Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 29
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003
29
tr
Nýr samningur hjá Heiðari
Landsliðsframherjinn Heiðar Helgu-
son hefur skrifað undir nýjan samning
við enska fyrstudeildarliðið Watford en
núgildandi samningur hans átti að
renna sitt skeið á enda í vor.
Heiðar er markahæsti leikmaður
Watford á þessari leiktíð, með tíu mörk,
og sagði Ray Levington, knattspyrnu-
stjóri liðsins, að það væru góðar fréttir
að Heiðar hefði skrifað undir samning.
„Hann er frábær karakter, hugrakkur
og frábær skallamaður." -ósk
K O N U R J
@@°[D0C5£\B Æái
Þetta er i 28. sinn sem leikið er um
bikarinn í kvennaflokki í handbolt-
anum. Fyrsti bikarúrslitaleikurinn
fór fram 13. apríl 1976 í Laugardals-
höllinni þegar Ármann vann Fram í
vítakeppni. Framstelpur hafa oftast
unnið bikarinn, alls 12 sinnum, en
ekkert annað félag hefur unnið bikar-
inn oftar en þrisvar sinnum. ÍBV get-
ur komist í hóp með Val og Stjöm-
unni vinnist bikarinn um helgina.
Eyjastúlkur geta oröið fyrsta félagið
síðan 1987 til aö vinna bikarkeppnina
þrjú ár 1 röð en eina félagið til aö af-
reka slíkt var Fram sem geröi það
fjögur ár í röð, 1984-1987, og svo þrjú
ár í röð 1978-80.
ÍBV hefur aldrei tapað bikarúrslita-
leik í Höllinni, hvorki í karla- né
kvennaflokki. Karlaliö ÍBV vann í
einu ferð sinni 1991 og kvennaliðið
hefur unnið bikarinn tvö síðustu ár-
in. ÍBV tapaði aftur á móti úrslitaleik
í kvennaflokki fyrir Víkingi í febrúar
1994 en þá fór úrslitaleikurinn fram í
Austurbergi.
Haukastúlkur unnu bikarinn í
fyrstu ferð sinni i Höllina 1997 en
hafa síðan mátt þola tvö naum töp í
miklum spennuleikjum, 17-16 fyrir
Fram 1999 og svo i framlengdum leik,
19-21, gegn IBV fyrir tveimur árum.
Það vekur nokkra athygli að þegar
Haukar og ÍBV mættust i bikarúrslit-
unum 2001 slógu þau út sömu liö í
undanúrslitunum og þau gerðu í ár.
Markaskorarar liðanna
- Mörk utan af velli
IBV hefur oröiö
bikarmeistari i
kvennaflokki tvö
siöustu árin og hér
lyftir fyrirliöinn.
Ingibjörg Jönsdöttir
bikarnum í fyrra.
Homa- og línumenn
Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum 114
Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV.........92
Inga Fríða Tryggvad., Haukum .. 56
Sonja Jónsdóttir, Haukum.........40
Birgit Engl, ÍBV .................39
Edda Eggertsdóttir, ÍBV ..........26
Björg Ólöf Helgadóttir, ÍBV......21
Sandra Anulyte, Haukum ...........17
Skyttur
Anna Yakova, ÍBV.................103
Harpa Melsted, Haukum.............99
Alla Gokorian, ÍBV................84
Tinna Björk Halldórsd., Haukum . 47
Ana Perez, ÍBV....................27
Nína Kristln Bjömsd., Haukum . . 18
Leikstjómendur
Sylvia Strass, ÍBV ...............85
Ragnhildur Guðmundsd., Haukum . 48
Brynja Steinsen, Haukum ...........7
- í aðeins þremur leikjum
Viti
Alla Gokorian, ÍBV................52
Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum . 52
Harpa Melsted, Haukum..............8
Inga Fríða Tryggvad., Haukum ... 8
- Mörk samtals
Mörk skorað
Hanna G. Stefánsd., Haukum 166/52
Alla Gokorian, ÍBV ..........136/52
Harpa Melsted, Haukum........107/8
Anna Yakova, ÍBV .............106/3
Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV.....95/3
Sylvia Strass, ÍBV ............91/6
Inga Fríða Tryggvad., Haukum . 64/8
Ragnhildur Guðmundsd., Haukum 52/4
Hraðaupphlaupsmörk
Hanna G. Stefánsd., Haukum .... 60
Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV........35
Sylvia Strass, ÍBV...............32
Harpa Melsted, Haukum ...........32
Anna Yakova, ÍBV.................25
Alla Gokorian, iBV...............21
Fiskuð víti
Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV........29
Inga Friða Tryggvad., Haukum .. 26
Harpa Melsted, Haukum............24
Sylvia Strass, ÍBV...............13
Hanna G. Stefánsd., Haukum .... 13
Varin skot
Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV.......349
Lukrecija Bokan, Haukum..........299
Bryndís Jónsdóttir, Haukum .... 60
Varin vfti
Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV........19
Lukrecija Bokan, Haukum...........14
Bryndís Jónsdóttir, Haukum.........5
-ÓÓJ
Gunnar Magnússon, þjálfari Fylkis/IR, spáir í spilin fyrir bikarúrslitaleik kvenna á morgun:
HraðauppMaupin lyklatriði
- segir Gunnar og spáir Haukastúlkum sigri í jöfnum og spennandi leik þar sem lítið verður skorað
Tvö efstu lið Esso-deildar kvenna,
Haukar og ÍBV, mætast í úrslitaleik
SS-bikars kvenna í handknattleik í
Laugardalshöllinni á morgun kl. 13.
