Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 24
24 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 95 ára____________________________ Sigþrúöur Jónsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. 80 ára______________________________ Arnfríður Aöalgeirsdóttir, Álftagerði 4, Reykjahlíð. Kristján Guömundsson, Kópavogsbraut la, Kópavogi. Rósa Hjaltadóttir, Klettagerði 2, Akureyri. Sigríöur E. Guömundsdóttir, Bergþórugötu 45b, Reykjavík. 75 ára______________________________ Guöjón Guðmundsson, Bakkaseli 7, Reykjavík. Hulda S. Long, Skálagerði 4, Reykjavík. Sigríður F. Pollock, Birkimel 8A, Reykjavik. Sigurborg Gísladóttir, Nökkvavogi 24, Reykjavík. 70 ára______________________________ Arnþór Kristján Jónsson, Ásbúö 89, Garðabæ. Sigurgeir Garöarsson, Staðarhóli, Akureyri. 50 ára______________________________ Andrea Gosselyn Haraldsson, Álftalandi 9, Reykjavik. Elías Ólafsson, Selbraut 22, Seltjarnarnesi. Hálfdán Jónsson, Hulduhlíö 20, Mosfellsbæ. Helga Rósa Guöjónsdóttir, Laugatúni 12, Sauöárkróki. Oddný Indíana Jónsdóttir, Leirutanga 22, Mosfellsbæ. Pétur Ólafur Hermannsson, Baughúsum 48, Reykjavík. Unnur María Hjálmarsdóttir, Grundargerði lb, Akureyri. Þóra Guöjónsdóttlr, Búastaðabraut 14, Vestmannaeyjum. Þórir Sveinsson, Uröarvegi 56, ísafiröi. 40 ára______________________________ Arnaldur Þór Jónasson, Goðheimum 1, Reykjavík. Birgitta Hrönn Sæmundsdóttir, Keilusíöu 7d, Akureyri. Eiríkur Sveinbjörn Reynisson, Freyjuvöllum 26, Keflavík. Elín Björg Ingólfsdóttir, Urðargili 16, Akureyri. Emilía Guögeirsdóttir, Hlíðargötu 9, Akureyri. Hallgeröur Inga Gestsdóttir, Blönduhlíð 23, Reykjavík. Helgi Guöbjörn Júlíusson, Þrastarási 12, Hafnarfirði. Ingimundur Bjarnason, Önundarholti, Selfossi. Jóna Björg Antonsdóttir, Heiöarbakka 2, Keflavík. Karl Einarsson, Vorsabæ 9, Reykjavík. Skúli Þorkelsson, rakarameistari frá Vestmannaeyjum, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Borghildur Hjartardóttir veitingakona frá Bjargi, Búðardal, Kópavogsbraut la, Kópavogi, léstjaugard. 15.2. Friörik Olafur Ólafsson lést í Laos mið- vikud. 12.2. Helga Hansdóttir lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi þriðjud. 11.2. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristín Þórðardóttir, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, lést þriöjud. 18.2. Þórir Kristján Bjarnason, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi, andaöist á líknardeild Landspítalans I Kópavogi þriðjud. 18.2. Jarðarfarir Útför Rögnvalds Lárussonar, Höföagötu 9a, Stykkishólmi, fer fram frá Stykkishólmskirkju föstud. 21.2. kl. 14.00. Gunnar Þorsteinsson, Máshólum 1, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni I Reykjavík, föstud. 21.2. kl. 15.00. Útför Lárusar Jóhannssonar vélstjóra, Lagarási 17, Egilsstööum, áðurtíl heimilis I Einarsnesi 56, Reykjavík, fer fram frá Bústaöakirkju föstud. 21.2. kl. 13.30. Arnór Aöalstelnn Guðlaugsson frá Tindum, til heimilis á Digranesheiöi 5, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Digraneskirkju föstud. 21.2. kl. 13.30. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 DV Fólk í fréttum menningarfulltrúi Akureyrarbæjar Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfull- trúi Akureyrarbæjar, líkir bygg- ingu fyrirhugaðs menningarhúss á Akureyri við stórvirkjun i menn- ingarmálum og telur að aðstöðu- leysi sé farið að há menningarlífi við Eyjafjörð. Þetta kom fram í DV- frétt á miðvikudag. Starfsferill Þórgnýr fæddist á Siglufirði 16.12. 