Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Síða 26
26 •V' - KR-ingar töpuöu meö 27 stigum á heimavelli gegn Keflavík í gær Keflvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar í DHL-höllinni í gærkvöld þegar þeir hreinlega niðurlægðu hörmulega slaka KR-inga, 105-78, í Intersportdeild karla í körfuknattleik. Fyrri hálfleikur er ein sú rosaleg- asta rassskelling sem sést hefur hér á landi þegar það er haft í huga að hér voru á ferð tvö af þremur bestu liðum landsins. Heimamenn virtust vera til- búnir, skoruðu fimm fyrstu stigin en svo var sagan öll. Gestimir skoruðu þá þrjátíu og tvö stig gegn sex og þegar fyrsta leikhluta lauk var eins og hvirf- ilvindur hefði feykt KR-liðinu um koll. Hörmungin hjá þeim hélt svo áfram í öðrum leikhluta og það munaði þrjá- tíu og tveimur stigum í hálfleik. Eitt- hvað sem enginn bjóst við. KR-ingar réðu ekkert við pressuvöm Keflvík- inga, höfðu engar lausnir í handraðan- um og liðið tapaði boltanum nitján sinnum í hálfleiknum. Slikt er dauða- dómur á móti liði eins og Keflavík. Siðari hálfleikur var bara formsat- riði enda búið að ganga frá málunum í þeim fyrri. Hjá gestunum var Sverr- Lr Þór Sverrisson frábær í fyrri hálf- leik og lagöi, ásamt Damon Johnson og Edmund Saunders, mest á vogarskál- amar. Sverrir fékk svo verðskuldaða hviid meginpart seinni hálfleiks en all- ir leikmenn liðsins börðust eins og hundar, lögðu líkama og sál að veði og uppskáru samkvæmt því. Um KR-liðið þarf ekkert að fjölyrða. í laginu segir:.við eigum styrk á við hvaða foss“. Að þessu sinni hefði styrkur KR-inga ekki einu sinni getað virkjað litla lækjarsprænu. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna og þetta sagði hann þegar DV-Sport kom að máli við hann í leikslok: „Menn mættu gríðarlega einbeittir til leiks, spiluðu frábæra vörn og gerðu fullkomlega það sem fyrir þá var lagt. Strákamir voru bara í botni og liðs- heildin var frábær enda menn ákveðn- ir í að bæta sig eftir leikinn á móti Val í vikunni, þar sem leikmenn voru áhugalausir og vitlausir og héldu að þetta kæmi af sjálfu sér. Að sjálfsögðu bjóst enginn við þessum mikla mun eftir fyrri hálfleikinn, maður býst aldrei við neinu svona, menn mæta bara til leiks og reyna að gera sitt besta og í þessum leik gengu hlutimir einfaldlega upp hjá okkur. Deildar- meistaratitillinn er ekki í okkar hönd- um; Grindvíkingar þurfa að misstíga sig og markmiðið er nú fyrst og fremst að tryggja okkur annað sætið. Við ætl- um að halda okkar striki og sjá hvað gerist," sagði sigurreifur Sigurður. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR- inga, var daufur i dálkinn sem vonlegt var, og hann hafði þetta að segja í sam- tali við DV-Sport að leik loknum: „Ég og leikmenn mínir eigum að skamm- ast okkar fyrir fyrri hálfleikinn, það er varla hægt að segja mikið meira um hann. Ef menn eru ekki með í fyrri hálfleik á móti toppliði eins og Kefla- vík fer illa, eins og gerðist hér í kvöld hjá okkur. Það var sama hvað var reynt, ekkert gekk og við vorum ein- faldlega skíthræddir og það er ekki hægt að segja annað en að frammi- staða liðsins hér í kvöld hafi verið gjörsamlega ófyrirgefanleg. Það ér hrikalegt að liðið fari svona inn í skel- ina eftir frábæran leik á móti Grind- víkingum. Nú er það okkar að tína brotin saman og sýna að það sé sterk- ur karakter í þessu liði og klára þessa þrjá leiki sem eftir eru með sóma,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson eftir leik- inn. -SMS Staðan 18 15 3 1657-1493 19 14 5 1898-1594 19 14 5 1694-1561 19 13 6 1707-1612 19 10 9 1706-1689 18 10 8 1467-1492 18 9 9 1548-1587 19 8 11 1519-1517 Grindavík Keflavík KR Haukar Tindastóll Njarðvík Snæfell Breiöablik 18 7 11 1644-1677 14 Hamar 19 5 14 1723-1896 10 Skallagr. 