Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Page 61
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003
Helgarblað DV
65
m
Egill Ólafsson
Egill Ólafsson, söngvari og leikari, Grettisgötu 8,
Reykjavík, verður fimmtugur á morgun, 9. febrúar.
Starfsferill
Egill fæddist í Reykjavík. Hann stundaði nám við
MH og við Tónlistarskólann i Reykjavík árin 1970-76.
Auk þess hefur Egill tekið þátt í fjölda námskeiða bæði
í söng og leiklist erlendis og hér heima, m.a. hjá Per
Raben, Oren Brown, Jukka Linkola o.fl. Egill lék og
söng með hljómsveitinni Stuðmönnum 1975-76 og aftur
frá 1982-2003 með hléum, með Spilverki þjóðanna
1975-77 og Þursaflokknum 1978-82, Tamlasveitinni
1993-97 og Triói Björns Thoroddsen 1996-2000. Hann
hefur leikið um það bil fimmtíu hlutverk í íslenskum
kvikmyndum, sjónvarpsmyndum og sviðsverkum.
Hann hefur verið á sviðinu bæði í Þjóðleikhúsinu og
Borgarleikhúsinu, hjá íslensku Óperunni og P-
leikhúsinu, síöast var hann í burðarhlutverki á sviði í
Kysstu mig Kata hjá Borgarleikhúsinu.
Samtals hefur Egill sungið og leikið inn á nær eitt
hundrað útgefnar hljómplötur og diska, auk þess hef-
ur hann samið leikhústónlist við nær tuttugu leiksýn-
ingar, þar af tónlist í söngleikina Gretti, Evu Lunu og
síðast Come Dance With Me, sem sýnt var á Off off
Broadway New York 1996. Egill situr í stjórn Samtaka
um byggingu tónlistarhúss, hefur setið í stjórn FTT og
verið varamaður í Menningarmálanefnd Reykjavíkur-
borgar. Egill hlaut Listamannalaun 1979, viðurkenn-
ingu úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins 1997, íslensk
tónlistarverðlaun 1999 og auk þess ótal viðurkenning-
ar Stjörnmessu Dagblaðsins á sínum tima.
Fjölskylda
Kona Egils er Tinna Gunnlaugsdóttir, f. 18.6. 1954,
leikkona og forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Hún er dóttir dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hrl. og Her-
dísar Þorvaldsdóttur leikkonu.
Börn Egils og Tinnu eru Ólafur, leikari, f. 12.10.
1977; Gunnlaugur, listdansari við Konunglegu Óper-
una í Stokkhólmi, f. 26.3. 1979; Ellen Erla, f. 18.10. 1988.
Systkini Egils eru Ragnheiður Ólafsdóttir, f. 26.6.
1957, verslunarstjóri í Reykjavík, og Hinrik Ólafsson,
leikari og leiðsögumaður í Reykjavík, f. 11.4. 1963.
Foreldrar Egils eru Ólafur Ásmundsson Egilsson, f.
20.6. 1924, fv. sjómaður og múrari í Reykjavík, og fv.
kona hans, Margrét Erla Guðmundsdóttir, f. 7.7. 1932,
fv. kaupkona.
Ætt
Ólafur er sonur Egils, skipstjóra í Reykjavík, bróður
Ólínu, ömmu Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspek-
ings. Egill var sonur Ólafs, útvegsb. í Njarðvík, Jafets-
sonar, og Elínar Þorsteinsdóttur frá Ytri-Njarðvík.
Móðir Ólafs var Ragnheiður Stefánsdóttir, b. í Varma-
dal, Filippussonar, b. þar Stefánssonar. Móðir Stefáns
var Kristín Einarsdóttir frá Miðkrika, systir Ingibjarg-
ar, ömmu Jóns Inga listmálara, föður Guðmundar
Hauks tónlistarmanns. Móðir Ragnheiðar var Sigríð-
ur, systir Guðna, afa Eggerts G. Þorsteinssonar, for-
stjóra Tryggingastofnunarinnar. Sigríður var dóttir
Jóns, b. Grímsstöðum, Pálssonar, og Ragnheiðar, syst-
ur Runólfs, langafa Sigurðar A. Magnússonar. Ragn-
heiður var dóttir Jóns b. í Háarima, Guðnasonar af
Víkingslækjarætt.
Margrét Erla er dóttir Guðmundar, vélstjóra á Eyr-
arbakka, Jóhannssonar, smiðs á Eyrarbakka, bróður
Eggerts, afa Eggerts G. Þorsteinssonar, ráðherra, Þor-
steins fiskimálastjóra og Guðrúnar, ömmu Þorsteins
Eggertssonar textahöfundar. Jóhann var sonur Gísla,
b. í Steinkoti, Gíslasonar, og Gróu Eggertsdóttur, frá
Haga i Holtum. Móðir Gróu var Þorbjörg Brandsdótt-
ir, af Víkingslækjarætt. Móðir Guðmundar vélstjóra
var Ingibjörg Rögnvaldsdóttir frá Ásum í Hreppum.
