Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 48
52 Helgorbloö H>V LAUGARDAGUR ö. FEBRÚAR 2003 Daivegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5IMJDKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða HVERFISGATA 103 REYKJAVÍK. 200 OG 300 FM HÚSNÆÐI. Cæti hentað fyrir: * Verslun Heildsölu * Veitingarekstur * Ýmiss konar þjónustustarfsemi Næg bílastæði Áberandi staðsetning Upplýsingar í síma: 892 1270 eða 892 1271 - > J- > > TOYOTA Rafdrifnir handlyftarar Lyftigeta 1,3 - 2,4 tonn : X* a \ \a9er Ekki iáta Þ&r leiðast-, TAKTU SPOUI! * + BONUSVIDEO Lei9an í þinu hverfi ÞARFASTI ÞJÓNNINN! Dalvegur 6-8 • 200 Kópavogur • Sími 535 3500 • Fax 535 3501 arnisi@kraftvelar.is • www.kraftvelar.is )' KRAFTVÉLAR Umsjón Sævar Bjamason Skákþing Reykjavíkur: Sex skákmenn jafnir og efstir Sex skákmenn urðu efstir og jafnir á Skákþingi Reykjavíkur. Þeir eru Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson, Sigurbjörn J. Björnsson, Björn Þorfinnsson, Bragi Þorfinnsson og Bergsteinn Einarsson. Sexmenningarnir þurfa því að há úrslitakeppni um titilinn skákmeistari Reykjavíkur. Þeir hlutu allir 8 v. en það er óvenju lágt vinningshlutfall. Skýringin er líklegast sú að menn tefldu mikið innbyrðis og enginn náði að komast fram úr hinum þótt tækifæri gæfust og sérstaklega í síðustu umferð. Fyr- ir hana voru Stefán Kristjánsson, Bragi Þorfinnsson og Bergsteinn Einarsson efstir með 7,5 v. En það merkilega geröist að skákum þeirra lauk öllum með jafntefli. Stefán fórnaði „óvart“ til jafnteflis gegn hinum bráðefnilega Sigurði Páli Steindórssyni og þeir Berg- steinn og Bragi börðust grimmt og náði Bragi yfirhöndinni í æsispennandi viðureign. En þegar Bragi var að máta með hrók féll hann á tíma! Þar fór titillinn fyrir lítið en Bragi vann þó í fyrra. Allir þessir skákmenn eru ung- ir að árum og leggja hart að sér í skákinni. Fjórir þeirra voru í sig- ursveit íslands sem vann Ólymp- íumót 16 ára og yngri sem vann frækilegan sigur á Kanaríeyjum 1995. Þar urðu þeir fyrir ofan allar helstu skákþjóðirnar og nú í dag virðist vera að rætast úr þessum strákum. Þeir hafa náö upp mikl- um baráttuanda og skákstyrkleik- inn eykst. Framtíðin er því björt. Hvernig aukakeppninni verður hagað hefur ekki verið ákveðiö en þaö er eiginlega ófært að láta þessa aðila tefla á nýju móti um titilinn skákmeistari Reykjavíkur 2003. Þeir ættu að tefla atskákmót um titilinn, líkt og gert hefur verið í heimsmeistarakeppni FIDE undan- farin ár. Skákirnar eru hvort eð er tefldar í atskákformi í lokin á sjálfu mótinu svo mér sýnist þetta vera réttlátast. En erfitt er að fá menn til að skipta um skoðun í skákmálefnum. Það gerist ekki nema ákveðnir aðilar taki sig til og haldi mót. Forystumenn skákhreyf- ingarinnar eru ansi ósveigjanlegir og tefla þeir sjálfir þó frekar lítið! En þeir vita þetta betur! En lítum að lokum á röð efstu manna: 1.-6. Jón Viktor Gunnarsson (2405), Stefán Kristjánsson (2430), Sigurbjörn Björnsson (2290), Bragi Þorfinnsson (2405), Björn Þor- finnsson (2315) og Bergsteinn Ein- arsson (2235) 8 v. 7. Magnús Öm Úlfarsson (2365) 7,5 v. 8.-12. Sævar Bjarnason (2300), Sigurður Páll Steindórsson (2175), Guðni Stefán Pétursson (1880), Dagur Arngríms- son (2180) og Eiríkur Björnsson (1995) 7 v. 13.-18. Þorvarður Fann- ar Ólafsson (2090), Björn Þor- steinsson (2185), Ingvar Þór Jó- hannesson (2215), Guðmundur Kjartansson (2080), Ögmundur Kristinsson (2055) og Skúli Hauk- ur Sigurðarson (1700) 6,5 v. Einvígi Hannesar Hlífars og Movesians Dagana 10.