Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 Fréttir Landrofið heldur áfram í Víkurfjöru: Sjórinn grefur upp áratugagamlar ingu sjóvarnargarða. íþróttahúsið, sem ný- lega er búið að byggja, stendur næst íjörunni sem og Vík- urskáli og iðnaðar- hverfi Víkur. Þessi mannvirki eru trú- lega um 200 metra frá sjó. „Auðvitað getur enginn sagt fyrir um þessa þróun, það getur tekið tíu til fimmtán ár áður en grlpa þarf til varna,“ sagði Sveinn. Aðspurður um sláturleifarnar sem upp koma sagði Sveinn að reynt væri að fjarlægja slikt, en yfirleitt væri sjórinn fljótur að fjarlægja beinahrúgurnar og bera þær út á haf. Þorbergur E. Einarsson í Vík sagði fréttarit- ara blaðsins í Vík að trúlega væru þessir úrgangar frá slátur- húsinu 30 til 40 ára gamlir og hefðu verið urðaðir á ’þessum stað í góðri trú á sínum tíma. Núna hefur hafið tekið öll völd á þessum stað sem var þá hátt uppi 1 landinu. -JBP sláturleifar Landið hverfur burt í Mýrdal. Nokkur hundruð metrar lands hafa horfið síðan 1970, og þegar illa árar geta talsverðar spildur horfið í hafið. í illviðrunum und- anfarið hefur aldan lamið landið og tekið burtu grónar spildur og sópað ofan af úrgangi frá slátur- húsinu sem urðaður var fyrir tug- um ára. Sveinn Pálsson, verkfræð- ingur og sveitarstjóri, sagði í morgun að ekki væri nein hætta á ferðum fyrir byggðina enn sem komið væri. Hins vegar heföu menn strikað út vissa varnarlínu þar sem hlaðnir verða sjóvarnar- garðar þegar þar að kemur. „Þetta hefur verið að gerast smátt og smátt í misstórum skref- um, “ sagði Sveinn Pálsson í morg- un. „Undanfarna síðustu daga hef- ur veðráttan verið óhagstæð, stór- streymt og stífar sunnanáttir og þá nær sjórinn betur upp í bakk- ann en vant er. Árlega sér maður eitthvað í þessa veruna," Sveinn segir að allt frá 1970 hafí menn tekið eftir landbrotinu. Árið 1990 fóru menn að átta sig betur á því sem var að gerast og þá var gerð ítarleg rannsókn á landbrot- inu og varnaráætlun gerð. Hann Frá sláturhúsinu Þessi haugur geymir áratugagamiar leifar frá sláturhúsinu, hafiö sér sjátft um aö hreinsa til. Landrof Þorbergur E. Einarsson skoöaöi landrofið í Víkurfjöru f gær. Hann tel- ur aö sláturúrgangurinn, sem er aö skila sér upp úr sandinum, gæti ver- ið 30 til 40 ára gamait. segir ekki að hættuástand ríki. Talsvert vanti á að grípa þurfi til varna kaupstaðnum með bygg- Horfurnar í efnahagsmálum: Hýtiverkefni sQórn- valda leiöa tfl óvissu Horfur í efna- hagsmálum voru til umræðu á fjöl- sóttum morgun- verðarfundi Landsbankans í vikunni. Sérfræð- ingar Landsbank- ans fóru yfir al- mennar horfur í efnahagsmálum, væntingar um þró- un á mörkuðum með hlutabréf og skuldabréf og þróun og horfur í geng- ismálum. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, sagði að vegna stóriðjuframkvæmda, sem fram undan væru, væri hagkerf- ið á leið úr jafnvægisástandi í nýtt þensluskeið. Við þessar aðstæður ylti mikið á hagstjóm; bæði í pen- ingamálum og fjármálum hins opin- bera. Nauðsynlegt væri að stjómvöld mættu fyrirhuguðum stóriðjufram- kvæmdum af festu. Jónas G. Friðþjófsson, sérfræðing- ur greiningardeildar, sagði að ákvarðanir stjórnvalda um að flýta framkvæmdum fyrir átta milljarða króna, hugmyndir um umfangsmikl- ar skattalækkanir og uppgreiðslu er- lendra lána með lántöku innan- lands, hefðu leitt til óvissu. Velta á vöngum yfir því hvort þær forsend- ur Seðlabankans að miða við verð- bólgu undir verðbólgumarkmiði næstu tvö ár og hlutlausa stöðu gagn- vart breytingum á stýrivöxtum fái staðist. Við þessar aðstæður séu álit- legir fjárfestingarkostir til langs tíma í verðtryggðum skuldabréfum en til skemmri tíma í húsbréfum og spari- skírteinum með skamman lánstíma. Þjóðarbúið og gengi krónunnar er í ágætu jafhvægi að mati Landsbank- ans. Hugmyndir um að hafa áhrif á nafngengi krónunnar með beinni íhlutun séu óraunhæfar. Hins vegar virðist nauðsyn á frekari gengisað- lögun vegna álvers- og virkjanafram- kvæmda. -GG Fjölmenni var á fundi Landsbankans um horfur í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Rýtlframkvæmdir stjórnvalda upp á 8 milljarða króna valda óvissu. Krakkar að leik Snjónum