Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 X>V_______________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Þorgeröur Ingólfsdóttir kórstjóri meö hljómsveit og kór á bak viö sig. - M #■ A mi <99%' n . ,?TÍ: i-. * Æ.. i 4TJ5- ~ Tónlist sem sprettur út úr þögninni Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld kl. 19.30 veröa aö drjúgum hluta eist- neskir. Ekki aóeins verður flutt hiö tignarlega „Cecilia, vergine romana" eöa „Sesselja, róm- versk mœr“, eftir eistenska tónskáldið Arvo Pdrt heldur er hljómsveitarstjórinn eistneskur og sérfrœðingur á heimsmœlikvaróa í tónlist Ijúflingsins landa síns. Hann heitir Tönu Kaljuste og er hæfilega afslappaóur og síð- hœróur þar sem hann situr og segir hljóm- sveitinni til og kórnum hennar Þorgerðar Ing- ólfsdóttur sem stendur, stór og litríkur, aftan við hljómsveitina. Á tónleikunum verður einnig flutt verkið Orient & Occident eftir Arvo Párt og er þá eist- neski hlutinn upp talinn. íslenska verkið á tón- leikunum er „Doloroso" eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann samdi í minningu Guðrún- ar Katrínar Þorbergsdóttur, forsetafrúarinnar sem varð allri íslensku þjóðinni harmdauði þegar hún féll frá á besta aldri. Loks er svo Sin- fónía nr. 2, Lundúnasinfónía, eftir Ralph Vaug- han Williams. Þrjjár kynslóðir kórfélaga í verkinu um jómfrú Sesselju syngja báðir Hamrahlíðarkórarnir, menntaskólakórinn og eldri kórinn, meira að segja styrktir af nokkrum eldri félögum sem ekki syngja með venjulega. Alls eru í þessum mikla kór 162 ein- staklingar sem sungu alveg ótrúlega hreint, eins og þau geröu ekki annað en syngja saman. Eftir æfmguna varð blaðamanni fyrst fyrir að spyrja Þorgerði Ingólfsdóttur hvernig það væri fyrir hana að sitja úti í sal og horfa á annan stjómanda stýra hennar eigin hljóðfæri. Síðastliðinn sunnudag vom haldnir í Hall- grímskirkju hreint yndislegir tónleikar. Hinn frábæri kammerkór, Schola Cantorum, flutti þar tvö verk frá síðustu öld en af ólíkum upp- runa mjög. Með kómum söng í öðru þeirra ísak Ríkharðsson drengjaraddarsóló, Elísabet Waage lék á hörpu og Steef van Oosterhout á slagverk. Orgelleikari í báðum verkunum var Mattias Wager og stjómandi var sem endranær Hörður Áskelsson. Arvo Párt og Leonard Bemstein eiga kannski fátt sameiginlegt sem tónskáld. Þó má halda því fram að nálgun þeirra byggi á sömu grunnhug- myndum. Báðir nota óspart þekktan tónlistar- aif í verkum sínum og reyna þannig að nálgast hlustandann meira en oft er þegar tónskáldin semja innan eigin tónmáls. En tónlistin sem þessi stórskáld á sviði tónlistar velja sem sína uppsprettu er vægast sagt úr tveimur mismun- andi áttum. Párt sækir í aldagamlan kirkjusöng kaþólskunnar og vinnur, líkt og tónskáld endur- reisnartímans, með þann efnivið á sjálfstæðan hátt. Bemstein sækir frumlegan rytma og kraft í tónlist síns samtíma sem í nýju samhengi „Það er yndislegt aö leggja það besta sem maður á í hendumar á einhverjum sem maður treystir," svarar hún hiklaust. „Þetta er frábær hljómSveitarstjóri og sterkur persónuleiki; hann er sparsamur á hrós en þegar hann hitti kórinn fyrst vildi hann ekki æfa mikið og ég tel að það sé til marks um að hann hafi verið ánægður með það sem hann heyrði. Þetta hefur verið ströng vinna hjá okkur því þessi stóri hópur syngur ekki saman á hverjum degi.