Eyjastúlkur hafa verið á toppi
deildarinnar í allan vetur en Hauka-
stúlkur eru komnar í annað sætið
eftir sigur á Stjörnunni um síðustu
helgi. ÍBV hefur unnið bikarinn
undanfarin tvö ár en það lagði
Haukastúlkur, 21-18, fyrir tveimur
árum.
DV-Sport fékk Gunnar Magnús-
son, þjálfara Fylkis/ÍR og aðstoðar-
mann Guðmundar Guðmundssonar
landsliðsþjálfara, til að velta fyrir
sér möguleikunum hjá liðunum
tveimur í bikarúrslitaleiknum.
Mikil breidd hjá ÍBV
„í ljósi þess að hér mætast tvö
efstu lið deildarinnar er ljóst að
þetta verður hörkuleikur.
ÍBV-liðið er vel mannað og með
mjög mikla breidd. Því til sönnunar
má benda á að leikmaður eins og
Ana Perez, sem væri lykilmaður í
flestum öðrum liðum í deildinni, er
á bekknum hjá þeim. ÍBV mun
væntanlega spila sína venju-
legu hefðbundnu 6:0 vörn
og það mun mikið
mæða á Öllu Gokori-
an, Önnu Yakovu og
Vígdisi í markinu.
Lykillinn að sigri
ÍBV á laugardag-
inn verður að
stoppa hraða-
upphlaupin hjá
Haukunum og
aðra bylgjuna
hjá þeim en
Haukastúlkur
hafa verið að
skora mjög mik-
ið þannig," sagði
Gunnar
Gífurleg reynsla
„Haukalið-
ið er mjög
reynslumikið
og þær hafa
spilað tvær
mismunandi
vamaraðferð-
ir, bæði fram-
liggjandi 3:2:1 vörn og síð-
an 6:0 vöm i allan vetur
og það kæmi ekki á
óvart þótt Gústaf
Björnsson, þjálfari
Haukanna,
notaði báðar að-
ferðirnar í
leiknum á
laugardaginn
(á morgun).
Ég held að
hann byrji
með fram-
liggjandi vöm
til að mæta
skyttunum hjá
ÍBV. Vörnin og
markvarslan
eru gífurlega
mikilvæg fyrir
Haukana
því ef þess-
ir tveir
hlutir eru
í lagi hjá
liðinu þá
ná þær
hraðaupp-
hlaupunum sem verður lykilatriði
fyrir þær í leiknum. Vandamál
Haukanna í vetur hefur verið að
markvarslan hefur ekki verið nógu
stöðug og því er mikilvægt að hún
verði í lagi í úrslitleiknum.
Það styrkir Hauka-liðið mikið aö
Brynja Steinsen skuli vera byrjuð
að spila með liðinu á nýjan leik.
Hún er frábær leikmaður sem lyftir
leiknum á hærra plan.“
Spái Haukum sigri
„Ég spái Haukum sigri í hörku-
leik og ég held að úrslitin ráðist á
síöustu mínútum eða sekúndum
leiksins. Það verður mikil tauga-
spenna í gangi hjá leikmönnum lið-
anna og ég á ekki von á því að það
verði mikið skorað.
Það verða hraðaupphlaupin sem
ráða úrslitum, Haukastúlkurnar
eru með frábært hraðaupphlaupslið
og ég er sannfærður um að mark-
varslan og vörnin verða í fínu lagi
og að í framhaldinu fái liðið fullt af
hraðaupphlaupum sem klári
leikinn," sagði Gunnar í samtali við
DV-Sport. -ósk
Allt þarf að ganga upp
- segir Harpa Melsted, fyrirliöi Hauka
„Það er alltaf þvílikt gaman að spila í Laugardalshöllinni og það má segja
að þessi leikur sé toppúrinn á tímabilinu. í leik sem þessum þarf allt að
ganga upp og allt að vera í lagi til að sigur vinnist. Við þurfum að spila okk-
ar leik, baráttan verður að vera í fyrirrúmi og vonandi náum við að keyra
upp hraðann í leiknum og fá hraðaupphlaup því að það er okkar helsti styrk-
ur.
Eyjaliðið er mjög sterkt, líklega það sterkasta hjá þeim í mörg ár, en þær
eru langt frá því að vera ósigrandi eins og við sýndum í síðasta leik liðanna.
í leik eins og þessum veltur mikið á heppni og dagsformi - það er auðvelt að
verða hetja eða skúrkur á einu andartaki í svona leik og því er mikilvægt að
koma með réttu hugarfari í leikinn. Við munum mæta vel stemmdar enda
höfum við nýtt undanfama viku vel fyrir leikinn," sagði Harpa Melsted. -ósk
Góð vörn skipflr ölki
- segir Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliöi ÍBV
„Við erum famar að kunna vel við okkur í Höllinni og mætum hæfilega
rólegar til leiks. Þetta er fyrsti toppurinn á tímabOinu og maður fær aldrei
leiö á því að spila þessa leiki. Það er alltaf frábær stemning í Höllinni og ég
á ekki von á öðru en að hún verði einnig til staðar á laugardaginn.
Það er kannski meiri pressa á okkur núna heldur en undanfarin ár vegna
stöðu okkar í deOdinni en liðið er tOtölulega reynslumOiið þannig að það á
ekki að hafa áhrif á okkur. Það er lykOatriði fyrir okkur að spOa góða vöm
og fá góða markvörslu. Þá getum við keyrt hraðaupphlaup og einnig komið
í veg fyrir að þær geti beitt sínu sterkasta vopni, hraðaupphlaupunum.
Haukastúlkur eru reynslumiklar og búnar að spOa lengi saman en ég hef
samt fulla á trú á okkur og við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur í leiknum,"
sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV. -ósk
V
V
X