Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 15
15
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003
33 V_______________________________________________________________________________________________Menning
Sprellflörug og meinfyndin framtíöarsaga
Andri Snær Magnason tekur viö verölaunum fyrir LoveStar.
Einn strákur og ein stelpa
Menningarverðlaun DV í bókmenntum
hlaut Andri Snær Magnason fyrir skáldsög-
una LoveStar, „sprellfjöruga og meinfyndna
framtíðarsögu sem er þó í grunninn alvarleg
ádeila á tækni- og alþjóöahyggju og neyslu-
samfélag nútímans," sagöi Vilborg Davíðsdótt-
ir rithöfundur sem afhenti bókmenntaverð-
launin í fjarveru Jóns Yngva Jóhannssonar,
formanns dómnefndar.
„í framtíðinni hefur alþjóðlega stórfyrirtæk-
ið Lovestar allt vald á himni og á jörðu; það
hefur greint allar okkar þarfir jafnt í lífi sem
dauða, markaðssett þær og hagnýtt sem ótak-
markaðar auðlindir. Mannkynið skiptist ekki
lengur í þjóðir eða stéttir heldur í markhópa.
Uppfylling þarfanna gerir svo hvort tveggja:
að veita fólki fullnægju og binda það á skulda-
klafa við LoveStar. Andri gerir óspart grín að
íslenskri bókmenntahefð jafnt sem vestrænni
afþreyingarmenningu og leikur sér með þrá
okkar eftir áhættulausu og umfram allt þægi-
legu lífl. En það er hagnýting ástarinnar sem
verður hinu illa heimsveldi að falli að lokum,
og framtíðarlíf mannkyns er sem fyrr komið
undir einum strák og einni stelpu í rústum
heimsins."
Með Vilborgu og Jóni Yngva í dómnefnd
var Gauti Kristmannsson.
Hugað að fortíð og framtíð
„í ár reyndi dómnefnd DV í byggingarlist að
horfa á einstök verk sem sjálfstæða formræna
einingu en einnig hvernig þau samræmdust
umhverfmu. í einni byggingu fannst okkur
hafa tekist sérstaklega vel til hvað varðar
báða þessa þætti,“ sagði Sigríður Björk Jóns-
dóttir, formaður nefndarinnar. „Sú bygging er
í hjarta borgarinnar og stendur við hliðina á
einu sögufrægasta húsi okkar íslendinga."
Verðlaunahafar í byggingarlist eru því arki-
tektar á teiknistofunni Batteríinu fyrir þjón-
ustuskála Alþingis. í hönnunarhópnum voru
Sigurður Einarsson, Jón Ólafur Olafsson og
Amór Skúlason, en að hönnun hússins komu
einnig Gunnar Kristinn Ottósson og Þorgeir
Jónsson.
„Byggingin fellur einstaklega vel að sínu
nánasta umhverfi og endurspeglar það bæði í
formi og efnisnotkun. Efniviðurinn er vel val-
inn með tilliti til umhverfisins, steinninn og
einfalt samspil glers og timburs í útveggjum
er í samræmi við nálægar byggingar. Húsið er
gott dæmi um það hvernig markviss þétting
byggðar getur haldist í hendur við sögu og
menningararf en samt falið í sér þróun til
framtíðar."
Nefndarmenn með Sigríði Björk voru Guð-
mundur Jónsson og Ágústa Kristófersdóttir.
Þeir byggöu viö frægasta hús landsins
Siguröur Einarsson, Jón Ólafur Ólafsson og Arnór Skúlason taka við verölaunum í byggingarlist.
Skörp sýn á viðfangsefnið
„Verðlaunahafinn í leiklist, Sveinn
Einarsson, á að baki tugi uppsetninga
en uppsetning hans á Hamlet hjá Leikfé-
lagi Akureyrar er fyrsta glíma hans við
Shakespeare og í blaðaviðtali sagðist
hann einfaldlega ekki hafa verið tilbú-
inn í þá atlögu fyrr,“ sagði Halldóra
Friðjónsdóttir, formaður dómnefndar í
Ekki tilbúinn í atlögu viö
Shakespeare fyrr
Sveinn Einarsson tekur við
leiklistarverölaununum.
leiklist. „Reyndar hefur sagan um
danska prinsinn, sem var slíkur amlóði
að hann gat ekki hefnt föður síns, lengi
verið Sveini hugleikin og fyrir nokkrum
árum setti hann upp sýningu með leik-
hópi sínum Bandamönnum sem kallað-
ist einfaldlega Amlóða saga.
