Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 :o'V' Fréttir Um 84 prósent eru ekki í vafa í könnun DV um afstöðuna til kaupauka forstjóranna: Kaupaukarnip of háir - Kauphöllin með nýjar reglur um upplýsingaskyldu um launakjör stjórnenda Davíö Oddsson. Yfirgnæfandi meirihluta ís- lenskra kjósenda, eða tæpum 84 pró- sentum, flnnst kaupaukar ís- lenskra forstjóra vera of háir. Gild- ir þá einu hvort horft er til afstöðu kvenna og karla eða kjósenda höf- uðborgarsvæðis- ins eða lands- byggðarinnar. Ríf- lega 14 prósentum finnst kaupauk- amir hins vegar vera sanngjarnir. Þetta má lesa úr Guðmundur niðurstöðum Hauksson. skoðanakönnunar DV sem gerð var á þriðjudags- kvöld. Spurt var: Telur þú kaupauka stjómenda íslenskra fyrirtækja vera sanngjama, of lága eða of háa? Úrtakið var 600 marms, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Kjósendur voru mjög ákveðnir í afstöðu sinni en 12,6 prósent reyndust óákveðin eða neituðu að svara spurningunni. Af öllu úrtakinu töldu 14,3 prósent að kaupaukamir væru sanngjamir, 1,7 prósent töldu þá of lága en Sigurður Einarsson. Pétur Blöndal. 73.2 prósent töldu þá of háa. Þegar aðeins er litið til þeirra sem af- stöðu tóku töldu 14.3 prósent að kaupaukamir væru sanngjamir, 1,9 prósent að þeir væru of lágir og 83,8 prósent að þeir væru of háir. Fleiri konur en karlar töldu kaupaukana vera of háa. Ekki var marktækur mun- ur á afstöðu fólks eftir búsetu, þ.e. höfuðborgarsvæð- is eða landsbyggð- ar. Kaupauki Sigurðar Tilefni spurningarinnar um kaupauka íslenskra fyrirtækja- stjómenda er umræðan um tug- milljóna kaupauka til handa Sig- urði Einarssyni, forstjóra Kaup- þings banka hf. Laun hans á síð- asta ári námu um 70 milljónum króna en þar af var kaupauki vegna vaxtar fyrirtækisins og hagnaðaraukningar um 58 millj- ónir króna. Hefur kaupauki Sig- urðar hrundið af stað mikilli um- ræðu í þjóðfélaginu um kaup og kjör fyrirtækjastjórnenda. Upplýs- ingar um slíka kaupauka hafa Stórmót Hróksins 2003 Kortsnoj lagði Hannes Umsjón Sævar Bjamason Alexei Shirov er einn efstur, með 6 vinninga, eftir 8. og næstsiðustu umferö sem tefld var í gærkvöldi en hann gerði jafntefli við Bartek Macieja sem er í 2.-3. sæti með 5,5 vinninga ásamt Ivan Sokolov sem gerði jafntefli við Michael Adams. Níunda og síðasta umferð verður tefld í dag og hefst hún kl. 13.00. Þá mætast m.a. Shirov og Sokolov. Úrslit 8. umferðar: 1. Kortsnoj fómaði peði en virtist ekki fá nægar bætur. Hannes, sem lagði Kortsnoj fyrir 2 árum hér í Reykjavík og sigraði þá á Reykja- víkurskákmótinu, tefldi slælega og Kortsnoj byggði upp öfluga sókn og vann snoturlega. Sá gamli á enn möguleika á efsta sætinu! 2. Etienne Bacrot kom Stefáni út í enn eitt erfitt hróksendataflið og að þessu sinni beið Stefán lægri hlut. Skákin er harður skóli. 3. Luke McShane vann þægileg- an sigur á Helga Áss sem er langt frá sínu besta á mótinu. 