Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 DV 7 Fréttir Auknar líkur á stækkun Norðuráls Likur á því að hafist verði handa við framkvæmdir vegna stækkunar Norðuráls á þessu ári hafa aukist en Landsvirkjun tilkynnti á þriðjudag að frumathuganir fyrirtækisins bentu til jákvæðrar arðsemi Norð- lingaölduveitu. Á grundvelli þessa mun Landsvirkjun nú fara í fram- haldsviðræður við Norðurál um orkuöflun vegna stækkunar álvers- ins á Grundartanga og halda áfram viðræðum við Orkuveitu Reykjavík- ur og Hitaveitu Suðumesja, en ætl- unin er að orkuöflun vegna stækk- unar álvers Norðuráls verði sam- starfsverkefni orkufyrirtækjanna þriggja. Þetta kom fram í Morgun- komi íslandsbanka í gær. Þar segir að nokkur óvissa sé enn um framkvæmdina en að sögn for- svarsmanna Noröuráls verður hægt að taka endanlega ákvörðun um stækkunina eftir flóra til sex mán- uði. í ljósi þeirra miklu stóriðju- framkvæmda sem fyrirhugaðar era á árunum 2005 og 2006 í tengslum við álver Alcoa í Reyðarfirði er lögð áhersla á að flýta framkvæmdum við stækkun Norðuráls. Ef allt geng- ur eftir gæti stækkunin verið komin í gagnið á haustmánuðum 2005 eða í upphafi árs 2006. Reikna má með að kostnaðurinn við stækkunina og tengdar virkjanir verði um 50 miUj- arðar króna og er innlendur hluti þess um 40%, eða 20 milljarðar. Án mótvægisaðgerða í peningamálum og opinberum fjármálum munu fram- kvæmdimar merkja aukna innlenda eftirspum á framkvæmdatíma og kalla m.a. á hærri vexti enn ella. -VB Veturinn veldur vonbrigðum hjá skíðakaupmönnum: Man ekki eftir öðru eins - segir Viðar Garðarsson hjá Skíðaþjónustunni á Akureyri „Þetta var dauft framan af í fyrra en lagaðist í janúarlok og hélst síðan gott. Veturinn þar á undan var snjór alveg frá nóvem- ber og rífandi að gera. En nú hef- ur maður varla orðið var við fólk fyrir utan tvær helgar. Ég man ekki eftir öðru eins,“ sagði Viðar Garðarsson hjá Skíðaþjónustunni á Akureyri í samtali við DV. Mildur og snjólaus vetur veldur því að lítið hefur verið að gera í verslimum sem selja skíði og ann- an búnað til snjóíþrótta. DV spjall- aði við starfsmenn nokkurra verslana og tóku þeir allir í svip- aðan streng. Veturinn hefur verið heldur dauflegur en nú er snjólít- ið þriðja veturinn í röð hér sunn- anlands. Útsölur undanfarið hafa þó lífgað aðeins upp á viðskiptin. Eina helgina um daginn fór saman skíðafæri og upphaf útsölu í Intersport. Þá helgi var vitlaust að gera og seldist um helmingur- inn af allri skíðavöru sem selst hefur í vetur. En þrátt fyrir lítinn snjó og heldur dræm viðskipti er lager- staðan ekki eins slæm og ætla mætti. Menn hafa haft vaðið fyrir neðan sig og keypt minna inn, reynslunni ríkari. Við bætist að skíðaframleiðendur gera breyting- ar á skíðabúnaði á tveggja ára fresti og veturinn í ár er í engu frábrugðinn síðasta vetri. Þess vegna hefur ekki þurft að kaupa inn breytinganna vegna. En byrji að snjóa að ráði gera menn ráð fyrir mikilli eftirspum og að sú staða komi jafnvel upp að ekki verði hægt anna eftirspurninni. Veðurkortin gefa þó ekkert slíkt til kynna - ekki enn þá. En þótt snjóleysið hafi verið að stríða skíðakaupmönnum hafa þeir þó aðeins séð til sólar. Hjá Útilífi var DV tjáð að nóg hefði verið að gera í skíðaviðgerðum. Bæði hefur fólk haft næði til að lappa upp á græjumar og þá hafa þeir sem farið hafa á skíði lent í að skemma þau vegna snjóleysis. Viðar í Skíðaþjónustunni hefur huggað sig við frostið. „Ég hef aldrei selt eins mikið af skautmn og í vetur. Það eru allar tjamir ísi lagðar og margir á skautum. Á Ólafsfirði hefur fólk t.d. getað séð silungana í gegnum ísinn. Það hlýtur að vera stórkostlegt." -hlh Rólegur vetur Viöar Garðarsson man ekki eftir öörum eins vetri en snjóleysi hefur ekki ver- iö til aö lífga upp á viöskiptin. Hann er hér meö dóttur sinni. Viöar getur þó huggað sig viö góöa skautasölu. The Bachelor ■ Spennan magnast í The Bachelor eftir því sem stúlkunum fækkar. Verður það Gwen, Helene eða Brooke sem tekur pokann sinn í kvöld? Fylgstu með kraumandi kynþokka og geislandi gáfum í kvöld kl. 22.00. SKJÁR EINN alltaf ókeypis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.