Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Tilboö opnuö í framkvæmdir viö Jökulsárión: Mestu varnaraðgerðir við lónið til þessa Til varnar þjóöveginum! Sjórinn hefur brotió sér leiö um 100 metra að brúnni yfir Jökulsá frá því hún var byggó 1967. Ráöist veröur í mjög umfangsmiklar varnaraögeröir í vikunni en þær duga þó ekki til aö hindra landbrot til framtíðar. ‘ ■HMMÉHlaMÉni t - S \ íslandsbanki:' Styrkir Götusmiðjuna Götusmiðjan að Árvöllum nýt- ur nú styrks frá íslandsbanka sem gerir heimilinu kleift að opna tvö rými fyrir allt að 22 ungmenni á aidrinum 18 til 20 ára á árinu 2003. Meðferðarheimilið að Árvöllum hefur á undanförnum árum verið til staðar fyrir ungt fólk sem leiðst hefur út á viliigötur vímu- efna. Meðferðarheimilið er með þjónustusamning við Bamavernd- arstofu um 13 rými fyrir ung- menni undir sjálfræðisaldri. Auk þess eru 5 rými fyrir 18 til 20 ára ungmenni. Mikið hefur verið reynt til að mæta þörfum þessa aldurshóps, en fjármögnun hefur einkum staðið því fyrir þrifum. Hún hefur algerlega verið háð styrkjum, söfnunarfé og sölu af ýmsu tagi. -aþ Tvær gúrkur fyrir eina á síðasta ári „Fyrir sama pening og ég fékk eina agúrku í fyrra fæ ég tvær agúrkur í ár,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra á blaðarnannafundi í Melabúðinni í gær. I sömu verslun fyrir ári til- kynnti hann ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um afnám tolla á ýmsum grænmetistegundum og aðlögunarsamning til 10 ára við garðyrkjubændur. Verðlækkun á grænmeti og ávöxtum um 30-60% á einu ári er tilkomin vegna þess- ara aðgerða, að mati Samkeppnis- stofnunnar, og hafa þær einnig örvað samkeppni á ávaxtamark- aði. Guðni sýndi tvær grænmetiskörf- ur að andvirði 2700 kr. máli sínu til stuðnings, grænmetiskarfan í ár vegur 13 kg á móti 6,5 kg í fyrra. „Ég er glaður sjálfur og nú er glaðari stund við eldhúsborð heimilanna," segir Guðni. Tíu kílóa neysluaukning á mann hef- ur orðið bæði á ávöxtum og grænmeti og töluverð söluaukn- ing hefur orðið á íslensku græn- meti á síðasta ári. -dh Heitt vatn í Fjarðabyggð: lilnaunadæling stendur ylir næstu mánuN Heitavatnsleit í Fjarðabyggð, sem til þessa hefur verið flokkað sem „kalt svæði“ hefur borið ár- angur. Leit sem hófst 1998 á Eski- firði hefur leitt til þess að upp hefur komið vatn með sjálf- rennsli upp á tæpa 7 lítra á sek- úndu og 77,5“C vatnshita. Þrýst- ingur holunnar hefur fallið lítil- lega frá því að borun lauk eins og búist var við. Dæluprófun hol- unnar er hafin. Dælan er á 120 m dýpi og gert er ráð fyrir að holan verði tilraunadæld næstu mánuð- ina. Fram að þessu hefur árangur verið góður og staðist þær vonir sem við þetta eru bundnar í framtíðinni í Fjarðabyggð. Nýting heits vatns gæti orðið staðreynd í Fjarðabyggð. -GG Vegagerðin hefur opnað tilboð í gijótgarða sem settir verða í og við Jökulsá á Breiðamerkursandi til þess að verja ströndina - og þar með þjóöveginn - ágangi sjávar. Um er að ræða umfangsmestu vamaraðgerðir sem ráðist hefur verið í við Jökulsár- lón til þessa. Til verksins verða tekn- ir um 50.000 rúmmetrar af grjóti úr klöpp sem komið hefur undan hop- andi