1967 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann var í Bamaskóla Siglu- fjarðar, Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar, lauk stúentsprófl frá MA 1988, BA-prófi i heimspeki frá HÍ og að hluta til frá Háskólanum í Aberdeen í Skotlandi sem gistinemandi. Á unglingsárunum starfaði Þór- gnýr á vélaverkstæði foður sins og við vistheimiliö Sólborg á Akureyri. Hann var síðan verslunarmaður hjá IKEA og starfaði við sambýli fatl- aðra í Reykjavík á háskólaárunum. Að námi loknu hóf Þórgnýr störf við Háskólann á Akureyri, starfaði þar við bókasafn 1994-95 og hefur verið þar stundakennari með hléum frá 1994. Þá var hann framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands í hlutastarfi í nokkur ár og fréttaritari dagblaðsins Tímans 1993-95. Þórgnýr hóf störf hjá Akueyrar- bæ 1995 og hefur starfað þar síðan. Hann var verkefnastjóri fyrir reynslusveitarfélagið Akureyri þar sem hann stjómaði flutningi á verk- efnum ríkisins til sveitarfélagsins 1995-98, var deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar Akureyrarbæjar 1998-2002 og hefur verið menningar- fulltrúi Akueyrarbæjar frá 2002. Þórgnýr var formaður Gilfélags- ins á Akureyri í nokkur ár og hefur setið í stjórn Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri. Fjölskylda Þórgnýr kvæntist 1989 Aðal- heiði Hreiðarsdóttur, f. 1.5. 1966, leikskólastjóra. Hún er dóttir Hreiðars Steingrímssonar, fyrrv. verslunarmanns, nú starfsmanns Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, og Halldóru Marteinsdóttur, húsmóður og starfsmanns heima- þjónustu. Synir Þórgnýs og Aðalheiðar eru Styrmir, f. 25.1. 1990, nemi; Bjarmi, f. 25.12. 1996, nemi. Systkini Þórgnýs em Sigfús Dýr- fjörð, f. 2.8. 1952, rafeindavirki, bú- settur í Keflavík, en kona hans er Anna María Guðmundsdóttir og eiga þau eina dóttur og tvö bama- börn; Sólveig Dýrfjörð, f. 4.7. 1955, en hún býr á sambýli fatlaðra við Lindargötu á Siglufirði; Helena Dýr- fjörð, f. 20.7. 1960, skrifstofumaður á Siglufirði, en maður hennar er Bjöm Jónsson og eiga þau þrjú börn; Baldur Dýrfjörð, f. 5.8. 1962, lögmaður á Akureyri, en kona hans er Ásta Hrönn Jónasdóttir og eiga þau þrjú börn. Arni Guðmundsson fyrrv. bóndi á Beigalda Ami Guðmundsson, fyrrv. bóndi á Beigalda, Borgarbraut 65A, Borg- arnesi, er áttræður I dag. Starfsferill Árni fæddist í Álftártungu i Mýrasýslu. Hann hlaut ekki aöra menntun en barnaskólanám eins og tíðkaðist á fyrri hluta síðustu aldar sem lauk með fullnaðarprófi við fjórtán ára aldur. Ámi var í vegavinnu í tólf sum- ur frá fjórtán ára aldri, síðustu ár- in sem flokksstjóri. Á þeim árum starfaði hann á búi foreldra sinna á vetrum. Þá var hann í síma- vinnu tæp sex ár og var þar náinn samstarfsmaður Friðriks Sigur- björnssonar símverkstjóra. Ámi var bóndi á Beigalda í Borgarhreppi 1954-70. Eftir það var hann starfsmaður Kaupfélags Borgfirðinga i Borgarnesi, sem verkstjóri í söludeild Kaupfélags- ins sem seldi landbúnaðarvörur og sá um uppskipun á þeim. Á haustin var hann verkstjóri við sauðfjárslátrun en þá var hann jafríframt bóndi í hjáverkum með fé og hross. Árni hætti störfum 1990 og hefur verið búsettur í Borgamesi frá 1995. Árni gegndi mörgum félags- störfum sem falla til í sveit og kirkjusókn. Hann sat í stjórn UMF Egils Skallagrímssonar í Álftanes- hreppi frá sautján ára aldri og var oftast formaður þess uns hann flutti af félagssvæðinu 1948. Hann starfaði mikið aö málefnum hesta- mannafélagsins Faxa, sat í stjórn þess í tólf ár sem gjaldkeri og síð- ar sem formaður, var formaður Hrossaræktarsambands Vestur- lands í tólf ár, varagjaldkeri Landssambands hestamannafé- laga 1973-83 og í varastjórn þess 1983-84. Árni hefur sungið frá unglings- árunum í kirkjum þeirra sókna sem hann hefur verið búsettur í og jafnframt starfað í ýmsum kór- um sem hann hefur náð til. Hann dró sig í hlé frá félagsstörfum 1990 en hefur þó helgað sig síðan aðal- áhugamáli sínu sem er hesta- mennska. Hann er heiðursfélagi ungmennafélagsins í Álftanes- hreppi og í hestamannafélaginu Faxa. Þá er hann gullmerkishafi Landssambands hestamanna fyrir störf í þágu hestamanna. Foreldrar Þórgnýs eru Jón Dýr- fjörð Kristjánsson, f. 16.3. 