Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003_________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Frelsun Iraks myndi stuðla að friði og stöðugleika í Mið-Austurlöndum - sagöi George W. Bush Bandaríkjaforseti í sjónvarpsávarpi í gær George W. Bush Bandaríkjafor- seti geröi í gær grein fyrir framtið- arsýn sinni til „íraks eftir Saddam" og sagði m.a. að það yrði mikilvægt og hvetjandi skref fyrir Mið-Austur- lönd að frelsa írak úr höndum Sadd- ams. „Það myndi skapa möguleika á friði í Mið-Austurlöndum og veikja mátt öfgafullra andstæðinga ísraels- ríkis við að skapa sundrungu á svæðinu. Þannig opnum við leiðina til friðar og stöðugleika sem er lyk- illinn að stofnun „alvöru lýðræðis- rikis“ Palestínumanna," sagði Bush í sjónvarpsávarpi í gær. „Hvers konar framtíð sem íraska þjóðin velur sér hlýtur að verða betri en sú sem hún lifir við í martröðinni undir stjóm Saddams,“ sagði Bush og lagði alla áherslu á að Bandaríkjamenn myndu tryggja lýðræðið á svæðinu í kjölfar fyrir- hugaðra hernaðaraðgerða. „Eftir hvers konar hemaðarað- gerðir, sem miða að því að frelsa írak úr greipum Saddams, munum við tryggja það að einn einræðis- herrann taki ekki við af öðrum. Það verður í höndum þjóðarinnar að ákveða framtíð sina og það munum við tryggja. Enduruppbygging íraks mun krefjast öflugs stuðnings fleiri þjóða en Bandaríkjanna og við munum ekki dvelja þar deginum lengur en þörf krefur," sagði Bush og bætti við að það yrði alls ekki létt verk að koma á stöðugleika og byggja upp einingu meðal írösku þjóðarinnar. „En það er fyrir öllu að afvopna íraka strax og koma Saddam frá völdum. í dag eru írakar stöðug og aukin ógn við öryggi Bandaríkj- Bush Bandaríkjaforseti „Frelsun íraks myndi skapa mögu- leika á friöi í Miö-Austurlöndum og veikja mátt öfgafullra andstæöinga Ísraelsríkis viö að skapa sundrungu á svæðinu, “ segir Bush. anna. Tengsl þeirra við hryðju- verkahópa eru augljós og stóraukin hætta á að þeir komi efna- eða sýklavopnum og jafnvel kjarna- vopnum í hendumar á þeim,“ sagði Bush. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mátti í gær þola aukna andstöðu eigin flokksmanna þegar allt að 120 þeirra greiddu breyting- artUlögu gegn stefnu hans í Iraks- málinu atkvæði sitt en í umræddri breytingartillögu sagði að rökin fyr- ir hemaði gegn írökum væru ófull- nægjandi. Tillaga um stuðning við stefnu Blairs var þó samþykkt með mikl- um meirihluta í neðri deild þings- ins í gær og hlaut hún stuðning 434 þingmanna á meðan 124 vom á móti og þar af voru 59 úr röðum Verka- mannaflokksins. REUTERS-MYND Bjartsýnn á Kýpurlausn Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, er bjartsýnn á aö hægt verði aö ná samkomulagi um sameiningu Kýpur. Annan vill sættir á Kýpur innan viku Koft Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði nýja friðaráætlun fyrir grísku og tyrk- nesku þjóðarbrotin á Kýpur í gær, í lokatilraun sinni til að sameina eyjuna, eftir nærri þrjá- tíu ára sundrungu. Annan vili fá svar innan einnar viku. Annan var bjartsýnn viö kom- una til Kýpur í gær, þótt líkur á samkomulagi hafi minnkað. REUTERS-MYND Baráttubóndinn í steininn Franski baráttubóndinn og hnattvæöingarfjandinn José Bové tilkynnti fjölmiölamönnum á árlegri landbúnaöarsýningu í París í gær aö hann heföi veriö dæmdur til tíu mánaöa fangelsisvistar og fjögurra mánaöa skilorðsbundinnar refsing- ar fyrir aö eyöileggja uppskeru af erföabreyttu korni fyrir nokkrum árum. Bové hefur óskaö eftir náöun. Norður-Kóreumenn gangsetja umdeildan kjarnaofn: Boginn spenntur enn hærra í kjarnorkudeiluiHii viO BNA Norður-Kóreumenn hafa spennt bogann enn hærra í deUu sinni við Bandaríkin með því að gang- setja umdeildan lítinn kjarnaofn í Yongbyon-kjarnorkuverinu. „Ég tel þetta vera enn eitt dæmi um hvemig stjómvöld í Norður- Kóreu grípa tU aðgerða tU að magna deUuna tU að fá tilslakanir síðar," sagði Sean McCormack, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins. „Við vUjum komast að friðsamlegri lausn en engar leiðir eru útUokaðar.“ Bandariskir embættismenn sögðu engin merki um að Norður- Kóreumenn hefðu endurræst kj arnorkueldsneytisendurvinnslu sína. Slíkt myndi valda enn meiri áhyggjum þar sem með því hefðu REUTERSMYND Við öllu búnir Bandarískir hermenn í Suöur-Kóreu eru viö öllu búnir í kjarnorkudeilunni viö Noröur-Kóreu. Hér er veriö aö æfa varnir viö efnavopnum og geislavirkum vopnum. ráðamenn í Pyongyang færst skrefi nær því að bæta við kjam- orkuvopnabúr sitt þar sem talið er að tvær sprengjur séu fyrir. Annar bandarískur embættis- maður sagði að með þessu væm Norður-Kóreumenn að sýna um- heiminum að þeir vildu halda kjamorkuáætlun sinni tU streitu. Á sama tíma væru þeir að beita Bandaríkjamenn þrýstingi. Stjórnmálaskýrendur í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, litu á gjörðir norðanmanna sem enn eina tilraun þeirra til að skjóta nýjum forseta sunnanmanna, Roh Moo-hyung, skelk í bringu. Ágreiningur er með Roh og stjórn- völdum í Washington um hvemig leysa megi deUuna. Gullkúnst á 10 ára afmæli 9 ^O/n afsláttur Gullsmiðja Helgu Laugavegi 45 • sími 561 6660 B0NUSVIDE0 ÞARFASTI ÞJÓNNINN!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.