Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Bylting innan seilingar í íslenskum landbúnaöi með ræktun á erfðabreyttu korni og hör Mllarðaframlelðsla á lyfla- ensini úr ístensku byggi Hörður - v, Kristjánsson » blaöamaöur Æ Fréttaljós íslenskir kornræktarbændur horfa fram á byltingu í greininni ef hug- myndir um ræktun á erfðabreyttu byggi til ensímframleiðslu vegna lyfja- gerðar verða að veruleika. Samhliða þessu er farið af stað verkefni sem varðar ræktun og framleiðslu á hör eða líni til iðnaðar. Talað er um að ef vel tekst til geti þessi grein landbún- aðarins innan fárra ára skilað meiri tekjum en allur íslenski landbúnaður- inn gerir i dag og verði auk þess veru- lega arðbær. Rætt er um að íslensk kornrækt aukist úr ræktun á um 1.500 hektur- um í um 6.000 hektara á næstu árum. Nefndar hafa verið tölur um að mögu- leg velta í þessari grein eftir 15 tO 20 ár verði 10 tO 12 mOljarðar króna á núvirði. Sérstaða íslands íslenskar aðstæður skapa varan- lega sérstöðu innan þessarar ungu greinar sem nefnd er „grænar smiðj- ur“. Þær byggjast á svokaOaðri sam- eindaræktun, eða „molecular farm- ing“. Grænar smiðjur eru erfðabættar plöntur sem framleiða sérvirk prótín. Óblíð veðrátta, tegundafæð og erfið vaxtarskOyrði utan gróðurhúsa og ræktaðs lands tryggir algera sérstöðu í afmörkun og öryggi við ræktun erfðabættra plantna. GrundvöUur að þessari tækni hérlendis eru korarækt- artOraunir og rannsóknir Rannsókn- arstofnunar landbúnaöarins, RALA, sem stjómað hefúr verið af Áslaugu Helgadóttur, sviðsstjóra jarðræktar- sviös RALA, og Jónatani Hermanns- syni. Upp úr líftæknistofunni á Keldnaholti, sem RALA og Iðntækni- stofnun stóðu að, spratt ORF-líftækni. Það fyrirtæki vinnur nú m.a. að þró- un á því erfðabreytta komi sem um er rætt, undir stjóm Júlíusar Kristjáns- sonar. Bændur jákvæðir Ólafúr Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri undir EyjafjöUum, er ein helsta drifíjöðrin í þessum málum, enda með áratuga reynslu í kornrækt hér á landi. Hugmyndin að þróun lyfjaprótíns í korni með þátttöku ís- lenskra bænda er þó komin frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, RALA. Hann segir bændur mjög jákvæða fyr- ir að taka þátt í slíkum tOraunum. Ólafur hefúr náð góðum árangri í komræktinni en helsti vandi kom- ræktarbænda er afar lágt afurðaverð, eða um 15 krónur á kfióið. Auk þess er kostnaður meiri hérlendis þar sem þurrka þarf kornið, oftast með jarð- hita, en erlendis er það nánast þurrt og fuUþroskað við skurð á ökrunum. Þetta era helstu ástæður þess hversu hægt hefur gengið aö útbreiða kom- rækt hérlendis. Verömætiö margfaldaö íslenska komið hefur'hingað tO að mestu leyti verið framleitt sem skepnufóður en veruleg breyting get- ur orðið á því ef farið verður út í ræktun fyrir lyfjaiðnaðinn. Ekki er talið óraunhæft að ætla að bændur fengju um 50 krónur fyrir hvert fram- leitt kOó af komi tO lyfjagerðar. Það verð er þó ekki nema örfá prósent af verðmæti prótínsins sem úr því fæst og færi til lyfjagerðar. Lyfjaframleiðslan út á akrana „Við erum búnir að vera hér í kom- rækt í 40 ár og þessar hugmyndir tengjast því beint,“ segir Ólafur. „ORF-líftækni hefur um þriggja ára skeið verið að þróa aðferðir við að koma vissum prótínsamböndum sem nota á tO lyfjagerðar inn í byggið. Möguleiki er á að erfðabreyta byggi með framleiðslu margvíslegra prótína með ólíka eiginleOca í huga. Fram að þessu hefúr slík framleiðsla farið fram í sérhæfðum verksmiðjum með mOd- um tilkostnaði." Með erfðabreyttu byggi skapast möguleikar á að rækta prótín tO lyfja- gerðar í stórum stfl á íslandi sem vald- ið getur byltingu í íslenskum landbún- aði. Sérþróuö kornafbrigöi í vor verður farið að fjölga nýjum afbrigðum sem verið hafa í fram- leiðslu á Keldum. Verður þeim síðan sáð út. Ólafur segir verkefnið í hefld tæknflega flókið þó góð reynsla hafi fengist af ræktun á korninu hér. RALA hefúr þróað séríslensk kornaf- brigði sem em fyrr í þroska en erlent korn. Það em einmitt þessi afbrigði sem helst er nú reynt að erfðabreyta tfl framleiðslu á lyfjaensímum. Þessi framleiðsla er ekki eins bundin því að komið nái fúOum þroska og tíðkast við hefðbundna komrækt þar sem prótínin sem sóst er eftir myndast mjög snemma á þroskaferli plöntunn- ar. Gerist það fljótlega eftir að axið skríður sem kallað er og kom fer að myndast. Er því hægt að skera komið fyrr en efla. Ólafur segir að af einum hektara komakurs hér fáist um 3-4 tonn af komi. Úr því magni fæst um eitt kfló af lyfjaprótíni en afganginn má nota sem skepnufóður. Þetta kemur tfl með að margfalda afrakstur bænda í kom- rækt. Hægt yrði að setja upp verk- smiðju tO að vinna ensím úr korninu í námunda við akrana. Því þyrfti ekki að stunda viðamOda kornflutninga um langan veg vegna framleiðslunn- ar. Dýrar afúrðimar eða ensímin sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.