Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2003, Side 16
16
17
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Abalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernlr Rúnarsson
Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvik, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Kúrekar vestursins
Gauragangurinn í Washington náði
áður óþekktu hámarki um siðustu
helgi þegar Donald Rumsfeld, vamar-
málaráðherra Bandarikjanna, hótaði
að beita Þjóðverja refsiaðgerðum
vegna andstöðu þeirra við fyrirhugað-
ar hernaðaraðgerðir gegn írak. Að því
er fram kom i breska blaðinu The
Observer boðaði Rumsfeld að hluti refsiaðgerðanna yrði
að kalla allt bandariskt herlið burt frá Þýskalandi og flytja
það til annarra Evrópulanda sem styddu hernað gegn
írak.
Þetta heitir ekki einasta að fara á taugum heldur hrein
og klár heimska. Ef rétt er eftir Rumsfeld haft hafa banda-
rískir ráðamenn með þessum orðum bitið höfuðið af
skömminni i þessum efnum en aðeins örfáir dagar eru frá
þvi Rumsfeld tönnlaðist á þvi að Þýskaland og Frakkland
væru gamaldags og gagnslaus í samskiptum þjóða í mill-
um. Þetta er yfirgangur af verstu gerð. Og hamslaus
frekja. Þjóðarleiðtogar verða að sýna þann þroska að
virða sjálfstæðan vilja lýðs og landa.
Þessara orða Rumsfeld mun verða lengi minnst. Þau
hafa þegar skaðað samband Ameríku og Evrópu og verða
geymd en ekki gleymd. Athygli vekur að Bandarikjafor-
seti hefur í engu reynt að afsaka þessi axarsköft varnar-
málaráðherra síns heldur látið sjálfur i veðri vaka að Evr-
ópurikin séu sum hver dragbítur á „nauðsynlegar aðgerð-
ir“ á hendur einræðisstjórninni i Bagdad. Bush er reynd-
ar farinn að tala eins og biluð plata um einhvern fyrirséð-
asta hernað seinni tíma.
Það er með ólíkindum að lesa yfirlýsingar sem sagðar
eru eftir ráðgjafa haukanna i vestri. Þeir væna stjórnir
Frakklands og Þýskalands um „sviksemi og flónsku“. Og
telja mikilvægt að veita þeim „almennilega lexiu.“ Ráð-'
gjafarnir telja sig hafa framtíðina á hreinu og segja það al-
veg ljóst að Þýskaland „sé búið að vera sem áhrifaríki“
láti stjórn landsins ekki af „heimskulegri“ afturhaldsemi
sinni. Og ljóst virðist hvar valdið er: Bandaríkjamenn
„geta splundrað" efnahag þjóðverja.
Vitaskuld er það svo að Bandaríkjamenn hafa mikil
áhrif í Þýskalandi. Hvorki meira né minna en 70 þúsund
bandarískir hermenn eru með fast aðsetur í landinu og
öflug hátæknifyrirtæki á borð við Diehl og EADS veðja á
milljarðaviðskipti við bandarísku hervélina á hverju ári
en tugþúsundir Þjóðverja starfa hjá þessum fyrirtækjum.
Líklega er Þýskaland stærsta víghreiður Bandaríkja-
manna utan eigin lands og þvi auðvelt fyrir hemaðarráð-
gjafana í vestri að tala í fyrirsögnum.
Bandaríkjamenn hafa allt frá því hryðjuverkamenn
unnu ægileg grimmdarverk sín á austurströndinni verið í
striði. í hálft annað ár hefur stjórn landsins blásið í her-
lúða en átt við þann agalega vanda að fmna ekki óvin
sinn. Það er eins og Saddam Hussein sé hálmstráið, allt
kapp er lagt á að sannfæra fólk um að hann sé samnefn-
ari illskunnar í allri veröld, hann sé lykillinn að al-Queda.
Höfuðvandi Bandaríkjastjórnar er sá að sárafáir hafa lát-
ið sannfærast og sjá i gegnum gabbið.
Með framferði sinu á siðustu dögum hafa bandarískir
ráðamenn dregið úr því trausti sem ríkt hefur á milli Am-
eríku og Evrópu. Þeir hafa farið yfir strikið og kunna ekki
að skammast sin. Ef til vill er það svo að þeir skilja ekki
Evrópumenn sem þekkja líklega öðrum betur ömurleika
og áþján langvarandi striðsátaka. Ráðamenn Þýskalands
og Frakklands eru báðir afkomendur eins versta striðs
sem háð hefur verið i sögu mannkyns. Ekki er að undra
að þeir vilji ekki fara út í blint stríð.
