Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2003, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 27 ÞÓP - Kfl 23-32 0-1, ZA, 5-8, 8-11, 11-13, (12-14). 13-15, 13-17, 15-20,16-23,18-25,19-28, 20-30, 23-32 Þór Mörk/viti (skot/víti): Ámi Þór Sigtryggsson 9 (18), Aigars Larzdins 4 (9), Páll Gíslason 4/3 (6/4), Geir Kr. Aöalsteinsson 2 (2), Siguröur B. Sigurðsson 1 (1), Halldór Oddsson 1 (2), Hörður Sigþórsson 1 (3), Goran Gusic 1 (9), Bjami G. Bjamason (1). Mörk úr hraöaupphl.: 2 (Siguröur, Ámi). Vítanýting: Skoraö úr 3 af 4. Fiskuö viti: Páll, Þorvaldur, Siguröur, Ámi. Varin skot/viti (skot á sig): Hörður Flóki Ólafsson 6/1 (19/4, hélt 5,31,5%), Hafþór Einars- son 8 (27/4, hélt 5, 26%). Brottvisanir: 14 mínútur, 3 brottvísanir, úti- lokun á Hörð á 33. mínútu. Dómarar (1-10): Gisli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson (5) Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 1500. Maöur leiksins: Egidijus Petkevicius, KA. KA Mörk/víti (skot/víti): Amór Atlason 9/4 (12/5), Baldvin Þorsteinsson 7/3 (9/3), Andreas Stelmokas 5 (5), Einar Logi Friöjónsson 4 (7), Jónatan Magnússon 4 (8), Hilmar Stefánsson 2 (3), Þorvaldur Þorvaldsson 1 (1), Ingólfur Axels- son (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 8 (Baldvin 3, Amór 2, Þorvaldur, Hilmar, Stelmokas). Vitanýting: Skorað úr 7 af 8. Fiskuó víti: Baldvin 2, Stelmokas 2, Hilmar, Einar Logi, Jónatan. Varin skot/víti (skot á sig): Egidijus Pet- kevicius 22 (42/2, hélt 16,52%), Hans Hreinsson 3/1 (6/2, hélt 2, 50%). Brottvísanir: 14 mínútur. Sport - gegn Þór í Akureyrarslagnum sem var aldrei spennandi KA menn unnu stórsigur á Þórs- urum, 23-32, er liðin mættust í Essódeild karla í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Fjöldamargir áhorfendur fylltu höllina og bjuggust við hörku- spennandi leik þar sem leikmenn beggja liða myndu berjast til síð- asta blóðdropa. Enda miklu meira í húfi en stigin sem myndu fást með sigri. Á Akureyri er enginn sigur sætari en sigur á nágranna- liðinu og hefur í gegnum tíðina engu máli skipt hvemig staða lið- anna í deildinni hefur verið, ávallt hefur Akureyrarslagurinn boðiö upp á frábæra skemmtun og oftast ráðast úrslitin á lokasekúndunum. En svo var ekki i gær. KA-liðið mætti mun einbeittara til leiks og náði strax forystu i leiknum, vörnin spilaöi fast og gengu leikmenn langt út á móti skyttum Þórsara, sérstaklega þeim Páli Gíslasyni og Aigars Larzdins. Með þessu móti náðu Þórsarar aldrei góðum takti í sóknarleik sínum, neyddust oft til að skjóta úr erfiðum færum sem annaðhvort vöm eöa markvörður KA varði. Hjá Þór var það eingöngu Ámi Þór Sigtryggsson sem reyndi að sýna dug og kjark framan af leik en Ijóst var að einstaklingsframtak hans dugði ekki gegn flmasterku KA-liði sem keyrði sóknarleik sinn upp á 6 leikmönnum sem allir skil- uðu sínu. í hálíleik var staðan 12-14 fyrir KA og bjuggust menn viö að Þórs- arar myndu mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn eftir tiltöl- ur þjálfarans í búningsherberginu í hálfleik. En svo fór ekki. KA-menn héldu áfram baráttu sinni og hleyptu Þórsurum aldrei inn í leik- inn. Boltinn fékk að fljóta vel i sóknarleik liðsins og skyttur liðs- ins, þeir Arnór, Einar og Jónatan, náðu oft á tíðum að tæta