Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 24
é- 24 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli Sigurbjörn Sigurbjörnsson, Gránufélags- götu 37, Akureyri. Eiginkona hans er Jóhanna Þórarinsdóttir. Þau hjónin eiga auk þess gullbrúðkaup í dag. Sigurbjörn og Jóhanna verða aö heiman. 75 ára__________________________________ Grétar Jónsson, Akurgerði 10, Akranesi. 70 ára__________________________________ ■ir Ámi G. Jensson, Pósthússtræti 13, Reykjavík. Borghlldur Þorgrímsdóttir, Suðurengi 14, Selfossi. Garöar Sigurðsson, Köldukinn 26, Hafnarfirði. Héöinn Valdimarsson, Sundstræti 26, ísafirði. Ingveldur Svefnsdóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. 60 árg__________________________________ Guömundur A. Guðmundsson, Hátúni 12, Reykjavík. Hreinn Björgvinsson, Hafnarbyggð 51, Vopnafirði. Ulja Skarphéöinsdóttir, Ægisgötu 12, Akureyri. Rósa Antonsdóttir, Norðurgötu 56, Akureyri. * Steinunn Ingvarsdóttir, Stóragerði 34, Reykjavík. 50 ára__________________________________ Ágústa Magnúsdóttir, Dverghamri 24, Vestmannaeyjum. Birgir Jónsson, Bláskógum 1, Hveragerði. Friöþjófur Arnar Helgason, Stangarholti 5, Reykjavík. Janina Jagusiak, Flétturima 6, Reykjavík. Jón Ragnarsson, Bröttuhlíð 5, Hveragerði. Kristín S. Halldórsdóttir, ^ Hlíðarhjalla 55, Kópavogi. Lilja Björk Ólafsdóttlr, Reykjafold 18, Reykjavtk. Oddný Ríkharösdóttir, Blikaási 15, Hafnarfirði. Rögnvaldur Ingólfsson, Ólafsvegi 49, Ólafsfirði. 40 ára__________________________________ Davíð Pálsson, Funalind 13, Kópavogi. Guörún Linda Friöriksdóttir, isalind 6, Kópavogi. Jórunn Finnsdóttir, Melasíðu lOc, Akureyri. Kalia Björg Karlsdóttir, Selbraut 6, Seltjarnarnesi. 80 ára Kristín Hermundsdóttir frá Strönd, Vestur-Landeyjum, til heimilis að Hjaltabakka 28, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að morgni föstud. 21.2. Björn Ragnarsson, Lindargötu 20, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnud. 23.2. Þorgeir Guðmundsson frá Melrakka- sléttu varö bráðkvaddur á heimili sínu I Tingsryd í Svíþjóð sunnud. 23.2. sl. Anna S. Bjarnadóttir, Hlíf 1, Isafirði, lést á heimili sínu sunnud. 23.2. Kristján Sigurðsson, Háholti 18, Akra- nesi, lést á heimili sínu sunnud. 23.2. Guöni Gíslason lést á heimili sínu, Granaskjóli 23, aö morgni sunnud. 23.2. ^Magnús Ólafsson verkfræðingur, Álf- heimum 22, lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut sunnud. 23.2. Benedikt Valdemarsson, til heimilis á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést sunnud. 23.2. Svava Kristinsdóttir lést á heimili sínu sunnud. 23.2. Guðrún Jónsdóttir, Víöivöllum 6, Akur- eyri, veröur jarðsungin frá Akureyrar- kirkju fimmtud. 27.2. kl. 13.30. Siguriaug Anna Hallmannsdóttir, Suðurgötu 15-17, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju fimmtud. J^27.2. kl. 14.00. Kristín Þórðardóttir, hjúkrunarheimlinu Eir, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtud. 27.2. kl. 13.30. Jarðarför Davíðs Fannars Magnússonar, Vesturási 22, Reykjavík, veröur gerö frá Grafarvogskirkju 28.2. kl. 13.30. Útför Úlfars Níelsar Stehn Atalsonar, Strandaseli 1, Reykjavík, fer fram frá '•fi-'ossvogskirkju föstud. 28.2. kl. 11.00. FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 DV Sjötíu og fimm ára Ingimar Sveinsson fyrrv. bóndi á Egilsstööum og kennari viö Landbúnaöarháskólann á Hvanneyri Ingimar Sveinsson, fyrrv. bóndi á Egilsstöðum og kennari við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri, Ás- vegi 6, Hvanneyri, er sjötíu og flmm ára í dag. Starfsferill Ingimar fæddist á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1948, BSc-prófi í búvisindum frá Washington State University, í Pullman í Washingtonfylki í Banda- ríkjunum 1952, dvaldi við nám í Dan- mörku 1986, í Þýskalandi 