Móðir Ingibjargar var Guðbjörg, systir Guðrúnar,
ömmu Vilhjálms frá Skáholti. Guðbjörg var dóttir
Guðmundar, b. á Löngumýri i Hreppum, bróður Ög-
mundar, föður Salvarar, langömmu Tómasar Guð-
mundssonar en Salvör var einnig amma Bjarna,
langafa Errós, og amma Salvarar, langömmu Björns
Th. Björnssonar. Móðir Margrétar Erlu var Bríet
Ólafsdóttir, í Króki á Álftanesi, Þorvarðarsonar, b. á
Hliði, Jónssonar, b. á Sogni, Ásbjörnssonar. Móðir
Þorvarðar var Sólveig Þórðardóttir, systir Einars á
Þurá, langafa Vals Gíslasonar leikara, fóður Vals
bankastjóra. Móðir Ólafs var Birgit, systir Halldórs,
afa Halldórs Laxness. Birgit var dóttir Jóns, b. á Núp-
um, bróður Sólveigar og Einars. Móðir Bríetar var
Guðbjörg Guðmundsdóttir, frá Norðurkoti í Vogum.
Móðir Guðbjargar var Birget, systir Guðmundar, afa
Ingveldar, ömmu Ragnars Kjartanssonar, fóður Kjart-
ans Ragnarssonar leikara og leikritahöfundar. Birget
var dóttir Ólafs, b. í Hvammi í Ölfusi, Ásbjörnssonar,
og Inghildar Þórðardóttur, systur Sólveigar, Einars og
Jóns.
Móðir Inghildar var Ingveldur, systir Gísla, langafa
Vilborgar, ömmu Vigdísar forseta, Ingveldur var dótt-
ir Guðna, ættföður Reykjakotsættarinnar, Jónssonar.
Höfuðstafir nr. 64______
Undanfarið hafa væntanlegar framkvæmdir fyrir
austan verið i brennidepli. Riíjaðist upp af því tilefni
kveðskapur eftir Rögnvald Rögnvaldsson á Akureyri.
Þegar til stóð að reisa álver í Eyjafirði setti hann sam-
an þetta kvæði sem hægt er að syngja við þekkt lag:
Álver við EyjaJjörð
upphefst mín þakkargjöró
kerskálinn kœr.
Þú ert mitt helgast hús
hér vil ég þrœla fús
þó eitrist menn og mús
mold, loft og sær.
Sortnar brátt sólin mín
svona því nauðsyn brýn
álverió er.
Fjallkonan fölnuö er
far vel, ég gleymi þér
Alusviss eitt og sér
allt reynist mér.
Þau tíðindi hafa orðið í Húnavatnssýslum, að þar
fundu löggæslumenn við húsleit einhver lifandis býsn
af plöntunni hennar Maríu Jónu sem framtakssamur
náungi hafði ræktað við ákjósanlegustu skilyrði með
ljósabúnaði og öllu tilheyrandi. Húsið þar sem þessi út-
vegur var stundaður hafði ræktandinn keypt nýlega af
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þar var áður prests-
setur. Af þessu tilefni orti Einar Kolbeinsson og sendi
inn á leirlistann undir fyrirsögninni; Atvinnutækifæri
á landsbyggðinni:
Öórum viö skjótum nú reffyrir rass,
þó reglunum varla sœmi,
og ræktum af kostgœfni hágæöahass
í Húnavatnsprófastsdæmi.
Hallmundur Kristinsson bætti við:
Oft er betra aö einhver passi
aö allir hlutir gangi smurt.
Er í Bólstað allt í hassi
eftir aö ég flutti burt.
Enn er kempan ekki breytt
og aldrei veröur hún lúin,
þó framundan sé 41
og 59 búin.
Umsjón
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
ria@ismcnnt.is
Að lokum er hér lítil afmælisvísa. í janúar sl„
þegar ég hélt upp á það að eiga eftir ár í sextugt,
fékk ég SMS-boð gegnum farsímann. Sagt er að
þessi SMS-samskiptamáti hvetji fólk til að stytta
mál sitt og nota skammstafanir og ekki er laust
við að greina megi slík einkenni á þessu skeyti.
Höfundur er Aðalsteinn Ingi Ragnarsson:
Nú veröur gaman hér noröur í rassi.
Viö neitum ei fregninni hálfsögöu:
Allt er aö fyllast af húnvetnsku hassi
- heimageröu, að sjálfsögöu.
Og Skarphéðinn Ásbjörnsson, sem áður bjó í
þessu sama húsi, bætti við: