Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Hún ræktar sellerí og kamillu á blettinum ái sínum í Mosfells- dal, syngur, dansar og sinn- ir barnabörn- unum. Hún heldur nú út á hinn stóra völl landsmálanna með áralangt starf að um- hverfismálum í farteskinu - og meðmœli frá íhald- inu! Auðvitað a ég erindi Nafn: Jóhanna B. Magnúsdóttir Aldur: 56 ára. Heimili: Dalsá, Mosfellsbæ. Staða: Sjálfstætt starfandi ráðgjafi um umhverfismál. Menntun: Umhverfisfræöingur frá Garöyrkjuskóla ríkisins. Tilefnl: Leiöir lista Vinstrihreyfingar- innar - græns framboös í Suövestur- kjördæmi. Frambjóðandinn í öðru sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðvesturkjör- dæmi er öllum landsmönnum kunnur; stangarstökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir. Öðru máli gegnir um frambjóðandann í fyrsta sæti. Jóhanna B. Magnúsdóttir er lík- lega minnst þekkti forystumaður nokkurs framboðslista, nú þegar stærstu flokkamir fjórir hafa leitt mál til lykta í öllum kjördæmum. Það er því freistandi að teygja sig lengra í líkingamáli en góðu hófi gegnir og segja, að hún sé að hefja tilhlaup fyrir pólitískt stangarstökk. Hrósað hægri og vinstri Það stendur ekki á hrósi úr röð- um pólitískra samherja: Þeir telja allir dugnað, heilindi og ákveðni til helstu kosta Jóhönnu en nefna ekki aðra galla en þá að hún sé lítt þekkt. Það heyrist heldur ekki styggð- aryrði frá sveitunga hennar í Mos- fellsbæ, sjálfstæðiskonunni Ragn- heiði Ríkharðsdóttur bæjarstjóra: „Það má segja að ég hafi þekkt til Jóhönnu án þess að þekkja hana vel,“ segir Ragnheiður. „Þetta er glaðlynd og hress kona, afar þægi- leg í viðmóti og trú sínum hugðar- efnum. Ég gef henni mín meðmæli." Grænir fingur Jóhanna er alin upp á bænum Norðurbrún í Reykholtshverfi, dóttir Magnúsar B. Sveinssonar, fyrrverandi bónda og bílstjóra frá Miklaholti í Biskupstungum, og Steinunnar Jóhannsdóttur, úr Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Þrítug fluttist Jóhanna úr sveit í sveit sem nú heitir Mosfellsbær og hefur búið þar síöan, utan fjög- ur ár sem hún gegndi starfi ferða- málafulltrúa á Kirkjubæjar- klaustri. Hún býr í Dalsá, nota- legu skógarrjóðri í Mosfellsdal, þar sem hún ræktar sellerí, kamillu og graslauk, að ekki sé minnst á hvítkál, blómkál, rófur og kartöflur. Hún segist vita fátt skemmtilegra en að bjóða gestum upp á heimatilbúið kamillute. Og heimilið er sjálfu sér nógt um kartöflur áriö um kring. Mesta ánægju segist þó Jóhanna hafa af því að leggja rækt við bamabörnin sín sex. Þess utan hefur hún gaman af dansi og syng- ur líka í Reykjalundarkórnum. Þar er enginn byrjandi á ferð; hún söng með Skálholtskórnum þegar Skálholtskirkja var vígð. Umhverfismál í samhengi „Ég held að áhugi á umhverfis- málum hafi kviknað strax þegar ég var ung stúlka í sveit,“ segir Jóhanna. Hún útskrifaðist sem umhverfisfræðingur frá Garð- yrkjuskóla ríkisins 1990, í fyrsta útskriftarárgangi af nýrri um- hverfisbraut skólans. Afskipti af umhverfismálum hóf hún fyrir al- vöru á níunda áratug og var meðal annars kjörin í stjóm Landverndar 1989. Seinna var hún varaformaður Náttúruverndarráðs um nokkurra ára skeið og einnig fyrsti um- hverfísfulltrúi Ferðamálaráðs ís- lands. Árið 2000 tók hún við stöðu jafnréttisfulltrúa Mosfellsbæjar og jafnframt við stjóm alþjóðlega verkefnisins um Staðardagskrá 21 í bænum. Mosfellsbær var i kjöl- farið verðlaunaður fyrir árangur í umhverfismálum. Eftir að staöan var lögð niður í kjölfar síðustu sveitarstjórnar- kosninga hefur Jóhanna einkum fengist við að veita sveitarfélögum og aðilum í ferðaþjónustu sér- fræðiráðgjöf um umhverfismál. „En umhverfismál eru ekki ein- angraður málaflokkur," segir hún. „Þau er ekki hægt aö skoða nema í samhengi við efnahagsmál og fé- lagsmál. Þessir málaflokkar eru órofa heild. Annað er gamaldags hugsunarháttur." Seint í pólitík „Mín fyrstu afskipti af pólitík voru þegar Kvennalistinn var stofnaður," segir Jóhanna, sem hafði fyrir þann tíma takmarkað- an áhuga á stjómmálum. „En mér fannst það mjög merki- leg og skemmtileg hugmynd að hægt væri að taka þátt í aö móta samfélagið án þess að þurfa að breytast í karl, að geta veriö mjúk kona og taka samt þátt í þessu starfi." Jóhanna var í framboði fyrir Kvennalistann í Reykjanes- kjördæmi en settist aldrei á þing. Hún var á lista Vinstri-grænna í síðustu sveitarstjómarkosningum og situr í félagsmálanefnd bæjar- ins. Ekki slagur Eftir stendur að hún hefur enga reynslu af því að vera í fremstu víglínu stjómmálanna. Áður en niðurstaða fékkst voru uppi vangaveltur um að þekktir menn á borð við Sigurstein Másson fréttamann eða Jónas Kristjáns- son ritstjóra kæmu hugsanlega til greina. Skyldi ábyrgðin hafa verið öxluö kvíðalaust? „Auðvitað hugsaði ég mig um. Okkur konum hættir allt of mikið til að segjast ekki ráða við slík verkefni," segir Jóhanna. „En ég hugsaði með mér; Auðvitað get ég þetta, auðvitað hef ég erindi, með alla mína reynslu og þekkingu. Undanfarin ár hef ég unnið mikið að frum- kvöðlastörfum með skýra framtíð- arsýn í huga. Það er styrkur minn: reynslan og skýr framtíðarsýn." Spurð um reynslu af átökum svarar Jóhanna að bragði að fáir komist á sextugsaldur án þess að kynnast átökum! Andstæðingarnir að þessu sinni eru reynsluboltar á borð við Árna Mathiesen, Guðmund Áma Stef- ánsson og Siv Friðleifsdóttur, en Jóhanna segist hvergi bangin: „Ég hef það sterka málefnastööu. Ég er heldur ekki að fara í slag. Það er óþarfi, ég er það heil í málefnum mínurn." Og kemur þá óhjákvæmilega upp í hugann munurinn á hnefaleikum og stangarstökki. Ólafur Teitur Guðnason Væntanleg skýrsla OECD um skattbyrði: hrilnanir tíl barnafolks meiri eða svipaðar Samspil skatta og bamabóta fel- ur í sér mun meiri ívilnanir til barnafólks á íslandi en í öðrum löndum OECD í þeim tilvikum þegar aðeins annað foreldrið er á vinnumarkaðnum og einnig meiri ívilnanir