Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 Fréttir XXST Akstur í heimahjúkrun: Starfsfólk lítur á breytingu sem uppsögn Stafsfólk sem vinnur við heima- hjúkrun í Reykjavík og Kópavogi hefur sent forstjóra Heilsugæsl- unnar bréf þar sem segir að það líti á uppsögn á samningi á akst- urskjörum sínum sem uppsögn á ráðningarsamningi hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða í heima- hjúkrrm og þar með uppsögn úr starfi frá mánaðamótunum apr- íl/maí næstkomandi. Tildrög þessara bréfaskrifta eru ákvörðun Heilsugæslunnar um breytingar á akstursfyrirkomulagi við heimahjúkrun. Starfsfólkið hefur til þessa verið á eigin bílum og fengið greitt fast kílómetra- gjald. Nýja fyrirkomulagið felur í sér að notaðir verði rekstrarleigu- bílar í ríkari mæli, en þó verður samið við einstaka starfsmenn um áframhaldandi notkun á eigin bíl- um. Undir þetta bréf rita 55 starfs- menn heimahjúkrunarinnar í Reykjavík. Þá sendu 14 starfs- menn heimahjúkrunarinnar í Kópavogi samhljóða bréf til for- stjóra Heilsugæslunnar. -JSS Rækjusjómenn í Djúpi: Úttast stöðvun veiða Tveggja vikna rannsóknarleið- angri Hafrannsóknarstofnunar í Ísaíjarðardjúpi er að ljúka. Marg- ir rækjuveiðimenn óttast að sama ástand sé að skapast i ísafjarðar- djúpi og á Húnaflóa og Öxarflrði en þar er ekki leyft að veiða rækju vegna smæðar hennar og þess að svo mikið er af smáfiski í meðafla. Bráðabirgðakvótinn er 1.000 tonn samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar en var 1.200 tonn á síðustu rækjuvertíð í ísafjarðardjúpi. -GG Stjórn Löggildingarstofu: Vildi endurskoðun á starfseminni í apríl Stjórn Löggildingarstofu sendi iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti bréf 18. apríl á síðasta ári þar sém fram kemur að miðað við óbreyttan rekstur stofnunarinnar muni rekstrarkostnaður fara 60 milljónir króna fram úr fjárveit- ingum og sú fjárhæð muni vísast hækka á árinu 2003 verði ekkert að gert. Stjórn Löggildingarstofu taldi þá þegar nauðsynlegt að ráðast í endurskoðun á starfsemi stofnunarinnar. Á fundi með ráðuneytinu í júní lagði stjórnin svo fram sex áhersluatriði þar sem fram kem- ur að stofnunin hafi sinnt verk- efnum sem hún hafi ekki haft fjárveitingar til en fjármagnað úr sjóðum sem hún hafi átt frá fyrri tíð. Þótti stjórninni ástæða til að kanna hvort lækka mætti kostn- að verkefna sem Löggildingar- stofa sinnti með því að deila verkefnum hennar á aðrar stofn- anir ráðuneytisins. Stjórnin lagði því í reynd til að skoðaö yrði hvort ekki væri hagkvæmt að leggja stofnunina niður. Stjórnin hefur ekki komið sam- an siðan 23. maí sl., en þá bað stjórnin um fund með ráðherra. Stjómin hefur hins vegar fengið laun allan þann tíma. -GG Enn eitt ríkisfyrirtækið til sölu en ráðherra vill ekki tilgreina áhugasama kaupendur Frumvarp í dag um sölu Sementsverksmiðjunnar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að selja Sements- verksmiðjuna hf. á Akranesi á ár- inu. Búið er að fá samþykki stjórn- arflokkanna og kynnti Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskipta- ráðherra, starfs- mönnum Sementsverksmiðjunnar þessi áform á fundi í gærkvöldi. Um 60 af 70 starfsmönnum Sementsverk- smiðjunnar mættu á fundinn. Gerir Valgerður ráð fyrir að leggja fram Sementsverksmiöjan hf. frumvarp um söluna á Alþingi í dag. Heimild hefur verið á fjárlögum til að selja 25% hlut í verksmiðjunni, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú mið- ast hins vegar við að selja allan eign- arhlutirm. Bókfært virði hlutabréfa Sementsverksmiðjunnar í ríkisreikn- ingi á siðasta ári var 545 milljónir króna. „Menn hafa óttast um framtíð verk- smiðjunnar sem átt hefur í rekstrar- erfiðleikum. Við lítum svo á að fram- tíð verksmiðjunnar sé betur tryggð með því að selja hana. Ég hef orðið vör við að það er áhugi fyrir kaupum á markaðnum. Þess vegna er mikil- vægt að hafa þessa heimild," segir Valgerður. - Er það rétt að þessir áhugasömu aðilar séu BM-Vallá og Steypustöðin? „Ég vil ekki svara neinu um það en verksmiðjan verður auglýst. Ég von- ast tU að salan gangi hratt fyrir sig því við megum engan tíma missa.“ - Hvaða verð eru menn að tala um, 545 milljónir eða eitthvað annað? „Það er ekkert hægt að tala um verð á þessu stigi. Við auglýsum eftir áhugasömum aðUum og tökum upp viðræður við þá sem okkur lýst best á.“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Hún telur marga sóknarmöguleika fyrir hendi. Reynt hefur verið að bjarga rekstrinum með ýmsum hætti á undanfömum misserum með að- gerðum sem valdið hafa harðvítugum deUum sem komið hafa m.a. tíl kasta Samkeppnisstofnunar og ESA. -HKr. Valgerður Sverrisdóttir Viðaukasamningur Vegagerðarinnar og Samskipa um siglingar Herjólfs: DV-MYND E.