Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 10
10 Útlönd 4» FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 ÐV Jesica Santillan Reynt aö leiðrétta fyrra klúöur við hjarta- og lungnaígræöslu. Reynt að leiðrátta mis- tök við hjartaígræðslu Sautján ára stúlka, Jesica Santillan, sem var viö dauðans dyr eftir aö læknar græddu fyrir mistök í hana hjarta og lungu af röngum blóðflokki, gekkst undir aðra aðgerð í gær til að reyna að bjarga lífi hennar. Jesica liggur nú á gjörgæslu- deild Duke háskólasjúkrahússins í Durham í Norður-Karólínu þar sem mistökin voru gerð fyrr í þessum mánuði. Hafist var handa við síðari ígræðsluna snemma í gærmorg- un, að staðartíma, eftir að læknar sjúkrahússins fundu ný líffæri af réttum blóðflokki og af réttri stærð. Nýju líffærin eru byrjuð að starfa og hefur Jesica því ver- ið tekin úr öndunarvél. Ekki er vitað hvort Jesica nær fullum hata en læknar eru bjartsýnir. Mikill eldur logaöi í næturklúbbnum Að minnsta kosti tíu fórust í bruna í BNA Að minnsta kosti tíu munu hafa látist og allt aö hundrað slasast þegar eldur kom upp í Station- næturklúbbnum í West Warwick á Rhode Island í morgun. Að sögn lögreglu var eldurinn mikill og munu eldtungur hafa stað- ið út um glugga byggingarinnar. Slökkviliði mun þó fljótlega hafa tekist að ná tökum á eldinum og var slökkvistarf langt komið þegar síð- ast fréttist. Að sögn lögregluyfirvalda er ekki enn vitað um eldsupptök en hann mun hafa blossað upp um miðnætti, að staðartíma, þegar tónleikar á sviði klúbbsins stóðu sem hæst með tilheyrandi flugeldasýningu. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem mannskæður eldsvoði verður i næturklúbbi i Bandaríkj- unum en um síðustu helgi létust 21 þegar eldur kom upp í næturklúbbi i Chicago, en þar munu flestir hinna látnu hafa troðist undir. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Krókháls 10, 0302, Reykjavík, þingl. eig. Gunni og Gústi ehf., gerðarbeið- endur Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 25. febrúar 2003, kl. 11.30.____ Leiðhamrar 5, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Haukur Hannesson, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 25. febrúar 2003, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Donald Rumsfeld segist tilbúinn í stríð gegn írökum Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, segir að hemað- arundirbúningur á Persaflóasvæðinu sé nú kominn á það stig að bandarísk- ar og breskar hersveitir séu þegar til- búnar tO átaka gegn írökum, gerist þess þörf. „Við höfum haft góðan tíma tO und- irbúnings og ef eða þegar kallið kem- ur frá forsetanum erum við tObúnir," sagði Rumsfeld í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær. Rumsfeld vOdi ekkert staðfesta um fjölda hermanna á svæðinu og sagðist ekki ræða tölur, en haft er eftir hátt- settum embættismönnum í banda- riska vamarmálaráðneytinu að fjöldi bandarískra og breskra hermanna á svæðinu sé að nálgast 150 þúsund og gæti orðið 200 þúsund fyrir lok mán- aðarins. Þá verði afls sex flugmóður- skip, fimm bandarísk og eitt breskt, komin á svæðið auk tuga herskipa og hundraða flugvéla. Á sama tíma bíða Bandaríkjamenn spenntir ákvörðunar Tyrkja um það hvort þeim verði leyfð afnot af tyrk- Donald Rumsfeld neskum herstöðvum tO árása á íraka í skiptun fyrir efnahagsaðstoð, en tyrkneska þingið mun væntnalega greiða um það atkvæði i dag. LokatO- boð bandarískra stjórnvalda hljóðar upp á sex mOljarða doflara efnahags- aðstoð auk 20 mflljarða dollara láns- loforðs, en Tyrkir hafa aftur á móti farið fram á meira en þrjátíu miflj- arða dollara í beina efnahagsaðstoð. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekki kæmi tO greina að hækka tOboðið og voru stöðugir samningafundir í gangi í Ankara í gær. Tyrkir segjast óttast ófyrirséð fjárútlát vegna gífurlegs straums flóttamanna frá Irak, komi tO stríðs, en auk þess líði þeir enn þá fyrir tuga mOljarða efnahagshrun sem þeir urðu fyrir í kjölfar Persa- flóastríðsins árið 1991. Þá mun krafa meirihluta Tyrkja um nýja ályktun Öryggisráðsins, sem leyfi aðgerðir gegn írökum, flækja málið tO muna, en Ahmet Necdet Sez- er, forseti Tyrklands, sagði íyrr í vikunni að Tyrkir myndu aðeins leyfa Bandarikjamönnum afnot af herstöðv- um í landinu ef Öryggisráð SÞ sam- þykkti fyrst nýja ályktun sem leyfði hernaðaraðgerðir gegn írökum. REUTERS-MYND Geimskutlu púslað saman Tæknimenn bandarísku geimferöastofnunarinnar NASA vinna höröum höndum viö aö setja saman brotin úrgeimskutl- unni Columbia sem fórst 1. febrúar þegar hún var aö koma inn í gufuhvolf jaröar. Á þessari mynd má sjá Steve Altm- us, verkstjóra samsetningarinnar, sýna þingmanninum Dave Weldon hvernig gengur. Leiðtogar Afríkuríkja styðja afstöftu Frakka í írakstJeilunni Leiðtogar fimmtíu og tveggja Afríkuríkja, sem sitja fund með Jacques Chirac Frakklandsforseta í París, lýstu í gær yfir stuðningi sínum við andstöðu Frakka við styrjaldaráform Georges W. Bush Bandaríkjaforseta í írak. Leiðtog- arnir samþykktu ályktun þar sem segir að tfl sé annar valkostur en stríðsátök. Þrjú Afríkuríki, Gínea, Kamer- ún og Angóla, eiga sæti í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. í yfirlýsingu sinni segja leiðtog- arnir að það sé sameiginlegt markmið þjóða heims að afvopna íraka og aö Sameinuðu þjóðirnar séu eini vettvangurinn til þess. Afríkuleiðtogarnir hvetja stjórnvöld í írak til að sýna vopna- REUTERSMYND Chirac og Afríkuleiðtogar Jacques Chirac Frakklandsforseti í hópi Afríkuleiötoga sem lýstu yfir stuöningi viö íraksstefnu hans. eftirlitsmönnum SÞ samstarfs- vilja. Stuðningur Afríkuleiðtoganna við sjónarmið Frakka í íraksdeil- unni kemur á hentugum tíma fyr- ir Jacques Chirac og ríkisstjórn hans, þar sem stjórnvöld í Was- hington ætla að leggja fram drög að nýrri ályktun í Öryggisráðinu þar sem heimilað verður að grípa til hernaðaraðgerða gegn írak. Fréttaskýrendur telja að afstaða Afríkuríkjanna þriggja í ráðinu kunni að ráða úrslitum þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Bæði Bandaríkjamenn og Frakkar vinna nú að því hörðum höndum á bak við tjöldin að afla sem víðtækasts stuðnings við stefnu sína í íraksmálinu. Stuttar fréttir Powell segist fenöast nóg Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt uppi vörnum fyrir sjálfan sig í gær vegna ásak- ana um að hann ferðaðist ekki nóg. Powell sagðist hitta erlenda leiðtoga á fundum, tala við þá í síma eða ætti sam- skipti við þá með tölvupósti. Hermenn til Fílíppseyja Bandaríkin ætla að senda 750 hermenn til Filippseyja til að elt- ast við uppreisnarmenn múslíma. Vill strika út skuldir Karsten Hansen, fjármálaráð- herra Færeyja, telur mögulegt aö gera samning við þá sem skulda opinber gjöld um að þeir greiði hluta skuldarinnar en fái afgang- inn niðurfelldan. Schiissel snýr sér til Haiders Wolfgang Schússel Austurríkis- kanslari, sem er enn að reyna að mynda stjórn þremur mánuðum eftir kosningarnar, sneri sér í gær til hægriöfgaflokks Jörgs Haiders í von um að endurnýja fyrra samstarf sem fór út um þúf- ur. Varað við skattalækkunum Wim Duisenberg, bankastjóri EBvrópska seðlabankans, hefur varað við skattalækkunum sem ekki er mætt með sparnaði á öðr- um stöðum í ríkisrekstrinum. Erdogan má bjóða sig fram Yfirkjörstjórn í Tyrklandi hefur lýst því yfir að Recep Tayyip Er- dogan, leiðtogi stjórnarflokksins, megi bjóða sig fram til þings í aukakosningum sem verða haldnar í næsta mán- uði. Erdogan var áður meinað framboð þar sem hann hafði hlot- ið dóm fyrir undirróður. Nasistaútvarp verði ekki styrkt Menningarmálaráðherra Dan- merkur er andvígur því að út- varpsstöð nasista í bænum Greve fái styrk frá hinu opinbera. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur látið hand- taka einn helsta andstæðing sinn og leynilögreglan leitar tveggja ann- arra. Svo virðist sem þetta sé hluti af skipulögðum aðgerðum forset- ans gegn andstæðingum sínum. Ætla að gabba BBaradei Útlægir íranskir stjórnarand- stæðingar segja að stjómvöld hafi flutt búnað úr kjarnorkuverum til aö blekkja Mohamed ElBaradei og aðra eftirlitsmenn Alþjóða kjam- orkumálastofnunarinnar. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.