til einstæðra foreldra á lágum launum en gerist annars staðar á Noröurlöndunum. For- skot íslands hverfur hins vegar ef báðir foreldrar vinna úti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD sem verður gefin út í apríl, en töl- ur úr henni voru birtar á vef OECD í gær. Eins og sést í meðfylgjandi töflu er skattbyrði tveggja bama fjöl- skyldu með eina fyrirvinnu á með- aOaunum hvergi minni en hér á landi. Launin em óskert og ofan á þau leggjast barnabætur sem nema ríflega 3% af laununum, en slík staða er hvergi annars staðar uppi í löndum OECD. Munurinn á skattbyrði þessarar fjölskyldu og bamlauss einstak- lings með sömu laun er 25,2 pró- á islandi sentustig fjölskyldunni í vil. Að- eins Lúxemborg ívilnar þessari tilteknu fjölskyldu meira í saman- burði við einstaklinginn en í Dan- mörku er munurinn aðeins 12,6 stig, tæp 11 í Noregi, rúm 9 í Sví- þjóð og 8,5 í Finnlandi. Þetta dæmi - sem OECD nefhir sérstaklega í fréttatilkynningu sinni - dregur raunar upp fallegri mynd af stöðunni á Islandi en ýmis önnur dæmi. Skattbyrði ein- stæðs tveggja bama foreldris und- ir meðallaunum er hér 27 pró- sentustigum minni en skattbyrði barnlauss einstaklings á sömu launum. Þetta er vissulega mikil ívilnun, en forskot íslands er hér heldur minna því að í Danmörku nemur ívilnunin 25 prósentustig- um, 23 í Finnlandi, 22 í Noregi, 20 í Þýskalandi og 14 í Svíþjóð. Fari hitt foreldrið í fyrsta dæm- inu út á vinnumarkaðinn lítur dæmið mjög svipað út hér og ann- ars staðar. Borin er saman skatt- byrði útivinnandi foreldra tveggja SKATTBYRÐI HEIMILA ÁRIÐ 2002 samkvæmt samanburöi OECD barna og ein- staklings sem Land Hjón meft tvö böm, eln fyrlrvinna Einstaklingur, barnlaus Mismunur ísland -3,2 22,0 25,2 hefur sömu tekj- írland -0,8 16,4 17,2 ur og foreldrarn- ir samtals. Mun- Lúxemborg -0,1 25,9 26,0 Slóvnkía 3,1 19,3 16,2 Mexíkó 3,6 3,6 0,0 urinn á skatt- byrði er 13 pró- Tékkland 3,7 23,7 20,0 Portúgal 5,2 16,5 11,3 lingveijaland 7.8 29,1 21,3 sentustig barna- fjölskyldunni í vil hér á landi, Kórea 8,1 8.7 0,6 Svlas 8,6 21,5 12,9 Austurríki 9,0 28,6 19,6 Spánn 10,4 19,2 8,8 13 í Danmörku, 12 í Svíþjóð og Bretland 10,8 23,3 12,5 Bandaríkin 11,4 24,3 12,9 Japan 11,9 16,2 4,3 11 í Sviss, svo að dæmi séu tekin, Ítalía 12,2 28,1 15,9 Frakkland 14,2 26,5 12,3 Astralía 14,7 23,6 8.9 en 15 í Finn- Kanada 15,1 25,7 10,6 landi, 16 í Þýskalandi og 18 Grlkkland 17,0 16,5 -0,5 Holland 17,2 28,7 11,5 Noregur 17,9 28,8 10,9 á írlandi. Vart þarf að Nýja-Sjáland 18,2 20,0 1,8 Þýskaland 18,6 41,2 22,6 Svíþjóö 21,0 30,4 9,4 taka fram að í Belgía 21,6 41,4 19,8 öllum tilvikum er skattbyrði Flnnland 23,2 31,7 8,5 Pólland 25,0 31,0 6,0 Tyrkland 30,0 30,0 0.0 langtum minni Danmörk 30.5 43,1 12,6 hér en annars staðar á Norður- löndunum. -ÓTG Skattbyröi er skilgreind sem tekjuskattur og skylduframlag launþega til almannatrygginga aö frádregnum barnabótum (almennum grelöslum frá ríkinu