4. Macieja gerði ekki mjög harða hríð að efsta manninum, Alexei Shirov. Það er greinilegt að hann hagar seglum eftir vindi og ekki hægt að lá honum það. 5. Ivan Sokolov komst ekkert áleiðis gegn Mickey Adams sem bauð ekki upp á jafnhrikalegan af- leik og í fyrradag og jafhtefli varð staðreynd. Lokaumferðin verður örugglega söguleg í dag. Það era ekki alltaf jólin, síðast þegar þeir mættust vann Hannes öragglega. Hvítt: Hannes H. Stefánsson (2569). Svart: Viktor Kortsnoj (2642). Nimzo-indversk vöm. Hróks- mótið Kjarvalsstöðum. (8), 26.02.2003. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 d6 7. Bg5 Rbd7 8. e3 e5 9. dxe5 dxe5 10. Bd3 a5 11. b3 Rc5 12. Bc2 Dd6 13. f3 He8 14. Re2 Dc6 15. 0-0 a4 Stöðuleg peðsfóm hjá þeim gamla eða afleikur? Sennilega afleikur. 16. b4 Rb3 17. Bxb3 axb3 18. BxfB gxf6 19. b5 Dc5 20. Dxb3 Be6 21. Hfcl Hed8 22. Rg3 f5 Hann- es teflir fram- haldið fullró- lega, 23. a4 b6 Dc3 er önnur leið og hvassari. 23. Khl Hd6 24. h3 Had8 25. Hc3 H6d7 26. Hfl Hd2 27. Hfcl Fram að þessum leik var e4 f4 Rh5 betri leikir fyrir Hannes. 27. -De7 28. Rfl H2d7 Og enn verður Hannes að taka af skarið með 29. c5 eða 29. e4. Þaö vantar allan kraft í okkar mann sem er að tefla við sér 40 áram eldri mann. Þó engan venjulegan mann. 29. Dc2 Dh4 30. De2 Kh8 31. H3c2 Hd6 32. Hc3 H6d7 33. c5 c6 34. bxc6 bxc6 35. H3c2 Da4 36. D£2 fB 37. Hc3 Hg7 38. e4 fxe4 Það er furðulegt að Hannes skuli ekki leika 39. Dh4 og notfæra sér leppun svörtu drottningarinnar! 39.f4? Dd4 40. Re3 Hdg8 41. f5 Hxg2. Nú er Hannes kominn með X % k k i. r* AW kk A Af AA& A A a S <£ 4> i tt XI Á Wdm A-5Í. ' a m a a Æ r. m x m m 1 A m ekki verið lýðum ljósar, yfirleitt færðar undir einn lið, laun yfir- stjórnar, eða slíkan lið í ársreikn- ingum fyrirtækja. En vegna eign- araðildar Kaupþings banka að sænskum banka, sem skráður er á hlutabréfamarkaði þar í landi, var fyrirtækinu skylt að upplýsa um þennan kaupauka Sigurðar. En bónusar fyrirtækjastjórn- enda eru ekki aðeins faldir í kaupaukum heldur einnig kaup- rétti starfsmanna á hlutabréfum. Þannig keyptu stjórnendur ís- landsbanka hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir og er þannig frá málum gengið að þeir geta ekki tapað á kaupunum. Bankinn skuldbindur sig nefnilega til að kaupa bréfin á upphaflega geng- inu ef ekki vill betur. Misjöfn viðbrögð Guðmundur Hauksson, formað- ur stjórnar Kaupþings banka, hef- ur haft fátt við þessar kaupauka- greiðslur að athuga, segir þær til samræmis við það sem gerist er- lendis. Þá sagði Sigurður Einars- son sjálfur í útvarpsfréttum RÚV að kaupauki hans þætti ekki mik- ill á alþjóðlegan mælikvarða. Ef fyrirtæki sem störfuðu í alþjóð- legu samkeppnisumhverfi borg- uðu ekki starfsmönnum sínum vel færu þeir einfaldlega eitthvert annað. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði í þættinum Hrafna- þingi á Útvarpi Sögu á mánudag að honum þætti þessar kaupauka- greiðslur óþarfi og óhóf mikið að greiða forstjóra Kaupþings banka um 6 milljónir króna á mánuði. „Það verður að vera eitthvert hóf í þessu öllu saman því þetta skap- ar undarlegar tilfinningar," sagði Davíð á Hrafnaþingi. Launakjör æöstu stjórnenda opinberuð Þóröur Friöjónsson, forstjóri Kauphallar íslands, kynnir nýjar reglur um upp- lýsingaskyldu fyrirtækja um launakjör æöstu stjórnenda. Þærgera ráö fyrir aö skylt veröi að birta þessar