1931, fyrrv. framkvæmdastjóri í Hlíð, Siglufirði, og k.h., Anna Erla Ey- mundsdóttir, f. 17.10. 1934, skrif- stofumaður. Ætt Jón er sonur Kristjáns Markúsar Dýrfjörð, rafvirkjameistara á Siglu- firði og síðar rafmagnseftirlits- manns hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, Kristjánssonar Dýrfjörð, frá Bakka í Ketildalahreppi, Oddssonar. Móðir Kristjáns rafvirkjameistara var Mickalína Friðriksdóttir. Móðir Jóns Dýrfjörð var Þorfinna Marsibil Sigfúsdóttir, verkamanns frá Reykjum í Ólafsfirði, Ólafsson- ar. Móðir Þorfinnu var Sólveig Jó- hannsdóttir. m Fjölskylda Árni kvæntist 2.4.1954 Guðrúnu Andrésdóttur, f. 12.6. 1930, d. 29.8. 1983, húsfreyju. Hún var dóttir Andrésar Guðmundssonar og Lilju Finnsdóttur, búandi hjóna á Saurum í Hraunhreppi. Börn Árna og Guðrúnar eru Lilja, f. 22.8. 1954, búsett í Reykja- vík, en maður hennar er Jón Bjamason og eru börn þeirra Guð- rún og Bjarni; Guðmundur, f. 28.1. 1958, búsettur á Beigalda, kvænt- uru Rögnu Sverrisdóttur og eru synir þeirra Árni og Óðinn; Sess- elja, f. 18.1. 1961, búsett í Heiðar- skóla, en fyrrv. maður hennar er Eiríkur Ingólfsson og eru börn þeirra Áslaug, Leifur og Heiðar; Alda, f. 15.11. 1963, búsett á Sel- fossi, var fyrst gift Jóni Haralds- syni en þau skildu en seinni mað- ur hennar er Friðrik Helgi Vigfús- son og er sonur hennar Árni Rún- ar; Steinunn Þórdís, f. 11.8. 1969, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Páll Guðnason og er sonur þeirra Aðalsteinn Ingi en stjúpdóttir Steinunnar Þórdisar er Hallgerður Elín. Systur Árna eru Elín, Gróa, Júl- ía, og Valgerður Anna. Uppeldisbróðir Árna er Magnús Halldórsson. Foreldrar Árna voru Guðmund- ur Árnason, bóndi í Álftártungu, og k.h., Sesselja Þorvaldsdóttir. Ætt Guðmundur var sonur Árna Jónssonar frá Snældubeinsstöðum og Gróu Guðmundsdóttur frá Mörk í Laxárdal í Austur-Húna- vatnssýslu, alsystur Erlends Guð- mundssonar, íslendingsins í Vest- urheimi, höfundar bókarinnar Heima og heiman sem kom út 2002. Sesselja var dóttir Þorvalds Sig- urðssonar, b. í Álftártungukoti. Móðir Sesselju var Valgerður Anna Sigurðardóttir frá Valbjarn- arvöllum. Faðir Þorvalds var Sig- urður Bjömsson frá Eyri í Flóka- dal sem hlaut auknefnið straumur vegna mælsku sinnar og frásagn- arhæfileika. Hann varð leiksopp- ur grimmra örlaga og sárrar fá- tæktar alla ævi og því bitbein samtíðar sinnar. Árni verður að heiman. Merkir íslendingar Jörundur Brynjólfsson alþingismaður fæddist á Starmýri í Álftafirði eystra 21. febrúar 1884. Hann var sonur Brynjólfs Jónssonar, bónda þar, og k.h., Guðleifar Guðmundsdóttur húsfreyju. Meðal barna Jörimdar frá fyrra hjónabandi er Hauk- ur, fyrrv. skólastjóri Bændaskólans á Hólum. Sonur Jörundar frá seinna hjónabandi er Gaukur, fyrrv. umboðs- maður Alþingis. Jömndur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1906, kenn- araprófi frá Kennaraskóla íslands 1909 og stundaði nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1911-1912. Hann var kenn- ari í Nesjahreppi 1907-1908, við Miðbæjarskól- Jörundur Brynjólfsson ann í Reykjavík 1909-1919, var bóndi í Múla í Biskupstungum 1919-1922, í Skálholti 1922-1948 og í Kaldaðarnesi í Flóa 1948-1963. Hann sat i bæjarstjóm Reykja- víkur 1916-1919, var skipaður í verðlags- nefnd og kosinn í bjargráðanefnd, var yf- irskoðunarmaður landsreikinga, síðar ríkisreikninga 1917-1925 og 1937-1963. Þá sat hann í Norðurlandaráði. Jörundur var kjörinn á þing fyrir Al- þýðuflokkinn 1916 og var því fyrsti þing- maður jafnaðarmanna 1916-1919. Hann söðlaði síðan um og sat á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn í Ámessýslu 1923-1956. Hann var forseti sameinaös þings 1953-1956. Jörundur lést í hárri elli 3. desember 1979. Allt til alls N 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.