-15. febrúar nk. stendur Taflfélagið Hellir í sam- vinnu við Olís fyrir einvígi milli Hannesar Hlífars Stefánssonar, fjórfalds íslandsmeistara, og ofur- stórmeistarans Sergei Movsesjan. Það verður haldið i höfuöstöðvum Olís, Sundagarði 2. Notuð verða hin svokölluðu FIDE-tímamörk og er það í fyrsta sinn sem það er gert hér á landi en þau þykja bjóða upp á mikla spennu og tíma- hrak. Sannkölluð skákhátíð fer fram á mótsstað i kringum sjálft einvígið! Má þar nefna að Helgi Áss Grét- arsson ætlar sér að reyna að slá íslandsmetið í blindskákarfjöltefli og tefla við 11 keppendur í einu! Fjölskyldumót fer fram, ungir og upprennandi meistarar, Bragi Þorfmnsson og Arnar E. Gunnars- son mæta öflugu tölvuforriti. Auk þess verða skákskýringar. Þau sem taka þátt í blindskák- arfjölteflinu viö Helga Áss eru: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir, Elsa María Þorfinnsdóttir, Helgi Brynjarsson, Arnar Sigurðsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, DagurKári Jónsson, Sæbjörn Guð- finnsson, Gunnar Nikulásson, Helgi Heiðar Stefánsson og Stefán Þormar Guömundsson Svo er Skákskólinn að fara með skemmtilegan hóp til Moskvu, blandaðan fullorðnum og ungum og upprennandi skákmönnum. Mótið er sterkt stórmeistaramót, Aeroflot open, og vel til þess fund- ið að fara á þetta mót. Þama eru Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhalls- son, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Páll Agnar Þórarinsson, Snorri Bergsson, Dagur Arngrímsson, Guðmundur Kjartansson, Guðni Stefán Péturs- son, Sigurjón Þorkelsson, Björn ívar Karlsson, Ingvar Ásmunds- son og Birkir Örn Hreinsson. Þarna eru mér til ánægju nokkrir Vestmannaeyingar! Einnig eru með í fór, keppendum til halds og trausts, þau Guðrún Þórðardóttir, eiginkona Ingvars Ásmundssonar, og Þorkell Sigurjónsson frá Vest- mannaeyjum, faðir hins aldna unglings, Sigurjóns Þorkelssonar Lítum nú á stutta og skrýtna skák frá Gíbraltarkletti á milli 2 þekktra stórmeistara!. Hvítt: Jonathan Speelman (2583). Svart: Juan Bellon Lopez (2428). Enski Sikileyjarleikurinn Catalan Bay Gibraltar (3), 30.1. 2003 1. Rf3 c5 2. e4 g6 3. Bc4 Bg7 4. 0-0 e6 5. Hel Dc7 6. c3 Rc6 7. Ra3 Re5? Slæmur verður þessi leikur að teljast, gefur leikvinn- ing. 8. Rxe5 Bxe5 9. d4 cxd4 Svartur hefur auðvitað haldið að hvítur myndi ekki þora að gefa peðið en þvílíkur misskilningur! 10. cxd4 Bxh2+ 11. Khl Bd6 12. Rb5 Db8 13. e5 Bc7 14. d5! Og ekki gengur 14. exd5 vegna 15. Dxd5 og mátar eða eitthvað enn verra! 14. -Bxe5 ii # 41 A A A §§j JL k Ai J0£ ML ■ A A A A 2 1 W 2 ''á? Og eftir næsta leik hvíts veröur biskupinn einn að hírast langt frá sínu skíri, öngvum til gagns, bara leiðinda! 15. d6! Bg7 16. Rc7+ Kf8 17. Bg5 a6 En ekki eru allir biskupar dug- lausir!18. Bxe6!! Ef 18. dxe6 þá 19. d7 Bxd7 20. Dd6 og ýmislegt skelfi- legt er á ferðinni! Eða 18. dxe6 þá kemur 19. Df3+ og ekki langt í mát! 18. -RfB 19. Bb3 1-0 mát er í nokkrum leikjum eftir 20. Bxf6 fylgt af 21. Dd5! Ótrúleg ferð Love til Lundúna Hvorki hún né Bretar munu fljótt gleyma heimsókn Courtney Love til Lundúna fyrir skömmu. Love er helst þekkt fyrir að vera ekkja Kurts Cobains og fyrrum söngkona hljómsveitarinnar Hole. Ferð hennar byrjaði á því að hún var handtekin strax við kom- una í London en hún hafði valdið nokkrum usla um borð í Virgin- flugvélinni sem flutti hana til London frá Los Angeles. Hún hreytti vist fúkyrðum að flug- freyju sem bannaði vini hennar aðgang á 1. farrými. Hún VEir handtekin og farið með hana á lögreglustöð þar sem hún mátti dúsa langt fram á kvöld. Henni var þó loks sleppt án ákæru en með áminningu frá yfirvöldum. Love var stödd í London til að koma fram á góðgerðartónleikum fyrir hið sögufræga Old Vic-leik- Dagtegt líf? Bretar voru sjokkeraöir af framkomu Love sem sjálfsagt kippir sér ekki mikiö upp viö viöbrögöin. hús og voru margar stórstjörnum- ar viðstaddar. Kaldhæðnislega nokk, var einn gestanna í salnum Sir Richard Branson, stofnanda V irgin-flugfélagsins. Þegar kom að sjóvinu sjálfu kom hún fram á sviðið í Andrésar And- ar-búningi sem hún fjarlægði smá saman á meðan hún söng dúett með Elton John. Lagið var The Bitch is Back. Þegar laginu lauk var hún klædd undirfotunum ein- um saman. En allt er gott sem endar vel. Að tónleikunum loknum tókst tal með þeim Love og Branson og var ekki annað að sjá að þama færu mestu mátar. Branson sagði að Love hefði beðið hann afsökunar á framferði sínu og mun flugfélagið hafa samþykkt að fljúga með hana aftur á heimaslóðir í Los Angeles.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.