Sigmundur Ernir
DV
Avinninjgur
sjávanutvegs
afESB
Fullt tollfrelsi fyrir ýmsar afurö-
ir, svo sem úr síld, laxi og karfa,
sem í dag sæta tollhindrunum,
gæti skipt sköpum fyrir þróun
þessara greina. Sömuleiöis gæti að-
gangur fyrirtækja að ódýru fjár-
magni í formi erlends hlutaíjár eflt
möguleika sumra þeirra bæði til
útrásar og til að byggja sig upp inn-
Aðild að Evrópusamband-
inu kynni að hafa í för
með sér veruleg tækifæri
fyrir þróttmikil fyrirtæki á
sviði sjávarútvegs.
anlands. fllu heilli hafa þessi tæki-
færi ekki verið könnuð að neinu
marki. Innan sjávarútvegsins hef-
ur aðild að Evrópusambandinu
nánast verið bannorð. Þar hafa
menn litið á það sem guðlast að
reifa þann möguleika að sjávarút-
vegurinn kynni hugsanlega að hafa
ávinning af því aö landið yrði hluti
af Evrópusambandinu. Það er því
löngu tímabært að stjórnmála-
flokkamir opni á opinbera, hlut-
læga umræðu um málið.
íslenska útrásin
Samfylkingin hefur fyrir sitt
leyti lagt fram rökin með og á móti
aðild að Evrópusambandinu. Það
gerði hún fyrir skömmu með út-
gáfu bókar, ísland í Evrópu, þar
sem var meðal annars fjailað um
afleiðingamar fyrir sjávarútveg.
Það kom mörgum á óvart, að nið-
urstaðan var sú, að líklegast væri
að aðild að Evrópusambandinu
hefði jákvæðar afleiðingar fyrir ís-
lenskan sjávarútveg. Meðal annars
var bent á þá staðreynd, að aðild
gæti leitt til þess að íslensk fyrir-
tæki í greininni fengju sama kost á
ódým fjármagni, í formi hlutafjár,
og fyrirtæki í öörum atvinnugrein-
um.
Umræða um þær ógnir og ávinn-
inga sem hugsanleg aðild að ESB
fæli í sér fyrir íslensk fyrirtæki í
sjávarútvegi hefur þó verið furðu
lágvær. Það er merkilegt í ljósi
Össur
Skarphéðinsson
formaður
Samfylkingarinnar __ _
_____________ 1t I
HEHK
þess, að þróttmikil sjávarútvegsfyr-
irtæki, einsog Grandi, Samherji,
Bakkavör, og Þormóður Rammi,
svo hin helstu séu nefnd, hafa hasl-
að sér völl erlendis með jákvæðum
hætti. í útrás þeirra felst mjög mik-
ilvæg viðleitni undirstöðugreinar
til að styrkja sig, og hefja nýtt land-
nám. Farsæl útrás þeirra vekur
eðlilega þá spurningu, hvort ekki
felist í því þverstæða að íslensk
fyrirtæki í sjávarútvegi geti sótt
fram erlendis meðan erlendum fyr-
irtækjum er meinað að fjárfesta í
innlendum sjávarútvegsfyrirtækj-
um?
Fullt tollfrelsi
Arfleifð eins af foringjum jafnað-
armanna, Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, var samningurinn um
EES, sem færði nánast fullt toll-
frelsi fyrir afurðir úr sjávarútvegi.
Undantekningar voru þó einsog
áður segir ýmsar afurðir svo sem
úr síld, laxi, humri, karfa og stein-
bít. Ýmsar þeirra höfðu ekki sömu
vaxtarmöguleika á þeim tíma og í
dag.
Nú er hins vegar ljóst, að miklir
möguleikar eru að opnast til dæm-
is í vinnslu síldar til manneldis
með uppgangi norsk-íslensku síld-
arinnar. Samhliða hafa stórfyrir-
tæki á sviði sjávarútvegs ráðist í
miklar og þaulhugsaðar fjárfesting-
ar í fiskeldi. Aðild að ESB myndi
leiða til fulls tollfrelsis fyrir afurð-
ir í þessum vaxtargreinum. For-
ráðamenn slíkra vinnslufyrirtækja
hljóta því að kalla eftir sömu tæki-
færum og annar iðnaður í landinu.