18 3 15 1459-1651 6 Valur 18 3 15 1415-1668 6 Næstu leikir í kvöld Skallagrlmur-Njarðvík ...... Grindavík-Breiðablik ....... iR-Vaiur.................... Fimmtudagur 27. febrúar Haukar-Skallagrímur ........ Keflavík-ÍR................. Valur-Snæfell............... Föstudagur 28. febrúar Hamar-Tindastóll ........... Njarðvík-Grindavík.......... Breiðablik-KR............... ingi Pór Steinþórsson og lærisveinar hans i KR réöu engan veginn við grimma Keflvikinga i DHL-höllinni i gær. DV-mynd Siguröur Jökull FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 Damoná leiðhini Irá Kefiavík? Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun þessa dagana þar sem Damon Jolmson hefur fengið gott tilboð frá Grikklandi. Eins og menn vita fékk Damon íslenskt ríkisfang um síðustu áramót sem gerir hann fysilegan fyrir félög í Evrópu. Gríska félagið, sem leikur í annarri deild þar í landi, fór strax á stúfana þegar Damon var kominn með ís- lenska vegabréfið í hendur og bauð honum góðan samning. Gríska liðið bauð Keflavík einnig væna summu fyrir að leysa Damon undan samningi en því tilboði hafh- aði stjóm Keflavíkur enda mikill metnaður þar á bæ að landa ís- landsmeistaratitlinum þetta árið. Gríska félagið ætlar sér greinilega að landa Damon fyrir lokabarátt- una um að komast í efstu deild í Grikklandi og hafa forráðamenn liðsins sent Keflvíkingum enn betra tilboð sem erfitt er að segja nei við. Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, vildi lítið tjá sig um málið nema það að málið væri í skoðun og þetta myndi skýrast fljótlega. Damon sagði að það væri spennandi kostur að fara til Grikklands og að boltinn væri hjá stjóm körfuknattleiks- deildar Keflavikur. Sáttur við tilboðið „Það er komið tilboð sem ég er sáttur við persónulega og stjómin er búin að fá tilboð sem erfitt er að segja nei við. Málið er bara í skoð- un eins og er og engin ákvörðun verið tekin enn þá. Griska liðið á góðan möguleika á að komast í efstu deild og því spennandi kostur. Ef þetta gengur ekki upp núna spila ég áfram með Keflavík og fer eftir tímabilið. Það er ekkert lífsspurs- mál fyrir mig að fara endilega út núna heldur bara ef þetta kemur sér vel fyrir alla aðila - þá fer ég. Þetta er þriðja tilboðið sem kemur frá gríska félaginu þannig að þeir leggja mikla áherslu á að fá mig út núna," sagði Damon við DV-Sport. Griska deildin er ein af sterkustu deildum í heimi og því gott tæki- færi fyrir Damon að komast þangað ef gríska liðið nær að komast upp í efstu deild. Teitur Örlygsson lék eitt tímabil í Grikklandi og því yrði Damon annar íslendingurinn sem þar léki ef af verður. -Ben KR-Keflavík 78-105 5-0, 5-10, 7-10 (4 mín), 7-23 (8 mín), 0-30, (11-32), 11-36, 15-36, 15-42, 20-47, (20-52), 26-52, 26-54, 33-54, 33-59, 39-61, 39-66, 41-69, (45-71), 47-71, 53-80, 53-86, 57-86, 68-96, 75-99, 78-105. Stig KR: Darrell Flake 22, Baldur Ólafsson 12, Herbert Arnarson 10, Magni Hafsteinsson 9, Skarphéöinn Ingason 9, Jóhannes Árnason 6, Jóel Sæmundsson 5, Amar Kárason 3, Magnús Helgason 2. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 24, Edmond Saunders 21, Guöjón Skúlason 20 (hitti úr 6 af 8 3ja stiga skotum), Sverrir Þór Sverrisson 12 (og 4 stoösendingar á aöeins 16 mínútum), Gunnar Einarsson 11, Falur Haröarson 8, Amar Jónsson 4, Magnús Þ. Gunnarsson 3, Jón N. Hafsteinsson 2. Dómarar (1-10): Leifur Garöarsson og Einar Einarsson (8) Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 500. Maöur leiksins: Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík. Fráköst: KR 35 (10 1 sókn, 25 í vörn, Flake 14), Keflavík 33 (12 í sókn, 21 í vörn, Saunders 15). Stoðsendingar: KR 21 (Herbert 5), Keflavík 33 (D. Johnson 9). Stolnir boltar: KR 11 (Magni 3), Keflavík 23 (Saunders 5). Tapaöir boltar: KR 28, Keflavík 17. Varin skot: KR 3 (Baldur 2), Keflavík 5 (Saunders 3). 