Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 18
18 Skoðun FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 DV . Lögmálin til vinstri og hægri Gísli Sigurðsson skrifar grein í DV 6. febrúar sem hann kallar Flokkakerfið. Þar losnar úr læð- ingi einstrengingsleg lögmála- hyggja sem vert er að skoða nán- ar. Gísli heldur því fram í grein sinni að einungis tvö öfl EIGI að takast á í pólitík, vinstri og hægri, rétt eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Og þó hann nefni það ekki í grein sinni þá er augljóst að í hans huga er Sjálfstæðisflokkur- ^ inn hægri póllinn samkvæmt lög- málinu og Samfylkingin vinstri póllinn. Er Samfylkingin vinstri flokkur? Úr því að Gísli virðist ekki í nokkrum vafa þá er rétt að minna hann á yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar í opnuviðtali við DV í september, en þá sagði hann: „Ég tel að við séum núna komin með stefnu sem er mjög í anda klassískra jafnaðarmanna- flokka, sem eru meiri miðjuflokk- ar en til vinstri." - Síðan þá hefur leið Samfylkingarinnar allavega ekki legið til vinstri. Sönn vinstri stefna hefur einatt byggst á þeirri grundvallarreglu að félagsleg grunnþjónusta samfé- lagsins sé sameiginleg ábyrgð þjóðarinnar og kostnað við hana beri því að greiða úr sameiginleg- um sjóðum okkar gegnum öflugt og skilvirkt skattkerfi. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð hefur aldrei verið feimin við að setja fram kröfur um skattakerfí sem tryggi þessa grunnþjónustu. Hins vegar þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að rifja upp að Al- þýðuflokkurinn, burðarásinn í Samfylkingunni, átti þátt í því að draga úr félagslegum réttindum launafólks og hækka á það álögur á sama tíma og sköttum var létt af fyrirtækjum. Flokkur friðarsinna Klassískar vinstriáherslur í stjómmálum hafa hingað til falið í sér baráttu fyrir félagslegu rétt- læti sem kallar á andspymu við Vinstrihreyfingin - grænt framboð er flokkur alþjóðasinna Berst fyrir jöfnun lífskjara allra þjóöa. „Samfylkingin studdi stríðsreksturinn í Afganistan engu minna en ríkisstjórnin og hún studdi líka þátttöku ís- lands í loftárásunum á Júgóslavíu fyrir tœpum fjórum árum. “ einkavæðingarstefnu og blinda trú á lögmál markaðarins. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð er flokkur sem stendur vörð um slík- ar áherslur. Samfylkingin hefur hins vegar stutt einkavæðingu ríkisfyrirtækja eins og bankanna og þar með skerðingu á grunn- þjónustu í hinum dreifðu byggð- um. Samfylkingin var reyndar líka tilbúin að samþykkja sölu Landssímans með ákveðnum skil- yrðum og fannst að ríkisstjórnin hefði átt að bjóða fyrirtækið til sölu fyrr en gert var. Vinstrihreyflngin - grænt fram- boð er flokkur friðarsinna sem tal- ar fyrir sjálfstæðri, íslenskri utan- ríkisstefnu og mótmælir kröftug- lega landvinningastefnu Banda- ríkjanna og árásarstríðum í fá- tækum löndum. Samfylkingin studdi stríðsreksturinn í Afganist- an engu minna en ríkisstjórnin og hún studdi líka þátttöku íslands í loftárásunum á Júgóslavíu fyrir tæpum fjórum árum. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð er flokkur náttúruverndar- sinna sem berst fyrir vemdun ósnortinna víðerna á hálendi ís- lands og mótmælir kröftuglega stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem náttúrugersemum er fórnað á altari erlendra stórfyrir- tækja. Samfylkingin styður hins vegar byggingu Kárahnjúkavirkj- unar og orkusölu á útsöluverði til erlendrar stóriðju á Reyðarfirði. Flokkur alþjóöasinna Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð er flokkur alþjóðasinna, sem berst fyrir jöfnun lífskjara allra þjóða. Samfylkingin vill aðild að Evrópusambandinu, sem girðir sig af gagnvart þjóðum annarra heimshluta, hefur hátt um stuðn- ing sinn við efnahagslíf fátækra ríkja en hækkar tollamúrana á sama tíma og reisir girðingar á borð við Schengen til að halda hælisleitendum íjarri. Gísli Sigurðsson þarf greinilega að endurskoða trú sína á lögmálin um hægri og vinstri, en ég held að við Össur Skarphéðinsson getum verið sammála um það að Sam- fýlkingin er ekki vinstri flokkur. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaöur VG i Reykjavík v * Utlán bankanna Helgi Gunnarssor^skrifan Ég hef séð fólk vera að skrifa um að bankarnir hér og einnig sparisjóðir hafi í raun staðið að gjaldþrotum, jafnt einstaklinga sem annarra. Það er ekki hægt að sverja fyrir það því bankar hafa verið afspymukærulausir þegar lán hafa verið veitt nán- ast hverjum sem er og það án nokkurra trygginga, annarra en kannski pólitísku litaráfti lántakenda. Vafasöm útlán eru nú t.d. að sliga Sparisjóð Siglu- fjarðar og fleiri sparisjóði. Meira að segja Lands- og Bún- aðarbankinn hafa lánað og lán- að ótæpilega án nokkurrar tryggingar og vitandi að við- komandi einstaklingur eða fyr- irtæki var löngu komið að fót- um fram. Og nú koma jafnvel sömu einstaklingar og kenna „bankanum sínum“ um t.d. ófarirnar vegna deCode-ævin- týrsins. Þeir gleyma að sjálf- skaparvítin em verst. Bankalán of laus í hendi Liöin tíö, eöa hvaö? Menntafólkinu bregður víö En hefur líka meiri buröi til aö berjast fyrir kjörum sinum. Atvinnuleysi - menntafólk, verkafólk J.MG. skrifar: Með vaxandi atvinnuleysi menntafólks hefur umræðan um það hve atvinnuleysisbætur hér eru lágar aukist. Þessu fólki bregður auðvitað meira við, en það var þögult um þessi mál á meðan atvinnuleysið bitnaði mest á verkafólki. Menntafólkið hefur líka meiri burði til að berjast fyr- ir kjörum sínum. En atvinnuleysi er þó lítið á ís- landi miðað við það sem gerist í mörgum löndum, en bætumar eru mun lægri hér á landi, og því er ekki að neita að einhvers konar fíkn á stundum hlut að máli og kemur þá óneitanlega við budd- una eða þá fjármuni sem fólkið hefur úr að spila. Sveitamaður, að- fluttur til Reykjavíkur, hringdi í „Sennilega á hugsunar- háttur sveitamannsins ekki við lengur. Hin „nýja stétt“ seilist nú til valda í landinu öllu og segir engum treystandi, hvorki kirkju né lög- reglu. “ Pétur Blöndal alþm. og sagðist ekki botna í eyðslu fólks hér í þétt- býlinu, hann sagðist lifa vel af 90 þúsund krónum á mánuði og leggja auk þess fyrir fé. Þá er barlómur aldraðra til þess fallinn að drepa málinu á dreif. Margir aldraðir eiga miklar eignir og búa við góð kjör, en fáir eru fá- tækir sem betur fer, aðrir en óreiðufólk. En þetta gamla fólk er fast í kreppu hugarfarsins og mun aldrei losna úr henni, sama hver eða hverjir stjórna. Ingibjörg Sólrún, fyrrv. borgar- stjóri, segir að við ætlum að lifa í nútímaþjóðfélagi