í ljósi þeirra hagsmuna sem hér
hafa verið reifaðir ætti engum að
dyljast, að það er tímabært að
stjórnmálaflokkarnir, og sjávarút-
vegurinn, opni samræöu um hvaða
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003
„Það markar því nokkurs konar kaflaskil, að á Hótel KEA á morgun í hádeginu
rœðir einn af öflugustu forvígismönnum í sjávarútvegi hér á landi, Þorsteinn Már
Baldvinsson, þetta mál á opnum fundi Samfylkingarinnar. “
ógnir og ávinningar felast í aðild
að Evrópusambandinu.
Akureyrarfundurinn
Það markar því nokkurs konar
kaflaskil, að á Hótel KEA á morgun
í hádeginu ræðir einn af öflugustu
forvígismönnum í sjávarútvegi hér
á landi, Þorsteinn Már Baldvins-
son, þetta mál á opnum fundi Sam-
fylkingarinnar. Þorsteinn er þekkt-
ur fyrir umbúðalausar skoðanir,
einsog talsmenn Samfylkingarinn-
ar í sjávarútvegi þekkja af eigin
raun, og sannarlega er fengur að
því að fá mann með hans reynslu
til að tjá sig um málið.
Fordómalaus umræða, þar sem
menn leiða fram rök með og á
móti, eru best fallin til að íslend-
ingar geti tekið upplýsta afstöðu til
Evrópusambandsins. Þessi, og aðr-
ir Evrópufundir Samfylkingarinn-
ar, eru hugsaðir sem framlag
flokksins til öfgalausrar og ábyrgr-
ar umræðu um eina stærstu spurn-
ingu samtíðarinnar.
Sandkom
sandkorn@dv.is
Rómantískun
Fasteignaauglýsingar eru gjarn-
an í heldur þurrum skeytastíl en
með síðasta Fasteignablaði Mogg-
ans barst hins vegar ferskur vind-
ur. Óhætt er að segja að Valdimar
Óli hjá fasteignasölunni Bakka
finni fasteignum sínum flest til
ágætis. „Eldhúsinnréttingin er æö-
isleg; einn, tveir og elda, já, þarna
verða allir kokkar af bestu lyst!“
segir hann um íbúö í Hólunum.
„Sumir segja að það verki örvandi
að búa í nálægð við menntastofn-
anir,“ segir hann um „geggjaða
villu“ í Vogunum og á væntanlega
við Menntaskólann við Sund! Önn-
ur íbúð er skammt frá leikskóla
þannig að „börnin ung og smá
gleðja hjörtu vor með silfurtærum
röddum sínum ...“ Hástemmdust er
lýsingin á einbýli í Þingholtunum:
„Þetta dásamlega dúlluhús hleypti
hreinlega roða í kinnar mínar og
ég fann hvernig ástin lifnaði allt
um kring." Sýningar á „dúlluhús-
um“ á borð við þetta virðast líka
framkvæmdar með frumlegum
hætti: „Oh, ég helli mér bara í
rauðvínsglas og bíð meðan þú
skoðar þetta líka og svo njótum
við.“
Leiðrétt
í DV í vikunni var vitnað í stutt-
an kafla úr pistli vefritsins Múrs-
ins þar sem sagði meðal annars að
Jón Steinar Gunnlaugsson hefði
haldið því fram að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir væri handbendi Jóns
Ólafssonar og Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar. Múrinn hefur nú
breytt þessum kafla enda mun Jón
Steinar aldrei hafa haldið þessu
fram.
Með á nótunum
í nýjasta tölu-
blaði Vikunnar
er umfjöllun sem
ber yfirskriftina
„Líkamsrækt
allt lífið“. Þar er
að finna nokkuð
skondna kynn-
ingu á einum
viðmælanda blaðsins sem er lög-
maður og frambjóðandi til Alþingis
en hreint ekki borgarfulltrúi:
„Gera má ráð fyrir að Sigurður
Kári Kristjánsson, héraðsdómslög-
maður og borgarfulltrúi, sé stöðugt
á ferðum milli lögmannsstofu sinn-
ar og Ráðhússins. Til að komast að
því hvort hann hlaupi frá Sunda-
görðum og niður að Tjöm voru
lagðar fyrir hann nokkrar lykil-
spurningar um líkamsrækt..."