3ja stiga: KR 23/7 , Keflavík 23/8. Víti: KR 14/13 , Keflavík 20/13. Það stefnir í harða baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni: Snæíell á sigurbraut á ný - loks sigurleikur gegn Hamri í gær eftir 4 töp í röð Það var frekar fátt fólk sem lagði leið slna í íþróttamiðstöðina í Stykk- ishólmi í gærkvöld, þar sem Snæfell tók á móti Hamri í Intersport-úrvals- deildinni í körfubolta. Snæfellingar höfðu að lokum 82-80 sigur og komust á sigurbraut á ný eftir fiögur töp í röð í þremur deild- arleikjum og bikarúrslitum. Leikurinn byrjaði á varkárum þreifingum beggja liða, sem áttu sín- ar skorpur til skiptis, og ekki voru nú leikmenn að auka sér erfiðið óþarflega í vöminni en gestimir leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta hlutann. Létu "höggin dynja" í öðrum hluta jókst kappið heldur og vömin þéttist, einkum hjá Snæ- felli, sem hafði góða stöðu með 9 stiga forystu þegar um 2 mínútur vom til miöhlés. Þá brast sálarstyrk- ur heimamanna en Hamramir sættu lagi og létu "höggin dynja" á þeim og fyrri hálfleikinn kórónaði Bárður Eyþórsson með athugasemdum við dómarann sem kostuðu tæknivíti og gestimir fóm til leikhlés með for- ystu, 43-46. Seinni hálfleikur var heldur jafn en þó bættu Hamramir heldur við forystuna, mest fyrir atbeina Mar- vins Valdimarssonar sem setti 11 stig í þessum hluta. Mislagöar flautur Dómunmum, sem höfðu byrjað vel, urðu mislagðar flautur í þennan mund og var það til ógagns fyrir leikinn. í lokahlutanum hélst jafn- vægi þar til u.þ.b. 4 mínútur lifðu leiks, en þá var staðan 72-79. Eftir það skoraöi besti maður Hamars, Keith Vassell, eina stig þeirra úr því, með öðra vítaskoti af tveimur. Þá jafnaði Clifton Bush leikinn á sama hátt, 80-80. í næstu sókn Hamars gerði Clifton svo út um leikinn með því að stela boltanum og skora síðan sigurkörfuna þegar um 20 sekúndur vom eftir. Þann tíma gátu Hamram- ir ekki nýtt því Snæfell spilaði glimr- andi vöm og leikurinn var úti. Það sem stóð upp úr i leiknum var frá- bær vítanýting Snæfells, sem einnig vann frákastastríðið ömgglega. Lár- us Jónsson stýrði leik Hamars ágæta vel og Hallgrímur Brynjólfsson átti fínan leik, spilaði góða vöm gegn Clifton Bush og þeir bræður Svavar og Hjalti Pálssynir áttu góða spretti. Clifton og Hlynur Bæringsson, sem tók heil 20 fráköst, voru bestu menn Snæfells og Helgi Reynir Guðmunds- son stóð sig vel, átti skínandi seinni hálfleik. Fjórir leika meiddir Andrés Heiðarsson lék vel og hefði að ósekju mátt fá að spreyta sig meira. „Þetta var erfiður leikur; fiórir leikmenn era að spila meiddir og Lýður Vignisson er frá. Mína menn vantar einbeitingu og grimmd en þetta var mikilvægur sigur,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, feginn að taphrina liðsins var loksins á enda runnin. -HÞ Snæíell-Haman 82-80 8-4, 8-13, 13-17, 18-17 (22-24) 33-27, 38-29, (43-46) 47^9, 53-55, 56-64 (64-69) 69-75, 72-79, 79-79, 79-80, 80-80, 82-80. Stig Snœfells: Clifton Bush 26, Hlynur Bæringsson 21, Helgi Guömundsson 12, Jón Olafur Jónsson 9, Sigurbjörn Þórðarson 7, Atli Sigurþórsson 5, Andrés Heiðarsson 2. Stig Hamars: Keith Vassell 23, Marvin Valdimarsson 15, Lárus Jónsson 13, Hjalti Pálsson 9, Svavar Pálsson 8, Pétur Ingvarsson 6, Hallgrímur Brynjólfsson 6. Dómarar (1-10): Björgvin Rúnarsson og Georg Andersen (5) Gæúi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 100. Maöur Clifton Bush, Snæfelli. Fráköst: Snæfell 40 (15 í sókn, 25 í vörn, Hlynur 20), Hamar 24 (12 í sókn, 12 í vörn, Vassell 9). Stoósendingar: Snæfell 12 (Helgi 4), Hamar 15 (Lárus 7). Stolnir boltar: SnæfeU 8 (Helgi 3), Hamar 7 (VasseU 2, Pétur 2, Lárus 2). Tapaóir boltar: Snæfell 14, Hamar 8. Varin skot: Snæfell 0, Hamar 4 (Vassell 3). 3ja stiga: SnæfeU 20/4 (20%), Hamar 22/4 (18%). Víti: Snæfell 33/30 (91%), Hamar 32/22 (69%).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.