Margir álíta Hamlet Shakespeares
besta leikhúsverk allra tima en gott leik-
rit er engin trygging fyrir góðri leiksýn-
ingu. í Hamlet eru ótal spurningar sem
leikstjórinn þarf að svara áður en túlk-
unarleiðin er fundin. Sveinn svaraði öll-
um þessum spumingum í sinni upp-
færslu og samstarfsfólk hans, hvort sem
það stóð á sviðinu eða bjó tO umgjörð-
ina, var trútt hans sýn á verkið. Fyrir
vikið varð uppsetningin óvenju aðgengi-
leg og mun seint gleymast þeim sem
sáu. Með tilliti til aðstæðna í Samkomu-
húsinu var uppfærslan kraftaverk út af
fyrir sig og bar þess vott að um stjómar-
taumana hélt maður sem hafði skarpa
sýn á viðfangsefhið."
Með Halldóru sátu í nefndinni Sveinn
Haraldsson og Lísa Pálsdóttir.
Allt frá loðfeldum til sundfata
„Fyrir u.þ.b. 15 árum heyrði ég nemendur
mína í textíldeild Myndlista- og handíöaskólans
tala með mikilli hrifningu um hana Steinu sem
starfaði hjá Calvin Klein í New York,“ sagði Ás-
rún Kristjánsdóttir, formaður listhönnunar-
nefndar, áður en hún afhenti Steinunni Sigurð-
ardóttur fatahönnuði Menningarverðlaunagrip
sinn. „Við buðum Steinunni í heimsókn næst
þegar fréttist af henni á landinu og hún gaf
okkur innsýn í þá ævintýralegu veröld sem
hún tilheyrði. Þá leiddi hún nemendur í allan
sannleika um að á bak við mikla velgengni í
hinum kröfuharða tískuheimi stendur stór hóp-
ur vel agaðra vinnuhesta."
Síðan flutti Steinunn sig til Ralph Lauren,
þaðan til Gucci, síðan varð hún yfirhönnuður
La Perla á Ítalíu þar sem hún hafði yfirumsjón
með allri hönnun, frá loðfeldum, leðurfatnaði,
skóm og kvöldklæðnaði yfir í sundfót og
prjónaföt. „Og nú hefur hún hannað fatnað
undir sínu eigin vörumerki og nefnir einfald-
lega Steinunn. Það er sérstaklega fyrir þá gæða-
framleiðslu sem við höfum valið hana til menn-
ingarverðlauna í hönnun í ár.“
Nefndarmenn með Ásrúnu voru Torfi Jóns-
son og Ómar Sigurbergsson.
Hún hefur starfaö hjá Calvin Klein, Gucci og La Perla og líka hjá sjálfrl sér
Steinunn Siguröardóttir tekur viö hönnunarverölaununum.
uppiinimn var i senn opægneg og orvandi
Sigurveig Magnúsdóttir tekur viö verölaúnum fööur síns.
„Það er með Magnús Pálsson fjöllistamann,
verðlaunahafa DV í ár, eins og skáldið Walt
Whitman; í honum býr mergð manna,“ sagði
Aðalsteinn Ingólfsson, formaður dómnefndar í
myndlist: „Hann hefur komið við sögu til-
raunaleikhússins, gert margs konar þrívíddar-
verk og innsetningar, gefið út bækur, bókverk
og dramatíska texta, auk þess sem hann hefur
verið óþreytandi að uppfræða og uppörva
yngri starfsbræður sína um innviði og tak-
markaleysi sköpunargáfunnar.“
Magnús var mikilvirkur á árinu 2002. Hann
tók þátt í skúlptúrsýningu í Listasafni Reykja-
víkur, þar sem hann notaði vídeóupptökur og
texta á bandi, stóð fyrir alþjóðlegri gjöminga-
hátíð í Nýlistasafninu og síðast en ekki síst
setti hann upp margþætt og áhrifamikið verk
í Listasafni Kópavogs. „Ég hef enga hugmynd
um hvað það verk átti að fyrirstilla,“ sagði Að-
alsteinn, „en það fangaði athyglina og hélt
henni óskiptri, innleiddi meira að segja væga
sefjun. Upplifunin var í senn óþægileg og
örvandi, sem er einkenni á mörgum verkum
Magnúsar."
Sigurveig, dóttir Magnúsar, tók viö verð-
launagripnum fyrir hans hönd. Með Aðal-
steini voru nefndarmennimir Auður Ólafs-
dóttir og Kristján Steingrímur.
Einn maður - margir menn