Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 I>V Fréttir DV-MYND SIGURÐUR JOKULL Björgunarskipstjórarnir Sigurdur Kristmundsson og Heiöar Örn Sverrisson um borö i björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni í Grindavíkurhöfn i gær- IL V Björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa komiö mörgum til bjargar síöustu daga: Ella getur leikurinn tapast „Þegar rautt útkall berst er eina hugsunin að koma sér strax af staö,“ segir Sigurður Kristmundsson í Grindavík. Hann var heima í hádeg- ismat í gær þegar í gegnum Neyðar- línuna barst útkall um bát sem væri í nauðum. Liðsmenn björgunarsveit- arinnar Þorbjamar voru kvaddir út. Fimm mínútum eftir útkall lagði björgunarbáturinn Oddur V. Gísla- son úr höfn, en Sigurður var skip- stjóri í þessari ferð. Draupnir datt af skjánum Það var um hádegisbil sem línu- báturinn Draupnir GK fékk á sig ólag, en hann var þá staddur um ell- efu mílur SA af Grindvík. í framhald- inu fór báturinn að hallast og sökkva. Feðgarnir ísleifur Haraldsson og Gylfi Amar ísleifsson lentu í sjónum þegar bátur þeirra fór á hliðina. Áttu þeir í erfiðleikum með að opna björg- unarbát, en tókst að lokum. Draupnir datt út af skjánum hjá Tilkynningaskyldunni og jafnframt heyrðist neyðarkall. Fullur viðbúnað- ur var þá settur í gang; samband haft við nærliggjandi báta og þyrla Gæsl- unnar ræst út. Hún fann björgunar- bátinn eftir skamma leit. Þá var Mummi GK skammt undan og fóru skipbrotsmenn með þeim bát til hafn- ar. Reiknuðum með hinu versta „Þegar við lögðum úr höfn vissum við ekki hver staðan væri,“ sagði Sig- urður Kristmundsson þegar hann ræddi við DV í gærkvöld. Hann segir að í björgunarbátnum hafi upplýs- inga verið aflað. Hafi menn fljótt komist að því að mannslíf gætu verið í húfi. Allt því verið sett í botn og keyrt á fullum hraða, sem eru fjórtán sjómílur. „Eina hugsunin er að hraða sér sem mest. Ella getur leikurinn tapast. Þannig reiknuðum við með í þessu tilviki að mennimir væru í sjónum eða björgunarbát. Upplýsingar gáfu okkur tilefni til að reika með hinu versta," segir Siguröur. Bætir við að sjóveður hafi verið leiðinlegt, austan- átt og 3ja metra ölduhæð. Hann segir miklu skipta að á leið- inni á vettvang séu menn í góðu sam- bandi við Tilkynningaskyldu og Reykjavíkurradíó, sem gefi upplýs- ingar um stöðuna á hverjum tíma. „Okkur létti mikið þegar við fréttum að skipverjar á Draupni væru komn- ir um borð í annan bát og allt hefði farið vel.“ Það var laust fyrir klukkan tvö sem Oddur V. Gíslason kom á vett- vang, þar sem Draupnir GK maraði í hálfu kafi. Þá var líka kominn á vett- vang smærri björgunarbátur Grind- víkinga, Ámi í Tungu. „Það tekur stund að koma honum á sjó. En svo gátum við sett á fuila ferð, þrjátíu mílur,“ segir skipstjórinn, Heiðar Örn Sverrisson. Þegar komið var að Draupni sem maraði í hálfu kafi og á hvolfi fór einn maður á kjöl og festi í tóg. Var hún sett í stærri björgunar- bátinn og byrjað að draga í land. Hælsvíkin kallar Sigurður Kristmundsson segir að siglt hafi verið á um þriggja mílna hraða. „Við vorum famir að nálgast land þegar okkur barst svo annað útkall, það er frá Hælsvík GK sem var um tólf sjómílur úti og var farin að síga út i aðra hliðina. Við skiptum með okkur verkum; smærri báturinn tók við að koma Draupni í land en við á stærri bátnum fórum til móts við Hælsvík. Það var ljóst að þar væri engin hætta á ferð og þegar við kom- um á staðinn hafði skipstjóranum tekist að rétta bátinn við. Engu að síður fylgdum við þeim í land og komum inn undir kvöld," segir Sig- urður. Spennufall Björgimarsveitarmenn í Grinda- vík hafa haft í nógu að snúast undan- farið. í síðustu viku komst flutninga- skipið Trinket í krappan dans í inn- siglingunni. Þá tókst skipverjum á Oddi V. Gíslasyni með snarræði að bjarga skipinu og draga til hafnar. „Maður gleymir við svona kring- umstæður að hugsa um hættu. Það eina sem kemst að er að reyna að koma til bjargar," segir Heiðar Örn sem var skipstjóri þá. „Þeg- ar maður fer yfir atburða- rás eftir á kemur spennu- fallið sem er talsvert." Björgunarsveitarmenn í Grindavík að taka saman búnað sinn eftir atburði dagsins. Þeir eru ekki óvan- ir slíku; tíðum kemur til kasta þeirra að aðstoða sjó- farendur á þessum tíma árs. Þannig kom til dæmis í hittifyrra vikulangt tímabil þar sem áhöfnin á Oddi V. Gíslasyni fékk útkall á hverjum degi. „Þegar við fáum útköll eins og frá Draupni verður návígið erfitt. Við þekkjum yfirleitt menn, sem eiga í hlut. Kannski skynjar maður við slík- ar aðstæður enn betur mikilvægi björgunarsveitarstarfs," segir Sigurð- ur. Heiðar félagi hans tekur í sama streng, en flestir í áhöfn björgunar- skipanna hafa verið sjómenn. „Við þekkjum á eigin skinni vel öryggistil- finninguna yfir því að í landi séu öfl- ugar björgunarsveitir. Þær geta miklu komið til leiðar, en mikilvæg- ast er að menn sýni sjálfir varúð. Sjálfur hefur maður séð stór skip sem, maður hefur talið að ekkert geti grandað liðast í sundur á stuttum tíma þegar þau eru komin upp í fjöru. Allt hefur þetta kennt manni að bera virðingu fýrir hafinu og mætti þess.