Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 14
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 Menning DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Aftur moranar efalaust Menningarverðlaun DV afhent í 25. sinn við hátíðlega athöfn á Apóteki í gær Menningarverðlaun DV voru afhent í 25. sinn í gær í fógrum salarkynnum veitinga- hússins Apóteks við Austurstræti. Á borðum var túnfiskur í forrétt, bæði tartar og „brochette", og saltfiskur í aðalrétt, fram- reiddur með beikonkartöflumús op kardi- mommusósu, matreiddir af Sigurði Olafssyni yfirmatreiðslumanni og aðstoðarfólki hans. Báðir voru réttimir einstaklega ljúífengir og seðjandi. Undir borðum léku Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari létta klassík. Aðalsteinn Ingólfsson rifjaði upp að að- standendur verðlaunanna hefðu verið nokkuð drjúgir þegar þeir héldu upp á tíu ára afmæli þeirra, einkum með tilliti til slysalegra afdrifa eldri menningarverðlauna í landinu, þeir hefðu verið undrandi þegar verðlaunin voru veitt í fimmtánda sinn án teljandi áfalla, „og alveg „bet“ - svo notað sé orðalag Sveins heit- ins Þormóðssonar ljósmyndara - þegar okkur tókst að fylla annan tuginn." Sjálfsagt hefur fáum dottið í hug í upphafi að verðlaunin myndu lifa það að fagna aldarfjórðungsafmæli sínu. Aðalsteinn fagnaði hreinskilinni og opin- skárri umfjöllun fagmanna um verðlaunin sem birst hefur í helgarblaði DV undanfarnar vikur og bætti svo við: „Það sem kannski gladdi okkur mest í þessum úttektum var að nær engin gagnrýni kom fram á ytra fyrir- komulag þessara verðlaunaveitinga blaðsins, samsetningu dómnefnda, sjálfstæði þeirra gagnvart blaðinu og þann sið að fá listafólk og hönnuði til að skapa sífellt nýja verðlauna- gripi til afhendingar. Og athyglisvert var að einhverjir höfunda töldu að það væri einmitt í þessu fyrirkomulagi sem menningarverð- laun DV skæru sig enn úr þeim fjölda verð- launa sem nú er farið að afhenda á ýmsum sviðum.“ Allir áttu fógur orð um verðlaunagripina sem í ár eru ótvírætt með þeim eftirminni- legri sem gerðir hafa verið fyrir DV. Tréskúlp- túrar Guðjóns Ketilssonar hafa orð á sér fyrir að vera bæði vandaðir og margræðir, og af þessu tilefni bjó hann til „gripi“ sem eru um leið „grip“, ýmist fyrir rétthenta eða örvhenta. Eftir tölu Aöalsteins fóru afhendingar fram eins og tíundað er hér á síðunni. Að loknum hinum sjö hefðbundnu afhendingum veitti Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri sérstök heiðursverðlaun í tilefni afmælisins og hlaut þau Matthías Johannessen, skáld og menning- arfrömuður. Hann er annar heiðursverðlauna- hafi DV, sá fyrri var Jónas Ingimundarson píanóleikari sem einnig var viðstaddur af- hendinguna í gær. Margar góðar þakkarræður voru haldnar og bar þar hæst tölur þeirra Sveins Einarssonar og Andra Snæs Magnasonar auk heiðursverð- launahafans. Thor Vilhjálmsson gladdi gesti að venju eftir að bormenn höfðu gert nokkurn skurk í samkvæminu með öflugri loftpressu utan við glugga Apóteks. Þeir tóku sér hvíld þegar þeir vissu hvað í húfi var. Eftir liflega tölu Thors stóð upp Steindór Andersen, einn verðlaunahafa í tónlist og sá sem Thor hafði lofað fyrir að tengja aldimar svo fagurlega saman, og kvað gesti í kútinn með sérvöldu útgöngulagi við rímur Bjarna Gislasonar Húnvetnings. Og allir gátu tekið undir með Steindóri og Bjama þar sem sagði í góðri vísu: „Aftur morgnar efalaust / eftir horfna drauma." -SA Frumlegasta tónverk árslns Hilmar Örn og Steindór Andersen taka við tón- listarverðlaununum. Flókinn kokkteill en hrein snilld Menningarverðlaun DV í tónlist hlaut tónverkið Hrafnagaldur Óðins sem var flutt í Laugardalshöllinni á Listahátíð í fyrra. Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen tóku við verðlaunagripnum fyr- ir hönd höfunda en hljómsveitin SigurRós er nú á tónleikaferð í Evrópu. „Ástæðan fyrir þessum verðlaunum er einfóld," sagði Jónas Sen, formaður dóm- nefndar: „Þetta var frumlegasta tónverk ársins og að flestra mati sérlega vel heppnað. Tónlistin er heilsteypt sem kem- ur á óvart því hún er samsett úr ólíkum þáttum. Fyrst og fremst er auðvitað ljóðið sjálft, sem tilheyrir flokki Eddukvæða, og söng Steindór það í rímnastíl. Við það var bætt hástemmdum kórsöng, rómantísku sinfóníuspili, rokktónlist SigurRósar og steinahörpunni góðu sem Páll á Húsafelli skapaði. Þetta er flókinn kokkteill sem auðveldlega hefði getað orðið að sundur- lausu glamri. Annað var uppi á teningn- um og er það til marks um snilli höfund- anna hversu vel tókst til.“ Með Jónasi Sen sátu í nefndinni Arndís Björk Ásgeirsdóttir og Lárus Jóhannes- son. Innsýn í veröld sem okkur er flestum framandl Hjálmar Sveinsson tekur við verðlaunum fyrir Ólaf bróður sinn. Viökvæmt viðfangsefni Kvikmyndanefnd hafði úr mörgu að velja á árinu sem leið en upp úr stóð að hennar mati heimildarmyndin Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson. „Viðfangsefnið er viðkvæmt og Ólafur hef- ur sagt að áður en hann tók til við kvik- myndatökuna hafi hann verið timunum sam- an á Hlemmi og kynnst þar utangarðsfólki sem síðan verður ógleymanlegt í kvikmynd hans,“ sagði Hilmar Karlsson, formaður dóm- nefndar. „Þannig myndaði hann samband með þolinmæði og þrautseigju sem skilar sér í frábærri kvikmynd þar sem við fáum ein- staka innsýn í veröld sem okkur er flestum framandi, mynd sem skilur mikið eftir sig og er ein áhrifamesta íslenska heimildarmynd sem gerð hefur verið. Áður hafði Ólafur gert Braggabúa og Non Stop sem sýndu hvað í honum bjó og hann hefur ákveðið að halda sig við heimildarmyndaformið um sinn. Er honum óskað velfarnaðar á þeirri oft og tíð- um þymum stráðu leið.“ Ólafur Sveinsson er við störf í Þýskalandi og átti ekki heimangengt til að taka viö verðlaunum sínum; það gerði bróðir hans, Hjálmar Sveinsson. Með Hilmari sátu í nefndinni Sif Gunnarsdóttir og Christof Wehmeier. Endurnýjaö vottorð Sigmundi Erni ritstjóra hlotnaðist sá heiöur að tilkynna hver valinn hefði verið heiðursverðlaunahafi DV í tilefni þess að verðlaunin voru nú veitt í 25. sinn. Hann lagði áherslu á að Matthías Johannessen hefði ekki síst orðið fyrir valinu vegna framlags hans til eflingar menningar í land- inu um hálfrar aldar skeið. Matthías er af- kastamikið skáld og rithöfundur, en eitt er að skapa og annað að vekja fólk til umhugs- unar um sögu, list og menningu. Fáir menn hafa lagt eins mikið af mörkum og Matthí- as við að kenna okkur að hlusta á arfleifð- ina. Matthías tók við verðlaunagripnum und- ir lófataki veislugesta og þakkaði fyrir hlýtt viðmót í sinn garð með stuttri ræðu. Þar rifjaði hann meðal annars upp heimsókn til læknis sem hefði að lokinni rannsókn gefið honum vottorð upp á góða andagift. „Ég lít svo á,“ sagði Matthías, „að í þessari viður- kenningu DV felist endurnýjun vottorðs- ins!“ Síðan árnaði hann blaðinu heilla um ókomin ár. Kenndi okkur aö hlusta á arfleifðlna Matthías Johannessen tekur á móti heiðursverðlaunum DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.