“ I menntaskólakórnum er rúmlega 80 manns og 50 í Hamrahlíðarkórnum en þeir sem koma í viðbót við kórana á þessum tónleikum eru fyrst og fremst gamlir kórfélagar sem eiga núna böm í menntaskólakómum. „Sumt þetta fólk kynntist i kórnum í gamla daga, bræddi saman hjörtun á kóræfmgum, giftist og eignaðist böm sem nú eru farin að syngja í kómum. Og þetta fólk kemur, stendur við hliðina á bömunum sínum og syngur! Þetta er eitt það besta sem fyrir mig hefur komið á ævi minni, og þá fyrst og fremst sem kennara, uppalanda," segir Þor- gerður og það stafar frá henni hamingju. Framlenging á lífsandanum Þorgerði finnst tónlist Arvos Párt gott mót- vægi við „græðgisgauragang okkar tima“, eins og hún segir. „Tónlistin hans er sprottin úr ein- hverjum öðrum jarðvegi - hún sprettur út úr þögninni, ekki hávaðanum, hún kemur þaðan sem hlustað er á lífið og lífsandann. Viö sem erum að fást við listir trúum því aö listin sé framlenging á lífsandanum sjálfum, andar- drættinum. Þess vegna býr svo mikiö í þessari tónlist, hún er leit að mótvægi við hávaðann, streituna og lætin í kringum okkur. Án þess að þetta sé einhvers konar nýaldartónlist með verka hans fær endumýjun lífdaga. Kyrie-kaflinn í Berlínarmessunni eftir Párt byrjar svo undurþýtt og fallega að helst minnir á ilm dökkra rósa. Raddimar í Schola Cantor- um hljómuðu eins og af öðrum heimi - hugur hlustandans tæmist og vitin skerpast. Þetta er í raun einhver gaidur sem kórinn virðist búa yfir og tekst að fremja hreint ótrúlega oft. Þó svo að fyrri hluti Gloríunnar tofli ekki eins snifldarvel saman og yfirbragðið sé ekki eins töfrandi og í upphafinu, flýtur verkið ömggiega áfram. Ein- leiksstrófur vom vel sungnar af félögum. Orgel- leikurinn var mjög vel útfærður og hlutfófl við söng vel mótuð. Chichester-sálmar eftir Bemstein em byggðir á Daviðssálmmn og sungnir á hebresku. Fyrir okkur sem ekki skiljum það mál var þetta stór kostur. Þessi fjarlægö frá merkingunni gaf tón- listinni aukið mikilvægi og rými til upplifunar stækkaði. Oft getur nefnilega texti, eða orð í textanum, krafist þannig athygli að þau hafa of mikil áhrif á það hvers maður leitar í tónlist- inni. Til að gera langa sögu stutta var þessi minni ákveðinni vélrænni tíðni, ætluð til slökunar. Þetta er listaverk." Textinn sem kóramir syngja er úr Breviari- um Romanum þar sem segir frá heflagri Sess- elju. Þetta er stuttorður texti og hann er sung- inn á ítölsku. „Sesselja var rómversk mær sem allt frá bamæsku haföi helgað líf sitt guði,“ segir Þor- gerður. „Hún var þvinguð til að giftast Valeri- anusi og þar með hefst dramatísk ástar- og harmsaga sem passar vel fyrir krakkana mína núna - 1800 ámm síðar! Sesselja segir manni sínum á brúðkaupsnóttina að hún hafi helgað líf sitt guði og hann verði að láta sig ósnortna. Hann og bróðir hans snúa sér þá líka til Krists og Valerianusi er launað með þvi að honum birtist verndarengifl Sesselju. Greifinn af Rómaborg, eins og segir í sögimni, ofsótti kristna menn og hann lét drepa bræðurna. Þeg- ar greifinn varð þess áskynja að Sesselja hafði gefið fé þeirra fátækum lét hann einnig taka hana og skipaði að hún skyldi brennd inni. En eldurinn vildi ekki taka hana og var hún þá höggvin - og höggin heyrum við í tónverkinu. Svo endar verkið á fagurri líkfylgd, og á æfmg- um lét ég kórinn ganga í lokaþættinum - við göngum nefnilega allt öðruvísi á eftir kistu en allar aörar okkar göngur. Sesselja varð síðan dýrlingur tónlistarinnar og mörg tónskáld hafa samið verk henni til heiðurs. Saga hennar er til þýdd á íslensku í 15. aldar handriti en þýðingin er trúlega frá 12. öld.