“ -sbs MYND VÍKURFRÉTTIR í Grindavíkurhöfn Björgunarmenn hífa Draupni GK í iand. Báturinn var dreginn í land eftir aö hafa fengiö á sig ólag. Stuttar fréttir Bannað að banna síma Póst- og fjarskiptastof'nun hefur lagt bann við búnaði sem forráða- menn Smárabíós hugöust nota og koma átti í veg fyrir að bíógestir gætu talað í farsíma í sölum bíós- ins. Löng bið eftir heyrnartæki Um 1300 manns bíða þess nú að fá heyrnartæki afhent. Algengur biðtími er um eitt ár en 70% þeirra sem þurfa slíkan búnað eru eldri en 67 ára. Jökulsá á Dal stífluð Jökulsá á Dal er nú stífluð við Kárahnjúka. Síðdegis í gær var sprengt í fyrsta sinn í gljúfrinu fyrir opi hjá rennslisgöngum. Mik- ið af grjóti féll í farveg Jöklu við sprenginguna og stíflaði hana. Það er mat manna að nokkur tími muni líða þar til áin fer að flæða yfir stífluna. RÚV greindi frá. Rúmlega 200 slösuðust Rúmlega 200 manns slösuðust í á sjötta hundrað umferðaróhöpp- um á ellefu gatnamótum í Reykja- vík á nýliðnu ári - eða á svoköll- uðum svartblettum að sögn trygg- ingafélaga. Til viðskiptavina en ekki bara forstjóra Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að mik- ill hagnaður fjár- málastofnana ætti að skila sér til við- skiptavina en ekki aðeins forstjóra og hluthafa. Forsætis- ráðherra segir gott að afkoma fjár- málafyrirtækja sé góð og hún skili sér til hluthafa - launagreiðslur forstjóra Kaupþings séu hins veg- ar algjörlega út úr kortinu. RÚV greindi frá. -aþ Bann við einkadansi: Mikilvægt að loka málinu „Ég styð þessa tiilögu," segir Gunnar I. Birgis- son, oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm Kópa- vogs, um tillögu sem samþykkt var einróma í Gunnar I. bæjarstjóm í Birgisson fyrradag að Gunnari fjar- stöddum. í tillögunni, sem lögð var fram af meirihlutanum, er kveðið á um að heildarendurskoðun skuli fara ffam á lögreglusamþykkt bæj- arins og meðal annars verði bætt inn ákvæði sem banni einkadans samkvæmt því sem nýlegur dómur Hæstaréttar heimilar að sé gert. Haft var eftir Gunnari í fjölmiðl- um fyrir bæjarstjómarfundinn að bann við einkadansi yrði aldrei samþykkt. Sem fyrr segir segist hann hins vegar hlynntur tillögu meirihlutans og bendir á að aðeins sé um það að ræða að banna einka- dans i lokuðu rými. „í prinsippinu er ég á móti mikl- um boðum og bönnum. Ég hef líka sagt að það væri ekki löglegt að banna dansinn og jafnframt að betra væri að hafa þetta fyrir opn- um tjöldum en sem neðanjarðar- starfsemi. En mín hugsun er að menn loki málinu," segir Gunnar. __________________________;ÚTG Þungui* bensínfótur Fimmtíu ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi það sem af er vikunni. Þetta þykir óvenjulegt á þessum árstíma. Þá vora 39 teknir fyrir að spenna ekki beltin í Hafharfirði í gær. -vig Alcan og Noröuráli verði boðln svipuð Hjör Meirihluti iðnaðamefndar vill að teknar verði upp viðræður við Alc- an og Norðurál um endurskoðun á samningum þeirra við hið opinhera, ekki síst í skattamálum og varðandi orkuverð, í ljósi þeirra kjara sem stendur til að bjóða Alcoa vegna ál- vers þess á Austurlandi. Fyrsti minnihluti nefndarinnar gagnrýnir sömuleiðis að sambæri- legum fyrirtækjum skuli boðin ólík kjör og segir það „fullkomlega óeðli- legt“. Samkvæmt ffumvarpi um ál- ver í Reyðarfirði mim Alcoa aldrei greiða hærri tekjuskatt en 18%. Til samanburðar greiða Alcan og Norð- urál 33% tekjuskatt. Samkvæmt upplýsingum DV telur Alcan að það myndi spara á fjórða hundrað milljóna króna fengi það sambærileg kjör og Alcoa. Sfjóm- völd hafa ekki viljað endurskoða samning Alcan fyrr en í tengslum við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Hins vegar er verið að ganga frá nýjum viðauka við samn- ing við Norðurál þar sem tekju- skattsprósentan er færð niður í 18%. -ÓTG Sjá bls. 16 og 17 f ókus Á MORGUN Karlmenn og krem í Fókus á morgun er 9 fjallað um það hvernig 9 það hefur færst í auk- 9 ana að karlmenn beri ■99 krem á sig til að halda 9 húðinni á sér við og 9 rætt við nokkra popp- ara. Fjallað er um nýja og endurfædda Muzik 88,5 og rætt við Skjöld Eyfjörð sem var að stofna ný módelsamtök. Þá er rætt við Tómas Lemarquis sem leikur í Nóa albinóa og við gefum góð ráð til að fólk geti bjargað sér frá óvenjulegum aöstæðum á stefnumótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.