Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 Rafpóstur: dvsport@clv.is - keppni í hverju orði Jón Arnar sterkur Jón Arnar Magnússon tugþrautar- maður er í 4.-5. sæti á heimslista alþjóða frjálsíþróttasambandsins yflr bestan ár- angur ársins í sjöþraut innanhúss ásamt Aleksandr Pogorelov frá Rússlandi með 6.028 stig. Bestum árangri hefur Lev Lobodin náð, 6.412 stigum, og heimsmet- hafmn Roman Sberle, Tékklandi, er í öðru sæti með 6.228 stig. Ólympíumeist- arinn Erki Nool frá Eistlandi er í þriðja sæti með 6.004 stig. Líklegt má telja að Jón Arnar verði með á HM í næsta mán- uði en þar hefur Þórey Edda Elísdóttir tryggt sér keppnisrétt. -JKS HK - Haukar 28-31 1-0, 3-2, 4-0, 9-6, 12-10, 17-13, (19-16). 19-17, 22-20, 22-26, 25-27, 26-30, 28-31. HK Mörk/viti (skot/viti): Jaliesky Garcia 6/1 (12/1), Ólafur Víöir Ólafsson 6/2 (13/3), Samúel Ámason 4 (9), Vilhelm Gauti Berg- sveinsson 3 (3), Alexander Amarson 3 (4), Atli Samúelsson 3 (10), Elías Már Halldórs- son 2 (4), Már Þórarinsson 1 (2). Mörk iir hraóaupphlaupum: 1 (Ólafur Víöir, Már, Vilhelm. Vitanýting: Skoraö úr 3 af 4. Fiskuö viti: Garcia, Vilhelm, Ólafur Víöir, Samúel. Varin skot/viti (skot á sig): Amar Freyr Reynisson 11 (38/5, hélt, 28%), Björgvin Páll Gústavsson 6 (10, hélt, 40%). Brottvísanir: 14 mínútur, Jón Bersi rautt. Dómarar (1-10): Hlynur Jóhannesson, Anton Gylfi Pálsson (7). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 280. Maöur leiksins: Halldór Ingólfsson, Haukum Haukar Mörk/víti (skot/víti): Halldór Ingólfsson 12 /5 (13/5), Robertas Pauzoulis 7 (12), Þorkell Magnússon 3 (3), Ásgeir Öm Hallgrimsson 3 (5), Vignir Svavarsson 2 (3), Aron Kristjáns- son 2 (5), Jón Karl Bjömsson 1 (3), Alexand- er Shamkuts 1 (4). Mörk úr hraöaupphlaupum: 6 (Vignir 2, Þorkell, Shamkuts, Ásgeir Öm, Aron) Vitanýting: Skoraö úr 5 af 5. Fiskuö víti: Ásgeir Öm, Þorkell, Shamkuts, Halldór, Vignir. Varin skot/viti (skot á sig): Birkir ívar Guömundsson 2 (13/1, hélt 0, 8%), Bjami Frostason 16 (33/3, hélt 8,48%, 1 víti í stöng). Brottvísanir: 12 mínútur. Grótta/KR - Víkingur 30-18 2-0, 4-1, 9-2, 14-3, 14-5, 16-5, 18-6 (18-7). 18-8, 20-8, 23-9, 24-12, 26-13, 27-15, 28-17, 30-18. Grótta/KR Mörk/viti (skot/víti): Gísli Kristjánsson 6 (6), Páll Þórólfsson 6/2 (7/2), Alexander Pet- ersons 6 (10), Davíö Ólafsson 4 (8), Sverrir Pálmason 3 (3), Magnús Agnar Magnússon 2 (2), Auöunn Sverrisson 1 (1), Brynjar Hreinsson 1 (3), Kristján Þorsteinsson 1 (3), Höröur Gylfason (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 9 (Gísli 4, Petersons 2, Davíö, Páll, Sverrir). Vitanýting: Skoraö úr 2 af 2. Fiskuö víti: Davíö, Sverrir. Varin skot/viti (skot á sig): Hlynur Mortens 18 (32/3, hélt 8, 56%, 1 víti yfir), Kári Garöarsson 1 (5, hélt 0, 20%). Brottvisanir: 6 mínútur. Víkingur Mörk/víti (skot/víti): Ragnar Hjaltesteö 5/3 (6/3), Bjöm Guömundsson 5 (11), Þórir Júlíusson 3 (7), Davíö Guönason 2 (2), Karl Grönvold 1 (2), Siguröur Jakobsson 1 (2), Pálmar Sigurjónsson 1 (2), Andri Númason (1), Sverrir Hermannsson (1), Eymar Km- ger (9/1) Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Ragnar). Vitanýting: Skoraö úr 3 af 4. Fiskuö víti: Þórir, Eymar, Ragnar, Sigurö- ur). Varin skot/viti (skot á sig): Jón Trausta- son 12 (42/2, hélt 4, 29%). Brottvisanir: 10 mínútur, Eymar, Bjöm, Andri, rauö spjöld. KARLAR zr BQQtfTPBOILEDq^&' Valur 21 16 3 2 583-456 33 Haukar 21 15 1 5 630-502 31 IR 21 15 1 5 601-545 31 KA 21 14 3 4 581-533 31 Þór, Ak. 21 13 0 8 588-556 26 HK 21 12 2 7 583-559 26 Fram 21 10 4 7 540-513 24 Grótta/KR 21 11 1 9 543-510 23 FH 20 10 2 8 534-510 22 Aflurelding 20 5 3 12 481-519 13 Stjaman 21 5 2 14 548-608 12 iBV 21 5 2 14 502-602 12 Vfkingur 21 1 3 17 506-646 5 Selfoss 21 0 1 