vörn Þórs í sundur og með því losnaði oft um þá Andreas Stelmokas á línunni og Baldvin Þorsteinsson í hominu og nýttu þeir færin sín vel. Um miðjan seinni hálfleikinn var staðan orðin 1&-23 fyrir KA og ljóst var að sigur brekkuliðsins var innan seilingar. Hjá Þór var Ámi Þór manna bestur, lykilmenn eins og Páll og Aigars sáust nánast ekk- ert. En þaö gengur ekki í leik sem þessum þegar allh- þurfa að skila sinu og þá helst lykilmenn og reynsluboltar liðsins. í jöfnu liði KA-manna stóð Egidijus Petgevisi- ous sig frábærlega í markinu og varði 22 skot. Arnór Atlason var að vonum ánægður i leikslok og sigur upp á 9 mörk kom honum ekkert á óvart. Mættum einbeittir tii leiks „Við vissum að ef við myndum mæta einbeittir tO leiks og með sig- urvilja þá myndum við vinna leik- inn. Við ætluðum okkur ekki að tapa 2 leikjum á móti þeim á tima- bilinu.“ -ÆD Andreas Stelmokas skorar hér eitt fimma marka sinna í leiknum. Sveiflukenndur leikup í Garðabænum Valur sigraði Stjörnuna í Essódeild karla í handknattleik í Ásgarði í gærkvöldi. Lokatölur urðu 24-27 I sveiflukenndum leik þar sem heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik. Þeir voru eiginlega í botni allan hálfleikinn og náðu mest fimm marka forskoti rétt fyrir leikhlé. Valsmenn eyddu miklu púðri í dómaratuð í hálfleiknum og undan- úrslitaleikurinn við Aftureldingu virtist eitthvað sitja i þeim hvað dómarana snertir því sömu dómar- ar og dæmdu þann leik dæmdu þennan. Til að mynda fékk Freyr Brynjarsson þrjár brottvísanir og þar með rauða spjaldið í fyrri hálf- leik. Hann fiskaði víti rétt fyrir leik- hléið en í einhverju óskiljanlegu bræðiskasti grýtti hann boltanum frá sér og reif þar að auki kjaft við dómarana. Þessi hegðun var nokk- uð lýsandi fyrir Valsmenn í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir þá breyttist hún til batnaðar í síðari hálfleik. Stjömustrákar eyddu líklega of mikilli orku í fyrri hálfleiknum þvi þeim hélst ekki á forskotinu nema í rétt rúmar tólf mínútur í seinni hálfleik. Þá skoruðu Valsmenn sjö mörk í röð og heimamönnum tókst ekki að skora í rétt um þrettán mínútur. Lokakaflinn varð því ekki spennandi. Á þessum góða kafla léku Vals- menn af yfirvegun og einbeitingu, beindu orkunni í réttan farveg og viti menn, þetta fór allt að ganga upp hjá þeim og liöið situr sem fast- ast í toppsæti deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson lék mjög vel allan tímann og hefði hans ekki notið við í fyrri hálfleik hefði faiáð illa fyrir Valsmönnum. Roland Eradze var stirður í fyrri hálfleik en funheitur í þeim seinni. Hjá Stjörnunni lék Ámi Þorvarð- arson frábærlega framan af og sýndi nokkur mögnuð tilþrif en hann dal- aði líkt og liðið eftir því sem á leið. Vilhjálmur Halldórsson sýndi nokkrum sinnum að hann er að nálgast sitt besta form. -SMS Stjörnumaðurinn Vilhjálmur Halldórsson reynir markskot en Snorri Steinn Guðjónsson kemur út á móti til varnar. DV-mynd JAK Stórsiqur Essen gegn Göppingen Essen vann stórsigur á Göpp- ingen, 32-20, í þýsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði sex mörk fyrir Essen í leikn- um en Patrekur Jóhannesson komst ekki á blað. Magdeburg sigraði Minden, 33-29, og gerði Ólafur Stefánsson þrjú mörk fyr- ir Magdeburg en hann hvíldi töluvert í