1993 og í Kanada og Bandaríkjunum 1995. Ingimar var bóndi á Egilsstöðum, á Egilsstaðabúinu, 1952-86 og var kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, m.a. i hrossarækt og tamningum, frá ársbyrjun 1986-98. Jafnframt stundaði hann þar til- raunir og rannsóknir í hrossarækt. Ingimar hefur kynnt sér ýmsar erlendar tamningaraðferðir hrossa, sem hann heflr aðlagað íslenska hestinum og bætt inn í sína fyrri tamningareynslu og þannig þróað sína eigin útfærslu eða frumtamn- ingaaðferð sem hann nefnir Af frjálsum vilja. Hann hefir haldið flölda tamninganámskeiða um allt land og víða erlendis á undanfóm- um árum og eru þau enn mjög vin- sæl og eftirsótt. Ingimar var stofnfélagi Hesta- mannafélagsins Freyfaxa á Fljóts- dalshéraði og sat í stjórn þess í tutt- ugu og fimm ár, þar af formaður í fimm ár. Hann var stofnfélagi og fyrsti formaður ungmennafélagsins Hattar á Egilsstöðum, sat í stjórn Kaupfélags Héraðsbúa, var i nokkur ár formaður Bændafélags Fljótsdals- héraðs og sat í stjórn og var fram- kvæmdastjóri Ræktunarsambands Austur-Héraðs um skeið. Ingimar var fulltrúi á aðalfundi Stéttarsambands bænda og Lands- sambands hestamannafélaga um árabil. Hann hefur skrifað ýmsar greinar í blöð og tímarit og kennslu- bækur í hrossarækt og loðkanínu- rækt við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Fjölskylda Ingimar kvæntist 25.12. 1956 Guð- rúnu Gunnarsdóttur frá Gestsstöð- um í Borgarfirði, f. 7.9. 1933, hús- freyju. Hún er dóttir Gunnars Guð- jónssonar og Kristínar M. Jóhanns- dóttur, fyrrv. bænda að Gestsstöð- um og Hafþórsstöðum í Borgarfirði. Börn Ingimars og Guðrúnar eru Sigríður Fanney, f. 23.4. 1957, cand.tec.soc., búsett i Kaupmanna- höfn, en maður hennar er Lars Christensen og eru börn þeirra Magnús Larsson og María Larsdótt- ir; Gunnar Snælundur, f. 19.2. 1960, cand. agr., búsettur í Kaupmanna- höfn, en kona hans er Anne Mette Skovhus og eru böm þeirra Maren Kristín, Markús Snælundur og Anna Vígdís; Kristín María, f. 31.3. 1962, myndlistarmaður og kvik- myndateiknari, búsett í Mosfellsbæ en maður hennar er Jóhannes Ey- fjörð og böm þeirra eru Guðrún og Matthías; Ásdís, f. 7.11. 1967, kenn- ari, búsett í Borgamesi; Sveinn Óð- inn, f. 2.11.1972, vélstjóri, búsettur á Selfossi, en kona hans er Guðrún Halldóra Vilmundardóttir skrif- stofumaður og bam þeirra er Ingi- mar Örn. Systkini Ingimars: Ásdís Sveins- dóttir, f. 15.4. 1922, d. 15.8. 1991, fyrrv. húsmæðrakennari og hótel- stjóri; Jón Egill Sveinsson, f. 27.8. 1923, bóndi á Egilsstöðum. Foreldrar Ingimars: Sveinn Jóns- son, f. 8.1. 1893, d. 26.7. 1981, fyrrv. bóndi og oddviti á Egilsstöðum, og k.h., Sigríður Fanney Jónsdóttir, f. 8.2. 1894, d. 14.9. 1998, fyrrv. hús- freyja og hótelhaldari á Egilsstöðum Ingimar verður að heiman. Sextugur Baldvin Berndsen framkvæmdastjóri Baldvin Bemdsen framkvæmda- stjóri, Lautasmára 51, Kópavogi, er sextugur í dag. Starfsferill Baldvin fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Melunum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1964. Baldvin var flugafgreiðslumað- ur hjá Loftleiðum í Reykjavík 1965-67, flutti til New York 1968 og var stöðvarstjóri Loftleiða, síðan Flugleiða í New York til 1979, for- stjóri Hafskips í New York 1979-85, framkvæmdastjóri mark- aðs- og bókunarsviðs General Rent-A-Car í Lauderdale á Flórída 1986-89, var eigandi ferðaskrifstof- unnar American - Atlantic Travel & Tours í Orlando á Flórída 1989-91, stundaði ráðgjafarstörf í flugrekstri og alþjóðlegum ferða- málum hjá Transtar Airlines í Or- lando, Dolphin Airlines á Daytona Beach, hjá Grand Airways í Las Vegas, og Premier Car Rental í Phoenix 1991-98, og starfrækir nú Bónusvídeó í Mávahlíð í Reykja- vík ásamt eiginkonu sinni. Fjölskylda Baldvin kvæntist 1999 Henný Hermannsdóttur, f. 13.1. 