Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 Fréttir Utanríkisráöherra Svía segir aö auka þurfi norrænan styrk í ESB: Litlar þjóðir geta haft umtalsverð áhrif Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, telur að auka eigi nor- ræn áhrif og styrk norrænna þjóða i Evrópusambandinu en ít- rekar um leið að það sé alfarið ákvörðun íslenskra stjórnvalda að sækja um aðild að ESB. Þetta var meðal þess sem fram kom í fyrir- lestri hennar i Háskóla íslands í gær en auk þess fjallaði Lindh m.a. um reynslu Svía af ESB og framtíð sambandsins. „Ég tek vel á móti íslendingum í ÉSB en ég get ekkert sagt um hvort ég mæli með því að þið gangið í það. Það er ykkar ákvörð- un,“ sagði Anna um leið og hún lýsti yfir ánægju sinni með hlut Svía í ESB. Tekið hefði nokkur ár fyrir Svíþjóð að verða fullvirkur aðili en nú, eftir átta ára setu, væri raunin orðin sú. Hún segir jafnframt að Svíþjóö hafi ekki breyst mikið eftir inngönguna; enn sé haldið í sömu hefðir og sömu siðmenningu og áður var gert. Litlar þjóðir hafa áhrif Lindh sagði einnig að litlar þjóðir hefðu umtalsverð áhrif inn- an sambandsins - meiri en margir vildu halda, en viðurkenndi um leið að stærstu þjóðirnar væru áhrifameiri. Lindh viðurkenndi að hún hefði haft efasemdir í upp- Utanríkisráðherrra og rektor Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, var meöal gesta á fyrirlestri Önnu Lindh í Odda í gær. Anna sagöi aö litlar þjóöir heföu meiri áhrifinnan ESB en margir vilja meina. hafi en jafnframt reynt að vera já- kvæð gagnvart inngöngu Svía í ESB. Ekki leið á löngu þar til hún sá að það hefði borgað sig. „Við sáum að minni lönd gátu haft áhrif og það var ánægjulegt," sagði Lindh og bætti síðan við að með inngöngu 10 nýrra þjóða árið 2004 mundi draga enn frekar úr áhrifum stóru þjóöanna. Auk þess hafnar Lindh því að deilur séu sí- fellt að koma upp á milli stærri og minni þjóða og segir að yfirleitt sé mikill vilji innan sambandsins að komast að samkomulagi um flest deilumál. Þannig reyni þjóðir fremur að fá sínu framgengt með samningum en með því að beita mætti sínum og krafti. Taka skai upp evruna Lindh segist telja að áhrifamátt- ur Svíþjóðar innan ESB muni minnka hafni Svíar því að taka upp evruna í þjóðaratkvæða- greiðslunni sem fram fer í haust. Hún telur upptöku evrunnar mik- ilvæga fyrir efnahaginn í Svíþjóð auk þess sem hún óttast að fram komi efasemdir um þátttöku Svía í ESB hafni þeir evrunni. Taldi hún jafnvel að Svíar yrðu að ein- hverju leyti afskrifaðir sem full- virkir aðilar ESB kæmi til þess að þjóðin hafnaði henni. -vig Stórmót Hróksins 2003 3. umferð Jafnt hjá Stefáni og Kontsnoj Umsjón Sævar Bjamason Þriðja umferð Hróksmótsins var skemmtileg og meðal annars var Hannes að gera góða hluti gegn Pól- verjanum Bartlomiej Macieja. 1. Stefán Kristjánsson komst loks á blað með því að gera jafntefli við Viktor Kortsnoj í hörkuskák þar sem Stefán sótti stíft að þeim gamla sem bjargaði sér fyrir hom! 2. Etienne Bacrot varð að láta í minni pokann gegn Ivan Sokolov sem tefldi Spánska leikinn með svörtu af stakri snilld og sýndi þar með að hann ætlar sér stóra hluti á mótinu. 3. Hannes H. Stefánsson átti góða sigurmöguleika gegn ofúrstórmeist- aranum Bartlomiej Macieja frá Pól- landi. En unnin staða varð að jafn- tefli á síðustu mínútunum. 