Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 25
25 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 DV Tilvera ‘AHa helgina lífiö Opnanir Það sem þú vilt sjá í Gallerí Skugga Kl. 17 opna Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sigurðsson og Hrappur Steinn Magnússon sýninguna Það sem þú vilt sjá í Gallerí Skugga við Hverfisgötu 39. Sýningin inniheldur verk sem unnin eru með ýmsum aðferðum, m.a. graflk, skúlptúr, tölvuunnar ljósmyndir og innsetningar. Sýningin stendur til 9. mars og er opin kl. 13-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Hveravellir, akstur yfir jökul Útivist býður upp á ferö um Hvera- velli, akstur yfir jökul. Brottför er kl. 20 frá Arctic Trucks á Nýbýlavegi 2. Keyrt er í Reykholt á föstudagskvöld- inu og gist þar. Daginn eftir er keyrt sem leið liggur fram hjá Húsafelli og upp á Langjökul, að Þursaborg. Einnig væri hægt aö fara að Fjallkirkju. Það- an er síðan farið á Hveravelli þar sem verður gist og Arctic Trucks býður til kvöldverðar. Ferðatilhögun á sunnu- dag fer eftir veðri og færð en annað hvort veröur farið yfir jökulinn eða Kjöl heim á leið. Þessi ferð er ætluð bilum sem eru með 38’ dekk og sérút- búnir til aksturs í snjó. Þátttaka er háð samþykki fararstjóra. Fararstjórar eru Ragnar Einarsson og Ragnheiður Óskarsdóttir.Verð 6500/7900 kr. Sálin á Gauknum Sálin mun spila úr sér mæðuna á Gauknum í kvöld. Hörkufjör. AriíÖgrí Trúbadorinn Óskar Einarsson skemmtir á Ara i Ögri í kvöld. Afmælishátíð á 22 KGB spilar á efri hæð 22. Af- mælistilboð á bamum aila helgina. Munið stúdentaskírteinin og góða skemmtun. Glymsarnir á Kaffi Strætó Glymsamir spila á Kaffi Strætó í Mjódd í kvöld. Njalli á Kaffi Læk Njalli i Holti spilar létta tónlist á Kaffi Læk í Hafnarfirði í kvöld. Rytmi Hildar HOdur Margrétar- dóttir myndlistar- kona opnar einka- sýningu í Listasafni ASÍ á morgun, kl. 16 til 18. Yfirskriftin er „Rythmi". Þetta er tí- unda einkasýning Hildar. í efri sal safnsins verða málverk en í neðri sal innsetning og videogjörningur. Mál- verkin eru unnin út frá því takmarki að reyna að losa sig við fagurfræðileg höft og skapa einstæða og persónulega list. Sýningin stendur 22. febrúar til 9. mars og aðgangur er ókeypis. Fluttur verður gjömingur viö opnunina og allir landsmenn eru velkomnir. Bæjarlind 4 • BOI Kópavagur • Sími 544 5514 Allir íþróttaviáburðir í beinni á risaskjám. Pool. Góður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf. Smárabíó - Ballistic: , Hilmar Ecksvs. Sever ★ Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Sveifln og hafið Ríkarður Long Ingibergs- Sprengingar Ef færi fram skoðanakönnun um það í hvaða kvikmynd flestir bílar eru sprengdir í loft upp þá ýrði Ball- istic: Ecks vs. Sever ofarlega á blaði. Það nötrar allt bíóið þegar hvert flutninga- tækið á fætur öðru springur í loft upp með miklum hávaða. Þegar hugmyndaflugið í spennu- trylli nær ekki lengra er gamanið stutt. Þá er það ekki til að bæta myndina að söguþráðurinn er allur hinn ótrúverðugasti og holóttur eins og svissneskur ostur. Nú, til að full- komna óbragðið þá eru leikarar og leikkonur eins og strengjabrúður sem