1952, danskennara. Hún er dóttir Hermanns Ragnars Stefánssonar, f. 11.7.1927, d. 10.6.1997, danskenn- ara í Reykjavík, og k.h., Unnar Ingeborgar Arngrímsdóttur, f. 10.1. 1930, danskennara og fram- kvæmdastjóra Módelsamtakanna. Börn Baldvins og Unnar Hjart- ardóttur eru Baldvin Örn Bernd- sen, f. 3.7. 1962; Jóhanna Sigríður Bemdsen, f. 26.4. 1964. Börn Baldvins og Estherar Franklin eru Ragnar Baldvin Berndsen, f. 21.2. 1976; Margrét Lára Berndsen, f. 21.8.1979; Ewald Bemdsen, f. 12.5. 1981. Börn Hennýjar eru Unnur Berg- lind Guðmundsdóttir, f. 3.12. 1977; Ámi Henry Gunnarsson, f. 26.9. 1982. Barnabarn Baldvins er Unnur Björk Berndsen, f. 26.10.1997. Albróðir Baldvins er Sigurður Berndsen, f. 14.11. 1947, búsettur í Gautaborg. Hálfbræður Baldvins eru Ellert Bemdsen, f. 30.7. 1964, búsettur í Reykjavík; Birgir Berndsen, f. 4.12. 1965, búsettur í Reykjavík; Björgvin Berndsen, f. 9.12. 1965, búsettur í Danmörku. Foreldrar Baldvins: Ewald E. Berndsen, f. 31.8. 1916, d. 8.4. 1998, stórkaupmaður í Reykjavík, og Jó- hanna Sigríður Baldvinsdóttir, f. 6.1. 1916, húsmóðir. Baldvin er að heiman í dag. Fertugur____________________________________________________ Mán Másson dósent í lyfjafræöi viö Háskóla íslands Már Másson, dósent við lyfja- fræðideild HÍ, Fjölnisvegi 1, Reykja- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Már fæddist í Reykjavík, ólst þar upp, í Kópavoginum til fjögurra ára aldurs, á Sámsstöðum við Búrfells- virkjun til sjö ára aldurs og loks aft- ur í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá MS 1983, BS-próf í efna- fræði frá HÍ 1987, kandídatsprófi í lífrænni efnafræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1990, fékk námsstyrk frá japanska menntamálaráðuneyt- inu og stundaði nám við Tokyo Institute of Technology undir hand- leiðslu prófessors Masuo Aizawa, sem er núverandi rektor þess skóla. Már lauk síðan doktorsprófi í líf- tækniverkfræði 1995. Már hefur starfað við HÍ frá 1995 og verið dósents í lyfjaefnafræði við lyfjafræðideiid HÍ frá 1998. Már hefur stundað rannsóknir á sviði efnafræði og lyfjafræði, hér heima og erlendis. Hann er höfund- ur og meðhöfundur að rúmlega 50 ritgerðum í alþjóðlegum vísinda- tímaritum og ráðstefnuritum. Fjölskylda Már kvæntist 14.7. 1990 Sigríði Maack, f. 8.11. 1963, arkitekt á arki- tektastofunni Glámu Kim. Foreldr- ar hennar: Aðalsteinn Maack, f 17.11. 1919, húsasmiður og forstöðu- maður Byggingareftirlits ríkisins í Reykjavík, og Jarþrúður Þórhalls- dóttir Maack, f. 8.5. 1920, í Reykja- vík, d. 11.8. 1993, húsmóðir. Böm Más og Sigríðar eru Már, f. 6.2. 1991; Jarþrúður Iða, f. 15.4. 1997; Hrafnkell, f. 14.8. 2002. Systkini Más eru Gísli, f. 18.9. 1961, doktor í stærðfræði hjá ís- lenskri erfðagreiningu, búsettur i Reykjavík, en kona hans er Freyja Hreinsdóttir stærðfræðingur og eru börn þeirra Nökkvi, f. 1990, og Nanna Katrín, 1992; Guðrún, f. 1.12. 1967, tölvunarfræðingur, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Öm Orrason verkfræðingur og em böm þeirra Ásgerður, f. 1994, og Bragi, f. 1997; Vigdis, f. 20.3. 1970, víóluleik- ari, búsett í Wiesbaden í Þýskalandi, en maður hennar er Tobias Helmer, óbóleikari og kerfisfræðingur, og er sonur þeirra Atli, f. 2000. Foreldrar Más: Jóhann Már Mar- íusson, f. 16.11. 1935, byggingaverk- fræðingur og fyrrv. aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Sigrún Gísla- dóttir, f. 7.11. 1937, lyfjafræðingur. Ætt Jóhann Már er sonur Mariusar Jóhannssonar frá Ormskoti í Vest- ur-Eyjafjailahreppi, og Vigdísar Ey- leifar Eyjólfsdóttur frá Snjallsteins- höfðahjáleigu i Landsveit. Vigdis Eyleif er dóttir Gísla Gests- sonar safnvarðar og Guðrúnar Sig- urðardóttur handavinnukennara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.