
ið hljómi kunnuglega, og hef aldrei gefið nokkrum
manni gröfu tO þess að hylma yfir eitt eða neitt. Ég
held að þetta hljóti að vera eitthvert rugl,“ sagði
Kristófer. Annað sem tengir Kristófer óbeint við Geir-
finnsmálið er að á þessum tíma var hann skráður eig-
andi jarðarinnar Gljúfurárholts í Ölfusi þar sem sak-
borningar í málinu höfðust stundum við á þessum
tíma en þar var svokölluð hippakommúna tO húsa.
Hef ekkert að fela
Sá sem átti að hafa tekið við mútunum í formi
gröfu eða vinnuvélar er Haukur Guðmundsson, fyrr-
verandi lögreglumaður í Keflavík. Haukur er staddur
á íslandi en hann vinnur annars í Noregi um þessar
mundir en hann er sá sem keypti hið sokkna loðnu-
skip, Guðrúnu Gísladóttur, á strandstað í Noregi.
„Ég hef ekkert að fela í þessu Geirfínnsmáli og
kannast ekkert við þessa sögu um KR-verktaka. Ég
man þó að nokkrir starfsmenn þar voru yfirheyrðir
og ég man eftir Ómari Sigtryggssyni. Ég man ekki eft-
ir neinni Djúpavatnsleit og mér hefur aldrei verið
mútað og mér finnst þaö satt að segja frekar langsótt
kenning," sagði Haukur í samtali við DV.
Ómar Sigtryggsson og Pálmi Steingrímsson eru
báðir látnir, Pálmi árið 2000 og Ómar 2002.
M
Guðmundur vildi eldd tala og Vil-
hjálmur fannst ekki
í skýrslu Láru kemur fram að gögn Geirfinnsmáls-
ins rúmuðust í 13 pappakössum. í aUan þann skjala-
bunka vantar þó 222 blaðsiður sem hvorki finnast í
frumriti né afriti. Með því að bera saman skjölin við
tölvuútskriftir má hugsanlega fækka hinum týndu
blaðsíðum niður í 184.
TO lausra enda annarra, sem tengjast Geirfinns-
máli og fjallaö er um í skýrslu Láru, má nefna vitnis-
burð Guðmundar nokkurs Agnarssonar sem hélt því
fram við meðlimi úr fjölskyldu sinni að hann hefði
verið þátttakandi í sjóferð þar sem Geirfmnur EinarsY"
son hefði drukknað við að kafa eftir smygluðum spíra
í Keflavík. Guðmundur bar við seinni rannsóknir að
hann hefði verið að slá sig til riddara í ölæði með
þessari frásögn og kvað hana tilhæfulausa. Guðmund-
ur var sjómaður, rammur að afli og stóð mörgum
stuggur af honum enda ekki alltaf reglusamur.
Guðmundur neitaði aö tala við skýrsluhöfunda og
lést í júlí 2002. Guðmundur bjó með fyrrum sambýlis-
konu Sigurbjarnar Eiríkssonar veitingamanns þegar
Geirfinnur hvarf og er frásögn hans í október 1975
fyrsta skráða heimild um aðild Sigurbjarnar og
Magnúsar Leópoldssonar að Geirfinnsmáli en Sigur-
björn var einn fjórmenninganna sem sátu saklausir í
gæsluvarðhaldi.
Enn má nefna og telja til lausra enda að þótt tekn-
ar væru skýrslur af 27 manns og rætt við 13 til við-
bótar í síma og sumir bæru við algeru minnisleysi
hafðist ekki upp á manni að nafni Vilhjálmur Svan-
berg Helgason sem átti í ástarsambandi við eiginkonu
Geirfinns þegar hann hvarf. Vilhjálmur hefur dvalið
i Þýskalandi undanfarin ár og er óljóst um dvalarstað
hans. -PÁÁ^g
L