hafa fengið þá einu fyrirskipun að vera svalar. Antonio Banderas leikur fyrrum njósnara hjá FBI, Ecks, sem er að drekka sig í hel vegna dauða eigin- konunnar. Þegar hann kemur til sögunnar á krá einni þar sem hann situr viö barinn er hin aðalpersón- an, Sever, búin að gera allt vitlaust á æðstu stöðum, búin að sprengja í loft upp farartæki til að ná tangar- haldi á syni manns sem heitir Gant og er, að því er virðist, einhvers konar yfirmaður í leyniþjónustu þótt hann hagi sér eins og mafíufor- ingi. Á barinn til Ecks kemur fyrr- verandi yfirmaður hans með segul- band þar sem rödd eiginkonu hans heyrist. Samkvæmt því er hún enn í tölu lifenda. Til að fá að vita um afdrif hennar þarf Ecks að mæta aftur til vinnu og sagt að Sever sé sú eina sem viti um afdrif eiginkonu hans. Þama fer myndin að fara fram úr handritinu. Það er aldrei hægt að fá botn í hver er hvað. Það eina sem er skýrt er að það borgar sig fyrir Ecks og Sever að standa saman, gegn hverjum er óljóst. En það var ekki laust við að upp í huga minn hafi komið sú hugmynd að aðeins einn glæpamaður hefði verið til staðar og til að ná einhverjum endi hafi þurft að drepa um það bil fimmtíu menn sem héldu sig vera að vinna heiðar- lega vinnu fyrir ríkisvaldið. Fyrir þá sem vilja að líkaminn titri vegna desibelhávaða þá er Ball- istic: Ecks vs. Server eins og adrena- linsprauta. Aðrir ættu að varast hana. Leikstjóri: Wych Kaosayananda. Handrit: Alan B. McElroy. Kvikmyndataka: Julio Macat. Tónlist: Don Davis. Aöalhlutverk: Antonio Banderas, Lucy Liu og Greg Henry. Ecks og Sever Antonio Banderas og Lucy Liu í hlut- verkum ofurnjósnara. Ur sýningunni Gussi bassi farinn úr kjálkaliö. Snúöur og Snælda frumsýna í dag: Forsetinn kemur í heimsókn Félagsheimili lítils kauptúns á landsbyggðitmi á von á forseta lýð- veldisins í heimsókn. Öllu er tjaldað til. Þetta er umgjörð og yrkisefni Brynhildar Olgeirsdóttur og Bjama Ingvarsson í gamanleik með söngv- um sem Snúður og Snælda frumsýna í dag í Ásgarði. Leikritið heitir For- setinn kemur í heimsókn og Bjami Ingvarsson er leikstjóri. Sautján leik- arar og söngvarar taka þátt, ásamt sjö aðstoöarmönnum. Sýningar verða á fóstudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 15 í Ásgarði, Glæsibæ. son opnar sýn- ingu á verkum sínum í Félags- starfl Gerðu- bergs í dag, 21. febrúar 2003, kl. 16.00. Gerðuberg- skórinn syngur við opnunina und- ir stjórn Kára Friðrikssonar. Þetta er fyrsta einkasýning Ríkarðs og hún er í tilefni 90 ára afmælis hans. Myndefnin tengjast aðallega sveitinni og hafinu. Sýningin stendur til 19. mars 2003. Opið er mánud.-föstud., kl. 10-17, og laug- ard.-sunnud., kl. 13-17. Afþreyingarmiðlar Þeir HaUdór Ei- ríksson, Helgi Snær Sigurðsson og Hrappur Steinn Magnússon opna sýninguna „Það sem þú vilt sjá“ í Gallerí Skugga við Hverfísgötu 39 á morgun, 22. febrú- ar, kl. 17.00. Myndlistarmennirnir nýta sér vinsældir ólíkra afþreyingar- miðla og beita ýmsum aðferðum til að skoða siðferðislegt gildismat okkar. Verkin em unnin með ýmsum aðferð- um, m.a. grafík, skúlptúr, tölvuunnar ljósmyndir og innsetningar. Sýningin stendur til 9. mars og er opin 