sem standa í beinum tengslum viö fjölda bama á framfæri). Miöaö er viö meöallaun verkamanns sem samkvæmt OECD voru 227.700 krónur á mánuöi á íslandi. FRJÁLS n ÍFJÖLMIÐLUN hf. 11 1 Skiptafundur í FF: Kröfur á þriðja milljarð króna Skiptafundur fer fram í dag í þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar hf. og dótturfélags eigenda FF, auglýsingaskiltafyrirtækinu Nota bene. Kröfur í Frjálsa fjölmiðlun nema yfir tveim milljörðum króna en lýstar kröfur í Nota bene nema um 213 milljónum króna. Þann 27. febrúar fer síðan fram skiptafundur í Fréttablaðinu ehf. sem var í eigu sömu aðila og var lýst gjaldþrota i nóvember. Munu kröfur í það bú vera komnar í um 432 milljónir króna. Þar af nema forgangskröfur, sem einkum eru launakröfur, samtals um 100 milljónum króna. Stærstu kröfu- hafar í þetta bú eru Hömlur, eign- arhaldsfélag Landsbankans, með tæpar 94 milljónir króna, Toll- stjóraembættið meö rúmlega 66 milljónir, íjárfestingafélagið Látrabjarg ehf. (sem tengist eig- endum Fréttablaösins ehf.) með tæpar 62 milljónir, pappírsfram- leiðandinn Norske Skog með rúm- ar 25 milljónir og Útgáfufélag DV með um 17 milljónir króna. -HKr Bögglageymsluhúsin í Gllinu á Akureyri. Bögglageymsluhús KEA: 15 hiQmyndir að nýj- um rekstri bárust Fimmtán tillögur bárust Kaup- félagi Eyfirðinga í janúar þegar fé- lagið auglýsti eftir aðilum sem áhuga hefðu á því að koma á fót starfsemi í Bögglageymsluhúsun- um í gilinu á Akureyri. Kaupfélag Eyfirðinga hefur um nokkurt skeið unnið að úttekt á endurbyggingu húsanna. Hús þessi eru neðst í svonefndu Gróf- argili og hafa lengstum gengið undir nafninu Bögglageymsluhús- in eða gamla mjólkur- og slátur- hús KEA. Húsin voru fyrstu iðn- aðarhús Kaupfélags Eyfirðinga, fyrsti hluti byggður árið 1907, og eiga því merkilega sögu að baki. Búið er að velja 4 hugmyndir og þessa dagana standa yfir viðræður við þá aðila sem sendu þær inn um nánari útfærslu á þeim m.t.t. hvemig þeirra starfsemi fari sam- an við væntingar félagsins, en það telur nauðsynlegt að framtíðar- hlutverk húsanna falli vel að hlut- verki miðbæjar Akureyrar og ekki síst þeirri listastarfsemi sem búið er að byggja upp í Grófargili. Enn er ekki ljóst hvenær endan- leg niðurstaða fæst úr þessum við- ræðum, né heldur fékkst uppgefið hjá félaginu hverjir þessir 4 aðilar eru. Ekki stendur til aö kynna al- menningi hvaða tillögur bárust, einungis verður tOkynnt hvaða hugmynd hafi orðið hlutskörpust þegar niðurstaða liggur fyrir í málinu. Samkvæmt heimildum DV eru tveir af þessum fjórum aðilum starfandi veitingamenn á Akur- eyri, þeir Haukur Tryggvason, fyrrverandi rekstraraðili skemmtistaðarins Pollsins, sem nýlega opnaði skemmtistaðinn Græna hattinn í kjallara kaffi- hússins Bláu könnunnar í göngu- götunni, og Vignir Már Þormóðs- son, eigandi og framkvæmdastjóri veitinga- og kaffihúsins Karólínu, ofar í gilinu. -ÆD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.