“ Eins og við á þegar ort er um heilaga Sesselju er tónlist Arvos Párt algerlega himnesk og óhætt að lofa hátíðlegri stund í Háskólabíói í kvöld. útsetning af verkinu flutt af miklum krafti, ná- kvæmni og litagleði. Orgefleikur Wagers mflli annars og þriðja hluta frábær, hörpuleikur El- ísabetar í fuUkomnu jafhvægi og slagverkið hóf- samt en eldfimt. Kórinn var nokkuð ömggur, aUtaf lifandi og faUega hljómandi. Á aUt annað skyggði þó hinn frábæri einsöng- ur drengsins unga, ísaks Ríkharðssonar. Hann fær reyndar alveg lygilega faUegar strófur tU að syngja en gerði það svo vel að ekki er hægt að ímynda sér betri flutning. Rödd hans hæfir englum og hljómur HaUgrímskirkju faðmaði og gældi við þessa tæru uppsprettu sannleikans. Bamsröddin er engu hljóðfæri lík, en öfugt við Stradivariusar-fiðlumar endist hún eigandan- um aðeins í fáein ár. Þegar drengur hefur náð þeirri leUmi sem tfl þarf er oft ekki eftir nema stuttur tími þangað tU raddbreytingar beina söngvurunum ungu í önnur hlutverk. ísak hef- ur þegar að baki mikla tónlistarmenntun og heldur vonandi áfram á þeirri braut. Gáfur hans á þessu sviði em ótvíræðar. Sigfríður Bjömsdóttir Ó! Frjáls? Vetrarhátíð heldur innreið sína í Listasafn Reykjavíkur á hádegi á morg- un þegar innsetning Alfreðs Sturlu Böðvarssonar, Ó! Frjáls?, verður opnuð í fjölnotasalnum en verkið hlaut önnur verðlaun í hugmyndasamkeppni Vetr- arhátíðar. Um er að ræða fangaklefa úr ljósgeislum sem myndaðir eru með samspUi myrkurs, reyks og örmjórra ljósgeisla. Á gólfi kiefans birtast skfla- boð sem sjást aðeins ef staðið er inni í honum en ekki utan hans. Frítt er á innsetninguna á opnunartíma safnsins. Svo vUjum við endilega minna á Gjörningahátíðina Ákveðna ókyrrð sem er haldin í samvinnu Listasafnsins við Listaháskóla íslands eftir samstarf þriggja erlendra listamanna og nem- enda Listaháskóla íslands. Listamenn- irnir þrír, Brian Catling, Willem de Ridder og Julian Maynard Smith, hafa fiaUað um eðli og inntak gjörninga sem miðUs á myndlistarsviðinu og afrakst- urinn verður sýndur á gjörningahátíð- inni sem stendur yfir þrjú kvöld, fostu- dag, laugardag og sunnudag, kl. 21-23. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir öU kvöld- in. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús er opið dagleg kl. 10-17 og 20.30-23.00 gjörningakvöldin. Sellófon sýnt í 100. sinn Uppistandseinleikur- inn SeUófon eftir og með Björk Jakobsdótt- ur, sem frumsýndur var í Hafnarfiarðarleikhús- inu fyrir rétt tæpu ári og endurfrumsýndur í Nasa við AusturvöU 17. janúar sl., hefur slegið í gegn svo um munar og nú er svo komið að á laugardaginn, 1. mars, verður hann sýndur í 100. sinn. Sem kunnugt er hefur einleikurinn verið seldur tfl Evrópu, Skandinavíu og Ameríku og hafa menn haft hraðar hend- ur því 15. maí verður SeUófon frumsýnt í Zúrich í Sviss. Einnig eru ráðgerðar sýn- ingar í SjaUanum á Akureyri um pásk- ana. Leikstjóri Sellófons er Ágústa Skúla- dóttir. Snæljós Kórinn Vox Feminae fagnar tiu ára afmæli um þessar mundir og heldur upp á það meðal annars við opnunarat- höfn Vetrarhátíðar í kvöld kl. 19.30 við Re ykjavíkurtjöm. Á sunnudaginn kl. 17 heldur kórinn tónleika í Hafnarhúsinu og flytur ís- lensk lög ásamt sérstæðu verki sem nefnist Snowforms. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir. Albúm Um síðustu helgi var opnuð í Hafnar- borg sýning á málverkum Karls Jó- hanns Jónssonar. Hún heitir Albúm, enda er þungamiðja sýningarinnar por- trett af fólki. Sum eru hefðbundin og sýna þekkta jafnt sem óþekkta einstak- linga en mörg eru sviðsetningar byggð- ar á eins konar portrettminnum úr listasögunni þar sem nostalgíu er gef- inn laus taumur. Einnig eru á sýning- unni „portrett" af hlutum, eins konar uppstfllingar, þar sem undirstrikað er það einstaka í fiöldanum. Verkin eru flest máluð með olíu á striga. Að auki er á sýningunni gesta- verk, höggmynd eftir Þór Sigmundsson steinsmið sem Karl hefur verið í sam- starfi viö. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17 og henni lýk- ur 10. mars. Tónlist Englatónar í Hallgrímskirkju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.