leiknum. Þá skoraði Sigfús Sigurðsson tvö mörk af lfnunni. Lemgo heldur áfram sínu striki og vann enn einn leikinn, nú Norhom á heimavelli, 35-33, en leikurinn var jafn og spenn- andi allan tímann. Lemgo trónir á toppnum með 44 stig, Flensburg er í öðru sæti með 36 stig, Magdeburg er í þriðja sæti með 35 stig og Essen er í fjórða sæti með 30 stig. Flensburg tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikar- keppninnar í gærkvöld þegar lið- ið sigraði Kiel, 28-24. Áður höfðu Wallau Massenheim og Göpp- ingen tryggt sér þátttöku i und- anúrslitunum. Fjórða liðið verð- ur annað hvort Essen eða 2. deildar liðið Búrgdorf en þau eigast við á sunnudaginn kemur. Úrslitakeppnin verður síðan háð í Hamborg 12. apríl nk. -JKS Stjarnan - Valup 24-27 0-1, 4-3, 9-6, 14-19, (15-11), 15-12, 17-14, 20-18, 20-25, 23-26, 24-27 Stjaman Mörk/vtíi (skot/vtíi): Vilhjálmur Halldórsson 6/1 (15/2), Zoltan Belenay 4/1 (4/1), Þórólfur Nielsen 4/3 (5/4), Amar Agnarsson 4 (11), Björn Friðriksson 2 (3), David Kekelia 2 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Bjami Gunnarsson 1 (3), Sigtryggur Kolbeinsson (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Vilhjálmur 2, Gunnar, Þórólfur). Vitanýting: Skorað úr 5 af 7. Fiskuð vtíi: Kekelia 4, Bjöm 2, Bjami. Varin skot/viti (skot á sig): Árni Þorvarðarson 16/1 (40/3, hélt 4, 40%), Guömundur K. Geirsson 2 (5/1, hélt 0,40%). Brottvisanir: 10 mínútur. Valur Dámarar (1-10): Guðjðn h. Sig- urðsson Ólafur Haraldsson (8). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfenáur: 233. Maður leiksins: Snorri Steinn Guöjónsson, Val Mörk/vtíi (skot/víti): Snorri Steinn Guðjónsson 10/3 (13/4), Markús Máni Mikaelsson 6 (13), Hjalti Gylfason 4 (6), Þröstur Helgason 3 (6), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Sigurður Eggertsson 1 (2), Ragnar Ægisson 1 (5), Hjalti Pálmason (1). Mörk ár hraðaupphlaupunu 9 (Snorri Steinn 4, Hjalti 2, Brendan 2, Markús Máni). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuð vtíi: Brendan, Hjalti G„ Freyr, Hjalti P.) Varin skot/vtíi (skot á sig): Roland Erdaze 19/1 (41/4, héit 5, 48%), Pálmar Pétursson 2/1 (4/3, hélt 1, 50%). Brottvisanir: 18 mínútur, Freyr rautt. ÁrniGautur íaðgerfi Árni Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, gengst undir aðgerð á olnboga í Noregi eft- ir helgina og missir því að öllum líkindum af leiknum við Skota í undankeppni Evrópumótsins í Glas- gow 29. mars. Ámi Gautur sagði við DV í gær- kvöld að þessi meiðsli i olnboga hefðu lengi verið að angra sig og því óhjákvæmilegt að fara í aðgerð. Hann hefur ekki getað rétt almenni- lega úr olnboganum en hreinsa þarf beinflísar til að koma honum í lag á nýjan leik. „Þessi meiðsli hafa ágerst og því ekkert annað að gera en að fara í að- gerð. Mér sýnist því leikurinn við Skota í meira lagi tæpur fyrir mig en mér er sagt að ég verði frá í 4-6 vikur," sagði Árni Gautur en hann er staddur á La Manga á Spáni með Rosenborg þessa daga á æfmgamóti. Rosenborg leikur til úrslita viö Odd Grenland á fóstudag og bjóst Ámi Gautur við því að standa í markinu í þeim leik. Rosenborg hefur boðið Árna Gaut þriggja ára samning og þykir hon- um líklegast að hann skrifl undir nýjan samning. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.