upplýsingar, svo og upplýsingar um starfsloka- samninga, og einnig lífeyrisréttindi umfram þaö sem venjutegt er. Upplýsingar um launakjör stjórnenda birtar Kauphöll íslands kynnti í gær nýjar reglur um upplýsingaskyldu um launakjör stjórnenda hlutafé- laga. Samkvæmt þeim ber fyrir- tækjum skráðum á Aðallista og Vaxtarlista, sem og Tilboðsmark- aði Kauphallarinnar, að birta ítar- legar upplýsingar um launakjör stjómarmanna og æðstu stjórn- enda í skráningarlýsingum og árs- reikningum. Eins ber að birta ít- arlegar upplýsingar um kauprétt- arsamninga og sambærilega samninga æðstu stjórnenda. Sama á við um hlutafjáreign stjórnenda og óvenjulega ráðningar- eða starfslokasamninga æðstu stjóm- enda og samninga um lífeyrisrétt- indi umfram það sem venjulegt er. Þegar Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar íslands, kynnti nýju reglurnar kom fram að þær væru settar með hagsmuni hlut- hafa og fjárfesta í huga og einnig hagsmuni stjórnenda en með þeim ykist trúverðugleiki á störf þeirra. Góð upplýsingagjöf hefði einnig áhrif á seljanleika. Hagsmunir markaðarins væru samræmdar upplýsingar fyrir öll skráð félög, samræmi við kröfur á helstu mörkuðum og meiri líkur á þátt- töku erlendra fjárfesta. Ástæðuna fjrir nýjum reglum væri krafa markaðarins og þróun- in erlendis þar sem hneykslismál hafa komið upp tengd stjórnun fyrirtækja og háum kaupréttar- samningum. Þá hefðu verið gerðar auknar kröfur til ársreikninga er- lendis og aukin umræða hefði al- mennt farið fram um upplýsinga- gjöf vegna launakjara. Ofháir |_ Oflágir [ Sanngjarnir I AFSTAÐAN TIL KAUPAUKA ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJASTJÓRNENDA □ - skv. skoöanakönnun DV HaukurLárus Hauksson biaöamaöur Skoðanakönnun Jákvætt skref „Ég er fylgjandi því aö menn fái greitt í samræmi við afköst sín, snilli og árangur í starfi. Hins veg- ar finnst mér þau dæmi sem nefnd hafa verið undanfama daga vera allt of há og einhvem veginn úr tengslum við laun stjómenda og laun í landinu. Auk þess virðast þau ekki rétt upp byggð þar sem þau byggjast á hagnaði af sölu eigna sem ætti ekki að vera inni í kaupauka framkvæmdastjóra," sagði Pétur Blöndal alþingismað- ur við DV. Pétur sagðist hafa trú á því að nýjar reglur Kauphallar íslands hefðu áhrif á kaupauka fyrir- tækjastjórnenda. „Það er mjög já- kvætt að birta upplýsingar um svona kaupauka fyrir fram því oft eru veitt verðlaun við að ná ein- hverjum markmiðum sem stund- um virðast óraunsæ eða illmögu- legt að ná. Ég held að fólk sé sátt- ara við að menn fái greitt fyrir ef þeim tekst hið ómögulega, að ná hátt settum markmiðum." Pétur bætir við að knattspyrnu- menn hafi margir mun hærri laun en þau sem hafa verið til umræðu hér á landi í vikunni. „Það er vegna þess að þeir hafa náð mjög góðum árangri. En þeir eru ekki í öruggum sessi, ekki frekar en for- stjórar fyrirtækja ættu að vera. Hins vegar eru þau háu laun sem menn eru að tala um í raun viður- kenning á gildi stjórnunar í fyrir- tækjum, hvers virði hún er fyrir hag fyrirtækisins, viðskiptamenn þess og starfsmenn,“ sagði Pétur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.