Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 ÐV Innkaup 13 ' | DV-MYNDIR HARI Blómarós á brúökaupssýningu Jóhanna Margrét Hilmarsdóttir, deildarstjóri í blómasöiudeildar, segir að þetta sé þriðja áriö í röð sem Garðheimar standi fyrir sýningu af þessu tagi. „Sýningin í ár er sú allra glæsilegasta til þessa. “ með rósasýningu þar sem áhugamenn geta skoðað milli þrjátíu og fjörutíu mismunandi af- brigði af íslenskum rósum og fjöldann allan af glænýjum erlend- um tegundum sem verða til sölu eftir ár. „Við fáum rósirnar frá framleiðendum í Hollandi sem eru að byrja að rækta þær.“ -Kip stjóri í blómasöludeild- ar, segir að þetta sé þriðja árið í röð sem Garðheimar standa fyr- ir sýningu af þessu tagi. „Sýningin í ár er sú allra glæsilegasta til þessa og fleiri fyrir- tæki en áður sem taka þátt. Brúðarsýningin hefst formlega klukkan eitt á laugardaginn og stendur til klukkan sex. Hápunkturinn er tískusýning þar sem fólk getur séð nýja og spennandi hönnun á brúðarkjólum. Að sögn Jóhönnu verður tísku- sýningin endurtekin á sunnudag. „Versiunin verður hreinlega lögð undir brúðkaupsstemningu og mjög tignarlegt að sjá þegar módelin koma gangandi niður stiga við undirspil brúðarmarsins." Jóhanna segir að innan skamms ætli Garðheimar að vera Bruðarvondur Meðal þess sem hægt er að skoða á sýningunni eru mismunandi útfærslur af þrúðarvöndum HEREFORD STEIKHUS Vantar yfirmatreiðslumann °g vana þjóna í sal H E R E F O R D Upplýsingar í síma S T E 1 K H 0 S 511-3351 eÖa 862-3304 Uugavegur 5Sh i 101 Rcykjavít Hannes. s: 511-3350 i hcrcfoul.ts miij Þjálfunar og æfingarpunktar Láttu engan segja þér að þú sért of gömul eða gamall til að byrja að æfa. Nýjustu rannsóknir sýna að fullorðið fólk á aldrinum 65-79 ára getur bæði bætt styrk og frammistöðu með því að gera styrktaræfingar aðeins einu sinni til tvisvar í viku. Aukinn styrkur þýðir aukin geta til að takast á við daglegt amstur eins og að ganga upp og niður stiga, halda á innkaupapokum eða leika við barnabörnin. Aukinn styrkur þýðir líka bætt jafnvægi og þar með minni hættu á að fólk detti og brjóti sig eins og algengt er á þessum aldri. Fyrir konur er ekki síður mikilvægt að regluleg þjálfun bætir beinþéttni og getur komið í veg fyrir beinþynningu. Það er aldrei of seint að byrja en hver verður að sníða sér stakk eftir vexti og haga þjálfuninni eftir eigin getu. Hreyfing er nauðsynleg. Matseðill dagsins Dagur 16 Morgunverður: ABT-mjólk Brauðsneið Hnetusmjör 1 dós 1 sneið 1/2 msk. Hádegisverður: Subway langloka 1/2 stk. Miðdegisverður: Matarkex Undanrenna Mandarínur 2 stk. 1 glas 2 stk. Kvöldverður: Subway langloka Ávaxtasafi 1/2 stk. 1 glas Kvöldhressing: Epli 1 stk. Eftir því sem við eldumst aukast líkur á að við verðum fyrir barðinu á næringarvandamálum. Ástæðurnar geta verið margar, eins og minni matarlyst sem aftur leiðir til ónógrar orku- og næringarefnaneyslu. Margvísleg lyfjaneysla og ofneysla alkóhóls getur einnig haft afgerandi áhrif á næringarbúskap líkamans. Þegar talað er um aldrað fólk í "næringarlegu" tilliti er öldruðum skipt í tvo aldurshópa. Fyrri hópnum tilheyra þeir sem eru á aldursbilinu 50-70 ára og þeim seinni fólk sem er eldra en sjötíu ára. Það segir sig sjálft að almennt séð getur verið mikill munur á neysluvenjum fimmtugs einstaklings og þess sem er áttræður. Sem dæmi má nefna að um fimmtugt er algengt að næringarvandamálið tengist ofneyslu sem leiðir til offitu á meðan algengara er að áttræður einstaklingur þjáist af lystarleysi sem ýtir undir of mikið þyngdartap og afleiðingin verður vannæring. Samkvæmt erlendum könnunum er talið að allt að 50% þeirra sem dvelja á elliheimilum líði næringar- og orkuskort. Reglubundin neysla á fjölbreyttu fæði ásamt nægilegri vatnsdrykkju er að sjálfsögðu lykillinn að næringarlegu jafnvægi hjá öldruðum sem og öllum öðrum. Þar að auki gæti þeim gagnast að neyta reglubundið eins og einnar fjölvítamínstöflu með steinefnum og teskeið af lýsi. Stundum er þörf á markvissari bætiefnaneyslu en slík neysla ætti ekki að fara fram fyrr en sérfræðiálit liggur fyrir. Ástæðan er sú að óhófleg fæðubótarneysla getur leitt til eiturástands í líkama. Þeim sem eiga í erfiðleikum með að nærast á eðliiegan máta getur gagnast að neyta næringarduftdrykkja á milli mála. Dæmi um slíka blöndu er Build-up. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReynnc • átí FRÍTT í 3 DAGA HReyrmc Ef þú hefur ekki æft í Hreyfingu áður en langar til að prófa bjóðum við þér að koma og æfa frítt í þrjá daga til reynslu gegn framvísun þessa miða. Hringdu í síma 568-9915 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Gildir tit 1. apríl 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.