jöklinum vestan við lónið. Magnið samsvarar á að giska 5000 bílhlössum. Alls bárust 15 tilboð í verkið. Lægsta tilboðið var frá Suðurverki ehf. í Hafnarfírði og hljóðaði upp á 55.468.000 krónur. Reynir Gunnars- son hjá Vegagerðinni segir að verk- takakostnaður hafi verið áætlaður 103.400.000 krónur og að munurinn á áætlun og tilboði - ríflega 53% - sé einn sá mesti sem hann hafi séð. Hæsta tilboð hljóðaði upp á 126.050.000 krónur. Brúin í stórhættu Vegna landrofs - sem verður fyrst og fremst þegar stórviðri geisar - hefur stefnt í að brúin yfir Jökulsá verði sjónum að bráð. Giskað hefur verið á að það gæti að óbreyttu orðið eftir um tuttugu ár. Þegar brúin var byggð 1967 var hún um 500 metra frá ströndinni en síðan þá hefur sjórinn brotið sér leið um það bU 100 metra inn í landið, þar af um það bU 50 metra á síðustu tíu árum. „Þessar aðgerðir hamla ekki bein- línis strandrofi," segir Helgi Jóhann- esson hjá Vegagerðinni, „en þær eru hannaðar þannig að kjósi menn í framtíðinni að verja ströndina myndu slíkar aðgerðir faila að þess- ari framkvæmd." Vamargarðurinn fyrir austan ána - sem sést á með- Heiftugar nágrannaeijur í Smáí- búðaherfmu og dómur Hæstaréttar á haustdögum 2001 um ógUdingu bygg- ingarleyfis eiganda hússins að Heið- argerði 76 í Reykjavík hafa sett borg- aryfirvöld í sérkennUega stöðu. Borg- aryfirvöld hafa í raun hunsað dóm- inn í um eitt og hálft ár með því að framfylgja ekki ákvæðum hans um að láta rífa viðbyggingu sem byggð var í skjóli byggingarleyfis. Dómur- inn virðist þó ekki síður vera áfeUis- dómur yfir vinnubrögðum borgar- ráðs og byggingarfuUtrúa sem heim- Uuðu bygginguna án þess að nauð- synlegt deUiskipulag lægi þá fyrir. Húseigandinn, Guðmundur Eggerts- son, telur sig vera þama miUi steins og sleggju. Dómurinn hljóti þó einnig að fela í sér að hann eigi nú kröfurétt á borgina sem heimUaði framkvæmd- ina sem Hæstiréttur telur svo ekki standast samkvæmt lögum. „Ég mun auðvitað íhuga málsókn, enda er aUt þetta mál búið að kosta mig mUda peninga," sagði Guðmundur og ber samskiptum við borgaryfirvöld ekki góða sögu. Klúður borgaryfirvalda ÓumdeUt er að húseigandinn fékk afgreitt byggingarleyfi byggingarfúU- trúa 6. júní 2000 tU að byggja þak með þrem kvistum yfir viðbyggingu fylgjandi mynd - er í línu sem yrði vamarlína strandarinnar ef sú lausn verður fyrir valinu, að sögn Helga. í samvinnu við Siglingastofnun er ver- ið að athuga ýmsa möguleika á að hússins. Það er einnig óumdeUt að sjáUt borgarráð Reykjavlkur sam- þykkti þessa framkvæmd í júlí sama ár þrátt fyrir andstöðu þáverandi formanns og núverandi formanns sem báðir sitja í meirihlutasamstarfi R-listans. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og bygginganefnd- veija ströndina. Annar kostur sem ræddur hefur verið er að færa þjóð- veginn yfir lónið á landfyUingu. „Það er ekki farið að mæða svo mikið á vamarlínunni að tímabært sé að ar Reykjavíkurborgar, segir að það sé líka óumdeUt að borgaryfirvöld hafi rétt tU að deUiskipuleggja íbúða- byggð. „Auðvitað á maðurinn þó þann borgaralega rétt að gera kröfur um skaðabætur." Dómstólar verði þá væntanlega að skera