Ummæli
Grætiir ráöast á lífríkið!
„Umhverfisvemdarsamtök hafa
á síðustu misserum í auknum
mæli beint spjótum sínum að líf-
riki hafsins.“
Helgi Mar Árnason í grein í Morgun-
blaðinu.
Með Bush í vasanum
„Stríð við írak er engin óumflýj-
anleg staðreynd. Þvert á móti er
ákvörðunin enn í okkar höndum
Eövarð Jón Bjarnason á Deiglunni.is.
Sovéskir tilburðir Frakka
„Ummæl-
in [Chiracs
Frakklands-
forseta] eru
ekki síst
óheppileg
vegna þess
að þeim er
beint gegn
þeim ríkjum sem áratugum saman
lutu harðstjóm Sovétríkjanna. Nú
þegar þau stefna á aðild að sam-
bandi evrópskra lýðræðisríkja
virðist sem dagskipunin sé sú að
þau eigi að halda sig á mottunni.
Stefnan verði mótuð annars staðar.
Að þessu sinni ekki í Moskvu held-
ur París."
Úr leiðara Morgunblaösins, um þau
ummæli Chiracs aö riki Austur-Evrópu
sem bíöa aöildar aö ESB heföu
„misst af gullnu tækifæri til aö
þegja" þegar þau lýstu stuöningi viö
stefnu Bandaríkjastjórnar í iraksmál-
inu.
Kveðja
„Á fimmtugsafmæli Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar hugsar
frjálslynt fólk til síns ötulasta bar-
áttumanns og þakkar fyrir sig.“
Vefþjóöviljinn á Andríki.is.
Skoðun
Stríð eða ekki stríð
Hvenær fer maöur í stríð og
hvenær fer maður ekki í
stríð? - íslandi var ælt upp
á yfirborð sjávar fyrir ekki
nema 14 milljón árum síð-
an. Það er eitt allra yngsta
barn veraldarinnar og á
vinstri og hægri hönd hefur
það sér til stuðnings yfir 70
milljón ára gömul systkini
sín.
Það fyndna er að þjóðin sem býr á
þessu landi hagar sér alltaf eins og
fjórtán ára krakki innan um fullorð-
ið fólk. Það er að springa úr gelgju
og frekju innan um þroskuð systkini
sín. Þegar íslendingar lentu í fisk-
veiðideilum sínum við Breska
heimsveldið vorum það við en ekki
Bretar sem börðum í borðið og hót-
uðum að fara í stríð. Henry Kissin-
ger gerði þessa hegðun íslendinga að
umtalsefni í ævisögu sinni þar sem
hann talaði um kúgun lítilmagnans.
Stríð fyrir íslendinga var bara
eitthvert djók. Á meðan aðrar þjóöir
Evrópu þurftu að horfa upp á sína
bestu syni vera tætta niður af vél-
byssukúlum á vígvellinum þá fengu
bestu synir íslands loksins almenni-
lega vinnu og sungu glaðir yfir þeim
tekjum sem breski og bandaríski
herinn færði þeim. Og bestu dætur
íslands fengu loksins almennilega
elskhuga sem kunnu mannasiöi og
klæddu sig í annað en lopapeysur.
Aðeins á íslandi hefði verið hægt
að láta út úr sér orð eins og „blessað
stríðið". Að setja orðið blessað fyrir
framan stríðið sem lagði heims-
byggðina í rúst hefði nægt til að
setja mann inn á geðveikrahæli ann-
ars staðar í Evrópu. Já, þetta var svo
sannarlega blessað stríð fyrir íslend-
inga, en fyrir Evrópu var þetta stríð
sem kostaði ekki aðeins 60 milljónir
manna lífið heldur einnig trú heims-
ins á framfarir og manngæsku.