20 509-688 1 Halldór Ingólfsson, leikmaöur Hauka, átti stórleik í Kópavoginum í gær og geröi 12 mörk. Hér er hann hins vegar í varnarhlutverki. DV-mynd JAK Haukarnir heimsóttu nýkrýnda bikarmeistara HK í Kópavoginn: Haukar settu í lás - og unnu góöan sigur á HK, 28-31, eftir aö hafa verið undir, 19-16, í hálfleik Haukar sigruðu nýkrýnda bik- armeistara HK, 28-31, í Digranes- inu í gærkvöldi. Með sigrinum komust Haukar upp í 2. sæti deild- arinnar, jafnir ÍR-ingum, með 31 stig meðan HK er með 26 stig í 6. sæti. HK-menn voru ákveðnir í upp- hafi leiks og mikil leikgleði ein- kenndi leikmenn liðsins, enda ný- búnir að sigra í bikarkeppninni. Haukar voru samt sterkari á upp- hafsmínútunum og höfðu yfir, 4-6, en þá kom góður kafli hjá heima- mönnum sem skoruðu 5 mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-6. Þeir héldu þeirri forustu út hálfleik- inn og höfðu yfir, 19-16, þegar flautað var til leikhlés. Haukamenn komu mun ákveðn- ari til leiks í síðari hálfleik og með Halldór Ingólfsson í broddi fylkingar náðu þeir yfirhöndinni í leiknum, 22-26. Sterkur varnar- leikur Hauka í síðari hálfleik varð til þess að Bjami fór að verja í markinu en i fyrri hálfleik náðu þeir Birkir ívar og Bjami aðeins að verja 3 skot. í síðari hálfleik snerist dæmið við og þá urðu HK- menn óöruggir í skotum sínum og homamennimir nýttust lítið sem ekkert meðan sterk vörn Hauka var fost fyrir á miðjunni. „Viggó las vel yfir okkur i hálf- leik og við vorum ákveðnir í að snúa þessu við eins og við gerð- um. Við breyttum um vöm og lok- uðum á þá og fengum í staðinn hraðaupphlaup og ég held að það hafi verið mesti munurinn. Vöm- in var eins og gatasigti í fyrri hálfleik og þá kemur engin mark- varsla og við vildum setja fyrir þaö og gerðum það,“ sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, að leik loknum. í liði Hauka skoraöi Halldór 12 mörk en auk hans var Pavavolis sterkur í sókninni. Bjami átti mjög góðan síðari hálfleik og varði 15 skot i honum. í liði HK var Alexander sterkur á línunni i fyrri hálfleik og Ólafur Víðir og Garcia sýndu góðan leik. Amar Freyr stóð sig ágætlega í markinu en vrndir lok leiksins kom Björg- vin í markið og varði vel á síðustu mínútunum. -ÞAÞ Fátt sem gbddi augað - þegar Grótta/KR vann Víkinga meö yfirburöum á Seltjarnarnesi Grótta/KR var ekki í vandræð- um með slaka Víkinga á Nesinu í gærkvöld og sigraði örugglega, 30-18, í bragðdaufum leik. Grótta/KR kláraði leikinn í raun í fyrri hálfleik, það var aðeins formsatriði eftír það. Eina spennan var hvað yrði dæmt og héldu dómarar leiksins áhorf- endum vakandi það sem eftir lifði leiks. Uppátæki þeirra vöktu þó ekki eins mikla hrifningu á meðal þjálfara og leikmanna liðanna og fór rauða spjaldið þrisvar sinn- um á loft. Leikurinn sjálfur var lítið annað en létt æfing fyrir lið Gróttu/KR fyrir Evrópuleikinn næstu helgi því mikill getumun- ur var á liðunum. Heimamenn í Gróttu/KR mættu einbeittir til leiks og var ekkert kæruleysi í þeirra leik. Vörnin var sterk og skilaði hún auðveldum mörkum úr hraða- upphlaupum í kjölfarið. Staðan var orðinn 14-3 eftir 20 mínútna leik og komust Víkingar lítt áleiöis. Munurinn var 11 mörk í hálf- leik og fengu varamenn beggja liða aö spila mikið í seinni hálf- leik sem kom sér vel fyrir heima- menn því Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, gat hvilt sína lykilmenn þó nokkuð fýrir slag- inn um næstu helgi. í lokin ætlaðu allt að sjóða upp úr og þurfti húsvörður íþrótta- miðstöðvarinnar að halda heit- um áhorfendum frá dómarapari leiksins sem áttu eitthvað van- talað við þá félaga eftir atvik í blálok leiksins þar sem tveir Víkingar fengu að líta rauða spjaldið. -Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.