með öllu því sem það krefst. Sennilega á hugsunar- háttur sveitamannsins ekki við lengur. Hin „nýja stétt“ seilist nú til valda í landinu öllu og segir engum treystandi, hvorki kirkju né lögreglu (er nú lögreglan orðin óþæg?). í Reykjavík hefur geisað menn- ingarnótt stofnanaofbeldis hinnar „nýju stéttar". - Bogesen og Salka Vadka eiga aldrei samleið. Gáum að því. Ekki útlendingahatur Freyja skrifar: Mér finnst engin ástæða fyrir flölmiðla eða viðmælend- ur á opinberum vettvangi til að vera með get- sakir um að ís- lendingar séu útlendingahatar- ar, kynþáttafor- dómafullir eða annað í þá veru, þótt þeir séu mótfallnir því að þjóðin blandist þeldökkum. Við eru fámenn þjóð og afar viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifiun í öll þjóðmál hér. Það er okkur nauðsyn að fá hingað fólk erlendis frá og skapa því strax við- unandi félagslegar aðstæður sem og í atvinnulegu tilliti. En helst viljum við fá hingað fólk af svipuðum stofni og við sjálf. Er það eitthvað óeðlilegt? Það er eðlilegt og best er að hver kynþáttur búi að sínu í sínu umhverfí og þurfi ekki að sækja í blóðblöndun sérstaklega. Skattaurbætur stnax - ekki síðar Halldór_Ójafsson skrifar: Nú er alls staðar rætt um fyrir- hugaðar skattalækkanir ríkisstjóm- arinnar og sannarlega er tími kom- inn á að ríkisstjómin - og allar göt- ur Sjálfstæðisflokkurinn - fari nú að efna heit sitt um t.d. tekjuskatt- inn sem hann hefur ráðgert að „af- nema í áfóngum" á hverjum lands- fundinum á fætur öðrum síðan ég fór að fylgjast með stjómmálum. En sem sé: skattalækkanir verða að líta dagsins ljós, ekki bara ein- hvern tíma á næsta kjörtímabili heldur strax. Það ríður á fyrir sjálf- stæðismenn að tilkynna nú þegar hvað þeir ætlast fyrir í „skatta- lækkunum" því fylgi þeirra getur byggst á því og engu öðru í kom- andi kosningum. Ég tel að afnám tekjuskatts vegi miklu þyngra fyrir almenning en afnám virðisauka- skatts, þótt hann mætti lækka líka. Fólk GETUR sparað í innkaupum sínum, og það mikið, en tekjuskatt- urinn er mikil byrði hjá einstak- lingum. Og við skattgreiðendur erum nú kannski jafnmikilvæg og fyrirtækin sem þegar hafa fengið verulega úrlausn í skatti (en eru samt á hausnum). Gjaldþrota- umræða á Sögu Margrét Bjðrnsdóttir skrifar: Var að hlusta á Útvarp Sögu milli kl. 11 og 12 sl. miðvikudag. Oftast mjög góð umræða í gangi á þeirri stöðinni og ferst þeim það vel úr hendi stjómendunum, þótt þeir séu - líkt og á öllum öðrum út- varpsstöðvum hér - sérvaldir úr öllum pólitískum flokkum (einn frá íhaldinu, einn frá vinstri-eitthvað og líklega einn krati og svo frá Framsókn!) Líklega hefur viðkom- andi þáttastjómandi t.d. verið Framsóknarmegin á fletinu og tal- að þá hugsanlega við framsóknar- mann. Rætt var um gjaldþrot. Þetta var skemmtileg umræða og inn- hringingar i líflegra lagi. Verst fannst mér að heyra sem viðmæl- endur vildu flestir ganga erinda gjaldþrotagauranna, svo félegir sem þeir era, hafa skilið eftir sig sviðna jörð og látið ríkið um að greiða upp skuldaslóðann eftir sig, laun, launatengd gjöld og fleira. - En takk fyrir Útvarp Sögu, það er reglulega lifandi stöð. Lesendur geta hringt alian sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum S sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.