Blessuðu stríöin okkar
Er það nema von að breska heims-
veldið hafi bara gefið eftir þegar það
stóð frammi fyrir þessari ofdekruðu
þjóð siglandi á smábátum með ein-
hverja loftriffla í skutnum og hótaði
stríði við heimsveldi á óvinnandi
stríðsvél með flugmóður- og orrustu-
skipum sem höfðu lagt allan heim-
inn undir sig. Þetta var ekki Golíat
gegn Davíð. Þetta var Golíat gegn
smákrakka sem hafði ekki svo mik-
ið sem steinvölu að vopni. Aðeins
bitlaus skæri sem rétt gátu sargað
reimarnar af skóm óvinarins. En
krakkar kunna að öskra, grenja og
frekjast. Þau vopn gáfu okkur fisk-
veiðilögsöguna, hvaðan við gröfum
upp gullið okkar. Og Golíat fór bara
heim með slitnar reimar. Á eftir
honum hrópaði dekurbamið háðs-
yrði þar sem Golíat hafði ekki haft
brjóst í sér til að nota vopnin.
Svona smákrakkaþjóð veit ekki
hvað stríð er. Þess vegna getur hver
Reykvíkingurinn á fætur öðrum not-
að orðið stríð eða vísanir í stríð um
þaö að Austfirðingar ætla að taka til
hendinni, grafa skurði og fleyta
vatni á land. Stríð, sagöi Elísabet
Jökulsdóttir í grein sinni? Stríð gegn
þjóðinni, stríð gegn íslandi?
Blessaðar mótmælagöngurn-
ar
Maður finnur hvað hendur rithöf-
undanna eru titrandi af gleði að fá
að skrifa um eitthvað sem skiptir
máli, fá að skrifa orðið stríð og
meina það. Dauööfunda höfunda al-
vöru þjóða sem hafa fengið tækifæri
til að deyja fyrir málstað sinn. Hafa
þurft að berjast fyrir einhverju sem
skipti máli en Danir voru svo ömur-
legir kúgarar að þeir gátu ekki svo
mikið sem drepið einn einasta sjálf-
stæðissinna í sjálfstæðisbaráttunni.
Svo voru íslenskir stjórnendur svo
sorglega skynsamir að við fengum
ekki kúgun kommúnistanna yfir
okkur. Algjörlega glatað.
Ofan á þetta skelfilega tragedíu-
leysi hafa íslensk stjórnvöld leyft ís-
lenskri náttúru að njóta sín villt og
ósnert með fáeinum undantekning-
um á meðan þjóðir eins og sú þýð-
verska og Austur-Evrópuþjóðirnar
hafa fyllt andrúmsloftið sitt af kola-
reyk og plantað kjarnorkuverum á
víð og dreif um náttúruperlurnar
sínar. Það væri nefnilega hægt að
skilja mótmælin sem eru gegn álver-
inu ef þau væru gegn enn einu ver-
inu í landi eins og Tékklandi. Tékk-
neska lýðveldið er á minna land-
svæði en ísland, en þjóðin er fjörutíu
sinnum flölmennari.
Fyrir vikið eru hér verksmiðju-
skrímslin úti um allt. Norðrið og
austrið er þakið kolanámum og á
stundum sjá hvorki menn né beljur
í grasið fyrir neðan sig vegna meng-
unar. Suðrið hefur sloppið að mestu
vegna þess að þar er ekkert að finna
þótt grafið sé í jörðinni og enga orku
hægt að virkja nema vindorkuna
(sem þeir og reyna að gera). Þess
vegna hefur Suður-Tékkland verið
eina ósnortna náttúruperlan, þar
sem beljurnar hafa séð í grasið sem
þær jórtra, bændur hafa getað horft
á grænmetið sitt og blóm vaxa úr
grasi. Þar planta Tékkar þá kjarn-
orkuverinu sínu.
Maður skilur gremju bóndans
sem þarf að horfa á kjarnorkuverið
vaxa uppyfir grænmetið og í stað
þess að sjá blómin sín springa út,
springur þetta kjarnorkuver út. En
það var ekki farið í hungurverkfall
eða að nokkur Tékki hlekkjaði sig
fastan í stigagöngum ráðuneytis.
Slík viðbrögð sýndu Tékkar þegar
raunveruleg ógn og valdníðsla varði
á tímum kommúnismans. Þá var
ástæða til þess. Þá var það gert.