4. Helgi Áss og Mickey Adams tefldu hörkuskák, en Helgi gaf eftir rétt um 40. leik og Adams vann mik- ilvægan sigur. 5. Luke McShane og Alexei Shirov geröu einnig jafntefli í mik- illi baráttuskák þar sem Shirov neyddist að lokum til að þráskáka til að forðast liðstap. Hvítt: Hannes H. Stefánsson (2569) Svart: Bartlomiej Macieja (2629) Tveggja riddara tafl. Hróksmótið, Kjarvalsstöðum (3), 20.2. 2003 1. e4 e5 2. Rf3 RfB 3. Rc3 Rc6 4. g3 Bc5 5. Bg2 d6 6. d3 a6 7. h3 h6 8. Be3 Bxe3 9. fxe3 Re7 10. Rh4 c6 11. Df3 d5 12. g4 dxe4 13. Rxe4 Rxe4 14. Dxe4 Da5+ 15. b4 Dd5 16. c4 Dxe4 17. Bxe4 g6 18. Kd2 Be6 19. Kc3 0-0 20. a4 Kh7 21. Hhgl Rc8 22. Bhl Rd6 23. c5 Rc8 24. Rf3 f6 25. Rd2 Re7 26. Rc4 Had8 Hannes hefur fengið upp mjög _ _ vænlega Á áe stÖðu 0g . * . — * plantar nú A « * “ mr riddara á A * d6. 27. ^ A A á A Rd6 b6 28. © A A A Rc4 Bxc4 , 29. Kxc4 a ai. bxcs 30. bxc5 Rd5 31. Bxd5 cxd5+ 32. Kb4 d4 33. e4 Hc8 34. Hgcl f5 35. Kc4 fee4 36. dxe4 Hfd8 37. Ha3 Hc7 38. Hb3 g5 39. Hcbl Hdc8 40. Hb7 Hxb7 41. Hxb7+ Kg6 42. Hb6+ Kf7 43. Hxa6 Hd8 44. c6 Ke7 45. Ha5 Kd6 46. Hd5+ Kc7 47. a5 Hd6 48. Kd3 He6 49. Hc5 He8 50. Kc4. Hd8 51. Hd5 Hd6 52. Kd3 He6 53. Hb5 He8 54. Hc5 Kd6 55. Kc4 Kc7 56. a6 Ha8 57. Ha5 Kb6 58. Hxe5 Hxa6 j- - -|gp |g|'“ ■ IÉWMj xm. 9 a l A A m m i [ ^ ym. ’ém; áP fHI.........wm...1É11..r Þetta endatafl er einfaldlega unn- ið! En Hannes tefldi ekki nógu vel í hraðskákarhlutanum og missti stöð- una niður í jafhtefli. Ergilegt, því flestir vora búnir að bóka vinning hjá Hannesi.59. Kxd4 Ha4+ 60. Kd5 Ha3 61. Kd6 Hxh3 62. Kd7 Hd3+ 63. Hd5 Hf3 64. Hd6 Hf7+ 65. Ke6 Hf4 66. Kd7 Hf7+ 67. Kd8 HfB+ 68. Ke7 Hf4 69. e5 Kc7 70. Hxh6 Hxg4 71. Hg6 Hgl 72. Ke8 g4 73. KfB g3 74. e6 g2 75. e7 Hfl+ 76. Ke8 glD 77. Hxgl Hxgl 78. Kf7 Hfl+ 79. Ke6 Hel+ 80. Kf7 Kxc6 81. e8D+ Hxe8 82. Kxe8 fiö Samkeppnisstofnun bíöur eftir olíufélögunum: Tvö hafa beöiö um fnest Frestur sem olíufélögin höfðu til þess að svara frumniðurstöðum úr rannsókn Samkeppnisstofnunar á hugsanlegu meintu samráði félaganna rann út í gær. Svör hafa ekki borist en Ker (Esso) og Skeljungur hafa beðið um lengri frest til að skila þeim. Um er að ræða fyrri hluta rann- sóknarinnar en henni var skipt í tvennt tO þess aö nýta tímann betur. Stofnunin er að vinna að frumniður- stöðum í síðari hluta rannsóknarinn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- keppnisstofnun er líklegt að niður- staða í báðum hlutum rannsóknarinn- ar verði birt í einu lagi. Það verði með öðrum orðum beðið með að birta nið- urstöðu í fyrri hluta hennar þangað til niðurstaða í síðari hluta hggur fyrir. Ekki er talið að það verði fyrr en eftir nokkra mánuði. -ÓTG 1 [ A leið til Hafnarfjaröar Trinket í togi dráttarbátsins Hamars til Hafnarfjaröar. Norðan steytingur hefur tafiö för. Dregið til Hafnarfjarðar: Er stýris- og skrúfulaust Flutningaskipið Trinket, sem siglir undir hentifána og lestaði loðnumjöl í Grindavík, var síðdegis í gær við Garðskaga í togi en drátt- arbáturinn Hamar úr Hafnarfirði sótti skipið til Grindavíkur. Skipið varð vélarvana í innsiglingunni til Grindavíkur á útleið, lagðist þvert en var bjargað aftur að bryggju fyr- ir snarræði heimamanna. Ferðin hefur sóst seint vegna veðurs, nokkur sjór var við Garð- skaga en norðan steytingur var á móti í allan gærdag. Skipin voru væntanleg til Hafnarijarðar með morgninum. Trinket er bæði stýris- og skrúfulaust en leki er mjög lítill. Það verður tekið upp í stærri flot- kvína í Hafnarfirði strax við kom- una þangað. -GG Guðrún Gísladóttir KE: Kafarar komnir niður að skipinu Tíu kafarar era nú loks komnir að flaki Guðrúnar Gísladóttur sem sökk skammt undan Leknes í Noregi. Kaf- aramir hafa farið niður og komið festingum á skipið og hlifum undir kjölinn svo taugarnar skerist ekki á kilinum. Tönkum verður sökkt niður að skipinu í dag til þess að snúa því, en það liggur á stjómborða. Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem stjómar verk- inu í Noregi fyrir íshúsfélag Njarð- víkur, segir að tankana verði að taka upp aftur eftir aö búið er að snúa skipinu en síðan verði þeim sökkt niður að skipshlið. Ásgeir Logi segir að gert hafi verið ráð fyrir að 21 sól- arhringur færi í verkið, 3 sólarhring- ar eru frá svo enn er nokkur tími til stefnu. Gert er ráð fyrir að Guðrún Gísladóttir KE komi upp á yfirborðið um miðjan marsmánuð. -GG Norðmenn byggja stafkirkju eins og í Eyjum - kirkjumar eru eins en nær 30 milljóna króna verömunur á byggingunum Stafkirkja, eins og sú sem Norð- menn gáfu íslendingum í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu árið 2000 og vígð var við mikla athöfn í júli það ár, verður nú byggð í Haltdalen í Noregi. Hún á að kosta 1,8 milljónir norskra króna segir í Aftenposten. Verðið á kirkjunni sem reist var í Eyj- um var 4,5 milljónir norskra króna hingað komin en síðan bættist viö umtalsverður kostnaður við að reisa mannvirkið og ganga frá svæðinu og fleira, að sögn Ólafs Ólafssonar, bæj- artæknifræðings í Vestmannaeyjum. Reistir voru garðar af fornri gerð, hellulagt og salemisaðstaða sköpuð, svo eitthvað sé nefnt. Nákvæmar tölur lágu ekki fyrir um heildarkostnaðinn, en hann nam tugum milljóna. Nýju stafkirkjunni er ætlað að örva ferða- mannastraum á svæðið. Það verður fjórða stafkirkjan af sömu gerð sem rís í Haltdalen. Upp- haflega kírkjan frá því um 1170 stóð í Haltdalen og er elsta timburbygging Noregs sem varðveist hefúr. Stafkirkj- an var rifm fyrir 120 árum og viðir hennar reistir að nýju á Kálfskinni í Stafkirkjan í Eyjum Lítiö en glæsilegt mannvirki til minn- ingar urn Gizur hvíta og Hjalta Skeggason. Þrándheimi en síðar var hún flutt á safn í Holtálen. Eftirmyndir Halt- dalen-stafkirkjunnar eru í Vest- mannaeyjum, Hölonda og senn í Halt- dalen þar sem sú upphaflega stóð. Aftenposten segir að héraðsmenn í Haltdalen hafi gert heiðarlega tilraun til að fá upphaflegu fornu kirkjuna aft- ur á sinn stað en fljótlega orðið ljóst aö það yrði aldrei. Því tóku menn mál- ið í eigin hendur. Sóttir vora 130 rúmmetrar af 400 ára gamalli furu í skógana í héraðinu og skógamir nán- ast tæmdir af eðaltimbrinu. Reiknað er með að bygging kirkjunnar og upp- setning taki 2.800 vinnustundir. Bygg- ingameistarinn segir menn velta fyrir sér hversu margfalt fleiri tímar hafi farið í verkið hjá forfeðrunum með sín frumstæðu tæki og tól þegar frum- kirkjan reis. Haraldur Noregskonungur og Sonja kona hans voru viðstödd vígslu staf- kirkjunnar í Eyjum sumarið 2000. Ámi Johnsen alþingismaður átti hug- myndina að stafkirkjunni og kom hugmynd sinni á framfæri við Norð- menn. Fékk hún góðar undirtektir. í Eyjum voru aðalfrumkvöðlamir þeir Árni Johnsen, Guðjón Hjörleifsson og séra Kristinn Bjömsson. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.