ÓL I vor kom ég sunnan meö sólskin í... Já, þaö er kominn einhver vorhugur í landann. Veöriö síöustu dagana hefur blásiö birtu og bjartsýni í sálina eftir hret og umhleyþinga. Konurnar á kaffi- húsinu hafa marga árstíöina uþþlifað um ævina. Ekki ber á ööru en aö i aug- um þeirrar sem út um gluggann lítur sé vottur af vorglamþa. Veðjaði á Ingibjörgu Sólrúnu: Tapaði veðmáli og býður fimm til Benidorm í sumar Sigurður Hermannsson húsa- smíðameistari er maður sem stendur við orð sín. Og hann hefur trú á að aðrú geri slíkt hið sama. En kannski varð honum hált á að trúa því á síð- asta vori að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir stæði við sín heit að vera borg- arstjóri Reykvíkinga út kíörtimabU- ið. Þessi trú hans á loforð stjóm- málamanna kostar hann háifa mUlj- ón króna. „Ég býð ykkur öUum tU Spánar ef Ingibjörg stendur ekki við þetta,“ sagði hann þegar þetta var rætt við son og tengdadóttur, þau Sigurð Öm og Karen Elisabetu. Hálfu ári síðar var ljóst að Sigurður hafði tapað veð- málinu. En hann stendur vic sitt með bros á vör. Hann er búinn að panta 6 farseðla tU Benidorm í viku í sumar og sagði sínu fólki að mæta bara með tannburstann sinn og gerir grín að öUu saman. „Þetta kostar mig hálfa miUjón,“ segir Sigurður og hlær dátt. „Ég hafði svo mikla trú á þessari bless- aðri manneskju en mitt fólk er svo blátt að það trúði henni alls ekkert og sagði aö hún yrði stutt borgar- stjóri og færi rakleiðis í landspólitík- Ingibjörg Sólrún íhugar framboð DV 18. desember ina. Ég var nýbúinn að heyra í henni í sjónvarpinu að ef hún fengi traust kjósenda yrði hún borgarstjóri. Svo ég sagði sem svo að ég byði þeim öU- um tU Benidorm ef Ingibjörg stæði ekki við sitt,“ segir Sigurður Her- mannsson. Hann segir að farið verði utan í ágúst og hlakkar mikið tU að ferðast og vera með sínu fólki á sól- arströndum Spánar. -JBP Greiddar 800 þúsund krónur fyrir 30% aukningu ferða Vegagerðin og Landflutningar- Samskip hafa undirritað samning um áframhaldandi rekstur Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs tU árs- loka 2005. Samningurinn felur í sér fjölgun ferða um 75 á ári frá því sem nú er. Samtals hefur þá ferðum Herjólfs fjölgað um aUt að 130 á ári frá því að Samskip tóku við rekstri feijunnar í ársbyrjun 2001 eftir að tveir aðUar höfðu boðiö í rekstur- inn, Samskip og Herjólfur hf. í upp- hafi samningstímabils voru famar 436 ferðir á ári, en þær eru nú 570, eða 30% aukning. Herjólfur er 10 ára gamalt skip, 3354 brúttótonn að stærð. Skipið gengur 17 sjómUur og er því 2 klst. og 45 mín. á miUi Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. Skipið tekur að hámarki 500 farþega. Upphaflegi samningurinn hljóð- aði upp á 192 miUjónir króna, en tU- Herjólfur boð Heijólfs upp á 325 miUjónir króna, eða 70% hærra. Samgöngu- ráðherra sagði á þeim tíma að Vest- mannaeyingar mundu njóta þess hagræðis með einhverjum hætti að Vegagerðin hefði náð svo hagstæð- um samningum, m.a. í fjölgun ferða. Það gerist fyrst í ársbyrjun 2002 er ferðum er fjölgað um 55 á ári, sem er veruleg aukning miðað við upp- haflegan verksamning. Boðið var í ákveðin einingarverð fyrir auka- ferðir. Síðan er haustið 2002 bætt við 75 ferðum tU viðbótar, eða aUs um 130 á ári. Sá viðaukasamningur hljóðar upp á 800 þúsund krónur. Helgi HaUgrímsson vegamálastjóri segir að slíkur samningur hefði orð- ið þótt Heijólfur hf. hefði átt í hlut. Margir tugir miUjóna króna hafi sparast miðað við ef tUboði Heijólfs hf. hefði verið tekið. Sá spamaður muni aukast á næstu árum. „Þrátt fyrir auknar ferðir fjölgar farþegum ekkert, en dreifast á fleiri ferðir svo tekjur okkar af flutning- unum aukast óverulega. Það er hluti af samfélagsþjónustunni að halda úti Vestmannaeyjafeijunni og ríkið leggi framlag í reksturinn. Hlutfallslegt framlag Vegagerðar- innar tU þessara aukaferða verður því miklu hærra en ella, því engar tekjur mæta þessum aukna kostn- aði. Það er því verið að bera saman epli og appelsínur þegar borin eru saman verðin sem Herjólfur hf. bauð og hins vegar verðin sem samið var um fyrir þessar aukaferð- ir. í um 200 daga á ári er skipið að sigla stanslaust mUU iands og Eyja, frá því klukkan 8 á morgnana tU 11 á kvöldin, eða 55% ársins. Svo bæt- ast við laugardagamir svo með þeim er hlutfaUið komið upp í 69%. Viðhald og þrif fara því fram í næt- urvinnu sem eykur kostnaðinn,“ segir Pálmar Óli Magnússon, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Sam- skipa. Pálmar bendir á að ef samið hefði verið á gnmdveUi upphaflegra tU- boða Herjólfs hf. í reksturinn hefði upphæðin verið 20 tU 25 miUjónum króna hærri. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.