Yngsta barniö má líka vera
meö
Þessi öfgakenndu mótmæli sem
hafa verið við Kárahnjúkavirkjun
eru enn eitt dæmiö um skort ís-
lenskrar sögu á raunverulegum tra-
gedíum þar sem fóik fær tækifæri til
að láta lífið fyrir góðan málstað. Það
er skiljanlegt hjá fjórtán ára krakka
í stórri fjölskyldu að hann öfundi
eldri systkini sín af því að hafa
reynt eitthvað, að hafa farið út í líf-
ið og upplifað raunverulegar traged-
íur og hægt fari krakkinn að ýkja
upp smáatvik í eigin lífi og gera tra-
gedíur úr þeim. Þótt krakkinn sé
bara ofverndaður og það hafi í raun
ekkert gerst í lífi hans.
Fjórtán ára smákrakkinn „ísland"
horfir á eldri systkinin sín á megin-
landi Evrópu og veit að þau hafa
upplifað stríð og segir við sjálfan sig,
„ég vil líka“, og þá er það bara látið
heita stríð þegar nokkrir Austfirð-
ingar vilja grafa skurð. En stríð er
ekki skurðgröftur, lúxus, amerískt
tyggjó eða súkkulaöi eins og orðið
virðist merkja í islenskri tungu.
Smákrakkinn horfir á eldri systkin-
in sín á meginlandinu þar sem er
barist hetjulegri baráttu gegn meng-
un á hættulegu stigi. Krakkinn seg-
ir, „ég vil líka“. En það er ekkert
sambærilegt í þessum tilvikum.
í Austur-Evrópu þarf nánast að
brjótast í gegnum loftmengunina en á
íslandi er loftið hreint og tært. í Evr-
ópu allri eru fá svæði sem hægt er að
keyra um að ekki sjáist til byggða
með sínum gömlu og nýju verksmiðj-
um og verum. En á íslandi er hægt að
keyra tugi ef ekki hundruð kílómetra
áður en það sést í svo mikið sem skúr
eða kofa. Samt er loftiö tært og lélegt
skyggni nánast aðeins af náttúruleg-
um völdum. Maður skilur það sem
Doris Lessing sagði eitt sinn, að ekk-
ert er eins skemmtilegt og að fara í
mótmælagöngur, en fyrir íslendinga
mætti bæta við að það væri ekki
verra ef það væri ástæða til hennar.
Stríð er fjör, meira tyggjó
Stríð? Er það stríð gegn landinu
að Austfirðingar ætli að grafa
skurði? Hvað er í gangi? Við höfum
alltaf og munum alltaf fleyta okkur
áfram með vinnu. Þessar hendur eru
ástæðan fyrir því að mannskepnan
náði yfirráðum í heiminum. Ástæða
þess að við urðum ekki undir í bar-
áttunni við önnur dýr, því með þeim
gátum við búið til verkfæri, virki,
stíflur og lón. Ástæða þess að við lif-
um ekki enn þá í hellum af ótta við
okkur stærri dýr.
í höndunum einum eru yfir 36
vöðvar, 26 bein og ef andlitið er und-
an skilið þá er meira svæði í heilan-
um upptekið við hendurnar heldur
en samanlagt allt annað svæði lík-
amans. Það er ekkert stríð í gangi,
hvorki í raunverulegri merkingu
þess orðs né íslenskri merkingu, það
eru bara menn fyrir austan fjall sem
vilja fá að taka til hendinni. Nota
þessar dásamlegu hendur sem guð
gaf okkur. Augun eru líka yndisleg.
Það er yndislegt að skoða hluti.
Það er ákaflega skemmtileg hug-
mynd að við getum bara lifað á því
að fólk ferðist til okkar og borgi fyr-
ir að skoða landið okkar, en það er
ekkert sérlega trúleg hugmynd. Það
hljómar eins og draumórar of-
dekraðs 14 ára krakka. Og draumór-
ar munu ekki útvega Austfirðingum
salt í grautinn. Þeir vita aö þeir
þurfa að vinna fyrir því og myndu
gjarnan vilja fá frið til þess frá Reyk-
víkingum sem hafa gaman af mót-
mælagöngum.
„Svona smákrakkaþjóð veit ekki hvað stríð er. Þess
vegna getur hver Reykvíkingurinn á fcetur öðrum
notað orðið stríð eða vísanir í stríð um það að Aust-
firðingar œtla að taka til hendinni, grafa skurði og
fleyta vatni á land. “ - Mótmælendur á Austurvelli.
*
v
¥
4F
+