Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003
HEILSUÁTAK
Þjálfunar og æfíngarpunktar
Grunnorkuþörf er sú orka sem fer í að viðhalda innri líkamsstarfsemi,
svo sem að halda réttum líkamshita, sjá um að lungun dragi að sér og
gefi frá sér loft, að framleiðsla nýrra blóðkorna sé stöðug í beinmergnum,
að hjartað nái að slá 100.000 sinnum á sólarhring og að nýrun nái að
sía burt úrgangsefni. Grunnorkuþörf manna er háð mörgum þáttum
svo sem aldri, hæð og líkamsbyggingu.
Hvað aldurinn varðar þá hefur yngra fólk hærri grunnorkuþörf og er
ástæðan sú að með aldri minnkar massi grannra líkamsvefja eins og
vöðva og þar með dregur úr grunnorkuþörfinni.Grunnorkuþörf byrjar
að lækka þegar vaxtarskeiði einstaklingsins lýkur. Lækkunin getur
numið um 2% fyrir hver tíu ár. Ef einstaklingurinn temur sér lífsstíl, sem
felst f stöðugt minni líkamlegum átökum með hækkuðum aldri getur
lækkunin numið um 5% fyrir hver 10 ár.
1. dæmi: Jón er tvítugur og grunnorkuþörf hans reynist vera 1.600
hitaeiningar á dag. Hann temur sér reglubundna og stöðuga
líkamsþjálfun fram eftir aldri þannig að sú lækkun sem verður á
grunnorkuþörfinni, á fjörtíu ára tímabili, er 8%. Það jafngildir því að
þegar Jón er orðinn sextugur hefur hann grunnorkuþörf upp á tæplega
1.500 hitaeiningar á dag.
2. dæmi: Siggi er tvítugur og grunnorkuþörf hans reynist vera 1.600
hitaeiningar á dag. Hann temur sér líferni sem reynir sffellt minna og
minna á líkamann. Á fjörutíu ára tímabili nemur lækkun á
grunnorkuþörfinni 20%. Það jafngildir því að þegar Siggi er orðinn
sextugur hefur hann grunnorkuþörf upp á tæplega 1.300 hitaeiningar
á dag.
Á ofangreindum dæmum sést glögglega að með því að reyna á líkama
sinn og verjast þannig vöðvatapi er hægt að draga verulega úr lækkun
sem óhjákvæmilega verður á grunnorkuþörf vegna hækkaðs aldurs.
Hreyfing skiptir máli!
Matseðill dagsins
Dagur n
Morgunverður:
Hádegisverður:
Miðdegisverður:
Kvöldverður:
Maltbrauð
Létt viðbit
Tómatur
Gúrkur
Fjörmjólk
Harðfiskur
Ávaxtasafi
Döðlur
Lambalæri, fitusnyrt
Kartöflur
Sulta
Piparsósa
Maísstöngull
Létta
2 sneiðar
1 msk.
1 stk.
100 g
2,5 dl = 1 glas
50 g
2,5 dl = 1 glas
15 stk.
150 g
„2 eggstórar"
1 msk.
1 dl
1/2 stk.
1/2 msk.
Kvöldhressing: Epli 1 stk.
Pera 1 stk.
Til umhugsunar: Trefjaefni eru efni úr plönturíkinu sem eru lítt
meltanleg og þau hjálpa til við að halda meltingunni í lagi. Of
Iftil neysla trefjaefna er talin auka líkurnar á harðlífi, myndun
ristilpoka og jafnvel krabbameina í ristli. Trefjaefni eru einnig
talin geta dregið úr magni kólesteróls í blóði, en hátt kólesteról ýtir undir þróun
hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig má geta þess að trefjarík fæða mettar vel og er
því góður kostur fyrir fólk sem vill leggja af. Ráðlagður dagskammtur af trefjaefnum
er að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við neyslu 2.500 hitaeininga en ef
vitnað er f könnun á mataræði íslendinga frá 1990 erum við að meðaltali aðeins
að neyta um 17 gramma á dag.
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
HReynnc
Fréttir
Páfagarður leyfir aðgang að skjölum um samskiptin við nasista:
Vatikanið sakað
um helförina
Vatikanið er að opna aðgang að
skjölum sem sýna samband páfa-
garðs og Þýskalands nasismans og
að þáverandi páfa hafi láðst að mót-
mæla helforinni gegn gyðingum á
sínum tíma. Meðal skjalanna sem
lögð verða fram á laugardaginn eru
starfsskjöl Pacelli kardinála sem var
sendiherra Vatikansins í Berlín 1922
til 1928 en varð yfirmaður kaþólsku
kirkjunnar 1939 til 11958 og hét þá
Pius Xll. Gyðingar hafa löngum
ásakað hann fyrir að loka augunum
þegar trúbæður þeirra voru leiddir
til aftöku í helfórinni.