kyngdi niöur í nótt og í gærkvöid og Ijóst er aö margir af ungu kyn- slóöinni hafa fagnaö því. Þessir strákar voru ekki lengi aö taka fram snjó- brettið og halda upp í brekku. Lyfjasalal 993-2002: 8.5 milljarða söluaukning Langmest aukning í krónum talið varð á sölu krabba- meinslyfja, miðað við alla lyfja- flokka, á árunum 1993-2002, eða 415 prósent. Næstmest söluaukn- ing varð á tauga- og geðlyfjum, eða 262 prósent. Árið 1993 nam sala á þeim lyfjaflokki rúmum milljarði króna. Tíu árum síðar var hún komin í 3,8 milljarða, samkvæmt athugun heilbrigðis- ráðuneytisins sem byggð er á tölum frá lyfjaheildsölum. Mikil söluaukning varð einnig á hjarta- og æðasjúkdómalyfjum á árunum 1993-2002, eða 158 pró- sent. Sala á blóðlyfjum jókst um 174 prósent og á þvagfæralyfj- um, kvensjúkdómalyfjum og kynhormónum um 169 prósent. Á þessu tíu ára tímabili nam heildarsöluaukning á lyfjum 164 prósentum, eða 8,5 milljörðum króna. Er þá miðað við lyfjasölu á apóteksverði með virðisauka- skatti, reiknað á verðlagi hvers árs. Sé litið til notkunar í dag- skömmtum á hverja 1000 íbúa á dag þá fjölgaði þeim hvað varð- ar krabbameinslyf um 279 pró- sent á umræddu tímabili, eða úr 1.6 í 6,2. Dagskömmtum hjarta- og æðasjúkdómalyfja fjölgaði um 83 prósent - úr 151 í 276. Dagskömmtum á tauga- og geð- lyfjum fjölgaði á tímabilinu um 92 prósent - úr 139 í 267. -JSS Strætó keyrði á Ijósastaur Enginn varð fyrir meiðslum þegar strætisvagn rann stjórn- laust í hálku í gærkvöld og rakst á ljósastaur. Atvikið átti sér stað í Gulu götunni við Skemmuveg klukkan rúmlega tíu í gærkvöld. Einn farþegi var í vagninum ásamt bílstjóra og sluppu báðir ómeiddir. Skemmdir á vagninum eru óverulegar þó að framrúða hans brotnaði, en ljósastaurinn skemmdist mikið og bognaði all- verulega. Var orkuveitan í kjöl- farið kölluð út og lagfærði hún staurinn. -vig Upptökuvél stolið Myndbandsupptökuvél var stolið úr verslun í austurbæn- um í nótt. Lögreglan var mætt á vettvang um klukkan hálftvö í nótt, fimm mínútum eftir að til- kynning um innbrotið barst, en þá var þjófurinn á bak og burt. Enginn hefur verið handtekinn enn sem komið er en lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. -vig Stuttar fréttir Nefnd um ofbeldi gegn konum Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hefur skipað samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gagn- vart konum. Nefndinni er ætlað að samhæfa aðgerðir stjórnvalda og skipuleggja herferðir, m.a. með það að markmiði að upplýsa fólk um ofbeldi gegn komunum og því böli sem af því leiðir í sam- félaginu. I lagi að banna einkadans Hæstiréttur telur að Reykjavík- urborg hafi ekki brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins með því að gera breytingar á lögreglusam- þykkt og banna einkadans. Hæsti- réttur kvað upp úrskurð þessa efnis í gær og sneri þar með dómi héraðsdóms. Lögmaður Veitinga- hússins Austurvallar, sem höfð- aði málið, sagði í samtali við RÚV að ekki væri útilokað að veitingahúsið höfðaði skaðabóta- mál. Hvattir til að spara vatn Vestmannaeyingar eru hvattir til að spara vatnið. Önnur tveggja vatnsleiðslna úr landi lekur. Hringbraut færð í haust Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, formaður skipu- lags- og bygging- arnefndar Reykjavíkur- borgar, sagði á borgarstjórnar- fundi í gær að framkvæmdir við færslu Hringbrautar gætu hafist í haust. Björn Bjarnason, oddviti sjáifstæðismanna, gagn- rýndi R-listann fyrir seinagang í málinu og kenndu um lélegri frammistöðu í skipulagsmálum. Steinunn Valdís vísaði gagnrýn- inni á bug. .aþ helgarblað Banáttan í Helgarblaði DV á morgun verður ítarlegt viðtal við Önnu Maríu Friðriksdóttur og Bald- ur Rúnarsson. Hún bjargaðist úr bílslysi í Hólmsá fyrr á þessu ári og lá milli heims og helju vikum saman. Hann sat við sjúkrabeð konu sinnar og þurfti auk þess að berjast fyrir réttindum sín- um á vinnustað sínum á Litla- Hrauni. Þau segja DV sögu sína. Helgarblaðið fjallar ítarlega um spádóma Nostradamusar og hvemig þeir bera í sér spásögn um framtíð- ina í ljósi þeirra stríðsátaka sem nú vofa yfir heimsbyggðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.