13-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur um íslensk hljómsveitanöfn: Skemmtileg og skpýtin nöfn - segir Sævar Ingi Jónsson Sævar Ingi Jónsson, BA, flytur fyrirlestur um hljómsveitanöfn á veg- um Nafnfræðifélagsins á morgun, 22. febrúar. Hann hefst kl. 13.30 í Áma- garði, stofu 201. Við tókum Sævar tali og spurðum hann út í efnið: - Hvemig datt þér í hug að pæla í hljómsveitanöfnum? Síðasta árið í BA í íslensku var ég í áfanga sem heitir naftifræði. Þá kom upp umræðuefnið hljómsveita- nöfti. Þetta var eftii sem ég hafði áhuga á og vissi að lítið sem ekkert hafði verið skrifað um. - Hvað var það sem vakti áhuga þinn? Ég hef alltaf haft gaman af tónlist og fylgst mikið með íslenskum hljóm- sveitum. Ég hafði kannski ekki mik- ið pælt í nöfhunum áður en þau fylgja auövitað með. - Hefurðu sjálfur eitthvað verið í hljómsveit? Ja, það er kannski hægt að segja að ég hafi lítillega verið í hljómsveit- um en ég legg áherslu á orðið lítil- lega. - Kom þér eitthvaö sérstaklega á óvart er þú fórst að skoða sögu hljóm- sveitanafna? Já, það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Það var til dæmis hversu mikill fjöldi af hljómsveitum hefur verið til á íslandi síðan um 1950, svo og fjölbreytnin í nöfnunum sem er reyndar alltaf að aukast. - Finnst þér vera mikið af erlend- um nöfnum á hljómsveitum? Það er töluverður fjöldi af erlend- um nöfiium. Ég get ekki komið með neina prósentutölu en hún er mjög há og alltaf að hækka. Hljómsveitir skipaðar ungu fólki eru mjög mikið fyrir að nota erlend nöfh. - Hvaðan koma hugmyndimar að nöfhunum? Þær koma alls staðar frá. Hugmyndaflugið Sævar Ingi Jónsson Er aö reyna aö flokka nöfnin í stóra efnisflokka. er endalaust. Það eru mikið notuð nöfii á persónum, hlutum, sjónvarps- þáttum, kvikmyndum o.s.frv. - Hvað ertu að skoða í þessari rit- gerð? Ég er að reyna að flokka nöfhin í stóra efnisflokka. Ég fór aðeins inn í minni efnisflokka en vandinn er að það verða svo margir flokkar eftir þannig að það gekk ekki alveg upp. Svo skoða ég af hverju ýmsar hljómsveitir hafa skipt um nöfn, af hverju hljómsveitir hafa valið sér nafti sem tengist ekki tónlistarstefnu þeirra eða er bara hreint út sagt und- arlegt og margt fleira. - Dæmi um skemmtileg nöfh sem þú rakst á? Það var fullt af skemmtilegum og skrýtnum nöfhum sem ég rakst á. Mér fmnst til dæmis nafnið „Austur- land að Glettingi" mjög skemmtilegt, svo dettur mér í hug „Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykja- víkur“ sem var nafn á hljómsveit sem einu sinni var uppi. Mjög skemmtilegt nafn. -AÞÁ K f'Sk » i \ ,\;y Sýningar Verðlaunasýning Handverk og hönnun mun opna sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun en hún hefur verið á ferð- inni um landið frá því í júli 2002, er hún var opnuð í Edinborgarhúsinu á ísafirði. Hún byggist á fimm sýning- um sem Handverk og hönnun hélt í sýningarsal sínum í Aðalstræti 12 á síðasta ári og hlaut Menningarverð- laun DV 2002 í listhönnun fyrir. Sýn- ingin í Ketilhúsinu stendur til 9. mars og er opin alla daga frá kl. 13.00 til 17.00 nema mánudaga. ’T * ■> Y-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.