Samkvæmt því sem skjalavörður
páfagarðs segir hefur megnið af
skjölunum, sem nú verður leyfður
aðgangur að, verið birt áður en þau
verða opin vísindamönnum sem fá
sérstakt leyfi til að blaða í þeim. En
innan þriggja ára verða fleiri skjöl
varðandi efnið gerð opinber. Skjala-
vörðurinn segir að ekki sé verið að
fela neitt með því að draga opinber-
un skjalanna á langinn. Það sé að-
eins ekki til nægur mannskapur í
skjalasafni Vatikansins til að sinna
öllum þeim störfum sem þar þarf að
leysa af hendi.
Vatikanið hefur samt viðurkennt
að mikið af skjölum varðandi sam-
skiptin við Þýskaland á árunum
1931 til 1934 hafi eyðilagst í loftárás-
unum á Berlín í heimsstyijöldinni.
Árið 2001 ásökuðu kaþólskir rann-
sóknarmann ásamt gyðinglegum
starfsbræðrum sínum skjalasafnið
fyrir að láta ekki öll nauðsynleg
gögn um efnið af hendi. Samtímis
skoruðu gyðingar á Vatikanið að
láta vera að gera Pius Xll að dýr-
lingi.
Vatikanið hefur löngum legið
undir ámæli um að halda leyndum
sambandi þáverandi páfa við nas-
ista og ekki mótmælt framferði
þeirra í herteknum löndum. Sér-
staklega er þungt í gyðingum vegna
þess að ekki var mótmælt ofsóknum
gegn gyðingum og helfórinni gegn
þeim og öðrum minnihlutahópum,
svo sem sígaunum, geðsjúklingum
og hommum.
Árið 2000 baðst Jóhannes Páll 11
páfi afsökunar á afskiptaleysi kaþ-
ólsku kirkjunnar vegna ofsóknar á
hendur minnihlutahópum og kon-
um. En gyðingar gáfu lítið fyrir það
þar sem hann minntist ekki sérstak-
lega á þátt Píusar Xll í málefnum
gyðinga.
Grófar ásakanir
Málið er nú endurvakið af mikl-
um krafi. í bandaríska tímaritinu
New Republic, sem er áhrifamikið
vestanhafs, birtist í síðasta hefti
löng grein þar sem kaþólska kirkjan
er beinlínis ásökuð um að eiga hlut-
deild að uppgangi nasismans og of-
sóknum gegn gyðingum sem náðu
hámarki í helforinni.
Höfundurinn D.J. Goldhagen, pró-
fessor í stjórnmálafræðum við
Harvardháskóla, er gyðingur sem
skrifaði mikið lesna bók þar sem
hann ásakaði alla Þjóðverja um að
vera sekir um helfórina. Nokkrir
gagnrýnendur töldu hann fara
frjálsum höndum um sögulegar
staðreyndir og sannleikann til að
leggja áherslu á mál sitt. Nú beinir
prófessorinn skeytum sínum að
kristindómnum yfirleitt en sérstak-
lega þó kaþólsku kirkjunni.
Ásakanir sínar byggir hann á því
að kristnir menn kenni gyðingum
um að hafa ofsótt og liflátið Krist. Á
þeirri skoðun byggja nasistar of-
sóknaræði sitt gegn gyðingum og
áætlunum um útrýmingu þeirra. Til
að bíta höfuðið af skömminni neitar
kirkjan svo að viðurkenna þá sið-
ferðilegu ábyrgð sem hún ber á upp-
gangi nasismans og helfórinni.
Vatikanið hefur löngum
legið undir ámœli um að
halda leyndum sambandi
þáverandi páfa við nas-
ista og ekki mótmælt
framferði þeirra í her-
teknum löndum.
Aftur á móti heldur Vatikanið því
fram að með því að kirkjan var var-
kár í samskiptum við nasistanna og
hafi ekki barist gegn þeim með árás-
um úr prédikunarstólum og yfirleitt
farið varlega í sakirnar hafi hún
bjargað fleiri mannslífum en ef hún
hafi sýnt opinbera mótspymu.
Núverandi páfi hefur látið hefja
undirbúning að þvi að gera hinn
umdeilda forvera sinn að dýrlingi
en hefur verið frestað því vegna
ásakana um að hann hafi verið nas-
istum leiðitamur á sínum tíma.
Grein doktors Goldhagens hefur
enn á ný stráð salti í sárin í sam-
skiptum gyðinga og kristinnar
kirkju sem ávallt setur sig í varnar-
stöðu gegn ásökunum guðs útvöldu
þjóðar um að hún eigi þátt í helfór-
inni gegn gyðingum og jafnvel átt
þátt í hugmyndafræðinni sem að
baki henni lágu.
Píus XII