Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 27
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 27 Sport i Hndastoll-Haukar 80-83 0-5, 7-5, 11-11, 17-24, 19-29, (23-51), 33-35, 37-43, 43-43, (49-44), 54-44, 60-50, 60-57, 65-58, (65-62), 69-68, 71-72, 73-77, 77-77, (80-83). Stig Tindastóls: Michail Antropov 24, Clifton Cook 18, Kristinn Friðriksson 8, Einar Öm Aðalsteinsson 7, Sigurður G. Sigurðsson 6, Óli S. Barðdal 6, Gunnar Þ. Andrésson 5, Axel Kárason 4, Helgi Viggósson 2. Stig Hauka: Stevie Johnson 36, Ingvar Guðjónsson 12, Predrag Bojovic 10, Mar- el Guðlaugsson 9, Sævar Haraldsson 7, Halldór Kristmannsson 7, Þórður Gunn- þórsson 2. Dómarar (1-10): Sigmundur Már Herbertsson og Eggert AOalsteins- son (8). Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 230. Maöur leiksins: Stevie Johnson, Haukum Fráköst: Tindastóll 26 (6 vöm, 20 sókn, Helgi Rafn 8), Haukar 39 (11 sókn, 28 vörn, Johnson 17). Stodsendingar: Tindastóll 17 (Cook 10), Haukar 14 (Marel 5). Stolnir boltar: Tindastóll 10 (Axel 3), Haukar 8 (Sævar 3). Tapaóir boltar: Tindastóll 11, Haukar 14. Varin skot: Tindastóll 4 (Andropov 3) Haukar 1 (Bojovic). 3ja stiga: Tindastóll 15/5, Haukar 20/6. Víti: Tindastóll 12/9, Haukar 20/18. Hörkuspenna í leik Tindastóls og Hauka á Sauöárkróki: Hmni Hauka-sigrar í röð - þuría nú aöeins einn sigur í síðustu þremur leikjunum til aö tryggja sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni Það var háspenna-lífshætta undir lokin í leik Tindastóls og Hauka á Króknum í gærkvöld og ljóst að smá- heppni myndi ráða úrslitum um hvoru- megin sigurinn lenti. Tindastólsmenn voru einu stigi yfir þegar lokamínútan gekk í garð. Halldór Kristmannsson kom Haukunum einu stigi yfir með skoti úr teignum. Tindastólsmönnum tókst ekki að skora, náðu þó boltanum aö bragði en töpuðu honum aftur. Þeir rðu því að brjóta á Stevie Johnson, heitasta manni Hauka, þegar átta sek- úndur voru eftir. Hann setti bæði skot- in niður og Kristni Friðrikssyni, þjálf- Hetjan Hyypia Emile Heskey og Salif Daio fagna hér fyrirliöa sínum, Sami Hyypia en hann skoraöi sigurmark Liver- pooi gegn Auxerre í gærkvöld. Þetta var fyrri leikur liöanna í 16- liöa úrslitum. Reuters Deildabikap KSI hefst i kvold - þrír leikir fara fram í Reykjavík og Akureyri Deildabikar KSÍ hefst í kvöld með þremur leikjum. Tveir leikir fara fram í Egiishöll í Grafarvogi en einn í Boganum á Akureyri. í Egilshöllinni mætast Fram og Kelfavík kl. 18.30 en að þeim leik loknum, kl. 20.30, spila Fylkir og Haukar. í Boganum taka KA-menn E V R 6 P A J UEFA TT 1 16-liða úrslit - fyrri leikir Hertha Berlin-Boavista.......3-2 1-0 Alves (15.), 1-1 Oscar (37.), 2-1 Alves (42.), 2-2 Goulart (80.), 3-2 Van Burik (90.). Panathinaikos-Anderlecht ... 3-0 1-0 Olisadebe (12.), 2-0 Liberopoulos (63.), 3-0 Olisadebe (73). Slavia Prag-Boavista.........1-0 1-0 Ðosek (62.). Auxerre-Liverpool............0-1 0-1 Hyypia (73.). Lazio-Wisla Krakow ..........3-3 1- 0 Lazetic (22.), 1-1 Uche (39.), 2-1 Jup, sjálfsm. (45.), 2-2 Zurawski, viti (49.), 2-3 Zurawski, víti (63.), 3-3 Chiesa (70.). Celtic-Stuttgart ............3-1 0-1 Kuranyi (27.), 1-1 Lambert (36.), 2- 1 Maloney (45.), 3-1 Petrov (68.). Malaga-AEK Aþena.............0-0 Porto-Denizlispor ...........6-1 1-0 Capucho (49.), 2-0 Derlei (53.), 3-0 Costa (67.), 4-0 Jankauskas (69.), 5-0 Deco (72.), 5-1 Kratochvil (78.), 6-1 Alenitchev (82.). -ósk á móti ÍA og hefst sá leikur kl. 20.15. Þrír leikir fara fram á laugardag- inn, tveir í Fífunni í Kópavogi þar sem KR og Afturelding spila kl. 13, og FH og Þróttur kl. 15. í Boganum mætast síðan Þór og ÍA kl. 15.15. Á sunnudaginn fara fram tveir leikir: ÍBV og Grindavík spila kl. 14 í Fífunni og kl. 18 mætast Valur og Víkingur í Egilshöll. -ósk Úrslit í nótt: New Jersey-Indiana.........98-91 Kidd 31 (9 frák., 12 stoðs.), Martin 19, Harris 12 - Harrington 22 (11 frák.), O'Neaf 18 (8 frák.), Miller 18 Dallas-San Antonio .........95-87 Nash 29 (10 stoös.), Nowitzki 22, Finley 19 (8 frák.) - Rose 25 (14 frák.), Parker 13, Ginobili 11, Duncan 11 Sacramento-Boston .........105-83 Christie 18 (9 stoðs.), Clark 18 (9 frák.), Divac 16 - Pierce 22 (12 frák.), Walker 15, Delk 15 Orlando Magic og Memphis Grizzlies skiptu á leikmönnum í gær. Orlando fékk nýliðana Drew Gooden og Gordan Giricek en sendi í staðinn framherjann snjalla, Mike Miller, til Memphis. Miller hefur skorað 16,4 stig að meðaltali í vetur en forráðamenn Orlando vonast til að Gooden veiti þeim hjálp inni í teign- um þar sem þeir hafa verið mjög veikir fyrir í vetur og Giricek hjálpi til við að skora fyrir utan. -ósk ara Tindastóls, mistókst síðan að setja niður þriggja stiga skot og knýja fram framlengingu á lokasekúndunum. Haukamir stóðu því uppi sem sigur- vegarar, 83-80. Haukamir voru mun betra liðið í fyrsta leikhluta. Þá lét Ingvar Guðjóns- son mjög að sér kveða og skoraði eina fjóra þrista. Tindastólsmenn tóku svo verulega við sér í öðmm leikhluta, bættu vömina til muna og þeir Sigurð- ur Sigurðsson og Gunnar Andrésson komu sterkir inn, en aðalmaðurinn var samt Rússinn Antropov sem skoraði 14 stig i fyrri hálfleik. Þegar blásið var til leikhlés var staðan 49-44 fyrir Tinda- stól. Tindastólsmenn byijuðu seinni hálf- leikinn vel og komust fljótlega í 10 stiga forskot. Haukamir vora þó ekki á því að gefast upp og sóknarleikur Tinda- stóls riðlaðist þegar á leið. Þegar síðasti leikhluti byijaði vora heimamenn þremur stigum yfir og það kom upp sem hefúr verið að hrjá liðið í vetur - að detta nokkuð niður í síð- asta leikhluta. Um miðbik hans kom kafli þar sem bæði lið áttu erfitt með að skora, í stöðunni 76-77 fyrir Hauka. En gestimir vora sterkari á lokakaflanum eins og áður segir og náðu sér í mikil- væg stig fyrir heimaleikjarétt í úrslit- unum. Stevie Johnson var langbesti maður Hauka í gær. Bojovic var drjúgur, sem og Marel Guðlaugsson. Sævar barðist vel. Ingvar Guðjónsson var sterkur framan af og Halldór kom síðan sterk- ur inn undir lokin. Hjá Tindastóli var Antropov langbestur. Cook barðist mjög vel og Helgi Rafn var dijúgur undir. Axel spilaði góða vöm og Sig- urður átti góðan sprett í öðrum leik- hluta, en það vantaði herslumuninn í leik liðsins að þessu sinni. -ÞÁ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tiilögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á deili- skipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Reitur 1.182.0. Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af Skólavörðustíg, Vegamótastíg, Grettisgötu og Klapparstíg. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýs- ingar í borgarráði 11. febrúar 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt sé að gera minniháttar breytingar á reitnum, s.s. gera skyggni, svalir, minni kvisti og lagfæringar án þess að breyta þurfi deiliskipulaginu. Þær skulu vera í samræmi við ákvæði Þróunaráætlunar Reykjavíkur varðandi hönnun breytinga og við- byggingar svo og ákvæði þess um um hverfisvernd og byggingarreglugerð. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að fjarlægja megi skúrbyggingu á lóðinni Klapparstígur 40. Þess í stað er gert ráð fyrir byggingarreit vestan núverandi húss fyrir tveggja hæða hús með háreistu þaki og kjallara. Að öðru leyti gerir deiliskipulagið ekki ráð fyrir uppbyggingu á reitnum. Smiðshöfði 19. Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Stórhöfða, Smiðshöfða og Höfðabakka. Um er að ræða breytingu á deiliskipuiagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 11. febrúar 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir þriggja hæða verslunar- þjónustu- og skrifstofuhúsnæði á lóðinni. Tillagan felur í sér breytingu á byggingarreit auk þess sem nýtingarhlutfall er aukið. Nýr bygg- ingarreitur liggur meðfram útmörkum lóðar til suðurs og vesturs. Á fyrstu hæð er gert ráð fyrir verslunar- og þjónsturými með aðkomu frá Stórhöfða. Á annarri og þriðju hæð er hins vegar gert ráð fyrir skrifstofurýmum með aðkomu frá Smiðshöfða. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að bílastæði á landi norðan við byggingu (við Stórhöfða) þjóni fyrstu hæð en bílastæði annarar og þriðju hæðar verði á annari hæð í útirými með aðgengi frá Smiðshöfða. Norðlingaholt, tillaga að deiliskipulagi, breytt tillaga. Tillagan tekur til svokallaðs Norðlingaholts og afmarkast í grófum dráttum af Breiðholtsbraut til vesturs, Suðurlandsvegi til norðurs, ánni Bugðu til austurs og Elliðavatni og gamla farvegi Bugðu tii suðurs. Um er að ræða tillögu að deiliskipuiagi fyrir svæðið sem gerir ráð fyrir að þar byggist nýtt hverfi fyrir um 870 - 935 íbúðir, ásamt grunnskóla, 2-3 leikskólum og sambýli, auk húsnæðis fyrir atvinnustarfsemi, verslun og þjónustu u.þ.b. 49.800 m2 að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir að meginhluti atvinnuhúsnæðisins verði staðsettur í jaðri hverfisins, út við stofnbrautirnar sem liggja vestan og norðanvert við hverfið þ.e. við Breiðholtsbraut og Suðurlandsveg. íbúðarhúsnæði er hins vegar staðsett sunnan og austan við atvinnuhúsnæðið í skjóli við það. Tillagan gerir ráð fyrir að flest þau mannvirki og hús sem nú eru á svæðinu verði fjarlægð. Aðkoma að hverfinu verður frá Breiðholtsbraut og Suðurlandsvegi. Tekið skal fram að skipulagi er frestað á hluta svæðisins næst Elliðavatni. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tekið skal fram að deiliskipulagstiilagan er auglýst til kynningar að nýju eftir breytingar sem gerðar hafa verið á henni til þess að koma á móts við athugasemdir sem bárust á fyrri kynningu á tillögu að deiliskiþulagi svæðisins, sem fram fór frá 3. júlí 2002 - til 14. ágúst 2002. Þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna hafa verið send svör við þeim þar sem jafnframt er gerð grein fyrir helstu breytingum sem orðið hafa á tillögunni. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 21.02.2003 - til 04.04. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 4. apríl 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 21 .febrúar 2003. Skipulagsfulltrúi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.