úr um það. Hún segist þó ekki sjá í fljótu bragði veija hana með dýrum aðgerðum," segir Helgi. Á myndinni sést að vamargarður- inn austan við brúna - sem myndar fyrirhugaða vamarlínu strandlengj- unnar - er býsna nálægt þjóðvegin- um, en Helgi segir að tU standi að færa þjóðveginn innar á þessum kafla; vamarlínan sé miðuð við þá breytingu. Farvegurínn styrktur Framkvæmdimar fela aðaUega í sér að farvegur Jökulsár verður styrktur frá lóni niður í fjöru, en skemmdir urðu á farveginum í flóð- um í haust. Vamargarðar sem settir voru við bakka árinnar í vetur verða styrktir og grjóthleðslu bætt við á nýjum stöðum. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér verða báðir varnargarðam- ir með bökkunum neðan brúar lengdir um 100 metra tU sjávar, gijótþröskuldur verður settur þvert í ána um 100 metra neðan við brúna og annar þröskuldur um 120 metra ofan við hana. Þröskuldamir í ánni eru tU að koma í veg fyrir að streymi sjávar inn í lónið haldi áfram að aukast. Ný 50 metra gijótvöm kemur við tangann ofan við bUaplan að vestan og ofan við brúna, en þar hefur áin brotið úr bakkanum. Þá verður kom- ið fyrir grjótvöm austan árinnar á 140 metra kafla þar sem aðstaða hef- ur verið fyrir ferðaþjónustubáta. Austan við ána kemur svo 240 metra langur vamargarðurinn sem áður var getið og markar vamarlínu strandlengjunnar tU framtíðar. Byijað verður á verkinu í þessari viku og er stefht á að ljúka því fyrir 1. júní á næsta ári. -ÓTG/JI hvaða stöðu húseigandinn hafi gagn- vart skaðabótum. Bendir hún á að í dómi Hæstaréttar komi fram að hús- eiganda hafi verið kunnugt um and- stöðu nágranna sinna. Einnig að það verði að líta svo á að aUar fram- kvæmdir hans við verkið hafi verið unnar í heimUdarleysi og „ekki í góðri trú“. Telur forsendur rangar Guðmundur fékk byggingarleyfið árið 2000 eftir að beiðni hans um slíkt hafði þrívegis á árunum 1989 tU 1994 verið hafnað á forsendum mót- mæla nágranna hans, m.a. vegna þess að nýtingarhiutfaU lóðarinnar hafi þá þegar verið orðið of hátt eða 0,71. Þar var miðað við nýtingarhlut- faU einbýlishúss. Þessu hafði Guð- mundur aUa tíð mótmælt á þeim for- sendum að aUt frá upphafi, eða í kjöl- far þess er faðir hans fékk lóðina 1952, hafi fengist leyfi tU að tveir not- endur væra um lóðina. Árið 1954 hafi verið samþykkt sérstök risíbúð ásamt kvisti á norðurþaki hússins. Þetta segist hann aUt hafa skjalfest og því sé ekki rétt að skUyrða lóðina við einbýli, heldur meta nýtingar- hlutfaU lóðarinnar við sambýlishús með nýtingarhlutfaUi aUt að 0,80. Á þessum forsendum hafi byggingar- leyfið verið gefið út árið 2000. -HKr. Borgin í skrýtnum málum vegna deilna í Smáíbúðahverfinu: Borgarráð samþykkti ólög- mæta byggingarheimild - húseigandi íhugar að fara í skaðabótamál DV-MYND HARI Heiðargeröi 76 Húseigandinn íhugar nú aö gera skaðabótakröfu á hendur Reykjavíkurborg í kjölfar þess aö Hæstiréttur hefur dæmt byggingu hans á rishæö ofan á viö- byggingu hússins ólögmæta. Þar er vísaö til þess aö borginni hafi ekki veriö heimilt aö gefa út byggingarleyfi þar sem deiliskipulag lá ekki fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.